Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
íslenskir aðalverktakar
íslenskir aöalverktakar eru stórveldi í íslenskum at-
vinnurekstri. Þaö sést best á þeim fjárhæðum, sem
umleikis eru, þegar hluti fyrirtækisins skiptir um eig-
endur. Milljaröar króna eru til útborgunar. Eignir ís-
lenskra aöalverktaka felast í fasteignum og beinhöröum
peningum og ef hreyfmg kemst á lausaféð getur þaö
valdiö verulegri röskun í bankakerfmu og í peningamál-
um þjóöarinnar.
Hvernig hefur þessi auður oröið til í höndum eins
fyrirtækis? íslenskir aðalverktakar hafa setið einir aö
byggingarframkvæmdum og öörum verkum fyrir
bandaríska varnarhðiö. Sú einokun hefur þrifist í skjóli
laga og pólitískrar verndar. í Qóra áratugi hefur fyrir-
tækið og eigendur þess getað makaö krókinn og malað
guh. Þar hefur tiltölulega htih hópur ráðiö ferðinni,
mest aht afkomendur þeirra manna sem í upphafi stofn-
uðu Sameinaöa verktaka. Margar sögur, sumar sannar,
aðrar ýktar, hafa veriö sagöar af veUystingum þess fólks
sem setið hefur aö þessum forréttindum.
Hermangið hefur verið eitt besta geymda leyndarmál
þjóðarinnar. Forsvarsmenn íslenskra aðalverktaka hafa
ekki verið íjölmiðlaglaðir. Fyrir nokkrum mánuðum var
upplýst um launakjör fráfarandi stjórnarformanns fyr-
irtækisins. Það mál var sussað í hel. Stöð tvö hefur gert
heiðarlegar tilraunir tU að skýra frá málefnum og fjár-
málum íslenskra aðalverktaka, en mest hafa það verið .
óstaðfestar heimildir, sem vekja upp spurningar frekar
en svör. Leyndarhjúpnum yfir íslenskum aðalverktök-
um hefur ekki verið svipt af. AUt skapar þetta tor-
tryggni.
Verktakasambandið hefur hvað eftir annað krafist
þess að verk fyrir varnarhðið verði boðin út. íslenskir
vinstri flokkar hafa æ ofan í æ krafist breytinga á einok-
unaraðstöðu íslenskra aðalverktaka. Menn minnast enn
baráttu VUmundar heitins GyUasonar fyrir uppgjöri á
„braskinu“. Jafnvel Þorsteinn Pálsson, formaður SjáU-
stæðisflokksins, hefur lýst þeirri skoðun sinni að af-
nema þurfi lögverndaðan rétt íslenskra aðalverktaka
tU einokunar á VeUinum. Það hefur sem sagt ekki stað-
ið á póhtískum upphlaupum og áskorunum um endur-
skoðun á hinni ríkisvernduðu auðsöfnun íslenskra aðal-
verktaka, en allt hefur komið fyrir ekki. Einhver öfl,
einhverjir ósýnilegir hagsmunir, hafa getað kippt í
spottana og viðhaldið hinni einstöku aðstöðu íslenskra
aðalverktaka tU verka og viðurgjörnings í skjóU varnar-
Uðsins.
Kaup ríkisins bæta hér engu um. Þjóðnýting af þessu
tagi er tímaskekkja, eins og Þorsteinn Pálsson hefur
réttUega bent á. íslenskir aðalverktakar fá þar að auki
áframhaldandi tryggingu næstu fimm árin tU einokun-
ar. Þá má heldur ekki gleyma þeirri þversögn að ríkis-
sjóður er nú að greiða háar fúlgur fyrir kaup á eignar-
hluta og auði og sem hefur orðið til í krafti þeirrar einok-
unar sem ríkið hefur tryggt!
Hin póhtíska samtrygging er enn við sama heygarðs-
homið. Hún nær út yfir gröf og dauða og hún lifir frá
einni kynslóð til annarrar. Hún er hafin yfir flokka og
ríkisstjórnir. Hin ósýnUega hönd auðmagns, forréttinda
og valda fer sínu fram og leiðir þjóðina þegar hagsmun-
irnir krefjast.
íslenskir aðalverktakar em ríki í ríkinu og það breyt-
ir engu þótt ríkissjóður eignist þar meirihluta. Afleiðing-
in verður einfaldlega sú að nú munu póhtíkusarnir slást
um bitana og bitUngana af hálfu meiri áfergju.
