Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Side 16
16
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990.
Iþróttir
Evrópukeppni u. 21-árs/ólympíukeppnin:
Vantaði alla
einbeitingu
- markalaust jafntefli íslands og Albaníu
„Ég er mjög óhress meö leikinn, strák-
ana vantaði alla einbeitingu og viljann
til aö sigra. Liðiö spilaði ekki sem ein
heild og náöi því ekki að skapa sér afger-
andi færi,“ sagöi Marteinn Geirsson,
þjálfari íslenska u. 21-árs landsliðsins,
eftir að það gerði markalaust jafntefli
við Albani á Kópavogsvelli í gærkvöldi.
Þetta var fyrsti leikurinn í hinni tvö-
földu keppni, Evrópukeppni u. 21-árs
liða og forkeppni ólympíuleikanna, en
þar leika þessi lið í riðh ásamt Spáni,
Frakklandi og Tékkóslóvakíu.
„Völlurinn var þungur og erfiður og
það hentaði Albönum betur þar sem
þeir voru með leiknari einstaklinga.
Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var þolan-
legur en sá síðari slakur," sagði Mar-
teinn.
í heild var leikurinn ákaflega lítið fyr-
ir augað. ísland réð ferðinni að mestu
úti á vellinum en Albanir léku skipu-
lagðan og yfirvegaðan varnarleik og áttu
yfirleitt ekki í vandræðum með að brjóta
niður fálmkenndar sóknarlotur íslenska
hðsins.
Ólafur varði
tvisvar glæsilega
ísland ógnaði aðeins tvisvar, svo heitið
gæti, í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Fyrst
skallaði Bjarni Benediktsson yfir mark
Albana og síðan átti Kristján Halldórs-
son fallegt langskot rétt fram hjá stöng.
Hinum megin var það Ólafur Pétursson
sem forðaði íslenska liöinu frá tapi -
fyrst varði hann frá Arben Milori, sem
var í opnu færi á vítateigslínu, og síðan
gott langskot frá Erion Mehilli.
„Við ætluðum okkur bæði stigin en
það vantaði einhvern neista til að það
tækist," sagði Steinar Adolfsson, fyrir-
hði íslenska liðsins. „Það var erfitt aö
brjóta niður vöm Albananna, þeir voru
leiknir og fljótir og snöggir th baka til
að loka svæðum," sagði Steinar.
Auk Ólafs í markinu áttu Helgi Björg-
vinsson og Þormóður Egilsson góðan
leik í vörninni og Rúnar Kristinsson var
drjúgur á miðjunni sem og Ingólfur Ing-
ólfsson.
Lið íslands: Ólafur Pétursson, Helgi
Björgvinsson, Þormóður Egilsson,
Bjarni Benediktsson, Kristján Halldórs-
son, Ingólfur Ingólfsson (Grétar Stein-
dórsson 82.), Rúnar Kristinsson, Steinar
Adolfsson, Haraldur Ingólfsson, Rík-
harður Daðason (Bjarki Pétursson 70.),
Valdimar Kristófersson.
A. Ritchie frá Norður-írlandi dæmdi
leikinn þokkalega og sýndi fjórum Al-
bönum gula spjaldið. -VS
• Valdimar Kristófersson, sóknarmaður úr Stjörnunni, sækir að Blendi Nallbani, markverði Albaníu, í leiknum i
banska A-landsliðsins gegn Englendingum á Wembley fyrir rúmu ári, þá aðeins 16 ára gamall.
Sportstúfar
Chigaco Bulls sigraði
meistara Detroit Pistons,
108-101, í undanúrslitum
bandaríska körfuknatt-
leiksins í fyrrinótt. Þar með hefur
Chicago jafnað metin, 2-2, eftir að
hafa unnið tvo leiki í röð á heima-
veli sínum og fer næsti leikur einnig
fram á heimavelh Detroit. Michael
Jordan var atkvæðamestur leik-
manna Chicago eins og oft áður og
skoraði hann 42 stig og þótti hann
leika frábærlega bæði í vörn og sókn.
