Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Bjarghríngur fyrír Ólaf? Margir Birtingarmenn vilja nú stofna nýjan stjórn- málaflokk. Þeir telja, aö þeir komi málum sínum ekki lengur fram innan Alþýðubandalagsins. Þetta fólk stefnir að sameiningu jafnaðarmanna og telur gamla hálfkommúnismann dauðan. Slíkur flokkkur gæti feng- ið einhvern hljómgrunn meðal fólks, sem stendur mitt á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. En við þekkj- um, að reynslan af slíkri flokksmyndun er ekki góð, sé htið á málin frá sjónarhorni vinstri manna. Klofningur af þessu tagi mundi sundra atkvæðum, auka glundroð- ann, og verða til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn. Vel má vera, að Sjálfstæðisflokkurinn verðskuldi mikinn kosn- ingasigur. En sú er auðvitað ekki ætlun þeirra Birtingar- manna, sem vilja nýjan flokk. En hvað geta þeir gert? Alþýðuflokksforystan segir, að þetta fólk eigi bara að koma í Alþýðuflokkinn og vinna þar að sínum mál- um. Það sé rökréttast. Alþýðubandalagið sé að leysast upp. Sá flokkur muni ekki bera sitt barr. En framboð Nýs vettvangs sýndi, að það fólk, sem styður einingu jafnaðarmanna en er enn innan Alþýðubandalagsins, á þó nokkurt fylgi. Þessu fólki má ekki gleyma. Alþýðu- flokksmenn gætu sameinast þessu fólki í næstu kosning- um, en kostar það ekki eitthvað? Staðreynd er, að Al- þýðuflokkurinn hefur ekki þingsæti aflögu til að láta þetta fólk fá í einhverjum bræðingi. Líklegra er, að Al- þýðuflokkurinn tapi þingsætum í næstu kosningum. En þá er ekki líklegt, að sameining jafnaðarmanna nái fram að ganga að neinu marki. Hugmyndir formanns Alþýðuflokksins um slíkt yrðu þá ómerkar með öllu. Formaður Alþýðubandalagsins hefur einnig gælt við þær hugmyndir. En hann er nú standdur á skeri. For- ingjar á Alþýðubandalaginu virðast fremur vilja halda gangandi hálfkommúniskum smáflokki en reyna að sameina jafnaðarmenn. Alþýðubandalagið mun vafa- laust tvístrast. Það sýndi miðstjórnarfundurinnn um síðustu helgi. En sumir þar vilja reyna að sætta menn, þannig að þeir hangi eitthvað í Alþýðubandalaginu og geti stutt G-lista. Einn sáttamaðurinn er Ragnar Arn- alds. Nú er það svo, að Ólafur Ragnar Grímsson mun fyrst og fremst hugsa um að bjarga sjálfum sér. Vel gæti svo farið, að pólitískum ferli hans lyki brátt. Harð- línumenn munndu feha hann og Birtingarmenn gætu ekkert fyrir hann gert. Alþýðuflokksfólk vildi ekki við honum taka. Því hafa komið fram hugmyndir um bjarg- hring handa Ólafi, hring sem héldi honum að minnsta kosti á þingi. Alþýðubandalagið hefur lítið af þingsætum á lausu. Harðlínumenn munu ekki láta formann flokksins fá þingsæti í Reykjavík. Fremur vildu þeir losna við hann. En sáttamenn vilja, að Geir Gunnarsson gefi Ólafi Ragn- ari í næstu kosningum eftir þingsæti í Reykjaneskjör- dæmi sem telja má öruggt sæti. Ólafur sæti þá eftir í Alþýðubandalaginu. En hann yrði þar fljótlega knésettur. Sósíaldemókratarnir í flokknum færu tvist og bast. Eftir yrði smáflokkur harðlínumanna, þar sem Ólafur Ragnar fengi að vera. Svo aum yrði þá niðurstaðan eftir allt tahð um sam- einingu jafnaðarmanna, framboð Nýs vettvangs og ferðalög a rauðu ljósi. Þetta er hkleg niðurstaða, sem hefur skýrzt eftir miðstjórnarfund Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum. Haukur Helgason Einkennilega ritsmíð eftir Sigurð Líndal lagaprófessor gat að líta í DV á fóstudag í vikunni sem leið. Tilefni greinarinnar eru þau um- mæli mín hér í blaðinu á dögunum að með nokkurri einfóldum mætti segja að öldum saman hafi verið uppi tvær meginskoðanir á því hver eigi að vera tengsl okkar við aðrar þjóðir og á hvað beri að leggja áherslu í þjóðlífi okkar og þjóð- menningu. Prófessor Sigurður hefur þrennt fram að færa. í fyrsta lagi telur hann að hér greini ég íslandssög- una „með díalektíska hugsim að vopni eins og rétttrúaöur marx- isti.“ í öðru lagi telur_hann að um „frumlega kenningarsmíð" sé að ræða. í þriðja lagi skorar hann á mig að útlista nánar þá fullyrðingu að Fjölnismenn hafi að ýmsu leyti verið fulltrúar „þjóðlegrar forn- eskju“ á öldinni sem leið. Mér er bæði ljúft og skylt að svara athugasemdum prófessorsins sem ég met mikils enda þótt ég sé hon- Jón Sigurðsson forseti. - „Þekkti ekkert til verka Marx og var sannfærö- um ekki alitaf sammála. ur frjálshyggjumaður," segir greinarhöfundur m.a. Fjölnismenn, forneskjan og prófessor Sigurður Hótfyndni eða vanþekking? Ástæðulaust er að staldra lengi við þann misskilning prófessors Sigurðar að ábending mín um hin ólíku sjónarmið eigi eitthvað skylt við marxisma. Ég fæ ekki séð