EUert B. Schram
Svo er aö sjá sem stríðshættan við
Persaflóa sé liðin hjá og yið blasi
langvarandi umsátur um írak. Nú
sem stendur er mikil eindrægni
meðal þeirra ríkja sem ætla að
refsa Saddam Hussein fyrir innrás-
ina í Kuwait en það má heita
ósennilegt að sá einhúgur verði
viðvarandi. Því lengur sem ums-
átrið um írak stendur án þess að
nokkuð gerist, ef Saddam Hussein
hefur hægt um sig og lætur sér
nægja að tryggja tök sín á Kuwait
og lætur Saudi Arabíu í friði, því
erfiðara verður að tryggja stuðning
við refsiaðgerðir gegn honum til
frambúðar og því meira mun al-
menningsálitið í arabalöndunum
snúast á sveif með honum og grafa
undan aðgerðunum.
Það eru heldur ekki írakar einir
sem fá að kenna á refsiaðgerðun-.
um. írak og Kuwait hafa flutt út
um tíu prósent af olíu á heims-
markaði. Þegar sú olía hverfur af
Orrustuþotur á þilfari flugmóðurskipsins Independance. - „Vopnin gætu
snúist í höndum fjandmanna Saddams Husseins," segir m.a. í þessari
grein Gunnars um ástandið við Persaflóa.
Islam og samstað-
an gegn Saddam
markaði kemur óhjákvæmilega að
hækkandi verði sem mun ýta undir
verðbólgu og efnahagssamdrátt
meðal þeirra ríkja sem nú þrýsta á
írak.
Þá er óvíst hversu lengi stuðning-
ur við umsátur um írak veröur al-
mennur í heiminum. Þeir eru, þeg-
ar allt kemur til alls, fáir sem gera
sér í alvöru í hugarlund að innlim-
un íraka á Kuwait verði aftur tekin.
Því lengra sem frá líður án nokk-
urra tíðinda því fleiri munu freist-
ast til að sætta sig við hana sem
oröinn hlut. Sérstaklega í araba-
löndum getur orðið erfitt fyrir
stjómvöld að halda uppi langvar-
andi fjandskap við Saddam Huss-
ein. Aödáendum hans meðal al-
mennings í löndum araba fiölgar
dag frá degi. Hætta er á aö umsátr-
ið verði beinlínis til að gera hann
að þeim leiötoga allra araba sem
hann hefur lengi viljað verða, sómi
þeirra, sverð og skjöldur í viður-
eigninni við allt hið illa sem kemur
frá Vesturlöndum og ísrael.
íran
Nýjast er í þessum málum að
Saddam hefur boðið erkióvininum,
írönum, hagstæðan friö eftir
tveggja ára samningaþóf sem er
mikill sigur fyrir íran. A móti kem-
ur að Saddam Hussein væntir þess
að íranir verði honum hliðholhr,
hugsanlega með því að leyfa að-
drætti til íraks um íran. Þetta þýð-
ir að her Saddams getur nú ein-
beitt sér að öörum vígstöövum.
Vopnin gætu snúist í höndum
fiandmanna Saddam Husseins,
Saddam gæti snúið umsátrinu upp
í baráttu góðs og ills, araba og Isl-
ams gegn öllu því illa sem kemur
frá Bandaríkjunum og ísrael.
Eðli málsins
Saddam Hussein hefur einmitt
spilað á þær nótur með „tillögum"
sínum um að ágreiningur um
Kuwait verði leystur samhhða öðr-
um ágreiningsmálum í Miðaustur-
löndum. Þar á hann að sjálfsögðu
við deilu ísraels og Palestínu-
manna, Palestínumönnum til
óblandinnar ánægju.
Saddam gæti, eftir því sem um-
sátrið dregst á langinn, gjörbreytt
eðh málsins, snúið þvi frá Kuwait
upp í uppgjör araba við ísrael og
Bandaríkin. - Jafnframt er áróður
Saddams gegn valdamönnum í
sumum arabaríkjum þeim verulegt
áhyggjuefni.
Hann gæti grafið mjög undan
leiðtogum á borð við Mubarak í
Egyptalandi, Assad í Sýrlandi ogí.
Fahd í Saudi-Arabíu. Strangtrúar-
menn múslíma, sem eru áhrifa-
mikhr meðal almennings í þessum
löndum eins og víðar, eru þegar á
hans bandi og fullyrðingar Sadd-
ams um að leiðtogar þessara landa
túlki ekki vilja þjóðarinnar eru
óþægilega nærri sanni.
En það er samt Jórdanía sem
KjaUaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
gæti skipt sköpum í þessu máh,
bæði hvað varðar framkvæmd við-
skiptabannsins og hugsanlegt upp-
gjör við ísrael.