Isiah Thomas var stigahæstur hjá
Detroit með 26 stig.
Mclnally bjargaði
Skotum gegn Möltu
Alan Mclnally, leikmaöur
meö Bayern Múnchen í
Þýskalandi, var á skot-
skónum í fyrrakvöld þeg-
ar hann skoraði bæði mörk Skota í
sigri á Möltu, 2-1, í vináttulandsleik
þjóðanna í fyrrakvöld. Mclnally
skoraði fyrra markið strax á 5. mín-
útu með miklum þrumufleyg en
Malta náði að jafna í upphafi síðari
hálfleiks en Mclnally skoraði sigur-
markiö þegar langt var liðið á leik-
inn.
Sveinbjörn þjálfar Gróttu
í kvennaflokki
Sveinbjörn Sigurðsson
hefur verið ráðinn þjálfari
1. deildar liðs Gróttu í
kvennaílokki. Sveinbjörn
hefur síðastliðin tvö ár starfað í Nor-
egi sem þjálfari og í vetur þjálfaði
hann kvennalið Junkeren
Feðgakeppni GR
Feðgakeppni GR í golfi fer
fram á morgun og hefst
klukkan 16.00. Leikinn
verður fjórmenningur eða
„Foursome" og skal athygli vakin á
því að mæðgur eru einnig boðnar
velkomnar til leiks.
• Þorvaldur Örlygsson og Kristján Jónsson kljást á æfingu. Það er ekki ólíklegt
að þeir leiki saman á vinstri vængnum hjá íslenska liðinu í kvöld.
DV-mynd Brynjar Gauti
Snorri Már á skotskónum
- sextán leikir 1 bikarkeppni KSÍ víða um land 1 gærkvöldi
Snorri Már Skúlason var á skot-
skónum er hð hans, ÍR, vann stóran
sigur á Víkverja i bikarkeppni KSÍ í
gærkvöldi en þá fóru fram sextán
leikir í keppninni. ÍR-ingar skoruöu
6 mörk í leiknum gegn Vikveija og
Snorri Már þrjú þeirra.
Hin þrjú mörk ÍR-inga skoruöu
þeir Njáll Eiðsson, Stefán Ólafsson,
og Bragi Björnsson.
• Skallagrímur vann Leikni úr
Reykjavík í Borgarnesi, 2-1. Valdi-
mar Sigurösson og Haraldur Hin-
riksson skoruðu mörk heimamanna
en Ath Þorvaldsson mark Leiknis.
• Þróttur Reykjavík vann Ægi,
3-0. Sigurður Hallvarðsson, Benedikt
Sigurðsson og ívar Jósafatsson skor-
uðu mörk Þróttar.
• Hveragerði tapaöi á heimavehi
gegn BÍ, 0-2. Stefán Tryggvason og
Haukur Benediktsson skoruöu
mörkin.
• Selfoss vann TBR á Selfossi, 6-0.
Heimir Karlsson (2), Guðjón Þor-
varðarson (2), Izudin Dervic og Gísli
Björnsson skoruðu mörk Selfyss-
inga.
• Reynir frá Sandgerði burstaði
Árvakur f Sandgeröi, 5-1. Siguröur
Haraldsson (2), Antony Stissí (2), og
Þóröur Þorkelsson (viti) skoruðu fyr-
ir Reyni en mark Árvakurs skoraði
Sæbjörn Guðmundsson úr víta-
spymu.
• Hafnir léku heima gegn Víöi og
töpuðu, 0-4. Klemens Sæmundsson,
Hlynur Jóhannsson, Vilberg Þor-
valdsson og Steinar Ingimundarson
skoruöu mörk Víðis.
