Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. Afmæli i>v Ingólfur Stefánsson Ingólfur Stefánsson, fyrrverandi skipstjóri, Sundlaugavegi24, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ingólfur fæddist á Berunesi í Reyðarfirði. Þar ólst hann upp svo og á Eskifirði og í Reykjavík. Ingólf- ur gekk í bamaskóla á Eskifirði og að honum loknum var hann einn vetur í kvöldskóla. Hann fór snemma að stunda sjóinn og reri fyrst á mótorbátnum Elliða frá Reyöarfirði. Síðar var hann á bátum á Eskifirði, Seyðisfirði, eina vertíð á Homafirði og eitt sumar á Vattar- nesi hjá Úlfari Kjartanssyni. Eftir að Ingólfur fluttist til Reykjavíkur vann hann til að byija með hjá Jóni Bergssyni, frænda sínum, í heild- verslun við Lækjartorg. Á vetuma var hann svo á vertíð á togaranum bv. Sviða frá Hafnarfirði en á sumr- in í síld hjá ýmsum útgerðarfyrir- tækjum. Eftir nám í Stýrimanna- skólanum var Ingólfur stýrimaður á ms. Snæfinni frá Neskaupstað og fleiri skipum. Hann var skipstjóri á bv. Goðanesi 1948-1951. Eftir það var Ingólfur skipstjóri á bv. Mars og bv. Pétri Halldórssyni. Hann var hjá BÚR til 1958 er hann hætti á sjó. Eftir að Ingólfur kom í land vann hann nokkur ár hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins og var verkstjóri Fiskmiðstöðvarinnar. Hann réðst til Farmanna- og fiskimannasam- bandsins 1967 og vann þar til 1985. Ingólfur hefur starfað í ýmsum nefndum tengdum sjávarútvegi og síðustu starfsárin var hann í Verð- lagsráði sjávarútvegsins. Hann skrifar nú pistla í DV um fiskmark- aðina erlendis. Ingólfur hefur unniö mikið að félagsmálum fyrir Skip- stjóra- og stýrimannafélagiö Ölduna og stofnaði deildir í félaginu víða um land. Hann vann að því að kom- ið var á fót Slysavarnaskóla Slysa- vamafélags Islands, vann að upp- byggingu bamaheimilis Sjómanna- dagsráðs og var í Sjómannadagsráði um margra ára skeiö.. Ingólfur kvæntist 15. maí 1940 Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 12. júní 1917, sjúkraliða. Foreldrar Ingi- bjargar vom: Guðmundur Guð- mundsson, skipstjóri í Dýrafirði, og kona hans, Guðrún Bjömsdóttir ljósmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík frá 1932 til æviloka. Ingólfur og Ingibjörg eiga fimm syni. Þeir eru: Emil, f. 14. apríl 1942, prentari í Svíþjóð; Guðmundur, f. 29. september 1943, véltæknifræð- ingur; Stefán, f. 12. maí 1946, skrif- vélavirki; Þorsteinn, lést ungur, kennari, eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Harðardóttir, og Krist- inn, f. 18. maí 1951, véltæknifræð- ingur. Ingólfur átti fimm systkini og eru fjögur þeirra á lífi: Kristinn Björg- vin, f. 4. nóvember 1904, d. 1950, kvæntur Sigfríð Sigurjónsdóttur; Sigurður Valdimar, f. 21. mars 1902, kvæntur Magneu Ingimundardótt- ur; Sigríður Guðrún, f. 27. apríl 1907, gift Óskari Jónssyni frá Stokkseyri; Emil, f. 1910, dó ungur, og Guðbjörg, Lárus Ágúst Gíslason f. 16. júlí 1912, gift Ame Samsö Pet- ersen. Foreldrar Ingólfs vom Stefán Magnússon bóndi, f. 25. ágúst 1869, d. 1952, og Ásdís Sigurðardóttir, lærð í karlmannafatasaumi, f. 9. júní 1877, d. 1951. Stefán og Asdís bjuggu á Berunesi við Reyðarfjörð, á Eskifirði og í Reykjavík. Stefán átti eina systur, Vilhelmínu, sem gift var Guðlaugi Rósinkrans, skrif- stofustjóra hjá Eimskip. Stefán var sonur Magnúsar Vigfússonar, b. í Borgargerði, Magnússonar, b. í Döl- um í Fáskrúðsfirði, Stefánssonar, b. í Litla-Sandfelli, Magnússonar, ættföður Sandfellsættarinnar. Móð- ir Stefáns á Berunesi var Guðbjörg