Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Óhóflega dýrt Verð utanfara með ferðaskrifstofum héðan hefur ver- ið óhóflega hátt. Þar veldur meðal annars, að oft gera ferðaskrifstofur hér slaka samninga vjð erlenda aðila. En íslendingar margir þekkja þetta háa verð, af því að þeir hafa sjálfir farið utan og samið við ferðaskrifstofur erlendis. Þannig hefur náðst miklu lægra verð. Til viðbótar kemur, að grunur leikur á, að samráð milli ferðaskrifstofa hér sé ekki samkvæmt reglum. Verðlagsstjóri segir til dæmis, að ferðaskrifstofurnar virðist nú hafa haft ólöglegt samráð um hækkun. Hag- deild Félags íslenzkra ferðaskrifstofa gefur út, hvað hækkun aðfanga þýði mikla verðhækkun og ferðaskrif- stofurnar hækki verðið samkvæmt því. Þetta segir verð- lagsstjóri að sé ólöglegt samráð. Þarna er um harðar ásakanir að ræða. Við vitum, að Flugleiðir drottna í millilandaflugi. Það félag hefur fengið óeðlilega aðstöðu. Við höfum einnig séð ferðaskrifstofum fækka. Því færri sem þær eru þeim mun auðveldara er að koma við samráði. Þetta mál er að mörgu leyti ekki alveg náskylt þeim deilum um verð, sem eru í gangi þessa dagana. En við vitum, að utanferð- ir íslendinga eru of dýrar, dýrari en þær þyrftu og ættu að vera. Samkeppni er grundvöllur nútíma markaðsþjóðfé- lags. Vissulega má mikið ræða um hagræðingu við samruna. En í ferðaskrifstofufyrirtækjunum hefur mál- um farið hrakandi. Verðlagsstjóri telur útreikninga ferðaskrifstofa á hækkunarþörf nú vera villandi og ranga. Sem betur fer eru sumar ferðaskrifstofur að verða við óskum Al- þýðusambandsins og lækka verð sín. Hitt kann að vera rétt, að sólarlandaferðir hafi hækkað minna en láns- kjaravísitala á síðasta ári. En þar er það eftirspurnin, sem stýrir. Við höfum lifað krepputíma, þar sem ekki hefur verið unnt að sjúga jafnmikið úr fólki og áður. Ferðaskrifstofur hafa tekið það til greina að einhverju leyti. Engu að síður ber mjög að fagna lækkun verðs ferðaskrifstofa og taka undir með Alþýðusambandinu og verðlagsstjóra. Ennfremur þarf að kanna sérstaklega og gaumgæfilega, að hve miklu leyti er um samráð að ræða og að hversu miklu leyti það er ólöglegt. Við verðum í þessum efnum að hafa samúð með verð- lagsstjóra og Alþýðusambandinu. Verð ferðaskrifstofa er of hátt. En hvernig verðlagseftirht viljum við? Landsmenn vilja ekki verðlagseftirht, þar sem Verð- lagsstofnun er með puttana í hverjum krók. Verðlags- stofnun á hins vegar að sinna því meginverkefni, að samkeppni sé haldið gangandi. Þetta er verkefni Verðlagsstofnunar gagnvart ferða- skrifstofunum. Verðlagsstofnun á þar ekki að láta deig- an síga, meðan grunur er um ólöglegt samráð. En það þarf töluverða hugarfarsbreytingu almennt, til þess að verðlag á utanferðum verði skaplegt og í sam- ræmi við það, sem annars staðar gerist. íslendingar búa í köldu landi. Segja má, að utanferðir séu mannrétt- indi, sem flestir skuli búa við. Ekki má loka menn inni með múrum verðlags. Hlúa þarf að samkeppni. Samráð ferðaskrifstofa drep- ur niður það, sem gera þarf. Samráðið eyðileggur mann- réttindin. Á meðan getum við kannski fagnað lítilsháttar verð- lækkun. Haukur Helgason ,,/Ettu siðfræðikennararnir í Háskóla Islands, þeir Páll Skúlason, Eyjólfur Kjalar Emilsson og Vilhjálmur Árnason, ekki að nota þessi dæmi í kennslu sinni?" - spyr höfundur Gersku ævintýrin Einn kosturinn við að búa nálægt stórum og góðum háskóla, eins og ég geri hér í Stanford í Kaliforníu, er, aö á svæðinu eru margar bóka- búðir, og ekki spillir fyrir, að kafö- stofur eru sums staðar reknar sam- hliða þeim. Ég leit inn í eina búðina um daginn og rakst þar á bók, sem ég keypti umsvifalaust og las. Hún heitir Pohtical Pilgrims eða Ferða- langar til fyrirmyndarríkja (Uni- versity Press of Ámerica, Lanham 1990) og er eftir Paul nokkurn Holl- ander, félagsfræðiprófessor í Massachusettsháskóla í Amherst. Þetta rit er um eitt furðulegasta fyrirbæri tuttugustu aldar: feröa- langana, sem fóru til sameignar- landanna og sáu ekkert nema himnaríkissælu, þótt þjóðir þess- ara landa hafi búið við einhveija verstu harðstjóm, sem sögur fara af. Hollander hefur viðað að sér ótrúlegum fróöleik um þetta fyrir- bæri, og bók hans er lipurlega sett saman, sums staöar reyfara hkust. Firring vestrænna menntamanna Margir ferðalanganna voru engir aular. Öðru nær. Flestir voru vel menntaðir menn, prestar, vísinda- menn, rithöfundar. Hvernig stóð á því, að þeir sáu ekkert eða heyröu af því, sem fram fór? Hollander tel- ur, aö menntun þeirra kunni ein- mitt að vera ein meginskýringin á því, aö þeir lokuðu öhum skilning- arvitum. Þeir töldu Vesturlönd að falli komin. Þar var kreppa, skipulags- leysi, tómlæti um hugmyndir og hugsjónir (og þess vegna áhuga- leysi á boðskap menntamanna), taumlaus efnishyggja, siðleysi, hver höndin upp á móti annarri. í Ráðstjórnarríkjunum virtust hins vegar allir kraftar vera virkj- aöir í þágu einnar hugsjónar. Þar voru tekin risastór skref fram á við, að því er menn héldu. Þar var haldið uppi ströngum aga, en ekk- ert siðleysi liðið. Og þar var borin virðing fyrir menntamönnum. Hinum firrtu vestrænu mennta- mönnum bauð svo við heimalönd- um sínum, að aht annað hlaut að vera miklu betra. Þegar Ráðstjórn- arríkin misstu aðdráttarafl sitt, fundu þeir önnur lönd: Kínaveldi, Kúbu, Norður-Víetnam, Norður- Kóreu, Albaníu og Níkaragúa. í hópi hinna hrifnu gistivina Stal- íns voru stjóminálaskýrandinn Harold Laski, rithöfundurinn Ge- orge Bernard Shaw, Sydney og Beatrice Webb og vísindamenn eins og J.D. Bernal og Julian Hux- ley. Líklega er einn gráthlægileg- asti kafli bókarinnar um heimsókn Henrys Wallaces, þáverandi vara- forseta Bandaríkjanna, og Owens nokkurs Lattimors til Kolyma 1944. Frá dögum Pótemkins hafa Rúss- ar verið sérfræðingar í því að blekkja ferðamenn, og þeim tókst það svo sannarlega í þetta skipti. Wallace og Lattimore grunaði ekki, að þeir væru í miöjum verstu vinnubúðum Stalínstímans. Svo Kjallariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði vih th, að einn fanginn, sem komst lífs af, hefur í endurminningum sínum lýst ahri þeirri fyrirhöfn, sem lögð var í blekkingamar. Höfðu hinir auðtrúa ferðalangar enga afsökun? Vom þeir ekki gabb- aðir? Ég er ekki viss um það. Við megum ekki gleyma því hvoru tveggja, að Ráðstjómarríkin og önnur sameignarlönd báru öll ein- kenni alræðis og harðstjómar og aö ýmsir menn heimsóttu þau og létu ekki blekkjast. Nægir þar að nefna Malcolm Muggeridge, Arth- ur Köstler og Bertrand Russeh. íslenskir ferðalangar Við lestur bókarinnar varð mér hugsað heim. Stalín og starfs- bræður hans áttu líka gistivini á íslandi. Rauðu hættunni, ferðabók Þórbergs Þórðarsonar, svipar mjög til þeirra verka, sem Hollander greinir. Halldór Laxnes skrifaði hvorki meira né minna en þrjár bækur um ferðir sínar austur, enda varð hann vitni að tveimur sögu- legustu atvikum Stalínstímans, hungursneyðinni í Úkraínu 1932 og réttarhöldunum yfir Búkharín 1938. Óhkt Þórbergi var Halldór ekki auðtrúa, heldur ósannsöguh: Sem kunnugt er kveður við allt annan tón í Skáldatíma frá 1963 en í Aust- urvegi frá 1932 og Gerska ævintýr- inu frá 1938. Halldór sá flest það, sem miður fór. En hann sagði ekki frá því fyrr en 1963. Mál og menn- ing gaf einnig út lofgerð um stjórn Stalíns. Undir ráðstjóm eftir Hew- lett Johnson, dómkirkjuprest í Kantaraborg. Útgáfufélagið fékk æðsta prest íslenskrar ritskýring- ar, Sigurð Nordal prófessor, th að fylgja bókinni úr hlaði. Sagöi Sig- urður, að Johnson hlyti að segja satt. Bretar væru þekktir fyrir sannsögli! íslenskir sameignarmenn skiptu eins og skoðanabræður þeirra er- lendis um viðkomustaði, eftir að mesti ljóminn fór af Ráðstjórnar- ríkjunum. Kristinn E. Andréssön hélt til Kínaveldis og birti síðan bókina Byr undir vængjum. Magn- ús Kjartansson fór til sama lands og skrifaöi Bak við bambustjaldið, þar sem hann lýsti því yfir, að bylt- ing væri ekkert teboð! Magnús fór hka til Norður-Víetnams og skrif- aði bók um þá ferð. Þessum látum ætlar seint að linna: Ég hef hér í blaðinu vakið athygli á hrifning- arstunum þeirra Guðrúnar Helga- dóttur og Svavars Gestssonar eftir heimsóknir th Rúmeníu á valda- tíma Sjáseskús. Erlendis fer slíkt fólk umsvifalaust í skammarkrók. Á íslandi verður það forseti Sam- einaðs Alþingis og menntamála- ráðherra. Jafnframt sögðu aðrir íslendingar sannleikann um sam- eignarlöndin: Benjamín Eiríksson, Arnór Hannibalsson, Skúli Magn- ússon og Bárður Halldórsson. Ættu siðfræðikennararnir í Háskóla ís- lands, þeir Páh Skúlason, Eyjólfur Kjalar Emilsson og Vhhjálmur Árnason, ekki að nota þessi dæmi í kennslu sinni? Tvö umhugsunarefni Fyrir nokkru vöktu tveir ungir menn athygli á sér fyrir aö skrifa bókina íslenskir nasistar um þá, sem létu um stund glepjast af for- dæmi Hitlers í Norðurálfunni. Er ekki kominn tími th að skrifa bók- ina íslenskir stahnistar um þá, sem hafa í næstum því sjötíu ár reynt að skrökva sig inn á íslendinga? Gömlu þjóðernissinnarnir sáu þrátt fyrir allt aö sér, þegar þeir komust að sannleikanum um ó- dæði Hitlers og manna hans. En stalínistarnir skiptu aöeins um umræðuefni, ekki um skoðun. Þeir hafa til dæmis komið í veg fyrir allar tilraunir, sem gerðar hafa veriö til þess að breyta hinni marx- isku stefnuskrá Alþýöubandalags- ins. Annað er líka umhugsunar- vert. í hópi þeirra, sem gengu hinni austrænu blekkingu á hönd, voru margir ritsnjöllustu og gáfuðustu menn Vesturlanda. Sýnir þetta ekki, að ritsnihd og gáfur þurfa ekki alltaf að fela í sér heilbrigða skynsemi og dómgreind? Sýnir þetta ekki, að við getum tæplega htið til menntamanna um andlega forystu? Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Er ekki kominn tími til að skrifa bók- ina ISLENSKIR STALÍNISTAR um þá, sem hafa 1 næstum þ\úsjötíu ár reynt að skrökva sig inn á íslendinga?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.