• Njarðvík lék á heimavehi gegn
Árraanni og tapaöi, 0-1. Það var Olaf-
ur Jósepsson sem skoraði sigurmark
Ármenninga.
• Leiftur vann VÖlsung á Olafs-
firði, 3-1. Sigurbjöm Jakobsson (2)
og Höröur Benónýsson skoruöu
mörk Leifturs en Ásmundur Amars-
son skoraði mark Völsungs.
• Langnesingur lék gegn Reyni á
Árskógströnd á laugardaginn á Þórs-
höfn. Reynismenn sigraðu, 2-5.
Mörk Reynis skoraðu þeir Jóhann
Jóhannsson, Þórarinn Ámason (2),
Garöar Níelsson og Valdimar Krist-
jánsson.
• TBR tapaði á heimavelh sínum
gegn Magna frá Grenivík, 0-2. Heim-
ir Ásgeirsson og Reimar Helgason
skoraðu mörk Magna.
• Dalvík tapaði einnig á heima-
velh gegn KS frá Siglufirði, 1-2. Hlyn-
ur Eiríksson og Hafþór Kolbeinsson
skoruðu fyrir KS en mark Dalvik-
inga skoraði Ingólfur Kristjánsson.
• Enneinnútisigurinnleitdagsins
Ijós á Reyöarfirði þar sem Valur tap-
aði fyrir Þrótti á Neskaupstað, 1-2.
Guðgeir Sigjónsson skoraði fyrir Val
en þeir Ámi Þór Freysteinsson og
Þráinn Haraldsson fyrir Þróttara.
• Höttur tapaöi á heimavelh sín-
um á Egilsstööum gegn Einheija frá
Vopnafirði, 0-1. Sigurmarkiöskoraði
Ólafur Ármannsson.
• Leiknir Fáskrúðsfiröi vann góð-
an heimasigur gegn Austra frá Eski-
firði, 4-2. Sigurður Einarsson, Árni
Gíslason, Albert Hansson, og Jakob
Atlason skoruöu fyrir heimamenn
en mörk Austra skoruöu þeir Sigurö-
ur Magnússon og Hilmir Ásbjöms-
son.
• Loks sigraði Afturelding lið Vík-
ings í Ólafsvík, 0-1.
-SK/ÆMK/KH/KB/MJ
ísla
»Bg
hug
- segir
ísland og Albanía leika í kvöld
fyrsta leikinn í Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu 1990-1992 og fer
hann fram á Laugardalsvelhnum og
hefst kl. 20.
„Við megum ekki vanmeta al-
banska liðið. Lið þeirra hefur á að
skipa mörgum snjöllum knatt-
spymumönnum sem eru tekniskir
og fljótir en viö eigum að vinna leik-
inn ef hugarfarið verður rétt hjá
strákunum," sagði Bo Johansson,
þjálfari íslenska landsliösins í knatt-
spymu, í samtali viö DV í gær en þá
hafði íslenska liðiö nýlokið við að
horfa á myndband af leik íslands og
Lúxemborgar sem fram fór ytra í vor
og lauk með sigri íslands, 1-2.
„Ég geri ráð fyrir að Albanirnir
muni leika frekar aftarlega en þegar
færi gefst þá eru þeir fljótir í sókn.
Það eina sem viö höfum séð til þeirra
er leikurinn gegn Svíum sem við
sáum á myndbandi og á þeim mynd-
um sést að albanska liðið er til alls
líklegt."
Reynum að leika
skynsaman sóknarleik
„Við munum beita leikaðferðinni
4:4:2 og munum reyna eftir fremsta
megni að leika skynsman sóknarleik
en alls ekki á kostnað varnarinnar.
Ég mun velja á morgun það lið sem
hefur leikinn fyrir Islands hönd og
það er eríitt val því allir þeir 16 leik-
menn sem era í landsliðshópnum eru
sterkir og því vont að gera upp á
milli sumra,“ sagði Bo Johansson.