Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990.
35
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sinéad
O'Connor
hefur yfirgefið eiginmann sinn,
trommarann John Reynolds. Þau
eiga saman einn son, Jake, sem
er þriggja ára gamall og verður
hann áfram hjá fóður sínum.
Sinéad fór frá John til að geta
flutt til nýs vinar. Það er Hugh
Harris sem er 25 ára Breti. Hugh
er söngvari og á hljómleikaferð
Sinéad um Bandaríkin nýlega
söng hann í upphitunarbandinu.
Sögusagnir herma að Sinéad og
Hugh leiti sér nú að húsnæði þar
sem þau geti búið. Þau ætla sér
að lifa í ró og næði þar sem þau
geta skrifað tónlist saman.
Mike Tyson
er orðinn faðir og það í fyrsta
skipti. Að vísu hafa tvær konur
áður lýst því yfir að þær gengju
með barn Tysons undir belti en
hann hefur ekki gengist við því
að vera faðir þeirra barna.
Bamsmóðir Mike er Natalie Fe-
ars og fæddi hún honum son.
Tyson vill ekki að sonurinn hði
skort og keypti fót og fleira handa
honum fyrir Utla 60.000 dollara
(um 3,6 milljónir íslenskra
króna). Meðal annars keypti
hann minkateppi og minkapels
fyrir barnið. Nú leitar Mike að
íbúð fyrir soninn og barnsmóður-
ina í L.A. og má búast við að það
verði meira en venjuleg íbúð.
Auk þess ætlar hann að ráða
kokk fyrir Natalie því Mike veit
hve mikilvægt það er að konur
með barn á bijósti borði hollan
og góðan mat.
Cher
átti í húsnæðisvandræðum um
daginn. Villan, sem hún fiárfesti
í, verður ekki tilbúin fyrr en eftir
að minnsta kosti tvö ár. Verið er
að gera hana upp og breyta og
bæta að óskum leikkonunnar. Nú
voru góð ráö dýr því Cher vant-
aði samastað. Hún sló því til og
keypti hús sem kostaði litlar 4
milljónir dollara (um 240 milljón-
ir íslenskra króna). Þetta er að-
eins bráðabirgðahúsnæði sem
hún þarf að búa í þar til Malibu
villan er tilbúin.
Kristall fyrir
drottninguna
* w
:
*
í ' ■
. * .
*&*f*£s$*l&* M'y'~Xíí x *?*** (< i
r’- « wfc tM-i
:
'-lísfgJz, iZZ&zíi
* >y ■ '-'"ffl
*ní **
Valgeir Sigurðsson, veitingamaður
í Lúxemborg, er mikfil athafnamað-
ur. í tilefni af komu Elísabetar II
drottningar hingað til lands lét hann
gera 500 útskornar kristalsflöskur
sem merktar eru nafni drottningar
og heimsókn hennar hingað. í flösk-
unum er svarta dauða brennivín og
skoskt viskí. Þær eru íiúmeraðar og
var hennar hátign afhent fyrsta ein-
takið þegar hún var hér á landi.
„Kristalsflöskurnar eru skomar út
í Skotlandi. 250 flöskur með svarta
Eins og sjá má eru flöskurnar hreint
listaverk. Nafn drottningar er letrað
á flöskuna og á tappanum er númer
flöskunnar.
dauða brennivíni verða seldar í Frí-
höfninni í Keflavík en í hinum 250
flöskunum er skoskt viskí sem verð-
ur selt í Bretlandi. Ég hitti ekki
drottninguna sjálfa en flösku númer
eitt var veitt viðtaka um borð í skip-
inu og hún samþykkt," sagði Valgeir
Sigurðsson.
Valgeir hefur búið í Lúxemborg í
15 ár. Þar byrjaði hann að framleiða
svarta dauða því illa gekk að fá hér-
lenda ráðamenn til að framleiða og
selja brennivín undir þessu nafni.
Nú er það selt í um 30 löndum um
allan heim.
Kristalsflöskurnar eru I viðhafnaröskju og fylgir saga drykkjarins með.
DV-myndir BG
r
Ekki er jafnvel fylgst með
öllu kóngafólki. Díana prins-
essa af Wales má sig vart
hreyfa án þess að um það sé
talað. Mikið er rætt um
klæðnað hennar og ekki er
öllum sama hvcrnig hún
klæöir sig. :.
Sonja krónprinsessa i Nor-
egi hefur að mestu sloppið við
slúður um sinn klæðnaö. Hún
hefur ekki lagt það í vana sinn
að versla _við dýr og þekkt
tískuhús. í stað þess gengur
hún í þeim Fötum sem henni
detta í.hug hverju sinni og
lætur aöra ekki hafa áhrif á
fataval sitt. Sonja gengur ,
helst í hvítum eða Ijósum fót-
um þó að flestir litir fari vel
við brún augu hennar og
gullna húð. Sonja þykir ein-
staklega smekkleg í klæðnaði
og kann að velja það sem á
saman. Kannski hefur það
haft þau áhrif að lítið hefur
veriö rætt og ritað um klæðn-
að hennar.
Samkvæmlskjólar Sonju þykja mjög
smekklegir og hér er hún i einum
rósóttum.
Miklar vonir eru bundnar við Monicu Seles tennisleikara en henni skaut
mjög snögglega upp á stjörnuhimininn.
Monica Seles tennisstjama:
Ágætis laun
Monicu Seles tennisleikara skaut
snögglega upp á stjörnuhimininn.
Hún er aðeins 16 ára gömul en það
sem af er tennisferli hennar hefur
hún unnið sér inn sem samsvarar
50 milljónum islenskra króna. Hún
vann opna franska meistaramótið í
tennis og varð með því yngsti sigur-
vegari keppninnar. Monica kemst þó
ekki enn með tæmar þar sem tennis-
leikarinn Steffi Graf hefur hælana í
launum. *
Monica er fædd í Júgóslavíu en býr
nú í.Bandaríkjunum. Það tók mikið
á hana er hún frétti það fyrr á þessu
ári aö móðir hennar væri með
krabbamein en þær mæðgur eru
mjög nánar. í fyrstu keppninni á
þessu ári gekk henni illa en það mót
var stuttu eftir að hún fékk vitneskju
um veikindin.