Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Síða 28
36
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990.
Andlát
Eiður Sveinsson, Nesvegi 41, Reykja-
vík, lést 16. ágúst.
Hannes Guðleifsson, Þangbakka 10,
Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala að
kvöld 17. ágúst.
Jarðarfarir
Útför Guðlaugar Ólafsdóttur, frá
Eyri í Svínadal, fer fram frá Fossvog-
skapellu í dag, 20. ágúst, kl. 13.30.
Útför Þorkels Guðmundssonar jám-
smiðs, Tungu v/Fífuhvammsveg,
Kópavogi, sem lést í Landspítalanum
12. ágúst, fer fram frá Kópavogs-
kirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl.
10.30 f.h.
Hulda Gyða Þórðardóttir, Fornhaga
26,- verður jarðsungin frá Neskirkju
þriðjudaginn 21. ágúst kl. 15.
Ragnar Hallgrímsson, Nesvegi 45,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. ágúst
kl. 13.30.
Kristján Hermannsson, Kársnes-
braut 84, Kópavogi, verður jarðsettur
frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21.
ágúst kl. 15.
Sigurður Jóhannsson pípulagninga-
meistari lést 11. ágúst. Hann var
fæddur á Gamla-Hrauni við Eyrar-
bakka 11. júní 1902. Foreldrar hans
voru þau Jóhann Guðmundsson og
fyrri kona hans, Guðrún Runólfs-
dóttir. Eftirlifandi eiginkona hans er
Sigrún Benediktsdóttir. Þau hjónin
eignuðust fimm böm. Útför Sigurðar
verður gerð frá Langholtskirkju í dag
kl. 15.
Tilkynningar
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
' Fyrirhuguð er ferð 7. og 8. september.
Lagt verður af stað frá kirkjunni fóstu-
daginn 7. septmeber kl. 17. Ekið verður
að Flúðum og þar snæddur kvöldverður
og gist yfir nóttina. Næsta dag verður
farið að Gullfossi og Geysi og heim um
Sýningar
Málverkasýning í Þrastar-
lundi
Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir málverk og
tvö veggspjöld með myndum af hand-
ptjónuðum kjólum í Þrastarlundi við
Sog. Hún hefur haldiö nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum.
Laugarvatn og Þingvöll. Konur eru beðn-
ar að skrá sig fyrir 25. ágúst. Nánari upp-
lýsingar gefa Sigurborg s. 685573, Ágústa
s. 33454 og Berta s. 82933.
Hjálpræðisherinn
Flóamarkaður verður hjá Hjálpræðis-
hemum, Kirkjustræti 2, á þriðjudag og
miðvikudag kl. 10-17.
Ný húsgagnaverslun
að Faxafeni 5
Bíró - Steinar hafa opnað nýja húsgagna-
verslun með rúmgóðum sýningarsal að
Faxafeni 5, Reykjavík. í nýju versluninni
em til sýns og á boðstólum innlend og
erlend húsgögn, framleiðsla og íslensk
hönnun eins og gerist best. Lögð er sér-
stök áhersla á staka stóla til ýmissa nota,
bæði fyrir heimili og fyrirtæki, íþrótta-
og samkomusali og húsgögn hvers konar
í eldhús o.fl. Geta viðskiptavinir m.a. sér-
pantað borð í stærðum og litum að eigin
vali. Stefnt er að því að auka vömúrval
í versluninni og bjóða auk húsgagna
ýmiss konar muni og gjafavöra til heimil-
isnota. Nýja verslunin og sýningarsalur-
inn verða opin á almennum verslunar-
tima í borginni. Verslunarstjóri er Ingi-
björg Gunnarsdóttir.
Námskeið
Námskeið í skyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp verður haldið á
vegum Reykjavíkurdeildar RKÍ. Það
hefst miðvikudaginn 22. ágúst kl. 20 að
Fákafeni 11. Kennsludagar 22., 23., 28., 29.
ágúst og 3. og 4. september. Þetta nám-
skeið er 24 kennslustundir og er jafnt
einni einingu í framhaldsskólum. Öllum
15 ára og eldri er heimil þátttaka. Á þessu
námskeiði verður m.a. kennd endurlífg-
un, meðferð sára, skyndihjálp við brana
og beinbrotum auk margs annars. Auk
ofangreinds námskeiðs verður haldið
endurmenntunar námskeið í skyndihjálp
fyrir almenning. Það stendur yfir tvö
kvöld dagana 27. og 30. ágúst. Þetta nám-
skeið er ætlað fólki sem hefúr sótt nám-
skeið í skyndihjálp einhvem tíma á síð-
ustu 4 áram. Sérstaklega er þetta nám-
skeið hugsað fyrir þá sem hafa lært
skyndihjálp samkvæmt því kerfi sem var
tekið upp fyrir tveimur áram og viija
halda þekkingunni við. Skráning á bæði
námskeiðin er í síma 688188. Athygli skal
vakin á því að Reykjavíkurdeildin útveg-
ar leiðbeinendur til að halda námskeiö
fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess
óska.
