Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Flóttamenn
grafa göng
Víetnamar í flóttamannabúöum
í Hong Kong hafa undanfarið veriö
iönir við að grafa göng út úr búöun-
um til aö sækja sér vistir í borgina.
Einkum er það áfengi sem flutt er
um göngin. Áfengið fer síðan á hinn
líflega svartamarkað í búðunum.
Flóttamennirnir hafa grafið um
400 metra löng göng út í holræsi
borgarinnar. Allar tilraunir til
stöðva gröftinn hafa reynst árang-
urslausar. Einu sinni hefur verið
steypt upp í göng en skömmu síðar
uppgötvaðist að ný göng höfðu ver-
ið grafin.
Lögreglan í Hong Kong hefur
undrast af hve miklum hagleik
göngin eru gerð en minnir þó á að
margir í flóttamannabúðunum
lærðu að grafa jarðgöng meðan
stríðiö stóð í Vítetnam.
Tvær Ijósavélar
Caterpillar og Bukh, meö rafölum, til
sölu, tveir Olsen gálgar með sleppi-
búnaði, RC radar, 48 mílna, litur. Allt
í góðu standi. Hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 92-37786 og
985-20472 eftir kl. 17.
Lausafjáruppboð
í Barðastrandarsýslu 23. ágúst 1990
Eftir kröfu Ólafs Axelssonar hrl., Agnars Gústafssonar hrl., Garð-
ars Briem hdl., tollstjórans í Reykjavik, Guðmundar Kristjánssonar
hdl., Guðmundur Markússonar hdl., Lögheimtunnar h/f, Gunnars
Sæmundssonar hrl., Landsbanda íslands, innheimtumanns ríkis-
sjóðs, Helga V. Jónssonar hrl., Helga Birgissonar hdl., Sigríðar
Thorlacius hdl., Þorfinns Egilssonar hdl., Ævars Guðmundssonar
hdl., Steingríms Þormóðssonar hdl., Reynis Karlssonar hdl. Jónat-
ans Sveinssonar hrl., Magnúsar H. Magnússonar hdl., Tryggva
Bjarnasonar hdl., Fjárheimtunnar h/f, Innheimtustofunnar s/f,
Ásgeirs Þórs Árnasonar hdl., Arnmundar Backman hrl., Haraldar
Blöndal hrl., Símonar Ólasonar hdl. verða eftirtaldir lausafjármun-
ir seldir á nauðungaruppboði sem„haldið verður á lögreglustöð-
inni, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 23. ágúst 1990,
kl. 15.00 eða þar sem þessir munir finnast.
B-204, B-315, B-442, B-559, B-670, B-1179, B-1457, B-1535,
B-1550, B-1557, B-1694, Y-4090, V-1912, A-12497, R-23830,
R-68908, R-72478, R-72543, G-21113, M-3935, Bd.-376, KR-
518, Magires Deutz, Caterpillar D4D jarðýta, Case jarðýta 1450,
JCB3 Bd-331, JCB3 grafa Bd-366, beltagrafa OKRH9 LC, hjóla-
skófla Caterpillar 966C, Y-14827, Technics orgel, Luxor sjónvarp,
átta flothringir fyrir fiskeldiskvíar, Saloria sjónvarp, Technics hljóm-
flutningstæki, AEG ís-og frystiskápur, Samsung litsjónvarp, Tec
litsjónvarp, Itt sjónvarp, Panasonic myndbandstæki, 3 sæta sófi
og húsbónastóll m/skemli.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
14. ágúst 1990
HÖFUM OPNAÐ
OKKAR ÁRLEGA
HEILDSÖLUMARKAÐ
AÐ BÍLDSHÖFÐA 16
• Barnafatnaður
• Karlmannafatnaður
• O.fl. o.fl.
Opið frá kl. 13.00—18.00 alla virka
daga, laugardaga frá
kl. 10.00-14.00.
ATH. Aðeins opið 2-3 vikur.
HNOÐRI HF.
Bíldshöfða 16
Mandela semur um
friðarráðstefnu
við ríkisstjórnina
Nelson Mandela hefur komist að
samkomulagi við Adrian Volk, lög-
reglumálaráðherra minnihluta-
stjómarinnar í Suður-Afríku, að
koma á laggimar friðarráðstefnu í
Soweto í von um að binda megi enda
á innbyrðisátök blökkumanna í
landinu.