hvemig þetta hefur komist inn í kolhnn á prófessornum. Eitt er víst: Ekki ber þetta vott um mikla þekkingu á fræðum Karls Marx. Sé hugsun prófessors- ins fylgt til enda eru allir þeir, sem setja fram kenningar eða ábending- ar um þýðingarmikil átök and- stæðra sjónarmiða og hagsmuna, marxistar. - Skiptir þá engu hven- ær þeir eru uppi eða hvort þeir hafa heyrt Marx getið! Eigum við ekki að koma prófess- ornum til bjargar og segja að hér hafi hótfyndni en ekki vanþekking stýrt penna hans? Ekki „frumleg kenningarsmíð“ Það er svo annar misskilningur prófessorsins aö til umræðu sé „frumleg kenningarsmíð" mín. Nær lagi væri að finna að því að ég taki upp gagnrýnislaust a.m.k. tuttugu ára gamla kenningu Jó- hannesar Nordals. „Frumleikinn", sem prófessor Sigurður gerir að umtalsefni, er sem sagt nokkuð við aldur og ekki frá mér kominn! Þetta á prófessor Sigurður, sem er þjóðfrægur bókaormur og grúsk- ari, auðvitað að vita. Jóhannes Nordal kemst svo að orði í forspjalli að endurútgáfu rits Hannesar Finnssonar, Marmfækk- un af hallærum (1970): „í fram- farabaráttu íslendinga á síðustu tveimur öldum hafa lengi verið uppi tvær stefnur, er þó áttu sér sama markmiö. Byggöu fylgis- menn annarrar baráttu sína á róm- antísku mati á fortíð íslands, en hinir lögðu meira upp úr nútíman- um og raunsæju matí á sögulegri þróun. Á dögum Jóns Sigurðssonar kom þessi andstæða fram í ágrein- ingi hans við Fjölnismenn, er hann taldi óraunsæja í baráttu sinni. Á dögum Hannesar Finnssonar kom svipuð andstaða fram milli hans og Eggerts Ólafssonar." Ástæðan fyrir því að ég fylgi skoðun Jóhannesar Nordals er sú að fyrir tíu árum, þegar ég vann að rannsóknum á hugmyndasögu Jóns forseta athugaði ég sérstak- lega hvort hún ætti við rök að styðj- ast. - Svo var að mínu mati. Kjallariim Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Forneskja Fjölnismanna Víkjum þá að áskorun prófess- orsins. Hin „þjóðlega forneskja“ Fjölnismanna birtist kannski skýr- ast í ágreiningi þeirra við Jón for- seta í alþingismálinu, einu mikil- vægasta úrlausnarefni sjálfstæðis- baráttunnar á 19. öld. Jón Sigurðsson vildi að Alþingi yrði endurreist í Reykjavík og skipulagt að hætti nútíma löggjaf- arþinga. Fjölnismenn vildu hins vegar endurreisa Alþingi á Þing- völlum og Tómas Sæmundsson, einn helsti oddviti þeirra, barðist fyrir þvi að hinu endurreista Al- þingi yrði hagað að allri skipan, formi og starfsháttu, að hætti fom- kappanna. Deilurnar um þetta efni áttu sér einkum stað á fjórða og fimmta áratug 19. aldar. Sjónarmiö Tómas- ar Sæmundssonar kemur skýrast fram í grein hans um Alþingi í þremur ritgjörðum frá 1841. Sverr- ir Kristjánsson sagnfræðingur hef- ur komist svo að orði að skrif Tóm- asar lýsi svo einstökum bamaskap að þau séu þessum merka manni ósamboðin. Jón Sigurðsson snerist eindregið gegn hugmyndum Fiölnismanna í alþingismálinu og taldi þær til marks um einstakt óraunsæi. Lesa má út úr skrifum hans um þetta leyti og síðar að hann taldi tengsl á milli rómantískrar (eða fom- eskjulegrar) afstöðu Fjölnismanna í alþingismálinu og algengra, en rangra, viðhorfa til sögu íslend- inga. Hann komst svo að oröi um and- stæö sjónarmið um framtíð íslands á 18. öld í Nýjum félagsritum 1841: „Sumir vildu taka upp aftur alla siðu forfeðranna, búnaðarlög, stjómaraðferð alla, búnaöarháttu, klæðasnið og sérhvað eina; aðrir vildu taka tímann eins og hann var, og leita framfara á sama hátt og eftir sömu reglum, sem þá vom álitnar gildar meðal þeirra þjóða, sem þá voru kallaðar bezt mennt- aðar í norðurálfunni." Vafalaust finnst prófessor Sig- urði hér gæta marxískra áhrifa. Gallinn er bara sá að Jón Sigurðs- son þekkti ekkert til verka Marx og var sannfærður frjálshyggju- maður! Um framhald á orðaskaki Mér er hulin ráðgáta hvað vakti fyrir prófessor Sigurði Líndal með greininni í DV. Eins og hér hefur komið fram verður hún að teljast „einkennileg ritsmíð“ og kannski má segja hið sama um þessi skrjf, og það sem Sverrir Kristjánsson sagði um skrif Tómasar Sæmunds- sonar, að þau séu höfundi vart samboðin. Ég er hins vegar fús til að eiga frekari orðaskipti við prófessor Sigurð um Fjölnismenn og forn- eskju fyrr og nú. Ég þykist þó hafa um margt merkilegra að fjalla í vikulegum pistlum mínum hér í blaðinu og kannski verðum við því að finna okkur annan vettvang eða leita til ritstjóra DV um aukið rými á síðum blaðsins. Guðmundur Magnússon „Jón Sigurðsson snerist eindregið gegn hugmyndum Fjölnismanna 1 alþingis- málinu og taldi þær til marks um ein- stakt óraunsæi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.