Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990. Fréttir Gríma Sóley Grimsdóttir keppir i tveimur greinum á landsmótinu á Sikli. DV-mynd E.J. Gríma Sóley kepp- ir á tvennum víg- stöðvum með Sikil Gæðingakeppni Gusts í Kópvogi var haldin dagana 26. og 27. mai síðastliðinn. Var þar einnig um að ræða landsmótsúrtöku. Gustarar senda fjóra keppendur í hvern flokk gæðingakeppninnar. Fyrri daginn voru allir gæðingamir dæmdir, en átta hæst dæmdu jó- amir komust í sérstaka úrslita- keppni. Meðaltal dóma báöa dag- ana gilti. Gríma Sóley Grímsdóttir sló heldur betur í gegn. Hún varð í efsta sæti í unglingaflokki með Sik- il sinn, fékk 8,36 í einkunn, en einn- ig varð hún í þriðja sæti í B-flokki með Sikil og fékk 8,33. Hún keppir því í tveimur greinum á landsmót- inu. Gríma Sóley varð sem fyrr segir í efsta sæti í unglingaflokki. Kjart- an Þ. Óttarsson varð annar með Þorra sinn, fékk 8,35 í einkunn og Jóhannes Örn Erhngsson varð þriðji með Hryðju sína og fékk 8,05 í einkunn. í barnaflokki sigraði Victor B. Victorsson með Snúð sinn og fékk 8,07 í einkunn. Ásta Dögg Bjarna- dóttir fékk 7,98 fyrir Sóma sinn og Inga Dröfn Benediktsdóttir varð þriðja með Sendingu sína og fékk 7,64 í einkunn. Hrafna-Flóki Guðríðar Gunnars- dóttur, sem Vignir Siggeirsson sýndi, stóð efstur í A-flokki með 8,29 í einkunn. Þristur, Björns Sig- urðssonar, sem Guðný Eiríksdóttir sýndi, var annar með 8,21 og Hær- ingur, sem Bjarni Sigurðsson á og sýndi var þriðji með 8,20 í einkunn. Halldór Victorsson, bróðir Vic- tors B., sem sýndi efsta hest í barnaflokki, er eigandi og knapi Haröar, sem sigraði í B-flokki með 8,40 í einkunn. Gola, Karls Bene- diktssonar, sem Öm Karlsson sýndi, var önnur með 8,36, en Sik- ih, sem Gríma Sóley Grímsdóttir á og sýndi, fékk 8,33 og þriðja sætið. Gustarar halda þeim siö að verð- launa knapa fyrir tamningu ung- hross og umhirðu. Hulda Gústavs- dóttir sigraði að þessu sinni fyrir tamningu á Tögg. Ásta Dögg Bjarnadóttir var í öðru sæti með Dögg og Bjarni Sigurðsson var í þriðja sæti með Sunnu. Þess má geta að Bjarni er faðir Ástu Dagg- ar, sem sló honum við að þessu sinni. -EJ Andlát Guðrún Sigurðardóttir Maillet, Al- bany, New York, andaðist 25. maí. Óli Matthías Einarsson, Unufelli 36, lést í Borgarspítalanum fóstudaginn 25. maí. Sveinbjörn Árni Pétursson, Stangar- holti 9, Reykjavík, lést 27. maí. Jarðarfarir Sigurjóna Soffia Sigurjónsdóttir verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson, Akurgerði 19, Akranesi, sem andaðist á Sjúkra- húsi Akraness sunnudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju fóstudaginn 1. júní kl. 15. Hermann Gíslason, Skúlaskeiöi 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fostudag- inn 1. júni kl. 13.30. Jóhann Hjálmarsson fyrrverandi bóndi, Ljósalandi, Skagafirði, síðar húsvörður Menntaskólans við Hamrahlíð, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 13.30. Ólafur Þorvaldsson, Hjarðarholti 5, Akranesi, sem lést 23. maí sl., verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 14. Páll Pálsson, fv. leigubifreiðastjóri, Iðufelh 6, Reykjavík, sem andaðist þann 23. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 15. Auður Kristinsdóttir lést 20. maí. Hún fæddist 5. júlí 1932, dóttir Helgu Jónsdóttur og Kristins Vilhjálmsson- ar. Auður lauk námi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1951 og hóf þá strax nám í hjúkrun við HSÍ og lauk þaðan prófi 1956. Hún starfaði við hjúkrun á Akureyri og í Reykjavík um nokk- urra ára skeiö, þar til hún giftist eft- irlifandi manni sínum, Guömundi Sigurðssyni, árið 1959. