Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 30: MAÍ 1990.
25
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sylvester Stallone
er í einlalífinu hinn rólegasti
maður og ólíkur Rocky og Rambo
sem hann er þekktastur fyrir að
túlka. Þó gerðist það tvisvar um
daginn að hann var nærri lentur
í slagsmálum. Var það eins að
þakka lífverði hans að ekki fór í
hart. í fyrra skiptið var verið að
vísa honum til borðs á besta stað
í veitingahúsi. Maður einn sem
sárnaði að vera færður til sneri
sér að Stallone og sagði: „Þú og
þitt pakk..." Stallone sámaði
þetta og ætlaði að ráðast á mann-
inn en lífvörður hans gekk á
milli. í seinna skiptið sá hann Rob
Lowe vera eitthvað að kássast
upp á kærustu sína og rauk í
Lowe, en áður en þeir gátu gert
hvor öðrum mein gekk lífvörður
StaUones á milli og skildi þá að.
Michael Jackson
móðgaði systur sína, Janet, held-
ur betur um daginn þegar hann
bauð Paula Abdul á sveitasetur
sitt í Kaliforníu. Þau áttu þar
ágæta stund saman og fór vel á
með þeim og apanum hans Mic-
hael, Bubbles, sem hann skilur
ekki við sig. Þetta líkaði litlu syst-
ur illa enda telur hún að Paula
Abdul sé hennar helsti keppina-
utur um vinsældir og fannst
henni að Michael kæmi aftan að
henni með því að vingast við
Paula Abdul sem eins og Mic-
hael, bæði syngur og dansar.
Stevie Wonder
vann nýlega málaferli þar sem
hann var ákærður fyrir að hafa
stolið hinu þekkta óskarsverð-
launalagi sínu I Just Called to Say
I Love You. Þegar hann var yfir-
heyrður um tilurð lagsins sagðist
hann hafa samið hluta af laginu
1976. Þessi orð hans hafa skapað
ný vandræði fyrir Wonder. Málið
er nefnilega að til að lög geti ver-
ið keppnisfær um óskarinn þurfa
þau að vera frumsamin fyrir
kvikmynd. Með þessum orðum
gaf hann í skyn að lagið væri
ekki frumsamið fyrir kvikmynd-
ina The Lady in Red. Hvort hann
heldur óskarsstyttunni sinni eða
ekki mun þrjátíu manna nefnd á
vegum amerísku kvikmyndaaka-
demíunnar taka ákvörðun um.
.
DV-myndir: jss.
ísland í sviðsljósinu
í þýskum fjölmiðlum
- vegna menningarhátíðarinnar í Köln
Jóhanna S. Sigþórsdóttir, Vestur-Þýskalandi
Það var margt um manninn í Rhein-
landhalle í Köln í Vestur-Þýskalandi
um daginn, þegar íslenska menning-
arhátíðin var sett þar með viðhöfn.
Meðal þeirra sem ávörp fluttu var
Hjálmar W. Hannesson sendiherra
íslands í Bonn og Hans Schwier
menntamálaráðherra sambands-
landsins Nhordrein Westfalen í
Þýskalandi. Einnig flutti Hrafnhild-
ur Schram listfræðingur ávarp og
sagði stuttlega frá undirbúningi
listasýningarinnar, sem opnuð var
við þetta tækifæri.
. Ýmislegt var á dagskrá á menning-
ardögunum íslensku. Má þar nefna
sýningu á íslensku kvikmyndunum
Skyttunum og Kristnihaldi undir
jökh. Einnig var kynning á íslensk-
um bókmenntum með upplestri
nokkurra höfunda, íslenskir tónlist-
armenn heimsóttu Köln og létu til
sín heyra og svo mætti áfram telja.
Ekki má gleyma kynningunni á ís-
lenskum matvælum sem haldin var
á Pullman-hótelinu í Köln. Þar var
það íslenska lambakjötið sem sló í
gegn eins og svo oft áður.
Þessi íslenska menningarhátíð sem
haldin var að frumkvæði íslands-
vinarins Wolfgang Schitfer sem er
rithöfundur og leiklistarráðunautur
við vestur-þýska útvarpið (WDR)
vakti mikla athygli í Þýskalandi. Út-
varpsstöðvarnar og dagblöð hafa tek-
ið viðtöl við íslenska sendiherrann,
en einnig hefur verið Qallað mikið
um einstaka liði menningarhátíðar-
innar svo óg ísland í fjölmiðlum.
Albert Salmi ásamt eiginkonu sinni sem hann drap áður en hann framdi
sjálfsmorð.
Þekktur kúrekaleikari
drap eiginkonu sína
og síðan sjálfan sig
Það muna sjálfsagt margir ve-
straunnendur eftir leikaranum Al-
bert Salmi. Hann lék í mörgum
vestramyndum og öðrum myndum á
sjötta, sjöunda og áttunda áratugn-
um. Hann var þó þekktastur vestan-
hafs fyrir leik sinn í sjónvarps-
myndaflokknum um Gunsmoke og
The Virginian.
Lítið hafði heyrst frá Salmi þegar
hann ruddist inn á heimili eiginkonu
sinnar, sem hann var skilin við, þó
ekki löglega, og drap hana og síðan
sjálfan sig.
Lögreglan sagði að Salmi hefði
skotið eiginkonu sína í eldhúsinu og
síðan farið upp á loft og skotið sig. í
tvo daga lágu líkin í húsinu áður en
nagranni uppgötvaði hvað gerst
hafði.
Þótt Albert Salmi hafi verið þekkt-
astur fyrir leik í sjónvarpi þótti hann
liðtækur leikari og lék í tæpum þrjá-
tíu kvikmyndum og þótti góður kar-
akterleikari. Hann vann mikinn leik-
sigur á Broadway í upprunalegri
uppsetningu á Bus Stop. Honum var
boðið aðalhlutverkið í kvikmyndinni
eftir leikritinu á móti Marilyn
Monroe, en neitaði á þeirri forsendu
. að Hollywood væri staður sem hann
langaði ekki til að koma til. Hann
skipti þó um skoðun síðar. Albert
Salmi var sextíu og tveggja ára þegar
hann framdi voðaverkin.
Her ntar sendiherra Islands, Hjálmar W. Hannesson nafn sitf í gestabók
sýningarinnar. Til vinstri er kona hans, Anna Birgis, en til hægri er Wolf-
gang Schiffer, aðalhvatamaóur sýningarinnar og Frank Lenz frá listasamtök-
unum Stadtkunst.
Tina Turaer enn á fullu
Þótt Tina Turner sé komin á sextugsaldur er ekki að sjá að hún sé farin
að slaka á. Hún sagði í vlðtali fyrir rúmu ári að timi væri komin fyrir
hana að hætta tóntelkaferðum, en hún hefur greinílega endurskoðað
ákvörðun sína því hún er komln á fulla ferð í Evrópu og var þessi
mynd tekin af henni í Köln um siðustu helgi þar sem hún skemmti tiu
þúsund manns á útileikvangi.