Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. Spumingin Ferðu oft í bíó? Sara Hlín Pálsdóttir, 13 ára: Nei, einu sinni í mánuöi. Ég man ekki hvað ég sá síðast. Valgeir Skagfjörð leikari: Já, nokkuð oft. 3-4 sinnum í mánuði ef það er eitthvað að hafa. Ég er nýbúinn að sjá í slæmum félagsskap. Valgerður Vilhelmsdóttir nemi: Nei, ég fer ekki oft í bíó. Ég fór síðast fyr- ir tveimur mánuðum að sjá Bekkjar- félagið. Sigvaldi Þórisson flugafgreiðslumað- ur: Á 2-3 mánaða fresti. Ég sá síðast Fullkominn hug. Ingi Þór, starfsmaður á veitingastað: Nei, ég fer ekki oft í bíó. Ég fór síð- ast fyrir hálfum mánuði. Grétar Harðarson rafvirki: Nei, á þriggja mánaða fresti. Ég er með myndband og afruglara og læt það nægja. Lesendur Hvað gerist næst í hvalamálinu? Konráð Friðfinnsson skrifar: í júlímánuði sl. flugu nokkrir mektarmenn á fund Alþjóða hval- veiðiráðsins sem haldinn var í Hol- landi. Hér var um að ræða vísinda- menn frá Hafró, sjávarútvegsráð- herrann og einhverja hagsmunaðila. - í örstuttu spjalli má segja að þar á bæ hafi hlutimir gengið fyrir sig með hefbundnum hætti. Sem sé sam- kundan leystist upp með hávaöa, fúkyrðum og allt að því ærumeiðandi ummælum í garð annars ágætra náttúrverndarsamtaka, sem flestir hafa nú tekið í sátt - eða þar til þau beina spjótum sínum að sjálfum sér. Þá snýst blaðið við. En nóg um það. Norðmenn, Japanir og íslendingar hótuðu enn og aftur úrsögn og því að stofna sín eigin samtök. Og nú held ég að hugur hafi fylgt máli. Maður er löngu hættur að botna í þessum skrípaleik. íslensku vísinda- mennirnir lögöu fram þau gögn sem þeir höfðu sankað að sér með ærinni fyrirhöfn á fjórum árum varðandi stofnstærðir hvala í Atlantshafi, ásamt fleiri bitastæöum upplýsing- um. Pappírarnir sýndu ótvírætt að t.d. margir hvalastofnar þola veiöi. En eftir því sem maður kemst næst þá kvað við alþjóðlegur hlátur í húsa- kynnum þeirra hollensku að gagna- lestri loknum. Svo fánýtir og mikið rugl þóttu sneplar þessir. Ekki dæmi ég um það, en alla vega náðu þeir lítilli hylli viðstaddra. Auðvitað er það háttalag, að hafna alfarið vísindalegum niðurstöðum sem bomar eru fram af viðurkennd- um aöilum gróf móðgun við fræði- mennina, sem rækja störf sín af ein- lægni og drengskap sem fræðimenn. Maður harmar þessar niðurstöður fyrir þeirra hönd. Málið er hins veg- ar það að við getum sjálfum okkur um kennt hvernig núna er komið, t.d. að óvissuþættirnir varðandi veið- ar í framtíðinni skuli gerast æ fleiri. Um það er ekki deilt að full þörf er á rannsóknum og sér i lagi á sjávar- dýrum. Þetta breytir þó ekki þeim staðreyndum að visindum okkar var hafnað af þeim mönnum sem valdið hafa þegar til úrslitanna dró. Muni ég hins vegar rétt lögðu þessir sömu menn blessun sína yfir starfsemina í fyrstu, en vildu síöan við ekkert kannast í lokin. Ég var og er enn þeirar skoðunar að sneiða hefði mátt hjá deilu við Greenpeace og svipuð samtök, ein- faldlega með því að framkvæma rannsóknirnar öðruvísi en gert var. Nægilegar og nauðsynlegar líffræði- legar sannanir hefði verið unnt að fá með veiðum á fimm til tíu dýrum á sumri í stað þeirra tæplega eitt hundrað dýra sem að jafnaði voru skutluð. - Vísindin áttu í aðalatrið- um að byggjast á talningum, merk- ingum og því Úku, en ekki skutlin- um? „Visindin áttu t.d. að byggjast á talningum hvala og merkingum, en ekki skutlinum," segir m.a. í bréfinu. Fólskuárásin 1 Breiðholti: Einungis skýrslugerð? Karl hringdi: Mér finnst einkennilegt að