Eftir átökin í fyrradag, þegar tugir
blökkumanna létu lífið og hundrað
særðust, ræddi Mandela við de Klerk
forseta um ástandið. Átökin hafa
staðið milli fylgismanna Mandela og
manna af ættbálki zúlúmanna. Nú
hefur orðið hlé á slagsmálum í bili.
Niðurstöður viðræðnanna við
stjóm de Klerks var að Mandela og
lögreglumálaráðherrann gáfu út
sameiginleg yfirlýsingu um að efnt
skyldi til friöarráðstefnu þar sem
helstu fulltrúar blökkumanna ættu
sæti ásamt fulltrúum lögreglunnar.
Buthelezi, leiðtogi zúlúmanna, hef-
ur lýst sig reiðubúinn til að ræða
vopnahlé en hingað til hefur strand-
að á því að bæði hann og Mandela
hafa sett skilyrði fyrir friðarviðræö-
um.
Mikil harka var í átökum blökku-
mannanna. Lögreglan segir að nú
þegar hafi 160 manns látist síðan á
sunnudag. Engin leið er meta hve
margir hafa særst en vitað er að þeir
skipta hundruðum.
Átökin nú koma á versta tíma fyrir
Mandela sem hefur staðið í samn-
ingaviðræðum við stjómina um auk-
in réttindi blökkumanna. Það er
skoðun. manna í Afríska þjóðarráð-
inu aö deilur blökkumanna leiði það
eitt af sér að staða þeirra í samning-
unum við stjórnina verði veikari.
Mandela hefur gefið í skyn að
stjómvöld láti sér í léttu rúmi liggja
þótt blökkumenn berjist. Lögreglan
er meira að segja sökuð um að standa
með zúlúmönnum í baráttunni við
Mannfall hefur verið mikið í átökum blökkumanna í Suður-Afríku. Þessi
ungi maður féll i átökum i Soweto.
Þjóðarráðiö.
Þessu neitar lögreglan harðlega og
segir að hlutverk hennar sé það eitt
að halda uppi friði. Vitni fullyrða þó
að lögreglan beini einkum spjótum
Simamynd Reuter
sínum að fylgismönnum Mandela og
hafi látið óátahð þótt zúlúmenn sæ-
ust vopnaðir á götum úti.
Reuter
Óheppni uppreisnarforingans í Líberíu:
Charies Taylor sár
eftir umferðarslys
Líberíski uppreisnarforinginn
Charles Taylor liggur nú slasaður
eftir umferðarslys í gær. Hann er þó
ekki sagður alvarlega sár og ekki
hefur dregið úr bardagavilja fylgis-
manna hans í Þjóðfrelsisfylkingunni
þótt foringinn hafi horfið af víg-
velii.
Leiðtogar ríkja í Vestur-Afríku
reyna nú án allt sem hægt er til að
koma á friöarviðræðum milh Tayl-
ors og Samuels Doe, forseta Líberíu.
Taylor hefur hafnað öllum hug-
myndum um frið og treystir á sigur
í borgarastyrjöldinni.
Á þriðjudaginn stóð tii að Taylor
ræddi við Dawda Jawara, forseta
Gambíu, en ekkert varð af þeim
fundi. Nú hefur verið ákeðið að
reyna aftur eftir helgi ef Taylor verð-
ur þá orðinn heih heilsu.
Forseti Gambíu hefur einnig boðað
til friöarviðræðna þann 27. ágúst og
hvatt alla deiluaöil til að setjast þá
að samningaborði. Þar á meðal er
Prince Johnson sem enginn veit þó
með vissu hvort er lífs eða hðinn.
Ekkert hefur spurst til hans síðan á
mánudag en þá segjast fylgismenn
Taylors hafa fellt hann í umsátri.
Menn Prince Johnson halda áfram
aö berjast. Þeir halda enn stórum
landsvæðum fyrir norðan og vestan
höfuðborgina Monróvíu meðan
menn Taylors ráða landinu fyrir
austan borgina. Þá ráöa uppreisnar-
menn flestum hverfum í Monróvíu
að undanskilinni miðborginni þar
sem Samuel Doe situr í herkví í for-
setahölhnni. Reuter
Uppreisnarforingjanum Charles Taylor stafar ekki síður hætta af umferðinni
í Líberíu en skeytum andstæðinga sinna. Símamynd Reuter