Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Qupperneq 5
20
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990.
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990.
21
Iþróttir
• Hollendingar fóru halloka í baráttunni viö
Vestur-Þjóðveija um miöa á leikinn í Mílanó
í gærkvöldi. Vestur-þýskir áhorfendur vissu
meö góðum fyrirvara aö liö þeirra myndi
keppa í Mílanó og tryggöu sér 40 þúsund af
þeim 78 þúsund miðum sem voru á boðstól-
um. Hollendingar uröu aö bíöa þar til seint á
fimmtudagskvöld, og því komu aðeins um 12
þúsund miðar í þeirra hlut.
Hollendingar
náðu miðborginni
• Þó mun færri Hollendingar hafi komist inn
á San Siro leikvanginn en Vestur-Þjóðverjar
unnu þeir hollensku fyrsta sigurinn í Mílanó
í gær. Vestur-þýsku stuðningsmennirnir hafa
jafnan safnast saman viö gotneska kirkju í
miðborginni fyrir leiki, en í gær voru þeir
hollensku fyrri til og lögöu þann staö undir
sig. Lögregla var meö mikinn viöbúnaö og
handtók tvo Vestur-Þjóðverja sem voru á leið
til vallarins. Annan fyrir að vera meö merkja-
byssu en hinn fyrir að bera á sér kylfu. Vegna
þess hve margir Hollendingar voru ekki með
miða á leikinn, var dreift flugriti yfir miðborg
Mílanó þar sem þeir voru hvattir til aö fara
ekki til vallarins en horfa í staðinn á leikinn
á risastóru sýningartjaldi sem sett var upp í
miöborginni.
Fimmtán úr
ítölskum liðum
• ítalskir knattspyrnuáhugamenn gátu sagt
í gær aö þeir ættu hlut í liðunum íjórum sem
þá voru á ferðinni í keppninni. Hvorki fleiri
né færri en 15 leikmenn, sem spila með ítölsk-
um félögum, voru í liðum Argentínu, Brasil-
íu, Vestur-Þýskalands og Hollands.
Sex á heimavelli
• Sex leikmenn voru svo sannarlega á heima-
velh í leik Vestur-Þjóðveija og Hollendinga á
San Siro leikvanginum í Mílanó. Það er
heimavöllur bæði Inter og AC Milan, en Hol-
lendingarnir Gulht, Rijkaard og Van Basten
leika með AC Milan og Þjóðverjarnir Klins-
mann, Mattháus og Brehme með Inter.
Brassar æfðu vítin
• Brasilíumenn voru við því búnir að lenda
í vítaspymukeppni gegn Argentínu. Þeir æfðu
vítaspyrnur stíft á fóstudaginn og þar stóðu
sig best þeir Ricardo Rocha, Careca, Alemao
og Branco. Varamenn brasilíska hðsins léku
æfingaleik gegn áhugamannaliðinu Asti og
sigruðu, 13-0.
Batista óhress
• Sergio Batista, varnartengiliðurinn öflugi
í liði Argentínu, var settur út úr hði Argent-
ínu fyrir leikinn við Brashíu, og var reglulega
óhress með það. „Hvað hef ég gert af mér
framyflr aðra,“ sagði Batista, sem hafði leikið
40 leiki í röð með argentínska landsliðinu.
HM-úrslit
16 liða úrslit
Kamerún - Kólumbía.............2-1
(1-0, Roger Milla 106., 2-0, Roger Milla 109.,
2-1, Bemardo Redin 116. Áhorfendur 50.026)
Tékkóslóvakía - Costa Rica.....4-1
(1-0, Tomas Skuhravy 11., 1-1, Ronald Gonzalez
55., 2-1, Tomas Skuhravy 62., 3-1, Lubos Kubik
76., 4-1, Tomas Skuhravy 82. Áhorfendur 47.673)
Argentína - Brasilía...........1-0
(1-0, Claudio Caneggia 81. Áhorfendur 61.381)
Vestur-Þýskaland - Holland.....2-1
(1-0, Jíirgen Klinsmann 51., 2-0, Andreas Breh-
me 85., 2-1, Ronald Koeman (víti) 89. Áhorfend-
ur 74.559)
Leikir í dag:
írland - Rúmenía..............kl. 15
Ítalía - Uruguay..............kl. 19
Leikir á mo
Spánn - Júgóslavía.....
England - Belgía.......
gun:
............kl. 15
............kl. 19
Jr, 195,
JVC
MYNDBAND HM A ITALIU
Iþróttir
^ __ Vestur-Þjóðverjar unnu Hollendinga í hörkuleik í Mílanó: STAÐGREIÐSLA 1990
Vw verðum
meistarar“
sagði Franz Beckenbauer, landsliðseinvaldur Þjóðverja
• Hans von Breukelen, markvörður Hollendinga, bjargar boltanum áður
en Rudi Völler nær til hans. Völler var rekinn af velli í leiknum.