eina aögerðin sem lögreglan beitir í til- viki eins og hinni fólskulegu árás, sem strætisvagnastjórinn varð fyr- ir í Breiðholti um sl. helgi, skuli vera skýrslutaka af þessum óaldar- lýð, og honum svo sleppt. Svo bjóða fréttaskrif fólki upp á að ekkert eða lítið sé til ráða, ekk- ert hægt að gera. Auðvitað á aö krefjast gæsluvarðhalds. - Það á lögreglan að gera. Mér sýnist að þarna sé um svo alvarleg brot að ræða og mikinn glæpalýð við aö eiga að lögreglan eigi að fara fram á við dómara að hinir seku sé settir í gæsluvarðhald þar til dómar gangi og eigi þeir að hafa forgang hjá saksóknaraemb- ættinu. Það er engan veginn verjandi að hér geti fólk ekki farið óhult um götur borgarinnar eftir að skyggja tekur - ekki einu sinni í almenn- ingsvögnum sem eru með örugg- ustu farartækjum um víða veröld - fyrir óaldarlýð úthverfanna eða jafnvel annarra byggðarlaga. Verst er þó að heyra uppgjafar- raddir valdhafanna, t.d. lögreglu- stjóra og borgarstjóra, sem stað- hæfa að ekkert eitt afl geti stöðvað þetta ástand. En hvar á byggðu bóli skyldi vera tekið eins á svona málum og á íslandi? Auðvitað eru sökudólgar settir á bak viö rimla og lás umsvifalaust. Það þarf enga nákvæma skýrslugerð eða kerfis- bundinn afsökunarkór til að losa borgarana við glæpalýð götunnar í litlum bæ eins og Reykjavík. Það þarf einfaldlega að taka á málinu eins og gert er hjá öllum siðmennt- uðum þjóðum. Á leitarlista Ríkisútvarps! Ásthildur skrifar: Það fer vissulega að þrengjast um frjálst mannlíf og athafnir í þessu landi okkar þegar svo er komið að ein ríkisstofnun getur komið málum svo fyrir að borgararnir eru settir á „leitarlista" ef þeir ekki greiða af- notagjöld sem ríkið hefur lögboðið að hver maður sem á útvarps- eða sjónvarptæki greiði. Það er líka orðið þröngt um einka- líf manna þegar hægt er aö krefjast inngöngu í íbúðir og hús og innsigla þessi algengu móttökutæki hljóðs og myndar á þeim forsendum einum að maður hafi ekki greitt ríkinu það sem ríkisins er. - Ef það eru ekki ólög að skylda borgarana til að greiða fyrir þjónustu sem þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun nota, hvort sem það er útvarp, sjónvarp, heilsugæsla eða eitthvað annað, þá veit ég ekki hvað ólög eru. Og það er svo sem ekki öll sagan sögð um ólögin sem Ríkisútvarpið vinnur eftir að því er tekur til afnota- gjaldanna. Þaö er líka framkvæmdin sjálf á innsiglunarreglunum. Ef ein- hver er svo sjálfstæður að vilja vera án allra ljósvakamiðlanna kostar það að setja innsiglið á hvorki meira né minna en 1622 krónur og ekki má innsigla fyrir skemmri tíma en 3 mánuði! Verðum við kannski að grípa það ráð að taka sjónvarpsloft- net af þökunum? - Hvað erum við íslendingar að gera sjálfum okkur með svona reglum og lagaboðum? Það sem verst er þó af öllu er það að við borgararnir eigum enga mál- svara, hvorki hjá lögreglu, lögfræð- ingum eða öðrum aðilum. Alþingis- menn eru fjarri lífæð þjóðfélagsins u.þ.b. hálft áriö og koma hvergi nærri umkvörtunum eða neyðarkalli umbjóðenda sinna utan starfstíma þingsins. Það er því ekki í mörg hús að venda hjá íslenskum almenningi fremur venju. - En hver skyldi trúa því að árið 1990 byggjum við íslend- ingar í mörgum greinum enn við miðaldafyrirkomulag í réttarfari og lagasetningu, að ekki sé nú talaö um það hvernig reglugerðum er fram- fylgt? „Verðum við kannski að grípa til þess ráðs að taka sjónvarpsloftnet af þökum húsanna?" spyr bréfritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.