Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Side 2
18 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990. fþróttir „Ævintýrið er búið“ - sagði þjálfari Costa Rica eftir tap gegn Tékkum Tékkar tryggðu sér í sæti 8 liða úrslitum HM-keppninnar eftir að hafa sigrað Costa Rica, 4-1, í Bari á laugardag. Tomas Skuhravy skoraði þrennu fyrir Tékka og er hann nú markahæstur á HM með 5 mörk og hefur skoraö þau öll með skalla. Lu- bos Kubik bætti fjórða markinu við stórglæsilegu skoti beint úr auka- spyrnu en Ronald Gonzalez skoraði eina mark Costa Rica í upphafi síö- ari hálfleiks. Josef Venglos, þjálfari Tékka, var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir leikinn. Sálfræðilega erfiður leikur „Leikurinn var sálfræðilega mjög erfiður fyrir okkur og þaö var ekki fyrr en þriðja markið kom sem við fórum að róast aðeins. Það er mjög gott að þessi leikur er að baki því við vorum vissulega smeykir fyrirfram. Ef við hefðum tapað þá hefði öll sú mikla vinna sem við unnum fyrir mótið verið til einskis,“ sagði Veng- los eftir leikinn. Bora Milutinovic, hinn júgóslav- neski þjálfari Costa Rica, sagðist vera ánægður með árangurinn í keppn- inni. „Þrátt fyrir tapið á laugardag stóð- um við okkur vonum framar og hðiö lék miklu betur en nokkur hafði búist við. Þetta var skemmtilegt æv- intýri, eins og draumur. En nú er ævintýrið búið og lífið heldur áfram," sagði Júgóslavinn, sem nú er þjóðhetja í Mið-Ameríkuríkinu. -RR • Tomas Skuhravy fær blíðar móttökur hjá félögum sínum í tékkneska landsliðinu eftir að hafa skorað þrennu gegn Costa Rica. Símamynd Reuter USA - USA - USA TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Seljum nokkra framhjóladrifna Mercury Topaz bíla á tilboðsverði Tækifæri sem ekki kemur aftur Mercury Topaz GS 4dr Verð:_______________Sértilboð Kr.i^eastfoíT 1.198.000 Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti kr. 16.000 16.000 Innifalið m.a.: Framhjóladrif * 2300 cc vél m/beinni innspýtingu, 98 hö. * Sjálfskipting * Vökvastýri * Aflhemlar * Sjálfstæð Qöðrun * AM/FM stereo kassettuútvarp * Rafdrifnar hurðalæsingar * Rafdrifnir speglar * Klukka, stafræn * Þurrkutöf * Skyggðar rúður * Stórir hjólkoppar * Halogen ökuljós * 185/70x14 hjólbarðar * Krómrammar um rúður * Lúxus innrétting * Snúningshraðamælir * Öflug miðstöð * Rafhituð afturrúða * Læsing á smámunageymslu * Gleymskubjalla v/sætabelta og ræsilykils * Mercury Topaz AWD 4dr 4x4 Verð: _______________Sértilboð Kr Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti Kr. UPPSELDIR Söludeildin er opin: mánud.-föstud. kl. 9-18/laugard. kl. 10-17. Bíllinn sem endist og endist Sveinn Egilsson hf. Sími 685100 Framtíð við Skeifuna • Azegho Vicini, hinn aldni þjálf- ari ítala, er varkár í yfirlýsingum um leik sinna manna gegn Urugu- ay í Róm í kvöld. „Uruguaymenn hafa tvisvar orðið heimsmeistarar og eru því stoltir og metnaöarfull- ir,“ segir Vicini. Hann hyggst tefla fram bæði Roberto Baggio og Sal- vatore Schillaci, sem báðir léku frábærlega gegn Tékkum á dögun- um. Gianluca Vialli er enn ekki orðinn heill af meiðslum sínum og verður ekki í byriunarhðinu. Oscar Tabarez Washington, þjálfari Ur- uguay, segir að það sé meiri pressa á ítölum. „Þeir eru