Þorsteinn Unnsteinsson
sýnir á tveimur stöðum
Þorsteinn Unnsteinsson sýnir olíupastel
og akrýlmyndir í Smíðagallerí, Mjóstræti
2, og Pizzaofninum, Gerðubergi. Sýningin
stendur til 19. september og er Smíðagall-
eríið opið frá kl. 11-18 mánudaga til fostu-
daga og Pizzaofninn frá kl. 11.30-23.30
alla daga.
Merming
Sónötur Bachs
Síöustu Sumartónleikar í Skálholti á þessu ári voru
haldnir nú um helgina. Eins og svo oft áður var meist-
ari Bach í hásæti og aðrir tónleikarnir helgaðir hon-
um. Voru fluttar tvær sónötur. Var önnur leikin á
selló og orgel en hin á flautu, selló og orgel. Þá var
leikin Passacaglia í c-moll og sálmforleikur, Schmucke
dich, og Liebe Seele. Flyfjendur voru Hörður Áskels-
son á orgel, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Manuela
Wiesler á flautu.
J.S. Bach var altækt tónskáld í þeim skilningi að
hann samdi tónverk í öllum þekktum stíltegundum
og formum, jafnt fyrir hljóðfæri sem söngraddir, trúar-
leg sem veraldleg. Ekkert annað tónskáld jafnast á viö
Bach að þessu leyti nema Mozart. Bach átti þaö einnig
sameiginlegt með Mozart að hann var ekki þýskt tón-
skáld nema aö nafninu til. Stíll hans var alþjóðlegur,
byggður á djúpri þekkingu á öllum tegundum tónlistar
sem kunnar voru í Evrópu á hans tíma.
Bach var námshestur alla æfi. Námsaðferð hans var
einföld, krefjandi og áhrifarík. Hann skrifaði upp nótu
fyrir nótu þau verk sem hann vildi kynna sér og út-
setti þau gjaman fyrir önnur hljóðfæri. Alþekktar eru
útsetningar hans á konsertum Vivaldis, gerðar m.a. í
því skyni að ná fullkomnu valdi á hinum ítalska stíl.
Af þessu lærði Bach m.a. að gera stef sín og hljóma-
byggingu einfaldari og skýrari og ekki síst að þróa
efniviðinn í voldug og rökbundin form. Þegar við þetta
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
bættist hið fullkomna vald sem Bach hafði á Norður-
Evrópskri fjölröddun og takmarkalaust hugarflug
hans varð útkoman það sem við þekkjum sem stíl
Bachs.
Kammerverk Bachs eru einmitt þau sem oft sýna
best hið alþjóðlega eðli hans sem tónskálds. Sónötur
hans fyrir fiölu og sembal, fyrir viola da gamba og
sembal og fyrir flautu og sembal bera mjög keim af
ítölskum tríósónötum. Hápuiikti í samruna hins þýska
og hins ítalska stíls náöi Bach í Brandenburgarkon-
sertunum. Þegar þar er komið sögu hefur tónlistin
hins vegar slitið af sér öll bönd þjóðlegra stíltegunda
og skapað nýjan heim mannsins í Leipzig sem áleit
það tilgang vel gerðs grunnbassa að mynda fagra
hljómabyggingu til dýrðar Guði og upplyftingar an-
dans eftir því sem leyfilegt væri.
Því miður var hljóðfæraleikurinn á þessum tónleik-
um ekki eins góður og best heföi verið kosið. Skorti
bæði á hreinleika og nákvæmni í hrynjandi, sem er
alveg bráðnauðsynleg.
Mögnuð Manuela
Manuela Wiesler flautuleikari lék einleik á sumar-
tónleikum í Skálholti nú um helgina. Á efnisskránni
voru eingöngu frönsk verk fyrir einleiksflautu.
Af einhveijum ástæðum virðist svo sem frönsk tón-
skáld hafi framar tónskáldum annarra þjóða haft
áhuga á að skrifa fyrir flautu á fyrri hluta þessarar
aldar. Má geta sér þess til að skýringin kunni að vera
áhrif frá Debussy sem samdi margt fagurt fyrir þetta
hljóðfæri. Hætt er við t.d. aö Síðdegi skógarpúkans
þætti sviphtið ef ekki nyti þar flautunnar við .
Það var því vel við hæfi að hefja tónleikana á verki
Debussys, Syrinx, sem er falleg tónsmíö og styrk-
brigðarík og fellur fullkomlega að hljóðfærinu. Áhri-
faríkasta og frumlegasta verkið á þessum tónleikum
var hins vegar verk Edgars Varése, Density 21,5. Þetta
verk hljómar alltaf eins og það sé nýtt af nálinni, svo
ferskt er það. Varése, sem fæddist í París 1883, var
eitt þeirra tónskálda á fyrri hluta aldarinnar sem taldi
aö hljóðið sjálft væri mikilvægasta byggingarefni tón-
Ustar og þýðingarmeira en laglínur, hljómar og hljóð-
fall. Var hann mikill frumkvööull í könnun nýrra
hljóðheima, m.a. samdi hann frægt verk, Ionisation,
sem er fyrir stóra hljómsveit slagverkshljóðfæra og
varð öðrum tónverkum fremur til þess aö hefja þenn-
an merka og fjölbreytilega hljóðfærahóp til meiri virð-
ingar en hann naut áður. Varése lét raftónlist mjög til
sín taka, bæði með uppteknum náttúrulegum hljóðum,
musique concréte og hreina raftónUst. Varése var
einna fyrstur manna til að átta sig á hvernig byggja
mætti stór form úr óreglulegum hljóðum og hafa menn
verið að vinna úr þeim lærdómi síðan, allt fram á
þennan dag.
Þaö gefur augaleið að svona manni var ekki lengi
Uft heima hjá sér. Flutti hann fyrst til Berlínar en síð-
ar til Bandaríkjanna en Bandaríkjamenn hafa meira
umburðarlyndi fyrir sérkennum og frumleika en ann-
að fólk. Density 21,5 ber öll merki höfundarins. Hljóð
flautunnar eru öU nýtt til hlítar og er hljóðið sjálft
mikilvægasti efniviður verksins, enda þótt að sjálf-
sögðu komi tónar og hljóðfall einnig við sögu.
Onnur verk á tónleikunum voru öll laglegar og hag-
anlega gerðar tónsmíðar en féllu óhjákvæmilega í
Manuela Wiesler.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
skuggann fyrir fyrrgreindum tveimur verkum. í sum-
um þeirra var stuðst við söguþráð eða prógramm. Það
er sérviska gagnrýnanda DV að vera andvigur slíku.
Tónlist er í eðli sínu óhlutkennd og tilraunir til að
troða sögu upp á tónana er annað hvort auglýsinga-
mennska eða afsökun.
Það sem að öðru leyti gerir þessa tónleika eftirminni-
lega er auðvitað frammistaða einleikarans Manuelu
Wiesler. Manuela er tónlistarmaður eins og þeir ger-
ast bestir. Hún hefur ekki aðeins fullkomið vald á
hljóðfæri sínu heldur er hún einnig sannur túlkandi
þeirra verka sem hún leikur. Hljóðfærið hverfur þann-
ig í bakgrunninn, verður aukaatriði en eftir standa
þær hugsanir og tilfinningar sem hún miðlar áheyr-
endum sínum. Framkoma Manuelu er öll látlaus og
sérlega aðlaðandi.
Fjölmiðlar
LÁTTll EKKI 0F MIKINN HRAÐfl A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Jákvætt gjaldþrot
Sverrir Páll Erlendsson skrifaði
umþað í sunnudagsblað Morgun-
blaðsins að fjölmiðlar endurspeg-
luðu ekki rétta mynd af lífinu, Lífið
væri hvorki harmsaga né eihfur
dans á rósum heldur býsna j öfn
blandaaf þessu tvennu. Fjölmiðlar
einblindu hins vegar á það sem mið-
ur færi og nefndi þar DV sérstaklega
til sögunnar.
Kannski er þetta allt rétt hjá
Sverri. Kannski er það svo aðfjöl-
miðlar endurspegli ekki rétta mynd
af lífinu. En kannski er það vegna
þess aö fjölmiðlar endurspegla af-
stöðu fólks til atburða.
Atburöir eru í sjálfu sér hlutlaus-
ir. Ef frystihúsiö í Krummaskuði fer
á hausinn er þaö í sjálfu sér ekki
slæmt. Það er hins vegar í takt viö
afstöðu fólks að llta svo á að við
gjaldþrotið missi einhver hópur
manna atvinnu sína, óvissa skapast
um afkomu fjölskyldna á Krumma-
skuði og hugsanlega verði þetta
fólk að flytja annað til að fmna sér
atvinnu. Þetta er slæmt,
Hins vegar má einnig líta jákvætt
á þetta gjaldþrot. Með því skapast
möguleiki á að skrúfa fyrir beina
og óbeina styrkí til frystihússins en
það mun tryggja betri afkomu fólks
annars staðar á landinu. Þegar fólk
hefur gefist upp á að búa á Krumm-
askuði flytur það annað þar sem
atvinnulífið stendur fastari fótum í
raunveruleikanum, fær vinnusem
er í raun arðbær, skapar þar raun-
veruleg verðmæti og bætir afkomu
sína og annarra. Þótt breytingamar
kunni að vera erflðar fyrir ibúa
Krummaskuðs á meöan á búferla-
flutningunum stendur er þetta í
raun hiö besta mál þegar upp er
staðið.
Seinni framsetningin á fréttinni
af gjaldþroti frystihússins í
Krummaskuði er mun jákvæðari en
sú fyrri. Hún er hins vegar út úr
kú þar sera fólk er almennt frekar
íhaldssamt. Þar sem flestar fréttir
eru fréttir af breytingum eru þær í
raun slæmar fyrir þá íhaldssömu.
Engar fréttir eru hins vegar góöar
fréttir.
Gunnar Smári Egilsson