Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 1
Norræna húsið: „Sögurvið torgið" - haustkonsert Harðar Torfasonar Hinn árlegi haustkonsert frum- kvöðulsins á sviði trúbadorssöngs á íslandi, Harðar Torfasonar,.verð- ur aö þessu sinni haldinn í Nor- ræna húsinu fostudagskvöldiö 7. september kl. 21.00. Efnisskrá þessa konserts saman- stendur af lögum og textum ein- göngu eftir Hörð, ólíkt því sem hann er vanur, að leggja áherslu á eigin lagasmíðar við Ijóð annarra skálda. Þessir textar Harðar og lög, sem flutt verða á konsertnum, eiga það sameiginlegt að hafa ekki kom- ið út á hljómplötum og tengir Hörð- ur þá saman sem heild og kallar konsertinn „Sögur við torgið“ með undirskriftinni „Undir þessum stjörnuskara standa menn bara... og stara“. Tónleikar Harðar hera oft mikinn keim af leikhúsi, enda engin furða þar sem Hörður er einnig leikari, leikstjóri og leikmyndahönnuður. Lýsingu annast Lárus Björnsson en Gísli Helgason sér um hljóð- blöndun. Þess má geta að Hörður hefur stutta dvöl hérlendis að þessu sinni vegna útgáfu danskrar plötu hans í septemberlok. Það er i fyrsta sinn sem íslenskur lista- maður gefur út ljóð og lög í eigin flutningi á danskri tungu. Álfaslóðir eftir Rúnu. Gallerí Borg: Gestur og Rúna P O O I gær var opnuð sýning á verkum Gests og Rúnu í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin stendur til þriðjudagsms 18. september. Opið er virka daga frá kl. 10-18 en um helgar frá kl. 14-18. Gestur og Rúna hafa tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Þau hafa haldið 12 einka- sýningar, þá síðustu í Scandinavian Contemporary Art Gallery í Kaup- mannahöfn í ágúst á síðasta ári. Þau hafa haft samvinnu um skreyt- ingar opinberra bygginga. Þau eiga m.a. verk á áhorfendastúku íþrótta- vallarins í Laugardal í Reykjavik og í nýbyggingu við Hásselbyhöll í Sví- þjóð. A síöasta ári gerðu þau vegg- myndir fyrir íþróttahús Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og í anddyri skrifstofuhúsnæðis ÁTVR að Stuðla- hálsi 2. Á síðasta ári var einnig reist höggmynd úr blágrýti og stáli viö Lækjarskóla sem Gestur gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ. A nýliðnu sumri tók hann þátt í samvinnu 13 nor- rænna myndhöggvara um útilista- verk, höggvið í norskan marmara, í Seljord í Þelamörk í Noregi. Gestur og Rúna eiga m.a. mynd- verk í Listasafni íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni Háskóla ís- lands, Listasafni ASÍ og í Hafnar- borg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Fyrstu réttir ársins verða um helgina. Á laugardag verður réttaö i Skarða- rétt í Gönguskörðum og á sunnudag í Fljótstungurétt i Hvítársiðu, Hrúta- tungurétt i Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Reynisstaðarétt í Staðar- hreppi. Bragi Ásgeirsson listmálari opnar málverkasýningu i Listhúsinu að Vesturgötu 17 á laugardag. Sýningin ber yfir- skriftina „Að hlusta með augunum - mála með skynfærunum". Sýnd verða 37 oliumálverk og eru þau flestöll unnin á síðustu tveimur árum. Sýningin stendur til 23. september. DV-mynd GVA Norræna húsið: Mari Rantanen Nú stendur yfir í sýningarsölum Norræna hússins sýning á málverk- um efitir finnsku listakonuna Mari Rantanen. Á sýningunni eru 29 mál- verk, flest máluð á síöasta ári. Norræna listamiðstöðin í Sveaborg hefur annast undirbúning sýningar- innar og fer sýningin héðan til Norð- urlandahússins í Þórshööi á Færeyj- um og víðar um Norðurlönd. Mari Rantanen er fædd 1965 í Esbo. Hún nam við Finnska listaháskólann 1975-79 og síðar við Pratt Institute í New York sem Fulbrightstyrkþegi. Hún hefur haldið margar einkasýn- ingar á Norðurlöndum og tekið þátt í samsýningum með finnskum lista- mönnum. Einnig hefur hún sýnt í Bandaríkjunum, en þar býr hún um þessar mundir. Auk ýmissa viður- kenninga var hún útnefnd listamað- ur ársins í Finnlandi 1989. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.