Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. 39 dv Fréttir Eigendur íslenskra aðalverktaka: Sækja 2,4 milljarða í sjóði fyrirtækisins - ríkið eignast meirihluta þrátt fyrir að fá 400 milljónir í vasann Eigendur íslenskra aðalverktaka hafa ákveðið að taka út úr fyrirtæk- inu um 2,4 milljarða af eign þess. Þrátt fyrir þetta mun eigið fé fyrir- tækisins verða rúmlega einn mUlj- arður króna. Þaö mun því verða eftir sem áður eitt af stöndugustu fyrir- tækjum landsins. Þessir fjármunir verða greiddir út á næstu flmm árum. Stærsti hlutinn, eða rúmir 2 milljarðar, verða ein- faldlega teknir af digrum bankainn- stæðum fyrirtækisins en jafnframt leysa eigendumir til sín aðalstöðvar fyrirtækisins á.Höfðabakka og hús- eign fyrirtækisins í Keflavík þar sem Sparisjóður Keflavíkur er til húsa. Það skal tekið fram að hér hefur ver- ið miðað við bókfært verð þessara fasteigna þannig að ef markaðsverð þeirra er hærra þá hækkar sú upp- hæð sem eigendurnir leysa til sín sem því nemur. Ríkissjóður tekur minna og fær meirihluta Jafnhhða því sem eigendurnir taka til sín 2,4 milljarða af sjóðum fyrir- tækisins var eignarhlutföllum breytt þannig að ríkissjóður á nú 52 prósent í fyrirtækinu. Það var gert með þeim hætti að Sameinaðir verktakar og Sambandið fá greitt út úr fyrirtæk- inu til viðbótar við hlut sinn í 2,4 milljarða útgreiðslu eigna, en ríkið fær á sama hátt minna greitt út. Niðurskurðurinn á fyrirtækinu gefur Sameinuðum verktökum þannig um 1,2 milljarða þar sem Sameinaðir áttu 50 prósent í fyrir- tækinu. Þeir fá hins vegar 135 millj- ónir til viðbótar og við það minnkar hlutur þeirra í íslenskum aðalverk- tökum úr 50 prósentum í 32 prósent. Á sama hátt fær Sambandið um 600 milljónir vegna niðurskurðarins og auk þess 67,5 milljónir þar sem hlut- ur þess minnkar úr 25 prósentum í 16 prósent. Ríkið hefði átt að fá sömu fjárhæð útborgaða og Sambandið eða um 600 milljónir en fær hins vegar ekki nema um 400 milljónir þar sem um 202,5 milljónir eru skildar eftir í fyr- irtækinu og stækka með því hlut rík- isins úr 25 prósentum í 52 prósent. 1.000 milljóna eigið fé metið á 750 milljónir Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra vildi alls ekki setja þetta upp þannig að eftir að fyrirtækið hefði verið skorið niður hefði ríkið keypt 18 prósent af Sameinuðum og 9 prósent af Sambandinu. Hann vildi orða það svo að ríkið hefði frestað að taka þessar 202,5 milljónir út úr fyrirtækinu. Það hggur hins vegar fyrir að ef ríkið gerði það myndi eign- arhlutföllin breytast aftur til þess sem áður var. Ef hins vegar litið er á þessar 202,5 milljónir sem verð ríkisins fyrir meirihlutaeign eftir niðurskurð þá jafngildir þaö að íslenskir aðalverk- takar séu metnir á um 750 milljónir eftir niðurskurðinn. Eins og áður sagði þá er bókfært eigið fé fyrirtæk- isins hærra eða um 1.050 milljónir. Þessi mismunur þarf þó ekki að gefa til kynna að ríkið hafl fengið meiri- hlutann á undirverði. Á íslenskum hlutabréfamarkaði eru fá fyrirtæki metin umfram innra virði þeirra og sum eru jafnvel metin lægra. Þannig var það til dæmis þegar hafin var hlutabréfasala í Olíufélaginu stuttu eftir áramót. Það sýnir vel hversu stöndugir ís- lenskir aðalverktakar voru að þrátt fyrir að eigendurnir taki til sín 2,4 milljarða af eignum fyrirtækisins stendur eftir fyrirtæki með eigið fé upp á rúmlega einn milljarð. Eigin- fjárhlutfall þess verður 0.36 og veltu- Áárhlutfallið 1.60. Þrátt fyrir úttekt eigendanna er fyrirtækið enginn aumingi á eftir. Einokun á herframkvæmdum framlengd til 1995 í tengslum við þessa uppstokkun og niðurskurð á íslenskum aðalverk- tökum framlengdi Jón Baldvin til- nefningu til framkvæmda fyrir