Halldórsdóttir frá Grænanesi í Skorrastaðasókn. Ásdís var dóttir Sigurðar, b. á Berunesi, Þorsteinssonar, b. á Beru- nesi, Jónssonar, b. á Berunesi, Guð- mundssonar. Móðir Sigurðar var Ásdís, systir Þorbjargar, móöur Jóns Ölafssonar ritstjóra. Ásdís var Ingólfur Stefánsson. dóttir Jóns, silfursmiðs í Dölum í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar og konu híms, Valgerðar Bjarnadóttur. Móðir Ásdísar var Guðrún Bjama- dóttir, Mandals Magnússonar og konu hans, Sigríðar Eyjólfsdóttur, b. í Stóru-Breiðuvík, Guðmundsson- ar, bróður Jóns á Berunesi. Láms Ágúst Gíslason, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri, Miðhúsum, Rangárvallasýslu, er áttatíu og fimmáraídag. Láras Ágúst fæddist í Rauðseyjum í Skarðshreppi, Dalasýslu, og ólst upp í Breiðafjarðareyjum. Bama- skólanám hans byggöist á fjar- kennslu og í sex mánuði hlaut hann unglingafræðslu utanskóla. Lárus var hreppstjóri Hvolhrepps frá 10. ágúst 1939 tÓ 10. ágúst 1983 og sat í hreppsnefnd í rúm sautján ár. Hann var bóndi á Þórunúpi í Hvolhreppi 1931 til 1947 er hann fluttist til Miö- húsa þar sem hann hefur búið síð- an. Láms Ágúst hefur unnið mikið að málefnum bænda og að félags- málum og hefur tekið að sér mörg trúnaðarstörf á því sviöi, svo sem verið formaður Ungmennafélagsins Baldurs, í 42 ár í stjóm Búnaðarfé- lags Hvolhrepps, verið fulltrúi Bún- aðarsambands Suðurlands, sat tólf Búnaðarþing, var í stjórn og endur- skoðandi Kaupfélagsins Þórs, var skipaður í fasteignamat Rangár- vallasýslu og fjárskiptanefnd Hvol- hrepps og í ýmsar virðingar- og matsnefndir. Lárus starfaði á skrif- stofu Yfirfasteignamats ríkisins og frá 1974 hefur hann unnið af og til hjá Landnámi ríkisins. Hann var frambjóðandi Bændaflokksins í Rangárvallasýslu árið 1934 og var í fulltrúaráði og kjördæmisráði Sjálf- stæðisflokksins. Þann 21. maí 1931 giftist Lárus Bryndísi Nikulásdóttur, f. 23. apríl 1906. Bryndís var ijómabússtýra í Fljótshlíð 1928 og 1929. Hún vann í mörg ár aö félagsmálum og var í garðyrkjunefnd Sambands sunn- lenskra kvenna. Bryndís er dóttir Nikulásar Þórðarsonar og konu hans, Ragnhildar Pálsdóttur. Niku- lás var bóndi og kennari á Kirkju- lækíFljótshlíð. Börn Lárasar og Bryndísar eru: Ragnhildur Guðrún, f. 2. janúar 1933, bóndi á Miðhúsum, gift Braga Runólfssyni byggingarmanni og bónda, en hann er látinn, þau eiga flögur böm; Hulda Breiðflörð, f. 17. maí 1937, deildarstjóri hjá Lands- síma íslands, gift Sigurði Páli Sigur- jónssyni radíóvirkja, þau eiga einn son, þau em búsett í Reykjavík; Gísli Bergsveinn Ólafur, f. 11. júní 1940, verksflóri, giftur Guðrúnu Þórarinsdóttur, starfsmanni Bæj- arfógetaembættisins í Kópavogi, þau eiga þrjú böm, þau eru búsett í Kópavogi, og Ragnheiður Fanney, f. 24. júlí 1942, fyrrverandi matráðs- kona, búsett í Reykjavík, var gift Guömundi Þorkelssyni vélstjóra en þau slitu samvistum, þau eiga tvö böm. Alsystur Lárusar eru tvær: Ing- veldur, f. 4. apríl 1906, var gift Guð- mundi Kristjánssyni verslunar- manni á Patreksfirði, en hann er látinn, þau eiga tíu börn, Ingveldur býr í Kópavogi, og Jóna Sigríöur, f. 8. janúar 1909, saumakona, ógift og Lárus Ágúst Gislason. á eina dóttur, Jóna býr í Reykjavík. Hálfsystkini Lárusar, samfeðra, eru fiögur: Kristinn Breiðflörö, búsettur í Stykkishólmi; Bergsveinn Breið- flörð, búsettur í Reykjavík; Svava, búsett á Patreksfirði, og Krisflana, búsett í Reykjavík. Faðir Lámsar var Gísh Berg- sveinsson, skipsflóri og bóndi, og móöir hans var Jóna Sigríður Guð- mundsdóttir húsfreyja. Þau vora búsett í Rauðseyjum og Akureyjum áBreiðafiröi. Lárus verður á heimili sínu í Mið- húsum með fiölskyldu sinni á af- mælisdaginn. 