Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. 35 Trump á hausnum Það er illa komið fyrir margmillj- ónamæringnum og fasteignabra- skaranum Donald Trump. Nýlega fékk hann þekkt endurskoðunarfyr- irtæki til að meta stöðuna í fyrirtæki sínu og gera skýrslu. Skýrsluna þurfti hann til að geta fengið lán til aö borga vaxtaskuldir sínar fyrir síð- asta mánuð. Eftir langa baráttu fyrir því að fá þessa skýrslu innsiglaða sem einka- mál tapaði Trump og nú er fjár- hagsstaða hans orðin lýðum ljós. Fjármálaspekúlantar höfðu lengi velt því fyrir sér hvort veldi Trumps stæði völtum fótum og það hefur nú endanlega verið staðfest. í skýrslunni kemur í ljós að Trump á eignir sem bjartsýnustu menn meta á 4,62 milljarða Bandaríkjadala en hins vegar eru skuldir hans upp á 3,21 milljarð og að auki stendur hann í hvorki meira né minna en 111 dóms- málum sem tengjast íjármálaílækj- um hans aö einhverju leyti. Þó svo að Trump sé langt frá því að komast á vonarvöl og vergang telja sérfræðingar aö veldi hans heyri brátt sögunni til. Og alla vega mun hann missa sæti sitt sem einn af 10 ríkustu mönnum Bandaríkj- anna. Glaðbeittir Lionsfélagar eftir gróðursetninguna. Lúpínur gróðursettar Stefin Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi: Lionsklúbbur Nesþinga, Snæfells- nesi, ákvað á síðasta starfsári að beita sér fyrir að gróðursnauðir mel- ar sunnan og vestan við Rif, við þjóð- veginn til Hellissands, yrðu græddir upp. í því skyni keypti klúbburinn 10.000 lúpínuplöntur tl gróðursetn- ingar. Ekki veitir af að hressa upp á gróðurfarið þarna. Melar og mold eru í augum flestra lítið augnayndi. í baksýn myndarinnar má sjá grilla í Ingjaldshólskirkju, þann fræga kirkjustað, en sögur herma að Kri- stófer Kólumbus haíi komið þangað að kynna sér rit um land nokkurt í vestri sem Vínland var kallað en hlaut síðar nafnið Ameríka. Rokkað á fullu. Talið frá vinstri, Eirikur Hauksson, Hanne Krogh, Jan Groth og Marianne Antonsen. Eiríkur Hauksson rokk- ar með Hanne Krogh Hanne Krogh, annar helmingur gamla Eurovision dúettsins Lollipop, er að leggja af stað í ferðalag um Skandinavíu með söngsýningu. Að sögn Norsk ukeblad mun ís- lenski stórrokkarinn Eiríkur Hauks- son aðstoða Hanne við sönginn ásamt tveimur öðrum söngvurum og birtir blaðið myndir af sýningunni. Á sýningunni koma fyrir öll rokk- lög 7. áratugarins. „Þessi sýning er rokkuð og hress. Minningar frá for- tíðinni streyma fram. Það er sungið um ungt fólk, ást og rómantík," segir Hanne Krogh og hrósar samstarfs- fólki sínu fyrir þess innlegg. Fjármálasérfræöingar segja veldi Donalds Trump brátt heyra sögunni til. ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Plíseruö gluggatjöld, sérsniöin fyrir hvern glugga í mörgum litum og geröum. Tilvalin T sólhúsið, glugga mót suöri og alla vandamála- glugga. Sendum í póstkröfu um land allt. QJ) Einkaumboð á íslandi Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 17 Keflavík - Sími: 92-12061.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.