Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990.
Spumingin
Ertu ánægð(ur)
meðsumarið?
Þónmn Ólafsdóttir húsmóðir: Já, ég
er mjög ánægð með það. Hefði þó
mátt vera meiri sól.
Gunnar Steinarsson auglýsingamál-
ari: Já, ég er mjög ánægður með
veðrið, fólkiö og allt saman. Þetta er
reyndar búið að vera mjög gott ár
og nóg að gera í vinnunni.
Ólafía Sigurðardóttir húsmóðir: Já,
ég er mjög ánægð, enda fékk ég mjög
gott veöur í sumarfríinu.
Hjalti Pálsson, 13 ára: Já, já. Gott
veður, sól og svoleiðis.
Esther Halldórsdóttir, tilvonandi
móðir: Mjög ánægð. Ég er búin að
njóta sumarsins mjög vel.
Hrafnhildur Sigurðardóttir nemi: Já,
ég bý á Austurlandi og það er búið
að vera reglulega gott fyrir austan í
sumar.
Lesendur
Flæðir undan
launþegaforing|um
Gunnar Jónasson skrifar:
Eftir síðustu uppákomu í samn-
ingamálum á vinnumarkaðinum og
tilraunir til bættra launakjara al-
mennra launþega stendur fátt upp
úr annað en það að launþegahreyf-
ingamar hafa tapað - kannski ekki
stríðinu - en þeirri orrustu sem háð
hefur verið undanfarið, og verið eins
konar kalt stríö milli ríkisvaldsins
og launþegahreyfmganna.
Annað sem stendur upp úr er sú
staðreynd, að launþegaforingjarnir
flestir (að frátöldum formanni
BHMR) hafa nú misst andlitið og um
leið traust umbjóðenda sinna, launa-
fólksins. - Og hvernig á annað að
vera? Þeir menn sem um þessar
mundir (og nokkur undanfarin ár)
hafa verið í framlínu verkalýðs- og
launþegasamtakanna em allt há-
launamenn, með þetta 250 til u.þ.b.
500 þúsund krónur í laun á mánuði!
Þetta er ekki traustvekjandi. Það er
liðin sú tíð þegar þeir Eövarð heitinn
Sigurösson, Bjöm Jónsson og aðrir
slíkir stóðu við hlið sinna umbjóð-
enda á jafnréttisgrundvelli. - Þeir
gengu ekki á támjóum sparkskóm
og hrópuðu ekki vígorð gegn umbjóð-
endum sínum. Þeir könnuðust við
sína kollega og komu úr sama jarð-
vegi.
Nú eru það foringjarnir í Alþýðu-
sambandi íslands semeru með hæst
launuðu mönnum. Þar em menn
Eðvarð Sigurðsson, fyrrum formaður Dagsbrúnar, og Björn Jónsson, fyrrum forseti ASí og síðar ráðherra. - „Þeir
stóðu við hlið umbjóðenda sinna á jafnréttisgrundvelli", segir bréfritari m.a.
eins og formaður VR með milii 400
og 500 þúsund króna mánaðarlaun,
forseti ASÍ með um 300 þúsund eða
þar yfir, lögfræöingur félagsins með
annaö eins, og varaforseti ASÍ með
kvartmilljón. Formaður Dagsbrúnar
og annar varaforseti ASÍ fylgja svo
fast á eftir ásamt formanni Stéttar-
sambands bænda. - Undantekning
er svo formaður Alþýðusambands
Vestíjarða sem ekki er talinn hafa
meira en um 155 þúsund á mánuði.
- Á móti þessum vildarkjörum eru
svo mánaðarlaun verkafólks og
skrifstofufólks á bilinu 60-80 þúsund
krónur!
Ég get ekki séð að nokkurt vit sé í
því að hafa þessa launa- og bitlinga-
kónga í forsvari fyrir okkur laun-
þega. Baráttan verður öll ómark og
fólsk þegar þeir sem eiga að vera í
forsvari fyrir láglaunafólkið eru svo
fjarri því í tíma og rúmi að þeir geta
ekki sett sig inn í aðstæðumar, hvað
þá að þeir hafi nokkurn hug á að
berjast eöa þola sjálfir þær þrenging-
ar sem umbjóðendur þeirra verða að
sætta sig við. Það flæðir nú óneitan-
lega ört undan þessum og öðrum
launþegaforingjum, sem hafa alltof
lengi verið í forsvari og getað hagað
seglum eftir vindum. Aðallega pólit-
ískum, enda líta flestir þeirra á sig
sem sjálfkjörna til að gera „samning-
ana haldgóðu" fyrir sig og til að halda
störfum sínum hér og þar í kerfinu.
„Vorum venjulegt fólk
að taka strætó“!
„Nafnlaus“ skrifar:
í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
15. þ.m. var viðtal viö ónafngreinda
stúlku vegna árásar unglinganna á
strætisvagnstjórann sem ók um
Breiðholtið. Samkvæmt framburði
hennar undir nafnleynd í Ríkisút-
varpinu voru hún og hinir ungling-
amir bara „venjulegt fólk að taka
strætó".
