Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 7
,MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. 7 Fréttir Kópavogur: Pýramídahús rísa við Huldubraut „Eg hef þá trú aö það sé hag- kvæmur byggingarmáti að byggja pýramídahús, hagkvæmara en reisa hefðbundið einbýlishús. í pýramída- húsi er sökkull, gólf og þak en engir veggir," segir Vífill Magnússon arki- tekt. Nú eru að rísa tvö pýramídahús við Huldubraut í Kópavogi, bæði teiknuð af Vífli og annað húsið bygg- ir hann sjálfur. „Ég er að byggja pýr- amídahúsið til að komast að því af eigin raun hvort þetta er ódýrara en byggja hefðbundið einbýlishús. Áður hafa verið byggð þijú slík einbýhshús hér á landi; í Vogum á Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Ég rek einnig teiknistof- una mína í pýramídahúsi og kann ákaflega vel við þetta byggingarlag. Ég held líka að þeir sem búa í slíkum húsum kunni mjög vel við þau,“ seg- ir Vífill. -J.Mar Nú eru að rísa tvö pýramídahús við Huldubraut i Kópavogi og eru þau bæði teiknuð af Vífli Magnússyni arkitekt. DV-mynd S Undirbúningsvinna á fullu við jarðgöng á Vestfjörðum Reynir Trauslason, DV, Flateyii: Undirbúningsvinna vegna jarðganga milli Önundarfjarðar, Súgandafjarð- ar og Skutulsfjarðar er í fullum gangi. Nú standa yfir tilraunaboran- ir og hönnun ganganna, þá er verið að leggja vegarslóða að gangamunn- unum. Kristján Kristjánsson hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði sagði í viðtah við DV að áætlað væri að hefja fram- kvæmdir við gangagerðina næsta sumar og verkinu lyki haustið 1995. Forval á verktökum fer fram í haust og útboð um áramót. Kristján sagði næsta víst að göngin yrðu svokölluð stjarna - ein göng með vegamótum inni í fjallinu - en ekki tvenn sjálfstæð göng eins og hk- ur voru taldar á. Gangamunnarnir verða í 140 til 180 metra hæð yfir sjáv- armáh. Byrjað verður á göngunum, sem eru 9 kílómetrar á lengd, í Tungudal. Thailand 15 dagar Kr. 88.700,- Kyrrahafs- Íslendingabyggðir 3. nóv.-22 dagar eyjar Ástralía — i=mr=i=ERDIR =■ SGLRRFLUG Vesturgötu 12, simar 620066 0fM5331 RENAULT EXPRESS flytur virðisaukann í veltuna! Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, sími 686633, 130 Reykjavík. RENAULT FER A KOSTUM Renault Express er hreinræktaður vinnuhestur og toll- afgreiddur sem slíkur. Því fæst VSK af innkaupsverði og rekstrarkostnaði frádreginn sem innskattur sé bíllinn notaður í virðisaukaskattskyldri starfsemi. Renault Express er atvinnutæki sem skilar arði. Hann er sparneytinn og flytur heil 575 kg í 2,6 rúmmetra flutningsrými. Við ábyrgjumst ryðvörnina í átta ár og bílinn sjálfan í þrjú. Framhjóladrifið, snerpuna og þæg- indin fá allir Renault bílar í vöggugjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.