sigurstrang- legri, það hvílir ekki á okkur að verða að vinna leikinn, hvað sem það kostar, segir hann. Baresi vinsælastur • Franco Baresi er vinsælasti leik- maður ítalska hðsins, samkvæmt skoðanakönnun sem 18 milljónir ítala tóku þátt í aö lokinni riðla- keppni HM. Salvatore Schillaci varð í öðru sæti, síðan komu jafnir þeir Gianluca Vialli og Walter Zenga og loks Roberto Baggio, sem aðeins lék síðasta leikinn, gegn Tékkum. Emmers ekki með Belgum • Það er ljóst aö Marc Emmers, miðjumaðurinn öflugi, verður ekki með Belgum gegn Englendingum annað kvöld. Hann er meö tognuðu liðbönd í ökkla og hefur ekki náð sér þó hann hafi hvílt í leiknum við Spánverja. Það er einnig óvíst hvort Georges Grún getur spilað með Belgum en Leo Clijsters er hins vegar orðinn leikfær. Óbreytt hjá Spáni • Spánveijar verða með sama hð og gegn Belgum þegar þeir mæta Júgóslövum á morgun. „Liöið spil- ar betur og betur með hveijum léik og það er engin ástæða til að gera breytingar. Eg veit ekki mikiö um Júgóslava en við erum ekki hrædd- ir, þegar viö náum okkur á strik getum viö unnið hverja sem er,“ segir Luis Suarez, þjálfari Spán- verja. Júgóslavar hafa átt í vand- ræðum því að markvörðurinn Tomislav Ivkovic, Srecko Katanec og Safet Susic eiga allir við meiðsli að stríða en Ivic Osim þjálfari segir að hann eigi von á að allir geti spil- að gegn Spáni. írar og Rúmenar vita lítiö hverjir um aðra • Jack Charlton, þjálfari íra, og Emerich Jenei, þjálfari Rúmena, telja sig vita htið um lið hvor ann- ars en þau mætast í 16 liða úrslitun- um í dag. „Ég kann engin deili á rúmenska liðinu en veit að okkur hentar alltaf mjög vel að leika við lið frá Austur-Evrópu. Við erum hálfgert bikarlið, ég vildi ekki stjórna liðum sem mæta okkur!" segir Charlton. Jenei hefur undir- búið sína menn með því að sýna þeim upptökur af leikjum íra í keppninni. „Þeir eru mjög harðir í horn að taka og nota mikið af háum sendingum en ég held að við ráöum við það,“ segir Jenei. Lacatus í banni gegn írlandi • Rúmenar geta ekki teflt fram sínu sterkasta hði í dag. Marius Lacatus, sóknarmaðurinn skæði, getur ekki leikið með. Hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. í hans stað leika annað- hvort Rodion Camataru, fyrrum markakóngur Evrópu, eða Florin Raducioiu. Forsætisráðherrann neitaði írum um frí • Charles Haughey, forsætisráð- herra íra, hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar þar í landi um að dagurinn í dag verði frídag- ur í landinu vegna leiks íra og Rúmena. „Þetta er fáránleg tillaga og best að þegja hana í hel,“ sagði Haughey á laugardag. Talsmaður verkalýössambandsins sagði hins vegar að forráðamenn fyrirtækja á írlandi yrðu að gera einhverjar ráðstafanir til aö hliðra til fyrir starfsmenn sína svo að þeir gætu horft á leikinn, annars yrðu gífur- lega mikil forfóll úr vinnu í dag! Miðinn á 144 þúsund á svörtum markaði • Miðar á úrshtaleik HM í Róm þann 8. júlí ganga nú kaupum og sölum á svörtum markaði, sérstak- lega í Rómaborg sjálfri. Um helgina var miðaverðið hjá bröskurunum komið í 3 milljónir líra eða 144 þús- und íslenskrar krónur, um fimmt- ánfalt það verð sem miðinn á að kosta í besta stæði sem er um 9.600 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.