Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Fréttir Krýning keisara Atlantis á Stóra-Dímoni í gær: Þetta er alveg meiriháttar athöfn“ „Þetta hefur verið mikil ákvörðun og vel til fallið að hafa krýninguna á afmælisdegi okkar Sveinbjarnar. Þetta hefur staðið tíi lengi en þetta ár var alveg eins gott og hvert annaö til þess. Við drifum bara í þessu núna og þetta er alveg meiriháttar at- höfn,“ sagði Haukur Halldórsson, keisari Atlantís, við DV á leiðinni niður hlíðar Stóra-Dímons í glamp- andi sólskini um miðjan dag í gær. Uppi á Stóra-Dímoni voru saman- komnar um tíu til fimmtán mann- eskjur til að vera viðstaddar fyrsta þátt í krýningu Hauks til Mar IX., keisara Atlantis. Blálitum fánum með merki Atlantis hafði verið kom- ið fyrir í skarði austast á Dímoni, þar sem sjá mátti bæði yfir undirlendið til Vestmannaeyja og upp að Eyja- flallajökli. Þá klæddust viðstaddir sérstökum bolum með merki Atlant- is. Þeir Haukur og Sveinbjöm Bein- teinsson allsherjargoði komu sér fyr- ir og athöfnin hófst. Allsherjargoð- inn hóf að kyrja kveðskap og þar á eftir skiptust þeir félagar á kveðju og héldu kórónunni á milli sín. Kór- ónuna átti ekki að setja upp fyrr en niðri við sjó. Eftir stutta veru uppi á Dímoni var síðan haldið niður og til næstu áfangastaða krýningarinnar: Skógarfoss, Seljalandsfoss og Krísu- víkur. Helgaður loftinu - En af hveiju þessir staðir, Hauk- ur? „Hér á Dímoni viljum við vera hátt uppi þar sem ég er helgaður loftinu. Dímon er fjallið eina og er orðið keis- aralegt hér með. Síðan fömm við að Skógarfossi og þar verð ég helgaður vatninu. Þá fömm við að 20. lengd- argráðu, niður að sjó, þar sem ég verð helgaður hafinu og Atlantis. Á 20. lengdargráðu em mörk austur- og vesturheims. Þá komum við að Gljúfrabúa og göngum þar inn. Þar verð ég helgaður jörðinni. Loks för- um við að Krísuvík þar sem ég verð helgaður eldinum. Þetta er allt mjög táknrænt." Hreyfingin Atlantis er ekki form- lega til hér á landi en angar af henni fmnast víða. Með krýningu Hauks sem keisara Atlantis telja hann og samfylgdarmenn hans að hreyfingin hafi fengiö samnefnara. „Táknrænt fyrir eyðileggingu jarðar“ „Atlantis hvarf í hafið fyrir um það bil 10 þúsund árum og hvarfið er táknrænt fyri eyöileggingu jarðar. Sú eyðilegging má ekki endurtaka sig en því miður er mannskepnan að eyðileggja jörðina í dag eins og áður. Sagnir segja að Atlantis hafi horfið vegna vangár og græðgi Atlantisbúa. Það má heimfæra upp á daginn í dag. Það má hins vegar taka fram að við viljum enga öfga í friðunar- málum, við viljum nýta jörðina skyn- samlega." - Hvers vegna vilt þú verða keisari Atlantis? „Keisaratignin er nátturlega ekki annað en tákn en ég hef haft áhúga á þessu lengi. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um þessi mál'sem við nefndum hér á undan. Hreyfmgin er alls ekki tengd trúarbrögðunj eða slíku, alls ekki. Sveinbjöm var hér með okkur þar sem ég gat ekki feng- iö páfann til að krýna og heldur ekki biskupinn. Sveinbjöm er löglegur trúarleiðtogi og betri en báöir fyrr- nefndu til samans." Seint í haust veröur krýningar- veislameðmikluhúllumhæi. -hlh Sigríður Guimaisdóttir, DV, Hveragerði: Fólki hér í Hveragerði brá nokkuð í gærmorgun, stundarfjórðung yfir níu, þegar lausir munir fóm að hrist- ast og miklar dranur heyrðust. Hlut- ir hreyföust úr stað en ekki er vitað um neinar skemmdir og ekki féllu munir úr hillum verslana. Samkvæmt upplýsingum Veöur- stofunnar mældist sKjálftinn í gær- morgun um þijú stig á Richter. Ann- ar minni kom nokkm síöar. Hins vegar varð skjálftans vel vart í Hveragerði vegna þess hve upptök hans vom skammt frá eða aðeins sex kílómetra norður af bænum austan í Hengli. Talsvert hefur verið um minni háttar skjálfta á þessu svæði. Eiginlega jarðskjálftahrina frá því um miðjan júní. Haukur Halldórsson, keisari Atlantis, og Sveinbjörn Beinteinsson alisherjar- goði við krýninguna sem fór fram á Stóra-Dímoni í gær. DV-mynd BG - kvennasveitin langefst ísak Öm Sigurðssan, DV, Eæreyjum: íslensku sveitimar á Norður- landamótinu í bridge unnu stór- sigra á Færeyingum í gær, fúlln- aðarsigra, og standa vel að vígi í báöum flokkum. í kvennaflokkn- um hefur ísland 10 stiga fomstu en í opna flokknum em íslensku Norðurlandameistaramir í ööm sæti, 15 stigum á eftir Svíum. Aðeins ein umferö var spiluð í gær en i dag hefst síöari hluti mótsins með tveimur umferðum. Það leit ekki sérlega vel út í hálfleik um góð úrslit gegn Fær- eyjum í opna flokknum í gær. Munurinn var aðeins 15 impar, 48-33, en í síðari hálfleik settu ísl. strákamir í fimmta gír. Skor- uðu .þá 74 impa gegn 10, sem nægði í 25-3 sigur. Finnar unnu nauman sigur á Noregi 16-14 og sama er aö segja um'Svía gegn Ðönum. Svíar unnu 16-14. Staðan í opna flokknum eftir 5 umferðir. Svíþjóð 102, ísland 87, Danmörk 82, Finnland 74, Noreg- ur 73 og Færeyjar 22 stig. íslensku konurnar héldu upp- teknum hætti í 5. umferð, unnu öruggan sigur á Færeyjum og hafa unnið alla leiki sína í fyrri hluta mótsins. Þjóðimar spila tví- vegis saman innbyrðis. Forustu þeirra kemur mjög á óvart, því þær voru neðstar á NM, sem haldið var fyrir tveimur áram í Reykjavík. Helstu keppinautar þeirra nú, Danir, töpuðu fyrir Svíum i gær 11-19 og Island hefur 10 stíg for- ustu eftir 25-4 slgur á Færeyjum. Staðan í kvennaflokki er þannig, ísland 101, Noregur 91, Dan- mörk 87, Svíþjóö 73, Finnland 60 og Færeyjar 24 stig. í gær vann Noregur Finnland 16-14 í kvennaflokknum. í dag verða tvær umferöír - leikir gegn Noregi og Svíþjóð í báðum flokkum. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum: Sá sigurstranglegasti heltist á keppnisdegi Gréta Urban og Elsa Jónsdóttir í kaupfélaginu heyrðu miklar drunur og allt fór að hristast. Gréta er við hillu og bendir á vörur sem færðust úr stað. DV-mynd Sigríður Hveragerði: Miklar drunur og hlutir hristust Enn fjölgar hestaáhugamönnum á Vindheimarnelum og era komin á fimmta þúsund manns á landsmótið. Aðstaða er öll til fyrirmyndar og greinilegt að forsvarsmenn mótsins hafa lagt metnað sinn í að öllum liði véL Bjart veður er á mótsstað en nokk- ur gjóla. Búist er við úrvalsveöri með sólskini um helgina og þá fer móts- gestuni að hitna. {gær voru dæmdir B-flokks hestar. Hestar af Suöurlandi röðuðu sér í átta efstu sætin. Tölthryssan Dimma (Geysir) stendur efst fyrir röðun með einkunnina 8,92. Knapi er Rúna Ein- arsdóttir. Kjami (Fákur) er annar með 8,84. Knapi er Sævar Haralds- son. Kraki (Fákur) er þriðji með 8,81. Knapi er Unn Kroghen. Pjakkur (Hörður) er fjórði með 8,67. Knapi er Ragnr Ólafsson. Frúar-Jarpur (And- vari) er fimmti með 8,61. Knapi er Halldór Svansson. Ögri (Sleipnir) er sjötti með 8,61. Knapi er Þorvaldur Sveinsson. Vignir (Fákur) er sjöundi með 8,56. Knapi er Sigurbjöm Bárð- arson. Gola (Gustur) er áttunda með 8,56. Knapi er Öm Karlsson. Hálegg- ur (Þjálfi) er níundi með 8,54. Knapi er Jens Öli Jespersen. Bylur (Funi) er tíundi meö 8,52. Knapi er Birgir Árnason. Þessir tíu hestar mæta í úrslitakeppnina í B- flokki á sunnu- daginn. ísak frá Litla-Dal, sem spáð var einu af efstu sætunum, slasaðist á fæti á keppnisdeginum og féll úr keppni. Stóðhestar voru dæmdit í gær en hryssur verða dæmdar í dag. Á laug- ardaginn verða kynbótadómar birtir ' og þá hefjast miklar umræður um hrossaræktarráðunautana og störf þeirra. Ekki verða allir eigendur hrossanna ánægðir. Beint útvarp frá borgarstjórn? Minnihlutaflokkamir í borgar- stjóm leggja fram tvær tillögur á borgarstjómarfundi í dag. Þessi fundur er sá síðasti fyrir sumarleyfi borgarstjómar. Önnur tillagan er um að framvegis verði beinar útvarpssendignar frá umræðum í borgarstjóm. Flutnings- menn tillögunnar vilja að kannað veröi hvort mögulegt sé að nýta þá senda sem starfandi útvarpsstöðvar eiga. Að öðrum kosti komi borgin sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði. í greinagerð með tillögunni segir að auka þurfi möguleika Reykvík- inga til að fylgjast með umræöum í borgarstjóm. Þar er einnigfjallað um áhugaleysi fjölmiðla á umræðum í borgarstjóm. Önnur tillaga, sem minnihluta- flokkarnir leggja fram í dag, er á þá leið að þeim flokkum, sem eiga full- trúa í borgarstjóm en hafa ekki kjöma fulltrúa í mikilvægum nefnd- um og ráðum, verði heimilt að til- nefna áheymarfulltrúa með mál- frelsiogtillögurétti. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.