Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
íþróttir
Staða
ÍAer
■ ■ ■
mjog
slæm
-ÍAnærfalllðeftir
tapgegnStjörmmni
„Það var erfitt að leika gegn
sínum gömlu félögum í Skagalið-
inu undir þessum kringustæöum
og erfiðast var að undirbúa sig
fyrir leikinn. Einhverjir verða að
bita í það súra epli aö falla og því
miður er staða Skagaliðsins orðin
næsta vonlaus. Eg setti mér
markmið fyrir þetta íslandsmót
að ná 24 stigum og ég vona að það
takist,*' sagði Sveinbjöm Hákon-
arson, Stjömmnaður, eftir aö
Stjaman sigraði ÍA, 2-0, í 1. deíld
karla í Garðabæ í gærkvöldi.
Skagamenn byrjuðu leikinn
með miklum látum og tvívegis
voru þeir nálægt þvi að skora á
upphafsmínútum en Jón Otti
Jónsson i raarki Sfjömunnar
varði í bæði skiptin mjög vei.
Þvert gegn gangi leikins vom það
Stjömumenn sem skoruðu fyrsta
mark leiksins. Ingólfur Ingólfs-
son fékk góöa sendingu upp
hægri vænginn og bmnaði hann
í átt að markinu og gaf fallega
sendingu inn fyrir vöm IA á
Sveinbjöm sem lagði knöttinn
skemmtilega í homið framhjá
Gísla Sigurðssyni í marki ÍA. Liö-
in sóttu á vixl það sem eftir lifði
fyrri hálfeiks og undir lokin feng-
u bæði liðin góð færi. Sveinbjöm
Hákonarson átti hættulega fyrir-
gjöf sem Gísli náði að blaka í
þverslána og þaðan fór knöttur-
inn fyrir fætur Valdimrs Kristó-
ferssonar sem skaut í stöngina.
Rétt á eftir var Lárus Guðmunds-
son í góðu marktækifæri en Gísli
bjargaði vel. Hinum megin lék
Arnar Gunnlaugson á Stjömu-
vömina en Jón Otti Jónsson
bjargaði enn einu sinni fyrir liö
sitt.
Síðari hálfleikur var ekki eins
fjöragur og sá fyrri. Bæði lið áttu
margar góðar sóknir en mark-
tækifærin létu standa á sér í upp-
hafi hálfleiksins. Skagamenn
færðu sig sífellt framar til að
freista þess aö jafna leikinn og
við það opnaöist vöm liðsins ilia
og upp úr einni skyndisókn tókst
Stjömumönnum að gera út um
leikinn. Sveinbjöm gaf góða
sendingu inn á vítateig á Valdi-
mar Kristófersson sem lék á einn
vamarmann Skagamanna og
þrumaði knettinum neðst í mark-
hornið, hans fyrsta mark í 1. deild
staðreynd. Við þetta mark játuðu
Skagamenn sig sigraða og virðist
nú fátt geta komiö í veg fyrir að
liðið faili í 2. deild. Liðiö lék ágæt-
lega úti á vellinum og skapaði sér
mörg færi sem ekki nýttust og er
greinilegur fallstimpill komin á
líðið. Bjarki Gunnlaugsson og
Sigursteinn Gíslason léku best
fyrir Skagamenn.
Stjöraumenn hafa á að skipa
míög skemmtilegu og iéttleikandi
liöi og í þessura leik brá oft fyrir
mjög góðum samleiksköflum hjá
liðinu. Jón Otti varði mark
’ Stjömumanna mjög vel og þeir
Sveinbjöm Hákonarson og Ragn-
ar Gíslason voru sívinnandi á
miðjunni. Þá átti Ingólfur Ingólfs-
son ágætan dag. Leikinn dæmdi
Gísli Guðroundsson og hefur
hann oft gert betur.
-GH
# Antony Karl Gregory fagnar marki sínu gegn Eyjamönnum í gærkvöldi en hann skoraði þriðja mark Valsmanna. Á innfelldu my
fyrsta mark leiksins með þrumuskoti með vinstri fæti.
• Pétur Arnþórsson var i stuði gegn KR og skoraði tvö markanna fyrir
Safamýrarliðið. Hér er það siðara í fæðingu, gullfallegt skallamark.
DV-mynd EJ
Fram-Iiðið að komast á skrið og fylgir A
Stærstió!
KRíl.di
Fram vann stórsigur gegn KR, 3-0, í topp
„Okkur hefur ekki tekist að sýna okk-
ar rétta andlit í síðustu leikjum okkar
en í þessum leik börðumst við allir sem
einn maður. Við höfum oft náð að sýna
betri leiki gegn sterkari liðunum en höf-
um svo dottið niður á lágt plan gegn lak-
ari liðunum," sagði Birkir Kristinsson,
landsliðsmarkvörður í Frcun, í samtali
við DV í gærkvöldi eftir að Fram hafði
sigrað KR á Laugardalsvelli, 3-0. Sigur
Fram var verðskuldaður og síst of stór
ef tekið er mið af þeim marktækifærum
sem liðin fengu. Framarar elta því Vals-
menn í toppslagnum en KR-ingar sitja
effir um stund. Þetta var stærsti ósigur
KR í 1. deildinni í sumar. Enn á eftir að
keppa um 12 stig í deildinni og því alltof
snemmt að spá um framhaldið.
Framliðið virðist vera að koma til aftur
eftir nokkurn öldudal og fyrri hálfleik-
urinn hjá liðinu í gær var mjög góður.
Framarar náöu forystunni á 36. mínútu
og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Pétur Arnþórsson skoraði eftir varn-
armistök Gunnars Oddssonar. Framar-
ar fengu þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik
og hefðu því lokatölur leiksins eins getað
gilt fyrir fyrri hálfleik. Pétur Ormslev
vippaði yfir Ólaf KR-markvörð er hann
komst einn inn fyrir á 31. mínútu og
Pétur Arnþórsson fékk ótrúlegt mark-
tækifæri á lokasekúndum fyrri hálfleiks
en brást bogalistin.
KR-ingar eilítið hressari
í síðari hálfleik
KR-ingar voru betri aðilinn í upphafi
síðari hálfleiks og Pétur Pétursson
skallaði yfir úr góðu færi á 61. mínútu.
Framarar juku síðan fengið forskot á
69. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins.
Pétur Amþórsson var þá að verki með
frábært skallamark eftir fyrirgjöf. Hér
var sem KR-ingar gæfust upp og á 76.
mínútu rak Jón Erling Ragnarsson
smiöshöggið á leik Framara. Baldur
Bjarnason átti allan heiöur af markinu.
Hann braust laglega upp að endamörk-
um og gaf fasta sendingu á Jón Erling
sem skoraöi. í lok leiksins komst Ragn-
ar Margeirsson í gott færi í vítateig
Framara en skot hans fór í stöngina
utanveröa.