Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 10
10 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. Utlönd Fyrsti Hermaðurinn fallinn var jarðsettur um helgina með viðhöfn. Símamynd Reuter Fyrsti bandaríski hermaðurinn, sem lætur lífið í hemaöaraðgerðunum við Persaflóa, hefur verið borinn til grafar. Jarðarförin fór virðulega fram og var dauða mannsins lýst sem fórn í þágu friðar. Það var liðþjálfi í flughernum sem lét lífiö S síðustu viku eftir að flutn- ingabíll haföi ekið á hann. Hann hét John Campisi og var þrítugur fjög- urra barna faðir. Lík hans var flutt heim til Bandaríkjanna og jarðsett frá kaþólskri kirkju í Los Angeles. Presturinn sem jarðsöng lýsti Saddam Hússein í útfararræðunni sera brjálæöingi. Líkklæði Jesú Krists rannsökuð enn á ný Jóhannes Páll páfi hefur gefið leyfi til að hin svokölluðu Tórínólík- klæði veröi rannsökuö nánar. Margir sanntrúaöir kaþólikkar trúa því að hér sé um líkklæöi Krists að ræða. Þegar klæðin voru rannsökuð nákvæmlega árið 1988 kom í ljós að þau voru frá miðöldum, Fullyrt er aö á klæðunum megi greina útlínur af líkama Krists og víst er að þar má sjá mannsmynd. Fornleifafræðingar segja að myndin sé aðeins nokkurra alda gömul fölsun. Þegar sýni úr klæðunum vom rannsökuð 1988 í þremur löndum samtim- is varð niðurstaðan alls staðar sú sama. Efniö haföi verið framleitt um 1200 árum eftir að Kristur var krossfestur. Þessi niðurstaða hefur engu breytt um trú manna á að þetta séu lík- klæði Krists og benda á að fornleifafræðingamir hafi enga skýringu get- að gefið á hvernig myndin á þeim hafi verið gerð. Sameiningarmál Austur- og Vestur-Þjóðverja í hnút: Yfirtaka Austur- Þýskalands líkleg Austur-þýskir jafnaðarmenn róa nú að því öllum árum að ná fram samkomu- lagi um sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. Likurnar á samkomu- lagi minnkuðu þó enn þegar jafnaðarmenn gengu út úr stjórninni. Símamynd Reuter í dag hefst ný lota í viðræðum Vest- ur- og Austur-Þjóðverja um samein- ingu landanna. Af hálfu Austur- Þjóðverja stendur aðeins hálf ríkis- stjórn að viðræðunum og hún hefur ekki þá tvo þriðju atkvæða sem þarf í austur-þýska þinginu til að fylgja málinu allt til enda. Flestir hallast að því að ekkert samkomulag náist um sameininguna og að á endanum verði Austur- Þýskaland yfirtekið af Vestur-Þjóð- verjum. Nú er endanlega ljóst að jafnaðar- menn eru hættir að styðja stjórn de Maiziere. Útganga úr stjóminni var samþykkt í þingflokki jafnaðar- manna nú um helgina en áður höfðu tveir af ráðherrum flokkins verið reknir. Hrun stjórnarinnar er af stjórn- málaskýrendum rakið til þess að mjög er fariö að hitna í kolunum vegna væntanlegra kosninga í öllu Þýskalandi 2. desember. Austur- þýsku flokkarnir og systurflokkar þeirra í Vestur-Þýskalandi hafa þeg- ar hafið kosningabaráttu af fuÚum krafti. Jafnaðarmenn leggja m.a. mikla áherslu á að ná fram sáttmála um sameininguna til að afstýra yfir- töku. Nú er talið vafasamt að sáttmáli um sameiningu ríkjanna verði nokkru sinni til. Asutur-Þjóðverjar leggja þó ríka áherslu á að svo verði því það er eina von þeirra um að geta haft áhrif á þau lög sem gilda í landinu eftir sameiningu. Að öðrum komsti verður einungis um yfirtöku Vestur-Þjóðverja á austurhlutanum að ræða. Eitt deilumálið varðar kosninga- lögin sem nota á í kosningunum í desember. Þau atriði verða rædd nú í vikunni. Þá ríkir ekki síður óvissa um hve- nær löndin eigi að sameinast. De Maiziere, forsætisráðherra Austur- Þýskalands, vill að það verði um svipað leyti og kosningarnar verða haldnar en nú þykir ljóst að efnahag Austur-Þýskalands hnignar það ört að sameiningin verður vart dregin öllu lengur. Það er líka ljóst að Austur-ÞJóð- verjar munu ekki ráða miklu um hver verða örlög þeirra við samein- inguna. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins vill hafa sitt að ssegja um það þegar 16 milljóna þjóö bætast við bandalagið. í Brussel er nú verið að leggja drög að áætlun um hvernig sameiningin fari fram og talið er víst að vilji Evr- ópubandalagsins muni ráða miklu meiru en vilji íbúa Austur-Þýska- lands. Reuter Ekkioffeittiladaka Símamynd Reuter Hún Regína Elisabet Guy hefur unnið sætan sigur í baráttu við yfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum. Regína, sem er 180 kíló aö þynd, hefur ekki fengiö leyfi til að taka bílpróf vegna þess hve fyrirferðarmikil hún er. Lögregluyfirvöld í heimabæ hennar fullyrtu að hún gæti ekki ekið af öryggi á þess að vera á sérbúnum bíl. Þessu vildi Regína ekki una og fór með málið fyrir dómstóla. Dómarinn úrskurðaði að Regína mætti í þaö minnsta reyna við bíipróf áður en henni væri neitað um ökurréttíndi. Regína fór 1 prófið og stóðst það með ágætum og sakar nú lögregluna um ofsóknir gegn sér. Akærður fyrir 13 morð Suöur-afrískur fiugmaður lolt- :: belgs verður ákærður í Ástralíu ' fyrír að hafa orðið 13 manns aö bana. Þetta gerðist i verste loft- belgsslysi sögunnar. Michael Sanby fiaug loftbclg ásamt íjolda annarra á móti í Alice Springs í Astralíu a síðasía sumri. Belgurinn missti flugið og hreif með sér tvo aðra belgi í fallinu. í þeim var fjöldi ferðamanna. Sanby reyndi nú á dögunun að fiýja frá Ástralíu en var handtek- inn á flugvellinum í Perth. Opinber ákæra hefur ekki veriö gefin út. á hendur Sanby og hann hefur ekki setið inni. Lögreglunni í Ástralíu þótti hins vegar rétt að hefta för Michael Sanby var handtekinn hans þegar fréttist að hann ætlaði þegar hann reyndi að komast úr úr landi. landi. Slmamynd Reuter Reuter Herflutningum frá Austur-Þýskalandi flýtt: Sovéski herinn á hraðferð heim Flest bendir nú til að allir 363 þús- und Sovéthermenn í Austur-Þýska- landi verðir farnir þaðan fyrir árslok 1991. Sovétmenn hafa gert áætlun um brottflutninginn og kalla hana Na doma sem útleggst „aftur heim“. Einn af samstarfsmönnum Hel- muts Kohl segir að heimílutningur sovéskra hermanna frá Austur- Þýskalandi virðist ætla að ganga hraðar fyrir sig en Kohl og Gor- batsjov höfðu áður samið um. Þegar Kohl var í Sovétríkjunum í síðasta mánuði að ræða sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands varð það aö samkomulagi að Sovétmenn skyldu vera farnir frá Austur-Þýska- landi eftir þrjú til ijögur ár, eins og það var orðað. Fyrstu hersveitirnar fara frá Aust- ur-Þýskalandi nú í vikunni. Það er skriðdrekasveit í bænum Neuruppen sem þá heldur heim. Þjóðverjar segja að ákvöröunin um að flýta heimför hersins hafi komið á óvart og staðar- yfirvöld í ýmsum bæjum þar sem herinn hefur bækistöðvar eru nú undrandi því að herinn hefur átt þátt í að styrkja atvinnulíf á þessum stöðum. Brottflutningurinn á hernum verð- ur það ör að talið er að fjórar full- hlaðnar járnbrautarlestir þurfi að fara frá Austur-Þýskalandi á hverj- um degi með hermenn og hergögn til að flutningunum getið verið lokið fyrir árslok 1991. Reuter Fimmtán Síberíufangar rændu f lugvél í morgun - förinni heitið til Indlands Sovéskir fangar rændu í morgun flugvél sem átti að flytja þá milli fangelsa og kreíjast þess að flogið verið með þá til staöar utan Sovét- ríkjanna. Helst er talið að förinni sé heitið til Indlands því að flugvallar- yfirvöld í Nýju-Dehlí hafa verið vör- uð við að þangað geti verið von á sovéskri flugvél. Frá Pakistan bárust þær fréttir í morgun að sovésk farþegaflugvél hefði farið inn í lofthelgi landsins og að flugmaðurinn heföi tilkynnt að aðeins væri eftir eldsneyti til 30 mín- útna flugs. í flugvélinni eru 92 farþegar auk áhafnar og fangavarða sem áttu að fylgja föngunum. Fangarnir eru 15 en fangaverðirnir 3. Fangarnir náðu vopnum af þeim. För vélarinnar var heitið til Jakutsk í Síberíu þar sem vista átti fangana. Vélin lenti skömmu eftir að henni var rænt og 41 farþega sleppt í skipt- um fyrir tvær skammbyssur og skot- færi. Sex af flugræningjunum gáfust upp þegar vélin var lént. Hinir héldu förinni áfram. Sovéska utanríkisráðuneytið hefur staöfest að vélinni hafi verið rænt en neitar að gefa nánari upplýsingar um málið. Engum sögum fer af því aö fólk í vélinni hafi særst og ekki er vitað til að skoti hafi verið hleypt af byssu. Þegar síðast fréttist var ákveðið að hætta við að fara til Indlands vegna eldsneytisskorts og lenda í Karachi í Pakistan í staðinn. Indverjar hafa fallist á að taka við vélinni og má því gera ráð fyrir að hún taki eldsneyti í Pakistan og haldi síðan áfram. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.