Bandaríska herinn næstu fimm árin. Þetta felur í sér að fyrirtækið mun sitja eitt að framkvæmdum fyrir her- inn á þessu tímabili. í samkomulagi eigendanna er jafn- framt gert ráð fyrir að á þessu fimm ára tímabili verði unnið að því að gera íslenska aðalverktaka að al- menningshlutafélagi með þeim hætti að enginn einn aðili geti náð þar undirtökum. Að mati sérfræðinga, sem DV ræddi við, mun veröa mjög erfitt að meta hlutabréf í í slenskum aðalverk- tökum. Þar sem einokun fyrirtækis- ins á framkvæmdum fyrir herinn er einungis bundin til fimm ára er fram- tíð þess óviss. Því fer mat á verð- mæti þess eftir því hvort sú einokun verður framlengd, hvort herinn muni áfram standa fyrir umtalsverð- um framkvæmdum og ef ekki þá hvernig fyrirtækinu tekst að hasla sér völl á almennum verktakamark- aði eða á öðrum sviðum. -gse Vísindasjóður Borgarspítalans: Styrkjum úthlutað til sex starfsmanna Vísindasjóöur Borgarspítalans hefur nýlega veitt rúmlega eina mihjón króna í styrki til 6 starfs- manna vegna jafnmargra verkefna. Fer úthlutun úr sjóðnum fram árlega og afhenti Páll Gíslason yfirlæknir styrkina, að því er segir í fréttatil- kynningu. Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir fékk 300 þúsund króna styrk til rann- sókna á beinþéttni meðal íslenskra kvenna. Vegna gerðar myndbands um lifrarskurðaðgerð í samvinnu við RÚV hlaut dr. Jónas Magnússon læknir 50 þúsund krónur. Vegna framhaldsrannsókna á erfðaþáttum geðklofa og vegna byrjunarverkefnis Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristján Linnet, Jón Brynjólfsson, dr. Gunn- ar Sigurðsson, Guðný Daníelsdóttir, dr. Jónas Magnússon, Páll Gislason og María, dóttir Jónasar. á arfgengi áfengissýki fékk Hannes Pétursson yfirlæknir 280 þúsund krónur. Kristján Linnet yfirlyfja- fræðingur fékk 166 þúsund krónur til að kanna stöðugleika súxameton stungulyfs við stofuhita og fengu Sigrún Knútsdóttir aðstoðaryfir- sjúkraþjálfari og Guöný Daníelsdótt- ir læknir 300 þúsund krónur til könn- unar á afleiðingum mænuskaða. Sjóðnum er ætlað með úthlutunum sínum að örva og styrkja vísindaleg- ar athuganir, rannsóknir og tilraunir er fram fara á Borgarspítalanum eða í náinni samvinnu við hann. -tlt Þessi myndarlega steinhleðsla blasir nú við sjófarendum sem koma á ytri höfnina í Reykjavík. Hún ver nýju Sæbrautina fyrir ágangi sjávar en um leið er gamla ströndin við Skúlagötuna endanlega horfin sjónum manna. DV-mynd JAK Akranes vinsælt hjá Frökkum - stórir hópar ferðafólks gista þar Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: „Það er alveg ljóst nú þegar að þetta sumar kemur miklu betur út en þaö síðasta," sagði Daníel Ólafsson, hót- elstjóri á Gistiheimihnu Ósk á Akra- nesi, er DV ræddi við hann um ferða- mannastrauminn í sumar. Daníel sagði reksturinn nú sem fyrr fyrst og fremst byggjast á stórum hópum sem kæmu tíl Akraness og sem dæmi mætti nefna að hingað kæmu í sumar sextán 30 manna ferðamannahópar frá Frakklandi. Auk þeirra hafa verið eða verða níu stórir hópar th viðbótar í gistingu. „Verslunarmannahelgin var met- helgi hjá okkur en þá vorum við með 50 manns í gistingu," sagði Daníel. „Það sem helst háir okkur er hth umferð virka daga en helgamar hafa verið ágætlega nýttar í sumar.“ „Lykilhnn að þessari auknu að- sókn hjá okkur held ég að hggi í verð- lagningunni. Við lækkuðum verð á gistinótt úr 3.400 krónum í fyrra í 2.500 krónur nú, eða sem nemur far- gjaldi með Akraborginni fram og th baka. Þannig erum við betur sam- keppnisfærir við gistiheimhi á höf- uðborgarsvæðinu en áður,“ sagði Daníel. Daníel Ólafsson, hótelstjóri Gisti- heimilisins Óskar. DV-mynd Árni S. Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.