Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 26
Tímarltfyriralla Til ísafjarðar Dýrafjörður Ytri- ^ Kjaransstaðir Til Hrafnseyrar MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. Fréttir Jóhann Bjarnason með fjórar gæsir. Gæsaveiðitíminn hefst 20. ágúst - margir skotveiðimeim komnir í startstöðu „Auðvitað bíður maður spenntur eftir að gæsaveiðitíminn byrji og það verður farið á Vesturlandið að skjóta gæsir fjótlega á veiöitímanum. Sjálf- ur fer ég ekki fyrr en um miðjan sept- ember en ég fylgist vel með öðrum veiðimönnum sem fara strax af stað. Skotveiðimenn eru famir að ræða málin löngu fyrir veiðitímann og spá í hlutina, það er litið í kringum sig þegar farið er um landið,“ sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson, skotveiðimaður og jarðfræðingur, fyrrverandi formaður Skotveiðifé- lags íslands, í samtali við DV. Gæsaveiðitíminn hefst 20. ágúst og eru skotveiðimenn farnir að bíða með óþreyju eftir upphafmu. „Það eru ljótir hlutir sem gerast fyrir veiðitímann á hverju ári. Þarna eiga í hlut veiðimenn i skjóli landeiganda. Þetta er svipað og að veiða niður- göngulax. Þeir sem kaupa fugl við bestu skilyrði fá hann alls ekki góðan löngu fyrir veiðitímann." - Er ekki mikil fjölgun í skotveið- inni, Sverrir? „Jú, það bætast viö margir fyrir hverja gæsabyrjun og þetta sjáum við í okkar félagsskap, Skotveiðifé- lagi íslands, þar sem nýir félagsmenn bætast við á hverju ári. Nokkur hundruð manns útskrifast af skot- vopnanámskeiði lögreglunar ár hvert.“ - Hvert fara menn til að skjóta gæsir? „Það er varla til sá blettur sem ekki er farið á til veiða, margir fara upp til heiða og skjóta heiðargæsir en ílestircsækja grágæs niður á lág- lendi. Þeir liggja þá í skurðum og bíða eftir bráðinni. Ungar sýnast færri núna en verið hefur og kenna bændur um búratófunni sem liflr góðu lífi á gæsareggjum og ungum á mörgum stöðum víða um land,“ sagði Sverrir ennfremur. -G.Bender Dýrafjarðarbrúin í gagnið haustið 1991 - eða talsvert fyrr en reiknað var með Reynir Traustason, DV, Flateyri: Framkvæmdir við Dýrafjarðarbrú ganga samkvæmt áætlun. í sumar hefur verið unnið aö brúarsmíðinni og er áformað að ljúka henni í sept- ember. Verið er að fylla að brúnni og er búið að setja 150 þúsund rúm- metra af möl í uppfyllinguna. Þá eru eftir um 50 þúsund rúmmetrar og sem reiknað er með að ljúka fyrir 1. september að sögn Steins Sveinsson- ar, tæknifræðings hjá Vegagerð rík- isins á ísafirði. Steinn sagði að síðan yröi uppfyll- ingin látin standa í vetur og hún svo kláruð næsta sumar. Samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar átti að taka brúna í notkun 1992 en miklar líkur eru til þess að verkinu ljúki fyrr eða í lok nóvember á næsta ári. Verktakar við fyllinguna eru Suð- urverk og Klæðning h/f og kostar þeirra verkhluti tæpar 140 milljónir króna. Mikil samgöngubót verður að brúnni þar sem vegurinn fyrir Dýra- flörð verður þá opinn allt árið en við núverandi aðstæður er nánast við- burður ef vegurinn er opinn að vetr- arlagi. Þá styttist leiöin fyrir fjörðinn um fimmtán kílómetra. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti. 11 Speglar, lampar og skrautmunir. TM-húsgögn, Síðumúla 30, s. 686822. Opið allar helgar. (fiómeó mc kjúlicu Konur, karlar og hjónafólk. Við leggjum áherslu á yndislegra og fjölbreyttara kynlíf, höfum geysilegt úrval af hjálp- artækjum ástarlífsins f. dömur og herra. Einnig úrval af æðislegum nær- fatnaði á frábæru verði á dömur og herra. Verið velkomin, sjón er sögu ríkari, ath. póstkr. dulneíhd. Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn frá Spítalastíg), sími 14448. Sumarbústaðir Tröppur yfir girðingar. Vandaðar, fúa- varðar, einfaldar í samsetningu. Uppl. í síma 91-40379 á kv. Geymið augl. Vinnuvélar Bílar til sölu Dráttarbeisli - Kerrur Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Original OÍ.S.Ó.) staðall - dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratugareynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal- brekku, símar 91-43911, 45270. • Gröfuþjónusta. Bragi Bragason, sími 651571, bílasími 985-31427. órafa með opnanlegri fram- skóflu og skotbómu. Vinn einnig á kvöldin og um helgar. Verð 2000 kr. á tímann (alltaf sama verð, virka daga, á kvöldin og um helgar). Volvo 1023, árg. ’80, til sölu, ekinn rúml. 100 þús. km, selst palí- og krana- laus. Uppl. í símum 97-71433 og 985- 22572. M. Benz 410D ’89, ekinn 28 þús. km, hvítur, háþekja og háar hurðir, 5 gíra, vökvastýri, sem nýr. Skipti möguleg á sendibíl á verðbilinu 1300-1400 þús., með gluggum. Tii sýnis og sölu á Bíla- sölu Ragnars Bjamasonar (s. 673434), Eldshöfða 18. Chevrolet Monza ’76 til sölu. Meiri- háttar sprækur sportbíll, 327 vél, upp- hækkaður að aftan, extra lágt drif o.fl. Einnig er til sölu Peugeot 309 GR ’87, fallegur fjölskyldubíll. Uppl. í sím- um 688207 og 678393. Chevrolet pickup, árg '79, 4x4. Skoðað- ur og jeppaskoðaður. Mikið endurnýj- aður. Til greina koma skipti á ódýr- ari. Uppl. í síma 91-66611. Antik bill. Chevrolet Belair, árg ’54. Góður bíll, þarfnast lítillar aðhlynn- ingar. Vél 307, sjálfskiptur, krómfelg- ur. Verð tilboð, skipti. Einnig Scout ’74, verð 150 þús. Uppl. í síma 91-79642 eftir kl. 19. Til sölu Oldsmobile Delta Royal 88, árg. ’87, vél 3,8 bensín, einn með öllu, verð 1.800 þús. Óska eftir sjálfskiptum, góð- um, lítið upphækkuðum jeppa í skipt- um. Uppl. í síma 92-14147. Audi 200 cc ’85 til sölu vegna brott- flutnings, leður, turbo, sóllúga, raf- magn í öllu. Sérlega glæsilegur bíll, verð 970 þús. Uppl. í síma 91-37937. Pontiac Fiero, árg ’84, Vel með farinn. Keyrður aðeins 35 þús. mílur. Verð 400.000 staðgreitt eða 650.000. Ath skipti. Uppl. í síma 91-73474. BMW 323i Cabriolet (með blæju), árg. ’84 til sölu. Ekinn 99 þús. km. Úppl. í símum 54940 og 656140 eftir kl. 19. Ymislegt - QR0HH- Aldrei aftur í megrun. Kynningarfyrirlestur á veitingastaðn- um „Á næstu grösum”, Laugavegi 20, mánudaginn 20. ágúst kl. 21. Aðgang- ur ókeypis og öllum opinn! Námskeið verður síðan haldið kvöldin 28.-30. ágúst og laugard. 1. sept. Skráning fer fram á fyrirlestrinum. Tekið er á móti beiðnum um námskeið á landsbyggðinni í síma 91-625717 og 91-13829 (Axel). Toyota Tercel, árg. '85, til sölu, blár á litinn, nýyfirfarinn, góð sumar- og vetrardekk. Uppl. í síma 10772 e.kl. 18. Yamaha mótorkrosskeppnin fer fram í Leirdal á laugardag (18/8) kl. 14. Leir- dalur er sunnan við Kópavog, á milli Seljahverfis og Garðabæjar. Keppend- ur, mætið á félagsfund til skráningar í félagsheimili akstursíþróttaklúbb- anna að Bíldshöfða 14 á fimmtudag 16/8 kl. 21. Upplýsingar í s. 20128. Vélhj ólaíþróttak lúbburinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.