Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Síða 16
16
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990.
Prentarar - prentsmiðjur
Til sölu AM Multigraph 2300 MR myndavél til framköllun-
ar á stenslum fyrir offset-prentvélar og fjölritara.
Otto B. Arnar hf.
Skipholti 9, Rvk, s. 624699.
GRUNDARFJÖRÐUR
Blásturshljóðfærakennara vantar við-
tónlistarskólann.
Um er að ræða heila stöðu.
Upplýsingar í símum 93-86807 og 93-86664.
Suðureyri
Óskum að ráða umboðsmann á Suðureyri frá og
með 1. sept. '90. Upplýsingar hjá umboðsmanni í
síma 94-6232 og á afgreiðslu DV í Reykjavík í síma
91 -27022.
Sjálfskiptingaþj ónustan hf.
Smiðjuvegi B-5, 200 Kóp.
Símar 641746 - 641743
Önnumst viðgerðir á öllum '»)•
tegundum sjálfskiptinga.
Skiptum einnig um olíu og ^
síu og stillum ef þarf.
Gott viðhald
- betri ending
Gerist sjálfboðaliðar í UFF
(Ulandshjálp fra Folk til Folk)
Ungir, gamlir, faglærðir og ófaglærðir - allir geta verið með!
★ Takið þátt í smiði safngáma fyrir fatnað.
Fólk í þróunarlöndunum hefur ótakmarkaða þörf fyrir föt. Safngámar fyrir
föt á vegum UFF eru staðsettir víðs vegar á Norðurlöndum og I þá setja
þúsundir manna afgangsfatnað í hverri viku. Þörf er á fleiri safngámum.
Vinnan felst í plötusmíði, samsetningu, málningu og frágangi á fatagámum
og að gera þá tilþúna til notkunar.
Verið með í gámasmíðinni í Gautaborg á tímabilinu 1/9/90 til 1/3/91.
★ Takið þátt í undirbúningi að stærsta flóamarkaði í heimi.
Á hverju sumri gengst UFF fyrir stærsta flóamarkaði í heimi í Stokkhólmi:
„Verdens Störste Loppemarked". Þúsundir manna í Svíþjóð taka þátt í
markaðnum með því að gefa hluti, sem þeir þurfa ekki lengur á að halda,
til markaðarins, einnig með því að kaupa á markaðnum sjálfum eða vinna
beint að undirbúningi. Flóamarkaðurinn gaf af sér 7,3 milljónir sænskra
króna á árinu 1990 sem runnu til starfa UFF í sunnanverðri Afríku. Undir-
búningurinn felst I því að hringja dyrabjöllum og sækja hluti sem fólk hef-
ur gefið, flokka hlutina, setja flóamarkaðinn upp, selja og þjónusta viðskipta-
vini markaðarins.
★ TakiðþáttíundirbúningnumaðVSL'911/3/91 til 1/9/91
Takmark UFF er þróunarhjálp I þriðja heiminum. Alls staðar þar sem er
stríð, hungur, fátækt og kúgun er þörf á þróunarhjálp. UFF vinnur að þróun-
arhjálp I Zambíu, Mósambík, Angóla, Guinea Bissau og Namibíu.
Skráið ykkur til þátttöku I hálft eða heilt ár. Fæði, húsnæði og vasapening-
ar eru greiddir af UFF. Hringið og fáið nánari upplýsingar. Rolf Jakobs-
son, sími 91-10867 frá kl. 9 til 13, einnig sunnudaga.
Merming
Marta Guðrún Halldórsdóttir. Myndin er tekin fyrir utan Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, en þar heldur Marta
tónleika annað kvöld ásamt Gísla Magnússyni píanóleikara. DV-mynd JAK
Marta Guðrún HaUdórsdóttir sópransöngkona:
Söngurinn er
ákveðin köllun
Marta Guðrún Halldórsdóttir er ung sópransöng-
kona sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir söng
sinn. Hún er hér heima í stuttu leyfi frá söngnámi sem
hún stundar í Tónhstarskólanum í Munchen og heldur
tónleika annað kvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
ásamt Gísla Magnússyni píanóleikara. Marta er tutt-
ugu og þriggja ára gömul og þrátt fyrir ungán aldur
hefur hún komið fram sem söngvari í mörg ár.
Marta á ekki langt að sækja tónlistaráhugann, móð-
ir hennar, Áslaug Ólafsdóttir, er tónmenntakennari
og faðir hennar, Halldór Vilhelmsson, er óperusöngv-
ari.
Marta var fimmtán ára gömul þegar hún söng hlut-
verk Silju i Litla sótaranum eftir Benjamin Britten í
íslensku óperunni og tveimur árum síðar söng hún í
Nóaflóðinu sem einnig er eftir Britten. Hún hefur síð-
an komið fram sem einsöngvari, meðal annars á sum-
artónleikum í Skálholti og með Kammersveit Reykja-
víkur, Móttettukór Hallgrímskirkju og íslensku hljóm-
sveitinni. Þá er hún meðhmur í sönghópnum Hljóm-
eyki. í stuttu spjalli við DV sagði Marta Guðrún Hah-
dórsdóttir frá sjálfri sér og söngnámi sínu:
„Tónhst hefur alltaf verið mikið iðkuð á mínu heim-
ili. Foreldrar mínir eru mikið í tónhst og má segja að
ég hafi alist upp við klassíska tónhst. Ég byrjaði
snemma að læra á píanó. Þegar ég var tólf ára fór ég
svo í áframhaldandi nám hjá Gísla Magnússyni og
mér hefur alltaf fundist hann eiga stóran hlut í tónlist-
aruppeldi mínu. Ég lauk burtfararprófi í píanóleik
1987. Ég hafði þá verið við söngnám í þrjú ár í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík, þar sem kennari minn var
Sieglinde Kahmann. Var ég eitt ár í viðbót í söngnám-
inu og tók einsöngvarapróf frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1987.“
- Var ekki erfitt að velja á milli píanósins og söngsins?
„Þrátt fyrir að ég hafi lokið píanónámi hef ég alltaf
vitað innst inni að ég yrði söngkona. Auðvitað kom
margt annað til greina á þessum árum en þrátt fyrir
að ég hafi meðal annars ætlaði að verða hestatamn-
ingakona svo eitthvað sé nefnt þá vissi ég alltaf að
söngurinn mundi ná yfirhöndinni í lokin.“
- Nú ert þú við nám í Þýskalandi, hvað tekur við?
„Ég á að klára söngnámið eftir eitt ár, en ég er að
skipta um kennara og hef í rauninni aðeins verið að
leita fyrir mér í þessi tvö ár sem ég er búin að vera
við nám í Munchen. Mér finnst þaö vera of stuttur
tími sem ég á eftir og ekki taka því að vera aðeins eitt
ár hjá þeim kennara sem ég er loksins ánægð með svo
ég býst við að vera úti að minnsta kosti tvö ár í viðbót.
„Það er erfitt að segja um hvort ég komi heim að
námi loknu," segir Marta þegar hún er spurð hvað
taki viö. Það er alltaf jafngott að koma heim og það
er allt öðruvísi að syngja heima en erlendis. Uti er
þetta þröngur hópur áhugafólks sem þú syngur fyrir,
en heima hefur maður meiri tækifæri tfi að syngja
fyrir fjöldann og hefur á tilfinningunni að áhrifin verði
meiri sem veitir manni um leið meiri ánægju.
Það lítur ekki vel út hér heima eins og er með at-
vinnu. Lítið að gera fyrir söngkonur, sérstaklega ef
íslenska óperan fær ekki þann starfsgrundvöll sem
hún þarf. Að vísu er ég búin að vera heima í þrjár
vikur og hef haft nóg að gera við að syngja en tekjur
hafa vægast sagt verið rýrar.
Auðvitað langar mann mest til að vera heima, en
mér finnst það tilgangslaust aö koma heim og byrja
kannski strax að kenna og fá ekki að nýta mér allt
það nám sem ég er búin að leggja á mig.“
- Hvort ertu spenntari fyrir óperusöng eða ljóðasöng?
„Ég er mjög spennt fyrir óperusöng. Hef þó hingað
til lagt meiri áherslu á ljóðasöng. Allt frá því ég var
með í uppfærslunni á Litla sótaranum hef ég haft
mjög gaman af að vera á sviði. í söngnáminu lærir
maður líka leikhst og þegar ég fer út verð ég með stórt
hlutverk í uppfærslu skólans á Cosi fan tutte eftir
Mozart og finnst það ofsalega spennandi.
Ljóðasöngur er einnig heillandi en það er sérstakur
heimur að vera á sviði. Maður fær að rasa út og gefa
meira af sjálfri sér.“
Á dagskrá Mörtu á tónleikunum annað kvöld eru
eingöngu erlend lög. „Ég syng mikiö af íslenskri tón-
hst þó ekki séu það endilega sönglög. Erlenda efnis-
skráin sem ég er með annað kvöld byggist upp á þýsk-
um ljóðum. Eg hef lagt mikla áherslu á þennan ljóða-
söng og langaði til að spreyta mig á honum.“
Að lokum er Marta spurð um framtíöarmöguleika
hennar og hvort það séu ekki alltof margir í söngnámi.
„Auðvitað eru mjög margir að læra söng, alltof marg-
ir í raun, en þetta er ákveðin köhun sem enginn ræð-
ur við, áhka og sumir verða prestar. Ég get ekki hugs-
að um atvinnumöguleika fyrst og farið svo að læra.
Ég vil læra það sem ég hef áhuga á og stuðla síðan
aö uppbyggingu tóidistar sem atvinnugreinar á ís-
landi.
-HK