Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990.
15
Mennt er máttur - eða hvað?
Mennt er máttur var og er rétt-
mætt orðtak sem í heiðri skyldi
haft.
Vissulega á hin sanna mennt að
veita mátt til meiri og betri starfa
og með sanni má segja að svo sé
oft á tíðum. En stundum er þetta
alls ekki einhhtt. Nú skal ég ekki
taka undir þann hvimleiða söng,
sem svo oft er sunginn, að sérfræð-
ingar í hinu og þessu verði svo sér-
lærðir að þeir sjái ekki út fyrir sér-
fræðina sína og einangrist í alltvit-
andi eigin speki án allra tengsla við
virkileikann í kringum sig. Eg hygg
að varla geti nokkur orðið svo langt
leiddur í einhverri sérgrein, að allt
samband við umhverfið rofni með
öllu.
Hinu er ekki að leyna að svo góð
og nauðsynleg sem sérfræðiþekk-
ing er þá má hún aldrei snúast upp
í andhverfu gæða sinna á þann veg
að hún þrengi sjóndeildarhringinn
eða valdi því jafnvel að yfirlætið
verði einkennið: Ég einn veit, enda
sérfræðingur. Tama var skrýtin
þula, munu eflaust ýmsir segja. Ég
ætla hins vegar að vona að mál
mitt hér á eftir megi skýra, hvers
vegna pistill um afleiðingar áfeng-
isbölsins upphefst svo.
En að ástæðulausu er það eki.
Undirrótin sjálf
Mér hreinlega ofbýður það, þegar
verið er að fjalla um ýmis sam-
félagsleg vandamál, sem hrópa í
ráun í himininn og sem eiga hvað
gleggsta og um leið augljósasta
skýringu - ástæðuna sjálfa, í áfeng-
Kjallarinn
Helgi Seljan
form. Landssambandsins gegn
áfengisbölinu
inu, að þá er eins og áfengið sé
ekki til, því sé gleymt eða það þyki
einfaldlega ekki vert að vera að
geta þess, svo mikið aukaatriði sé
það.
Og ég játa vonbrigði mín með
þessa umfjöllun oft á tíðum, þegar
hinir vísustu vitringar véla um of-
beldi, sjálfsvíg eða afbrot ýmiss
konar og leita alls kyns sálfræði-
legra og samfélagslegra skýringa
og kafa djúpt en engum dettur í hug
að ýja að því að máski geti nú
áfengisneyzla einhvers staðar
komið inn í myndina.
Menn mega ekki verða svo yfir-
þyrmandi lærðir og gáfaðir að þeir
leiti svo langt yfir skammt að or-
sökum, vefji sig inn í alls konar
óljósa speki en láti. sér með öllu
sjást yfir hið augljósa.
Oftar en ekki er það svo að spurt
er beint um afleiðingu og orsök og
virðist þó svo að spyrlar fjölmiðla
almennt megi helzt ekki á áfengi
minnast, en sé svo er venjulega
farið undan í flæmingi af þeim sér-
fróða og farið í mikla eftirleit um
afkima sálarlífsins og ranghala
samfélagsins til að snúa sig út úr
málinu. Það er sem sagt verið að
reyna að finna einhverja yfirskil-
vitlega skýringu, annars vegar til
að sýna hinn mikla lærdóm, hins
vegar máski til að fría áfengiö af
allri sök. Eða hvað á maður að
halda?
Því miður segja fréttir okkur aðra
sögu þegar þorað er að segja frétt-
ina til enda. Því miður gefa upplýs-
ingar þeirra sem við afleiðingamar
og alvöru þeirra fást okkur allt
annað. Hvort sem ofbeldið er inni
á heimilum eða úti á götunum, þá
er áfengið oftar en ekki á einhvern
veg með í fór, oftar beinlínis.
... þá ofbýður mér
Hversu hörmulega oft tengjast
ekki sjálfsvígin áfenginu, oftast
beint. Hversu ótrúlegur fiöldi af-
brota er ekki framinn undir áhrif-
um þessa eiturs, sem margir lýsa
einungis sem saklausum gleðigjafa,
sjálfsögðum fylginaut fólks, sem
eiga vill gjöfula gleðistund, allt að
því eðlilegumhluta af hamingjunni
sjálfri.
Og mér ofbýður ekki þó einhver
aumur froðusnakkur, sem sjálfur
er oft ánauðugur áfengisþræll
mæli svo, firri áfengið allri sök,
afneiti jafnvel meö öllu aðild þess
að ýmsu mannlegu böli.