Heimsmeistarakeppnin: j Markahæstir
Fiomas Skuhravy, Tékk.
Roger Milla, Kamerún
Miguel Michel, Spánn ©©©
Lothar Mattháus,V-Þýskal.
Rudi Völler, V-Þýskal. ©<s>®
Júrgen Klinsmann, V-Þýskal. <s>©<s>
Vestur-Þjóðverjar hefndu ófar-
anna frá því í Evrópukeppninni 1988
þegar þeir unnu Evrópumeistara
Hohendinga, 2-1, í hörkuleik í
Mílanó í gærkvöldi. Fyrir tveimur
árum unnu Hollendingar Þjóðverj-
ana, 2-1, í undanúrslitum Evrópu-
keppninnar en nú sneru Þjóðverjar
dæminu við.
Tvö rauðspjöld
snemma í leiknum
Leikurinn var geysiharður og oft á
tíðum fólskulegur. Argentínski dóm-
arinn, Juan Carlo Lostau, hafði í
nógu að snúast og varð að reka þá
Rudi Völler og Frank Rijkáard af
leikvelh eftir aðeins 22 mínútur eftir
að leikmönnunum hafði lent saman.
Rijkaard hrækti á Völler og á án efa
eftir að fá strangan dóm fyrir vikið.
Þrátt fyrir gífurlega baráttu beggja
liða var leikurinn opinn og skemmti-
legur og bæði lið fengu mörg mark-
tækifæri. Jurgen Klinsmann skoraði
fyrra mark Þjóðverja eftir sendingu
frá Guido Buchwald og Andreas
Brehme bætti öðru markinu við
skömmu fyrir leikslok. Á síðustu
mínútu leiksins náði Ronnie Koe-
mann að minnka muninn úr víta-
spyrnu eftir að Jurgen Kohler hafði
brugðið í Marco Van Basten innan
vítateigs.
Sterkasta lið sem
ég hef stjórnað
„Þetta var harður og erfiður leikur
og sýndi fram á að við höfum gífur-
lega sterkt lið því það er ekki auð-
velt að vinna Hollendinga. Við vor-
um búnir að undirbúa okkur gífur-
lega vel fyrir leikinn og leiktaktík
okkar gekk alveg upp. Liðið lék frá-
bærlega vel og þá sérstaklega á miðj-
unni. Þetta er án efa sterkasta lið sem
ég hef stjórnað og við ætlum okkur
að verða heimsmeistarar," sagði
Franz Beckenbauer, landsliðsein-
valdur V-Þjóðverja, eftir leikinn.
Beckenbauer bætti við að dómarinn
hefði gert hárrétt þegar hann vísaði
þeim Völler og Rijkaard út af en víta-
spyrnudómurinn hefði verið alger
brandari.
Besti leikur okkar
í keppninni
„Það var verra fyrir okkur að missa
Rijkaard en fyrir þá að missa Vöher,
en þetta var besti leikur okkar í
keppninni og þaö var hrikalegt að
þurfa að tapa honum. Við vorum
búnir að leika fyrstu þrjá leikina Ola
en vorum þá ósigraðir en núna leik-
um við vel og töpum. Nú er allt búið,“
sagði Hollendingurinn Ronnie Koe-
mann, sár eftir tapið.
Vestur-Þjóðverjar fógnuðu að sjálf-
sögðu gífurlega eftir leikinn því þeir
náðu að hefna tapsins frá því fyrir
tveimur árum. Vestur-Þjóðverjar
mæta Tékkum í 8 hða úrslitum
keppninnar.
Þrátt fyrir harðan og oft fólskuleg-
an leik þá föðmuðust leikmenn
beggja hða eftir leikinn.
Stemningin á áhorfendapöhunum
var gríöarleg og um 40 þúsund þý-
skir áhangendur fögnuðu innilega á
San Siro leikvanginum í Mílanó.
-RR
Brassar sendir heim eftir þjófnað Argentínumanna:
Erum ekki
dauðir enn“
- sagði Maradona eftir 1-0 sigur Argentínu 1 Tórínó
„Þjófnaður aldarinnar" er kannski
of djúpt í árinni tekið en argentínsku
heimsmeistaranir frömdu að
minnsta kosti þjófnað keppninnar í
Tórínóborg í gær þegar þeir lögðu
þar nágranna sína og erkifjendur,
Brasilíumenn, að velli í 16 hða úrslit-
um heimsmeistarakeppninnar.