Jórdanía
Hussein Jórdaníukonungur er í
raun í vonlausri aðstöðu gagnvart
írak. Hvort tveggja er að um helm-
ingur af öllum útflutningi landsins
fer til írak og þaðan koma 95 pró-
sent af þeirri ohu sem Jórdanía
notar, svo að viðskiptabann gæti
þýtt hrun efnahags landsins, og að
meirihluti íbúa Jórdaníu eru Pa-
lestínumenn sem styðja Saddam
Hussein.
Hussein konungur er veikur fyrir
af fleiri ástæðum. Hann er af sömu
fiölskyldu og þeirri sem nú ræður
Saudi-Arabíu, Bretar settu afa-
bróður hans til konungs þegar þeir
bjuggu til Jórdaníu á sínum tíma,
um sama leyti og þeir bjuggu th
Saudi-Arabíu og hin ríkin á Arab-
íuskaga. Saddam segir réttilega að
stjómendur þessara ríkja, þeirra á
meðal Kuwait, hafi þegið völd sín
af vestrænum nýlenduherrum,
ekki þjóð sinni.
Jórdanía hggur milh íraks og
ísraels og í Jórdaníu er hafnar-
borgin Aqaba við Rauða hafið. Um
þá borg fór mestur hlufi innflutn-
ings íraka í stríðinu við íran og um
þá borg gæti farið sá innflutningur
sem þeir þyrftu th að hnekkja viö-
skiptabanni Sameinuðu þjóöanna.
Því eru takmörk sett hversu langt
Hussein konungur getur gengið í
því að framfylgja viðskiptabanni á
Irak í trássi við vhja þjóðar sinnar.
Helg vé
Saddam hefur fleiri tromp á
hendi. Nú þegar Saudi-Arabar hafa
þegið liðsstyrk frá Bandaríkjunum
leggur hann áherslu á að helgustu
staðir múslíma, Mekka og Medína,
séu saurgaðir af návist þeirra auk
þess sem óvinir Islams ráði þegar
þriðja helgasta staönum, Jerúsal-
em.
Þetta fellur í góðan jarðveg og
getur einangrað Saudi-Araba með-
al múshma. Staða konungsfiöl-
skyldunnar í Saudi-Arabíu í araba-
heiminum byggist fyrst og fremst
á því að helgustu vé Islams eru í
þeirra umsjá. Egyptar liggja líka
vel við höggi, þeir einir hafa gert
friðarsamning við ísrael og þeir
þiggja meiri aðstoð frá Bandaríkj-
unum en nokkurt annað ríki heims
að ísrael einu undanskhdu.
Sú samstaða sem nú er gegn írak
byggðist á hættunni á að Saddam
réöist inn í Saudi-Arabíu. Nú þegar
hættan virðist hðin hjá er hætt við
að sú samstaða riðhst. Saddam þarf
aöeins einn til tvo bandamenn th
að brjóta viðskiptabannið á bak
aftur. Það er aðeins spurning um
tíma þangað til hann fær þá banda-
menn.
ísrael og rökhyggjan
ísraelsmenn reyna eftir megni að
láta sem minnst á sér bera en það
er samt ekki auðvelt að sjá hvernig
þeir geta komist hjá þvi að verða
miðpunktur þessarar dehu þegar
frá líður. Þeir eru sá óvinur sem
allur hinn arabíski heimur stendur
sameinaður gegn.
Mesti óvinur ísraels, Saddam
Hussein, getur ekki th lengdar ver-
ið áhtinn óvinur annarra araba-
ríkja. Mesti vinur ísraels, og þar
með óvinur araba, er Bandaríkin
og Bandaríkin standa nú grá fyrir
járnum gegn írak. Samúö með
auökýfíngunum í Kuwait hefur
ahhæi verið almenn.
Á Vesturlöndum hafa menn th-
hneigingu th að sjá þessi mál að-
eins í rökréttu efnahagslegu sam-
hengi og vanmeta þátt Islams og
hatursins á ísrael. - Samkvæmt
þeim rökum er írak í vonlausri
stöðu og Saddam hlýtur að láta í
minni pokann.
Galhnn er hins vegar sá að vest-
ræn rökhyggja hefur aldrei verið
sterkasta hhð araba og því lengur
sem umsátrið varir því þyngri geta
þeirra eigin arabísku rök orðið á
metunum.
Gunnar Eyþórsson
„Saddam þarf aðeins einn til tvo banda-
menn til að brjóta viðskiptabannið á
bak aftur. Það er aðeins spurning um
tíma þangað til hann fær þá banda-
menn.“