85ára Hildiþór Loftsson, Eyrarvegi 7, Selfossi. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára______________________ Guðrún Árnadóttir, Lyngmóum 11, Garðabæ. Guðlaug Matthíasdóttir, Bjargi l, Hrunamannahreppi. Þórunn Karlsdóttir, Steinholtsvegi 4, Eskifiröi. 75ára_______________ Geirlaug Ólafsdóttir, Berserkseyri, Eyrarsveit. Árni Hallgrímsson, Suðurengi 11, Selfossi. 70ára Friðrik Pétursson, Stórageröí 8, Reykjavík. Hann verður aö heiman á afraæhsdaginn. Sverrir Bjarnfinnsson, Búðarstíg 8, Eyrarbakka. Þorvaldur Halldórsson, Vörum 2, Gerðahreppi. Hann verð- ur að heiman á afmælisdaginn. 60 ára Sigríður Júlíusdóttir, Vesturgötu 157, Akranesi. Guðrún Jóna Jónsdóttir, Egilsbraut 6, Þorlákshöfn. 50ára Eyjóifur Einarsson, Framnesvegi 2, Reykjavík. 40 ára Hugrún P. Skarphéðinsdóttir, Gufunesvegi 2, Reykjavík. Helga Sófusdóttir, Skúlaskeiöi 24, Hafnarfirði. Linda L. Konráðsdóttir. 96 BLAÐSIÐUR FYRIR KRONUR BÝÐUR NOKKUR BETUR? Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA SigurðurVigfússon Þórunn Sigurlaug Karlsdóttir Þórunn Sigurlaug Karlsdóttir hús- móðir, Steinholtsvegi 4, Eskifirði, eráttatíuáraídag. Þómnn Sigurlaug fæddist á Hafn- amesi við Fáskrúðsflörð og ólst þar upp. Árið 1928 flutti hún til Eski- flarðar og hefur búið þar síðan. Þann 25. október 1928 giftist Þór- unn Rósmundi Krisfiánssyni frá Víkurhaga í Fáskrúðsfirði. Rós- mundur lést 8. október 1984. Þómnn og Rósmundur eignuöust ehefu böm: Jórann, f. 17. desember 1928, gift Jóni Sveinssyni, Reykja- vík; Svanur, f. 15. apríl 1930, d. 15. nóvember 1984; Katrín, f. 18. júní 1932, gifti Hahdóri Hinrikssyni, Nes- kaupstað; Anna, f. 7. september 1933, gift Sigurði Amfinnssyni, Neskaup- stað; Hulda, f. 26. janúar 1935, gift Sigtryggi Hreggviðssyni, Eskifirði; Viðar, f. 5. júh 1936, giftur Jóhönnu Magnúsdóttur, Neskaupstað; Þóra, f. 1. júh 1938, gift Kristni Lúðvíks- Þórunn Sigurlaug Karlsdóttlr. syni, Húsavík; Siguijón, f. 14. mars 1941; Alma, f. 21. júní 1942, gift Reyni Ingasyni, ísafirði; Friðrik, f. 21. nóv- ember 1944, giftur Guðrúnu Eiríks- dóttur, Eskifirði, ogÞráinn, f. 17. september 1947, giftur Halldóru Ax- elsdóttur, Neskaupstað. Sigurður Vigfússon framreiðslu- maður, Kleppsvegi 118, Reykjavík, erfertugurídag. Sigurður fæddist í Seljatungu í Gaulveijabæjarhreppi og ólst þar upp. Hann lærði framreiðsluiðn á Hótel Sögu 1971-1974 og hefur að mestu unnið við það síðan. Sigurður giftist þann 31. janúar 1976 Hrönn Sverrisdóttur húsmóð- ur, f. 6. apríl 1955. Foreldrar hennar eru Sverrir Bjamfinnsson og Guð- laug Böðvarsdóttir frá Eyrarbakka. Sigurður og Hrönn shtu samavist- umáriðl988. Böm Sigurðar og Hrannar era: Sesselja Sumarrós, f. 10. febrúar 1977, Jónína Eimý, f. 2. júní 1981, Vigfús Snær og Ámý Ösp, bæði f. 24. ágúst 1982. Systkini Sigurðar era Einar Páll, f. 3. nóvember 1948, býr í foreldra- húsum, og Ingibjörg, f. 19. maí 1956, skrifstofumaður, gift Ólafi Jónssyni frá Eyrarbakka og eiga þau eina ' dóttur, Höhu, f. 24. apríl 1978. Foreldrar Sigurðar era Vigfús Sigurður Vigfússon. Einarsson verslunarmaöur, f. 5. september 1924, og Sesselja S. Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 22. aprh 1915. Þau bjuggu í Seljatungu í Gaul- verjabæ 1949 th 1973 en hafa síðan þábúiðáSelfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.