Þá vitum við það, allt venjulega
fólkið sem tekur strætó og gætir
nafnleyndar eins og ég, að vanti
mann far með strætó en nái ekki á
stoppistöð í tæka tíð, þá gengur
maður bara í veg fyrir vagninn á
miðri akbrautinni. - Hann veröur
þá að stansa til að afstýra slysi.
Síðan bíður maður fyrir framan
vagninn þar til vagnstjórinn opnar
hurðina til að reka mann burt. Þá
á að ryðjast upp tröppurnar og
spyija, hvort maður geti fengið far
og gæta þess að neita að fara út-
Svo á að veita mótspyrnu ef vagn-
stjórinn reynir að ýta manni út
með valdi. Geri hann þaö þá er í
lagi að berja hann svo hann láti
undan því að þá var þaö hann sem
EH 15B
Það er bara að ganga i veg fyrir vagninn ..., segir m.a. bréfinu. -
Stoppistöðvar hér eftir óþarfar?
byrjaði að slást. ar. Viö getum tekið strætó hvar
Stoppistöðvar em hér eftir óþarf- sem er á förnum vegi.
Breiðholt þetta og Breiðholt hitt..!
H.Þ. skrifar:
Ég var að lesa frétt í Morgun-
blaðinu um strætisvagnamálið sem
átti sér stað fyrir skömmu hér í
Breiöholtinu. Þar kom fram að
ungmennin, sem nefnd eru til sög-
unnar, era ekki búsett í Breiðholt-
inu.
Þar sem ég er íbúi í Breiðholti
verö ég að láta koma fram (þar sem
fáir virðast ætla að verða til þess)
að ég og við hér verðum fyrir mikl-
um óþægindum vegna alls málsins,
og að ósekju vegna þessa aðkomu-
fólks, ungmenna úr öðram hverf-
um borgarinnar sem gera hér ós-
kunda öllum íbúunum til tjóns.
Þetta atvik er því ranglega skrif-
að á Breiðholtið og vissa íbúa þess,
og nú eigum við að þurfa aö sætta
okkur við skerta þjónustu strætis-
vagnanna sökum atlögu aö þeim
af íbúum annarra hverfa. - Eg vil
taka fram að í Breiðholtinu er á-
gætt að búa og mannlíf og um-
hverfi víða er hið fegursta í alla
staði. En það er afar óþægilegt þeg-
ar fréttir af einstökum atburðum
eru ekki nákvæmari en það aö flest
er vanskýrt eða þá alveg óútskýrt,
svo aö umtalið og hneisan lendir
að ósekju á þeim sem eru svo
óheppnir að eiga heima í grennnd
við atburðarásina.
Þetta mál þarfnast mun meiri
rannsóknar og upplýsinga en hing-
að til hefur verið látið nægja. Það
er of oft sem fréttir af taginu
„Breiðholt þetta og Breiðholt
hitt...“ birtast án vandaðrar
gagnaöflunar. - Og þjónustu við
íbúa Breiðholts má engan veginn
skerða að ósekju eða vegna rangra
upplýsinga.
Golfið
og garð-
Kári skrifar:
Ég hef oft verið að velta því fyrir
mér hve margir þeir eru sem láta hjá
líða að nota útiveru og náttúruna til
að lífga upp á andlega og líkamlega
heilsu eða einfaldlega til að lifa lífinu
lifandi. Nógu margir eru þeir sem eru
neyddir til að lifa við aðstæður sem
þeim er ekki í sjálfsvald sett að
hlaupa frá, eins og t.d. hinir líkam-
lega fötluðu.
Ég tek eftir því á göngu minni um
borgina í sumar, og ég geng mikið
úti og hef alltaf gert, að garðarnir og
lóðirnar eru ekki eins vel hirtar og
áöur var. Við mörg húsin, t.d. í gamla
bænum vítt og breitt, era hús og lóð-
ir þar sem áður var allt til fyrirmynd-
ar, snöggslegnir garðar og fallegur
gróður, er nú niðurníðsla og um-
hiröa lítil sem engin.
Væri nú ekki ráð fyrir fólkið, íbúa
þessara húsa, að taka sér tak og hirða
um garða sína í stað þess að aka eins
og vitlausir menn út á land um
hverja helgi og koma útjaskaðir til
baka í helgarlok? Eða alla „útilífs-
mennina" sem stunda hlaup eða
sund upp á hvern dag og halda að
þeir öðhst framtíðarheilsu með því
að hggja í hveravatni heitu pottanna
og synda svo sem eina ferð yfir laug-
ina á mhh.
Og þá dettur mér í hug gullkomið
sem kunningi minn og vinnufélagi
sagðist hafa lesið fyrir stuttu í tíma-
ritinu New Yorker. - Það var í einu
úthverfmu í borginni að nágranninn
sá kunningja sinn koma út úr húsi
sínu í einum verst hirta garðinum í
hverfinu. Vinurinn var allur hinn
snyrtilegasti, stífgreiddur og ahur
hinn sportlegasti. - Hvert ert þú að
fara? spurði nágranninn. - Ég er að
fara í golfið, nú er veðrið til þess að
leika, og hugsa sér, öll helgin fram-
undan! Nágranninn sagði fátt en
horföi á lóðina illræmdu og hugsaði
sitt. - Já, svo er margt sinnið sem
skinnið, hka á íslandi.