En þegar fólk með sérfræðiþekk-
ingu í farteskinu á að kryfia ein-
mitt þessi hörmulegu mál og vísa
okkur í krafti menntunar sinnar
til vegar, eri forðast eins og heitan
eldinn að ræða raunveruleikann,
flýr í þess stað langt inn í frum-
skóga fræðikenninganna, þá of-
býður mér, þá fer ég jafnvel stund-
um að efast um gildi orðtaksins í
upphafi.
Nú er ég ekki að neita því að
ýmis innri vandamál mannskepn-
unnar og ýmsar samfélaglegar or-
sakir komi ekki æði oft við sögu
varðandi hin fiölmörgu vandamál,
sem varða sjálfa lífshamingjuna,
lífið sjálft. En það er með undrum,
ef þeir sem gleggsta eiga að hafa
yfirsýnina og mesta hafa menntun-
ina um leið, geta vikið frá sér svo
alvarlegri orsök og augljósri sem
áfengið er.
Það er máski ekki unnt aö hafa
uppi svo háspekilega tölu um
áfengið eins og sálarflækjurnar og
samfélagsvandann eða þá að fólk
er feimið við það einfaldlega að
nefna þennan vágest á nafn, vitandi
sig oft eiga hann í eigin fórum sem
fylginaut.
Og svo er það máski ekki fínt hjá
þeim sem lyfta glösum með göróttri
veig á „menningar“stundum að
vera að koma óorði á þennan
„gleði“gjafa sinn í opinberri um-
ræðu.
Spyr sá sem saknar opinskárra
yfirlýsinga og upplýsinga af munni
þeirra sem menntin á að hafa gefið
mátt til að segja sannleikan um-
búðalaust en vefia hann ekki í
óskiljanlegt, innantómt orðagljáf-
ur.
Má ég biðja okkar ágætu sérfræð-
inga að huga hér að, þegar um
vandamál líðandi stundar er spurt,
þau vandamál sem leika þúsundir
svo hörmulega grátt, vandamál
sem eiga áfengið óumdeilanlega að
undirrót. Mennt á að vera máttur.
Helgi Seljan
„Hvort sem ofbeldið er inni á heimilum
eða úti á götunum, þá er áfengið oftar
en ekki á einhvern veg með í för, oftar
beinlínis.“
„Allt gaman búið“
„Tilfinning fyrir hlutverkinu er
enn mest á jaðarstöðvum banda-
ríska heimsveldisins (the outposts
of the american empire) - stöðum
eins og hlutlausa beltinu í Kóreu
og á Keflavíkurflugvelli á íslandi
en þaðan er fylgst með sovéskum
kafbátum og flugumferð á Norður-
Atlantshafi." Þannig segir í titil-
grein Newsweek frá 19. mars sl. en
hún fiallar um samdrátt í Banda-
ríkjaher.
Fram kemur að útköllum frá
Keflavíkurflugvelh til að fylgjast
með sovéskum vélum fækkaði úr
170 árið 1985 í 65 í fyrra og í aðeins
tvö í janúar í ár. Þá segir að til að
halda vöku sinni æfi menn með því
að láta sem umferð sé meiri en í
raun og veru. Greinin verður hér
endursögð.
Webster, yfirmaður leyniþjón-
ustunnar, CIA, segir ógn hefö-
bundins styrks Sovétmanna búna
að vera um fyrirsjáanlega framtíð.
„Við erum lika skattgreiöendur,"
segja hermenn nú og flestir gera
sér grein fyrir að hvorki austur né
t vestur getur lengur greitt kostnað-
inn sem fylgdi kalda stríðinu.
í herstövum Bandaríkj amanna í
V-Þýskalandi sem og heima fyrir
er áhöfnum skriðdreka nú kennt í
tövlubúnum hermi, sandkassar
með leikfongum notaðir við að
sýna bardagaaðferðir. Fé til æfinga
hefur verið skorið áður en útgjöld
til dýrra vopnakerfa hafa verið
minnkuð en hergagnaiðnaðurinn
rekur áróður fyrir þeim í Was-
hington.
í Fort Cranston í Colorado hafa
áhafnarforingjar skriðdreka farið í
járnvöruverslanir í nágrenninu og
keypt inn varahluti fyrir eigið fé
til aö halda þeim gangandi. Vamar-
málaráöherrann áætlar 300.000
manna fækkun í 2,1 milljónar
manna herafla Bandaríkjanna fyr-
ir 1994. Aðrir sérfræðingar telja að
fækkað muni hafa um helming í
heraflanum fyrir aldamót.
