Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. Fréttir Atvinnurekstur á síðasta ári: Slæm af koma og skánar lítið - bestafkomahjábönkumogtryggingafélögum Samkvæmt könnun Þjóðhags- stofnunar á ársreikningum 709 fyrir- tækja batnaði afkoma þeirra að með- altali um 1,1 prósent frá árinu 1988 til 1989. Hagnaður af reglulegri starf- semi var 1,1 prósent af rekstrartekj- um árið 1989 en var enginn, eöa 0,0 prósent, árið 1988. Eftir sem áður var afkoma fyrir- tækja almennt bág á árinu 1989. Þaö er helst að bankar og tryggingafélög hafi sýnt hagnað svo orð sé á gerandi. Þegar einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar kemur í ljós að afkoma í almennum iðnaði, byggingariðnaði og samgöngum versnaði en afkoma sjávarútvegs, verslunar, þjónustu og veitingarekstur batnaði. Sömuleiðis vænkaðist hagur banka og trygg- ingafélaga. Þetta er nokkuð gróf flokkun og Erilsamt var hjá lögreglunni í höf- uöborginni á fostudagskvöld og alls gistu um 30 manns fangageymslur segir því ef til vill ekki margt um breytingar á afkomu fyrirtækja. Hún gefur hins vegar vissa vísbendingu. Afkoma rétt rúmlega 100 fyrir- tækja í sjávarútvegi fór úr 9,4 pró- senta taprekstri árið 1988 í 4,1 pró- sents tap árið 1989. Það er athyglis- vert að þáttur vaxta og verðbreytinga minnkar að meðaltali i ársreikning- um sjávarútvegsfyrirtækjanna öfugt við fyrirtæki í öðrum atvinnugrein- um. Iðnaðurinn fór úr 0,1 prósents hagnaði árið 1988 í 1,3 prósent tap árið 1989. Stóriðja er ekki með í þess- um tölum en mjög mikill hagnaður varö á henni í fyrra. Byggingariðnað- urinn fór úr 3,0 prósenta hagnaði í 0,2 prósenta tap. Fyrirtæki í sam- göngum máttu einnig horfa upp á hagnað snúast í tap en á síðasta ári lögreglunnar. Mikið var um ölvun og læti í miöbænum og hafði lögregl- an í nógu að snúast. Laugardags- snerist 0,2 prósenta hagnaður í 1,1 prósents tap. Þessar fjórar atvinnugreinar voru að meðaltali reknar með tapi á síð- asta ári. Verslun var hins vegar rekin með lítillegum hagnaði í fyrra eða 1,0 pró- sent. Árið áður var hagnaðurinn htið eitt minni eða 0,7 prósent. Þjónusta og veitingastarfsemi var einnig rekin með hagnaði í fyrra eða 1,4 prósent eftir 1,3 prósent tap í fyrra. Þær atvinnugreinar sem blómstr- uöu mest í fyrra voru bankarekstur og tryggingafélög. Fyrirtæki í þess- um greinum voru rekin með 12,3 prósenta hagnaði að meðaltali sem er meira en árið á undan en þá var 10,5 prósenta hagnaður af starfsem- inni. -gse kvöldið var hins vegar rólegt og minna um slagsmál og ölvun. Hinn eini sanni Jón Páll Sigmars- son endurheimti titilinn „sterkasti maöur heims“ í Finnlandi nú um helgina. Eftir harða keppni stóð Jón Páll eftir sem sigurvegari, reyndar ekki fyrr en eftir að úrsht í síðustu keppnisgreininni voru ljós. Jón Páll háði spennandi keppni við O.D. Wilson frá Bandaríkjunum sem hafði verið í forystu allt mótið. í síö- ustu greininni, þar sem keppendur hlupu 200 metra með 100 kg múrstein á öxlunum, missti sá jötunn foryst- una, enda erfið grein fyrir mann sem sjálfur vegur 180 kg. Með þessum sigri hefur Jón Páh áunniö sér þennan eftirsótta titil á nýjan leik eftir aö hafa misst hann til Bretans Jamie Reeves í fyrra. Bretinn var ekki með í ár sökum meiðsla. Þetta er í fjórða sinn sem Jón PáU hlýtur titiUnn „sterkasti maður heims“. íslenskir kraftajötnar láta ekki þar við sitja því að framundan er liða- keppnin „Pure Strength" í Skotlandi en Hjalti Árnason og Magnús Ver Magnússon munu taka þátt í henni. Þeir hyggjast veija titil sinn en Uð þeirra sigraði í þeirri keppni í fyrra. -RóG Nýskráningu báta lokið Siglingamálastofnun veitti 51 báti veiðiheimild á fóstudag og laugardag en þá voru síðustu da- gamir til að sækja um skoðun fyrir smábáta. Að undanförnu hafa ver- ið lagðar inn skráningarbeiðnir fyrir um 100 báta. Að sögn Gísla Auðunssonar hjá Siglingamálastofnun var minna að gera síðustu dagana en búist haföi veriö við. Ljóst er að fjöldi báta, sem til stóð að skrásetja í ár, kemst ekki á skrá að þessu sinni af ýms- um ástæðum. Til að fá haffærisskírteini þurfa bátamir að vera sjóklárir og þar með fæst veiðiheimild. -RóG Jón Páll Sigmarsson endurheimti titilinn „sterkasti maður heims“. Jón Páll sterk- asli maður heims - endurheimti