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfor Auöar veröur gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Framabraut, ný ráðningar- Þjónusta og markaðsráðgjöf Framabraut er ný ráðningarþjónusta og markaðsráðgjöf, sem hefur í hyggju aö bjóða upp á vandaða og sérhæfða þjón- ustu. Ráðningarþjónustan býður upp á viðtalstækni, undirbúning í starfsferils- skýrslugerð og selur bæklinga til hlið- sjónar því. Markaðsráðgjöfin er sérstak- lega ætluð fyrir minni fyrirtæki sem ætla að kynna nýja vöru/þjónustu á markað- inn og/eða vantar hugmyndir í sambandi við markaðsstefnur svo sem auglýsinga- stefnur og markaðssetningu o.fl. Að- standendur Framabrautar eru tveir New York menntaðir markaðsfræðingar, Bárður Jósef Ágústsson og Hanna Sigríö- ur Magnúsdóttir, sem starfað hafa í Bandaríkjunum um nokkurt skeið. Framabraut hefur aðsetur aö Laugavegi 22A (bakhús) og símin er 91-620022. Útibússtjóri Búnaðar- bankans á Egiisstöðum Á fundi bankaráðs Búnaðarbanka ís- lands 21. maí var samþykkt einróma að ráöa Ásgrím Hilmisson útibússtjóra við útibú Búnaðarbankans á Egilsstöðum. Ásgrímur hefur verið starfsmaður Út- vegsbanka íslands frá 1964. Hann lauk gagnfræðaprófi 1964 og áriö 1973 var Annar þáttur bresks spennu- myndaflokks í þrettán þáttum var sýndur í ríkissjónvarpinu í gær- k völdi og þriðji þáttur verður svo að viku líðinni. Ég hef oft velt þeirri spumingu fyrir mér hvers vegna í ósköpunum ríkissjónvarpið tekur ekki upp þá reglu að sýna fram- haldsþætti sína þéttar. Hver nennir eða getur fylgst með framhaldsþætti sem verður á skjánum næstu þrett- án vikumar. Og það á þeim árstima þegar yfirgnæfandi hluti lands- manna er á leið í frí, bæði utanlands oginnan. Þetta er áreiðanlega ekki leið til að flölga sjónvarpsáhorfend- um ríkissjónvarpsins og jaðrar við hann um sex mánaða skeið hjá National Westminster Bank í London við nám. Hann er fæddur 15. febrúar 1947. Hann er kvæntur Ásu Sigríði Sverrisdóttur og eiga þau tvær dætur. Kúba og heimsstjórn- málin í dag Dennys Guzmán, sendiherra Kúbu á ís- landi (með aðsetur i Stokkhólmi), er staddur hér á landi. Hann heldur erindi og svarar fyrirspurnum fimmtudaginn 31. maí kl. 20.30 á veitingahúsinu Punktur og pasta (áður Torfan). Erindi hans nefn- ist: Kúba og heimsstjórnmálin i dag og fjallar ástand mála í Mið-Ameríku og syðrihluta Afríku, atburðina í Austur- Evrópu undanfarið og ekki hvað síst þró- un mála á Kúbu síðustu ár. Aðaláhersl- una leggur Dennys Guzmán á að svara spumingum fundargesta og taka þátt í umræðum. Túlkað verður af spönsku á ensku og eins veröur íslenskur túlkur til taks. Leiklistarhátíð í Hveragerði Bandalag íslenskra leikfélaga fagnar nú 40 ára afmæli sínu. Bandalagið er lands- samtök allra áhugaleikfélaga landsins og í því eru nú 89 leikfélög. I heildina má segja að 60 leiksýningar séu nú settar á svið árlega af þessum félögum og þær eru sóttar af40.000 áhorfendum. Árlegur sýn- ingafjöldi eru um það bil 550 og fjöldi þátttakenda í sýningunum kringum 2.500. Leiklistarhátíðin í Hveragerði hefst fimmtudaginn 31. maí og stendur til 4. júní. Kattaræktarfélag á íslandi Þann 5. apríl sl. var stofnað fyrsta katta- ræktarfélag á íslandi. Hlaut það nafnið Kynjakettir, Kattaræktarfélag Islands. Markmiö félagsins er að kynna katta- ræktun með fundum félagsmanna, katta- sýningum, útgáfu á fréttabréfi, skrán- ingu katta og útgáfu á ættartölum. Félag- ið ætlar að vinna með öðrum kattafélög- um að baráttu fyrir málefnum katta, kattaræktenda og kattavina. Símatímar félagsins eru á mánudögum, þriðjudög- um, miðvikudögum og um helgar kl. 20-21 í síma 91-624007. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar eða gerast fé- lagsmenn geta hringt í þann síma. Húnvetningafélagið Félagsvist í kvöld, 30. maí, kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Knattspyrnuskóli Þróttar 1990 í sumar verður starfræktur knattspymu- skóli fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5-13 ára. Haldin verða tjögur tveggja vikna námskeið og standa þau frá kl. 9-12 eða frá kl. 13-16. 1. námskeið: 5.-15. júní. 2. námskeið: 18.-30. júní. að vera móögun við þá. Stöð 2 hefur tekiö upp þann fyrir- myndarsiðað sýnaframhaldsþætti mun þéttar. Til að mynda lauk í gærkvöldi framhaldsþætti í sjö hlut- um og tók ekki nema tvær vikur að ljúkasýninguhans, endasýndur tvisvar til þrisvar í viku. Mætti rík- issjónvarpið að ósekju taka upp þennan hátt eftir samkeppnisaðil- 3. námskeið 2.-14. júlí. 4. námskeið: 16.-28. júli. Skráning og upplýsingar eru í síma 82817 milli kl. 17 og 21. Kennari á námskeiðum Knattspymuskólans verður Theodór Jó- hannsson, íþróttakennari og þjálfari. Heimasími hans er 676865. Námskeið Námskeið í dáleiðslu verður haldið þriðjudag og miðvikudag 5. og 6. júní nk. Námskeiðið stendur frá kl. 19-23 bæði kvöldin. Á námskeiðinu em kenndar ýmsar aðferöir við sjálfs- dáleiðslu, einnig við að dáleiða aðra. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fmna fyrir meiri slökun og auka sjálfs- meðvitund, einnig þá sem vilja losna við slæma ávana eins og reykingar og ofát. Leiðbeinandi á námskeiðinu er: Friðrik Páll Ágústsson A.V.P. (Associated Vivati- on professional). Hann hefur unnið við lífóndun og dáleiðslu um nokkurt skeið og haldiö mörg námskeið í lífóndun. Tak- markaður fjöldi er á námskeiðinu svo ráðlegt er að skrá sig sem fyrst. Kynning- arverð á námskeiðið 5. og 6. júní 4.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar hjá Lífsafli, simi 622199. Óvenjulegt stærð- fræðinámskeið fyrir börn Dagana 5.-9. júní fer fram í Kennarahá- skóla íslands tramhaldsnámskeið fyrir kennara um stærðfræðinám. Þeir sem sækja námskeiðiö hafa sl. tvö ár verið að afla sér menntunar um nýjar og fjöl- breyttar leiðir við stærðfrseðinám og kennslu 6-12 ára bama. Kennaramir hafa reynt fjölmörg verkefni með nem- endum sínum úti í skólunum. Nú er kom- ið að því að bjóða fleiri bömum að taka þátt í þessu starfi. Boðið er upp á nám- skeið fyrir böm sem vom í 1.-6. bekk sl. vetur. Námskeiðið stendur dagana 6.-8. júni kl. 9-12. Boðið verðm- upp á fjöl- breytt verkefni bæði úti og inni og verða margvisleg hjálpargögn notuð, svo sem vasareiknar og tölvur. Skráning fer fram í Kennaraháskóla íslands, endurmennt- un, sími 688700, ekki síðar en fostudaginn 1. júní. Þátttökugjald er kr. 500. Tapað fundið Fress í óskilum í Hafnarfirði Lítiö hvitt og svart fress fannst í Hafnar- firði. Upplýsingar í síma 50994. umsínum. Á dagskrá ríkissjónvarpsins í gærkveldi var einnig þátturinn Nýj- asta tækni og vísindi í umsjón Sig- urðar Richter. Þessir þættir hafa verið á dagskrá ríkissjónvarpsins mjög lengi og eru afitafjafn- skemmtilegir, eða þannig. Þarna er tæpt á málunum og al- menningur fær smánasasjón af því sem hæst ber í heimi vísindanna á hverjum tíma án þess að farið sé út I flóknar útskýringar. Sem sagt, vís- indifyriralmenning. -Jóhanna Margrét Fjölmiðlar___________________ í þrettán þáttum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.