KjaUaiinn
Jón Hjálmar Sveinsson
fyrrverandi
sjóliðsforingi
Endurskipulagning,
ný hlutverk
„Árið 1917 gat enginn séð fyrir
1939. Erfitt er að sjá 2025,“ sagði
Hall undirflotaforingi, yfirmaður
bandaríska hersins á íslandi, við
Newsweek. í kennslu foringja er
nú minna lagt upp úr Sovéthernum
en áður, til dæmis er fiallað um
hugsanlegar aðgerðir gegn Medell-
ín eiturlyfiahringnum. Þegar nem-
um var sagt að nú yrðu þeir að
finna ný hlutverk fyrir herstjórn-
arlistina, ekki væri lengur um
austur-vestur klofning að ræða, bá
svöruðu þeir: „Allt gamanið er
búið.“
Greinar heraflans eru nú að end-
urmeta hlutverk sín. Áhersla flug-
hers flyst frá langdrægum
sprengjuflugvélum til beins stuðn-
ings við aðgerðir landhers. Með
færri skipum kynni úthald að auk-
ast á skip sem aftur leiddi til þess
að færri yrðu viljugir til að þjóna
í flotanum. Landherinn er að
hverfa frá skriðdrekum og þungum
fallbyssum yfir í léttvopnað fót-
göngulið til minni háttar átaka.
Heraflinn hefur fengið ný verk-
efni sem áður voru talin aukaatriði
eða ekki við hæfi að hann sinnti.
Yngri menn sjá ekkert athugavert
við að herinn sé með í baráttunni
gegn eiturlyfium, sérstaklega þar
sem varið er miklu fé til hennar.
Eldri foringjar segja herinn ekkert
hafa að gera í lögregluhlutverki,
slíkt geri hann jafnvel vanhæfari
til hins eiginlega, hermenn eigi
ekki að venja sig á að skjóta viðvö-
runarskotum.
Út í óvissuna
Wilham D. Henderson ofursti er
að gefa út bók um ástand land-
hersins og segir áhyggjuefni hve
liðsmenn hafi almennt sýnt lélega
útkomu á gáfnaprófum en herinn
hefur byggst upp á sjálfboðaliðum
síðan heskylda var afnumin 1973.
Hann telur að af 1,9 milljónum
manna alls (atvinnuhermönnum,
varahðum og borgaralegu þjón-
ustufólki) í landhernum geti ein-
ungis 85.000 valdið vopni. Þetta
myndi einungis nægja til aðgerða
í Karíbahafinu.
Spáð er að samdrátturinn geti
fækkað foringjum með borgaralega
háskólamenntun, hlutfall foringja
með eiginlega herskóla myndi þá
aukast og menn óttast að þeir verði
stríðsmannastétt án tengsla við
borgaraleg gildi. Tap þeirrar
óvinaímyndar sem kalda stríðinu
fylgdi gæti slævt varnarvilja, aga
gæti hrakað og slysum myndi
fiölga og njósnir aukast vegna
skorts á trúnaði.
Niðurstaða Newsweek er að
bandarískir hermenn leiti í nýjum
heimi fyrirkomulags sem kæmi í
veg fyrir að þeir yrðu hunsaðir eins
og forverar þeirra' sem þjónað hafa
á friðartímum. Hæfileiki þeirra til
að lifa af styrjöld (varnavilji og
þjálfunarstig) er kominn undir því
hvort þeim tekst að finna það.
í framhaldi af umfiöllun News-
week mættu íslendingar spyrja sig
hvort draumar utanríkisráðherra
um varaflugvöll og afvopnunareft-
irlit með miklum umsvifum á ís-
landi séu raunsæir. Enskt máltæki
segir: „Traveling makes á wise
man better, but the fool worse“ -
svo kannski er mál að ráðherra
haldi sig meira heima.
Jón Hjálmar Sveinsson
„Yngri menn sjá ekkert athugavert við að herinn sé með i baráttunni gegn eiturlyfjum, sérstaklega þar sem
varið er miklu fé til hennar,“ segir greinarhöf. m.a. - Bandarísk lögregla handtekur eiturlyfjasala á götum úti.
„í framhaldi af umfjöllun Newsweek
mættu íslendingar spyrja sig hvort
draumar utanrikisráðherra um vara-
flugvöll og afvopnunareftirlit með
miklum umsvifum á íslandi séu raun-
sæir.“