Brasilíumenn sýndu oft frábæra
knattspymu og flugbeittan sóknar-
leik, voru komnir í dauðafæri strax
á fyrstu mínútu en á ótrúlegan hátt
tókst þeim að komast hjá því að skora
mark í leiknum. Argentínumenn
nýttu hins vegar sitt færi, það fékk
Claudio Caneggia óvænt níu mínút-
um fyrir leikslok og skoraði þá sigur-
mark Argentínu, 1-0, og tryggði
heimsmeisturunum leik gegn Spáni
eða Júgóslavíu í 8 liða úrslitum
keppninnar um næstu helgi.
Rétt á eftir var Ricardo Gomez, fyr-
irhði Brasilíu, rekinn af velli fyrir
að skeha Basualdo, sem var sloppinn
upp að vítateig. Claudio Taffarel,
markvörður Brasilíu, sýndi síðan
heimsklassamarkvörslu þegar hann
varði aukaspyrnuna frá Maradona.
Aðeins annað liðið
lék knattspyrnu
„Svona er knattspyrnan en við erum
mjög sorgmæddir yfir þessum úrslit-
um. Við gerðum allt nema að skora
en fengum að minnsta kosti 12 tæk-
ifæri til þess. Argentínumenn fengu
eitt færi og nýttu það. Aðeins annað
liðið lék knattspymu og hefði átt sig-
urinn skihnn, það var varla hægt að
fara fram á að við gerðum meira,“
sagði Sebastiano Lazaroni, þjálfari
Brasihu, eftir leikinn.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið
1966 sem Brasilía kemst ekki í 8 liða
úrslit heimsmeistarakeppninnar og
þrátt fyrir að sýna oft á tíðum snilld-
artilþrif í keppninni má búast við því
að brasilísku landsliösmönnunum
verði ekki vel tekið við heimkomuna
sem varð mun fyrr en efni stóðu
til.
Verðum betri
með hverjum leik
„Lið okkar verður betra með hverj-
um leik og sýnir nú 50 til 60 prósent
af eðlilegri getu. Við erum á hægri
en öruggri leið út úr ótrúlegum öldu-
dal. Þrír leikmenn eru enn ekki bún-
ir að ná sér af meiðslum en spiluðu
samt, þeir Maradona, Ruggeri og
Giusti,“ sagði Carlos Bilardo, þjálfari
Argentínu.
Fyrsti sigur Maradona
gegn brasilísku liði
Sigurinn í gær var kannski stærstur
fyrir Diego Maradona. Hann hafði
aldrei áður verið í sigurliði gegn
brasilísku hði, hvorki með landsliöi
né félagsliði, og gleymir því eflaust
seint þegar hann var rekinn af velli
í leik gegn Brashíu í heimsmeistara-
keppninni á Spáni árið 1982.
„Það er rétt, Brasilíumenn verð-
skulduðu ekki að tapa þessum leik.
En hvernig sem menn vilja líta á
málið þá höfum við sýnt fram á að
Argentínumenn eru ekki dauðir enn.
Við getum enn bitið frá okkur," sagði
fyrirliðinn Maradona. Hann komst
lítið áleiðis í leiknum en brást ekki
þegar mest lá við. Það var hann sem
átti snilldarsendinguna sem skapaði
sigurmarkið fyrir Caneggia.
Fimm sprautur
í hálfleik
Maradona þurfti að fá fimm verkja-
sthlandi sprautur í hálfleik vegna
ökklameiðslanna og hann er líka
meiddur á hné. „En mér líður svo
vel að ekkert annað skiptir máh. Mér
er sama um ökklann, mér er sama
um hnéð - við unnum frábæra mót-
herja,“ sagði Maradona. -VS
• Claudio Caneggia himinlifandi eftir að hafa skorað sigurmark Argentínu
í gær og fagnar ásamt félaga sínum, Gabriel Calderon. Simamynd/Reuter
PERSÓNUAFSLÁTTUR
HÆKKAR l JÚLÍ
'ERSÓNUAFSLÁTTUR VERÐUR
22.114 KR. Á MÁNUÐI
ÓMANNAAFSLÁTTUR
RÐUR 610 KR.Á DAG
Þann 1. júlí nk. hækkar persónuafsláttur í 22.114 kr. á mánuði
og sjómannaafsláttur í 610 kr. á dag.
Hækkunin nemur6,06%.
Hækkunin nær ekki til launagreiðslna fyrir júní og hefur ekki í
för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem
þegar hafa fengið kort.
Ekki skal breyta upphæð persónuafsláttar launamanns þegar
um er að ræða:
• Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1990.
• Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuðum
persónuafslætti 1990.
Ónýttur uppsafnaður persónuafsláttur sem myndast hefur á
tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990 ogverðurmillifærðursíðar
hækkar ekki.
Á sama hátt gildir hækkun sjómannaafsláttar ekki um
millifærslu á ónýttum uppsöfnuðum sjómannaafslætti sem
myndast hefur á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990.
Launagreiðendurl Munið að hœkka persónuafsláft
vegna júlílauna.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI