Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 13
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. 13 Afstaða Alþýðubandalags- ins geymd en ekki gleymd Sjúkraliði skrifar: Ég hefi alltaf verið stuðningskona Alþýðubandalagsins en nú sé ég mjög eftir atkvæði minu til þess í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þegar á eitthvað reynir fyrir alvöru kýs Alþýðubandalagið að sitja hjá. - Ekki styð ég lengur flokk sem ekki treystir sér til að taka afstöðu (nær 30% sitja hjá í miðstjórn) þegar verið er að brjóta samninga á verkalýðs- félagi. - Þess í stað kýs flokkurinn að ýta vandanum á undan sér. Á ef til vill að láta aðra um að taka til eftir sig? Alþýðubandalagið er greinilega búið að gleyma hvaðan stuðningur þess kemur að mikium hluta. Það er ekki neinn óskilgreindur „verkalýð- ur“ heldur fyrst og fremst háskóla- menntað fólk og aðrir opinberir starfsmenn. Ég held að Alþýðubandalagið sé búið að vera! - Enginn blekkingar- vefur fær okkur til að gleyma hvaða afstöðu Alþýðubandalagið tók í BHMR-deilunni. - Ég mun aldrei aft- ur setja X við G. Verðtrygging er ekki vextir Kjósandi skrifar: Nýlega skrifaöi „Ung móðir" grein í DV þar sem hún hvatti til afnáms verðtryggingar á lánsfé. - Það eru sem betur fer orðnir mjög fáir nú orðið sem ekki skilja muninn á verð- tryggingu og vöxtum. Viö iifum á tímum upplýsinga. Að vísu hafa nokkrir lukkuriddarar í röðum stjórnmálamanna (og verkaiýðsleið- toga) reynt að blekkja fólk og rugla þessu tvennu sífellt saman í ræðum en flestir sjá sem betur fer í gegnum þann skollaleik. Ef þú, lesandi góður, lánar ein- hveijum manni verðmæti í vissan tíma er þaö aöeins eðhleg krafa að þú fáir a.m.k. sömu verðmæti til baka að lánstíma liðnum, og þá helst með einhverjum vöxtum. - Eða hvers vegna ættu menn að lána t.d. banka fé ef þeir þurfa svo að borga fyrir geymsluna? Myndi „Ung móðir“ sætta sig við það? Hitt er svo allt annað og óskylt mál að allt of margir ana hugsunarlítið út í fjárfestingar sem þeir ráða engan veginn við. Sumir vilja svo jafnvel um leið „lifa flotf ‘ og veita sér utan- landsferðir og annan munað en eru svo bæði undrandi og sárir þegar þeir geta ekki staðið í skiium og kenna verðtryggingu eða vísitölu- hækkun um allar ófarimar. - En slíkt óraunsæi er auðvitað hvorki lánastofnunum, verðtryggingu né eigendum sparifjárins að kenna. Onnur lygi hefur einnig veriö vin- sælt áróðursbragð í röðum lukku- riddara: Það er að hamra stöðugt á því að „launþegar" og „sparifjáreig- endur" séu einhverjar tvær and- stæðar fylkingar í landinu. - Stað- reyndin er sú að „sparifjáreigendur" og „launþegar“ eru mestan part sami hópurinn, þ.e. hinn almenni lands- maður. HUS OG GARÐAR Miðvikudaginn 11. júlí nk. mun aukablað um HÚS OQ GARÐA fylgja DV. í blaðinu verða m.a. hollráð um ýmislegt sem að gagni má koma við garðstörfin og ekki síður varðandi viðgerðir og við- hald húsa. T.d. málningarvinnu og fúavörn, steypuskemmdir og sprunguviðgerðir, hitalagnir og stéttir en einnig sigól- veggi, leiktæki fyrir börn o.fl. o.fl. Þeir augiýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlegast hafí samband við auglýsingadeild DV hið íýrsta í síma 27022. Ath.I Skilafrestur auglýsinga er til 5. júlí. DÖNSK GÆÐAVARA VONDUMVAT.ID FYRIR BÖRNIN Við höfum ekki efni á að gleyma öryggi barnanna. Barnahjól þurfa að endast minnst 3-5 ár. Winther hjól- in gera gott betur, þau ganga í erfðir! Nokkur dæmi: Níðsterk þríhjól frá kr. 4.510,- stgr. • Hvergi skörp hom og hættuleg göt. • Hönnun í sérflokki með öryggið í fyrirrúmi. • Þríhjól sem endast og með varahlutaþjónustu. • Fyrir 1-5 ára. Tvíhjól með 10 ára ábyrgð á kr. 11.430,- stgr. • Breið dekk - fótbremsa. • Níðsterkt stell með 10 ára ábyrgð. • Þola mikla notkun. • Fyrir 2'/2-6 ára. • Góð varahlutaþjónusta BMX fyrir þau yngstu á kr. 11.620,- stgr. • Níðsterkt stell með 10 ára ábyrgð. • Ekta BMX litir og dekk. • Fótbremsa eins og á öllum Winther bárnatvíhjólum. • Fyrir 2‘/2-6 ára. • Góð varahlutaþjónusta. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 ÖRNINN Spitalastig 8 vió Oðinstorg simar 14661,26888 Auglýsingadeild SÉRVERSLUN í 65 ÁR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.