titilinn eftirsótta Reykjavik: Erilsamt f östudagskvöld í dag mælir Dagfari í Þjóðleikhúsið Nú ganga um það sögur, fjöllunum hærra, að Ragnar Amalds verð næsti þjóöleikhússtjóri. Ekki veit Dagfari hvers Ragnar á að gjalda með að koma svona sögusögnum af staö. Hann hefur veriö hinn nýt- asti þingmaður um árabil, sem meðal annars kemur fram í því að Ragnar lætur sífellt minna aö sér kveða á alþingi og hefur vit á því að flytja sem fæst mál og taka sjald- an til máls. Það eru einmitt bestu þingmennirnir sem hafa vit á því að vera ekki sífellt að gjamma um áhugamál sín og gæluverkefni og krefjast útgjalda af hálfu hins opin- bera til þessara sömu verkefna. Sumir alþingismenn em haldnir óstöðvandi málæði og tillöguflutn- ingi og halda að afrek þeirra mæ- Ust í málæöinu og útgjöldunum sem þeir stofna til. Ragnar Amalds hefur kannski einhvemtímann verið svoleiðis þingmaður en hann er löngu vax- inn upp úr því. Ragnar hefur hins vegar nýtt þingtíma sinn og þing- setu til aö sitja við skriftir á leikrit- um og hefur öðlast ágæta fæmi sem leikritaskáld, sem áreiðanlega er því að þakka að hann hefur rú- man tíma og eyðir ekki orku sinni í þarflausar fundarsetur á þingi. Ragnar Ragnari líður vel á alþingi, hefur traust fylgi í kjördæmi sínu og nýt- ur virðingar fyrir hljóðláta og fyr- irferöarlitla framgöngu sína. Hvers vegna ætti að gera þessum manni þann óleik að fara aflt í einu að skipa hann sem þjóðleikhús- stjóra? Hvað hefur hann gert af sér? Ætlar Alþýðubandalagiö virkilega að fara losa sig við einn af fáum hæfum þingmönnum sín- um? Þaö er svo sem eftir þessum flokki, sem er á góðri leið með að fæla allt viti borið fólk úr flokkn- um, að bola Ragnari í burtu líka. Birtingarliðið er farið, kjósendur em á fömm og enginn veit hvað verður um formanninn sjálfan. Ól- afur Ragnar hefur ekki einu sinni getað lýst yfir stuöningi meö sínum eigin flokki þegar kemur að kosn- ingum, vegna þess að það er enginn í framboði 'sem hann getur mælt með. Né heldur neinn í framboöi sem mælir með Ólafi Ragnari. í næstu kosningum verður formað- urinn á hrakhólum með þingsæti og framboð og ekki verður því trú- að að óreyndu aö Ólafur sé að koma Ragnari Ámalds upp í Þjóðleikhús, til þess eins og taka sæti hans í Norðurlandskjördæmi vestra. Þvi verður heldur ekki trúað upp á Svavar menntamálaráðherra, sem skipár þjóðleikhússtjóra, að hann fari að hjálpa formanninum til að komast í framboð. Til þess er Sva- var alltof flokkshollur og trúr mál- staðnum til að hann spUli Alþýðu- bandalaginu enn frekar með því að hysja upp um Ólaf Ragnar. Nú má að vísu halda því fram að Ragnar Arnalds hafi góða og mikla reynslu úr leikhúsi. Hann hefur setið í tvo áratugi í aðalleikhúsi þjóðarinnar við Austurvöll og er því öllum hnútur kunnugur í leik- araskap og leiklist. Ragnar hefur samið mörg handrit og leikið sjálf- ur aðalhlutverk í mörgum leikrit- um á alþingi. En það er hins vegar illa gert gagnvart honum að senda hann úr öskunni í eldinn. Það má þó alþingi eiga það starfar nokkra mánuði á ári og hefur húsaskjól. Ekki er því fyrir að fara um Þjóð- leikhúsið, sem veriö að brjóta niður um þessar mundir tU að leikarar geti betur séð tU áhorfenda. Það er að segja þegar áhorfendur mæta, sem ekki kemur oft fyrir. Þjóðleik- húsið hefur nefrúlega haft lag á því að troða upp meö stykki, sem meir eru fyrir leikarana heldur en áhorfendurna, sem þýðir að leikar- arnir eru oftast einir í húsinu. Hvað á aumingja Ragnar að gera með Þjóðleikhús, sem enginn nennir að sækja, nema fólkið sem vinnur þar og verður þar að auki lokað næsta vetur og kannski leng- ur, vegna þess að það er að niður- lotum komið og heldur hvorki vatni né vindi? Ef Alþýðubandalag- ið vUl á annað borö koma „sínum manni" að í Þjóðleikhúsinu eru auðvitað heUlaráð að skipa Ólaf Ragnar sem þjóðleikhússtjóra. Hann veit hvemig á að stýra sökk- vandi skipi. Hann veit hvað það er að stjórna hripleku fleyi. Þar er maður með reynslu, fyrir nú utan hitt, hvað það yröi mikil lausn fyr- ir Alþýðubandalagið að losna við Ólaf Ragnar og Ólaf að losna við Alþýðubandalagið. Látið hins veg- ar Ragnar Arnalds í friði. Hann semur góð leikrit á meðan hann situr á þingi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.