Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Side 3
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. 3 dv_____________________________________________________________________________________Fréttir HótelDjúpavik: Af barnum á bflaverkstæðið Regína Thorarensen, DV, Gjögri: „Þaö hefur verið mun meira aö gera hér á hótelinu í sumar - mesta að- sókn síðan við hófum hér rekstur - en síðustu dága er þetta farið að ró- ast á ný. Sumri farið að haila,“ sagði Eva Sigurbjömsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, þegar ég heimsótti hótelið á dögunum. Mikið hefur verið um að hópar hafi gist þar en þó mest um ferðafólk sem komið hefur á eig- inn bílum norður á Strandir. Það er frábær þjónusta þarna hjá þeim hjónum Evu og Ásbirni Þorgils- syni og eykst stöðugt. Ásbjörn setti upp viðgerðarverkstæði í vor þar sem gert er við bíla og er það vel þegið af ferðafólki. Þegar við komum á hótehð var Ásbjörn fínt uppá- klæddur við að afgeiða öl en þegar við fórum hittum við mann, sem bað okkur fyrir skiiaboð. Ég spurði hann um nafn, kannaðist ekki við mann- inn. Hann brosti þá og sagðist heita Ásbjörn. Þarna var þá kominn bíla- viðgerðamaðurinn Ásbjörn, sem nokkrum klukkustundum áður hafði afgreitt á barnum. Nú var hann kom- inn í galla og var að gera við bíl. Greinilega komið vel við olíu og aur og var óhreinn upp fyrir haus. Gam- an þegar menn eru svona fjölhæfir, skipta á rúmum, afgreiða öl og þrífa gólfin en það gerir Ásbjörn oftast á hótelinu og lagfærir svo bíla þegar þörf er á. Fólk, sem ég hitti þarna, var mjög ánægt með hótehð, matinn og þjón- ustu nema að þar vantar bensínaf- greiöslu. Nokkra sá ég sjúga bensín með slöngu milli bíla til að komast á bensínafgreiösluna út á Gjögri. Akranes: 45 teknir f yrir hrað- akstur á 2 mánuðum Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Fjörutíu og fimm ökumenn hafa ver- ið teknir fyrir of hraðan akstur á síð- ustu tveimur mánuðum, að sögn lög- reglunnar á Akranesi. Af þessum 45 hafa 18 verið teknir innan bæjarmarkanna á Akranesi á allt upp í 100 km hraða. Hinir hafa verið teknir utan bæjarmarkanna, fiestir á þjóðvegi nr. 51, á allt upp í 145 km hraða. Þá hefur lögreglan tekið 30 öku- menn grunaða um ölvun við akstur það sem af er árinu. Þetta er svipað- ur fjöldi og á síðasta ári en þá voru 34 teknir fyrir meintan ölvunarakst- ur fyrstu sjö mánuöi ársins. Vinnuglaðir menn á Akranesi: Fyrsta sumarleyf ið í 18 ár Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Lokun vegna sumarleyfa fyrirtækja þykir sjaldnast frásagnarverð, svo algeng eru þau orðin. Eitt er það fyr- irtæki á Akranesi sem hefur óneitan- lega sérstöðu í þessum efnum. Það er Smurstöð Akraness. Þaö þótti tíðindum sæta þegar menn komu þar að luktum dyrum fyrir skömmu. Ekki var kannski að undra því ár og dagar eru síðan þar var lokað vegna sumarleyfa. „Við tókum okkur vikufrí og það var fyrsta sumarleyfið okkar síðan 1972,“ sagði Birgir Karlsson á smur- stöðinni af alkunnri rósemi er DV innti hann eftir því hvenær hann hefði síðast tekiö sér frí. M0BLER FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK VÖPÍDUÐ- og múK QJíne REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI Piú getum viö boöið þér það besta sem hægt er aö fá frá Bretlandi í sófasettum Húsgagna-HöUín cítiœgjulegri cikstur betri þjónustci lcegrci rerd Suzuki Swifl 3ja dyra Verð ffá kr. 623.000,- stgr. Suzuki Fox Samurai Verð kr. /* 929.000,- stgr. ^ Suzuki Swift sedan 4ra dyra Verð frá kr. 783.000,- stgr. / Suzuki Vitara JLX Verð frá kr. 1.241.000,- stgry Suzuki Swift 5 dyra Verð frá kr. 698.000,- stgr. Suzuki bílar hf. eru fluttir í Skeifuna 17. Opið kl. 9-18 mánud.-föstud. og kl. 10-17 laugardaga. " Nýskráning, númeraspjöld og 6 ára ryðvamarábyrgð frá verksmiðju er innifalin í verði. SKEIFUNNI 17 SUZUKIBILARHF SÍMI 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.