Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. 19 Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónlist öll kvöld vikunn- ar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyrir- taks skemmtikröftnm. Bjórkráin á jarðhæðinni verður opin. Hljómsveit André Bachmann leikur fyrir dansi. Casablanca Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, simi 688311 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í hávegum höfð. Glæsibær, Álfheimum, s. 686220. Upplýfting leikur fyrir dansi um helgina. Einnig kemur fram írski þjóðlagadúettinn Sean Cannon og Michael Howards. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hótel Borg Pósthússtrœti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Hljómsveitin Gott með Eyjólf Kristjánsson í farabroddi leikur fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. Ölkráin opin öll kvöld vikunnar. Skálafell, Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og nk. fimmtudags- kvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, simi 687111 Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur fyrir dansi á föstudags- kvöld. Á laugardagskvöld verður sýndur haustkabarett þar sem fram koma þau Anna Vilhjálms, Karl Örvarsson, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar og dansar- ar sem dansa miðnæturblús. Hótel Saga Á laugardagskvöldið skemmtir HLH-flokkurinn og Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Mímisbar er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Opið öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Laguna og Café Krókódíll Diskótek um helgina. Tveir vinir og annar I fríi, Á föstudags- og laugardagskvöld leika íslandsvinir fyrir dansi. Á laugardagskvöldið kemur fram sérstakur gestur með þeim sem er enginn annar en Guðgeir Em- ilsson, hinn aldni harmóníku- snillingur sem er best þekktur undir nafninu Geiri blinbi. Ný- döns skemmtir sunnudags- og mánudagskvöld. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið alia daga. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansamir föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveitin Kompás leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------——— ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Ml .l..l,l.:,l.ll.llll I.J.' .li.l .1^ Á laugardag kl. 14.00 fer fram i Leirdal lokakeppni íslandsmótsins í motocross. Búast má við spennandi keppni því að staðan í mótinu er mjög jöfn. Vegurinn inn í Leirdal liggur upp frá nýju Reykjanesbrautinni fyrir vestan Garðabæ, miðja vegu milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Hinn landskunni söngvari, Ragnar Bjarnason, mun koma fram ásamt hljómsveitinni Smellum á dans- leikjum helgarinnar í Danshúsinu í Glæsibæ. Síðan Áslaug Fjóla verður á sínum stað. Þórs- café Það verður mikið um dýrðir í Þórscafé um helgina. Hljómsveit André Bachmann tekur á móti gestum og fær til sín liðsauka. Heimir Bergmann grínisti kynnir skemmtiatriði og les afmæliskveðj- ur. Sú nýjung hefur nú verið tekin upp að afmælisbörn helgarinnar fá frítt inn bæði kvöldin ásamt einum gesti. Bjarni Arason tekur nokkur vel valin lög að hætti Elvis Presley, Áslaug Fjóla verður á sínum stað og dansararnir Pétur Jökull Pét- ursson og Eydís Eyjólfsdóttir sýna nýjustu tískudansana. Þá munu íslandsmeistararnir í rokkdansi, þau Jói og María, sýna glannalegt rokkatriði. skein sól Síðan skein sól hefur ákveðið að bregðast ekki sínu fólki og halda uppi merkjum íslenskrar menning- ar á þessum viðsjárverðu tímum erlendra áhrifa. Það verða því barðar bumbur og blásið í lúðra nk. laugardagskvöld á Hlöðum Hvalfjarðarströnd. Þar mun Síðan skein sól magna upp rammíslensk- an seið guðunum til dýrðar og óvænt teikn verða á lófti. Nemend- ur framhaldsskólanna eru sérstak- lega boðnir velkomnir í upphafi nýs skólaárs. Síðan skein sól hefur að undan- fórnu dvalið í hljóðveri við hljóðrit- un væntanlegrar breiðskífu og mun hljómsveitin m.a. kynna efni af henni. Hljómsveitin Perlan ásamt söng- konunni Mattý Jóhanns er nú aftur komin af stað. Hún mun leika á árshátiðum, þorrablótum og öðr- um dansskemmtunum. Perlan og Mattý Jóhanns flytja alhliða dans- tónllst. Dansbarinn - nýr skemmtistaður Opnaður hefur verið á Grensás- vegi 7 í Reykjavík nýr skemmti- staður, Dansbarinn, sem rekinn er í tengslum við veitingastaðinn Mongolian Barbeque. Eigandi beggja staðanna er Sigvaldi Viggós- son veitingamaður sem starfaði um 13 ára skeið við veitingarekstur í Kaupmannahöfn ásamt bróður sín- um, Þorsteini Viggóssyni. Dansbarinn er að nokkru sniðinn eftir fyrirmyndum frá Kaup- mannahöfn þar sem dansbarir hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Dansbarinn tekur hðlega 240 manns í sæti og þar verður fjöl- breytt tónlist, bæði lifandi tónlist og gullaldarlög leikin af diskum. Meðal hljómsveita, sem þar leika næstu þrjá mánuði, eru Lúdó og Stefán, Ingimar Eydal, Mannakorn og Sveitin milli sanda. Dansbarinn verður opinn frá klukkan 22 til klukkan 3 eftir mið- nætti fóstudaga og laugardaga og er opinn þeim matargestum Mong- olian Barbeque sem þess óska. Staðurinn rúmar auk þess smærri sem stærri hópa og þá gesti aðra sem vilja skemmta sér í kátum hópi með fjörlegri tónlist en vilja samt geta ræðst við án ærandi háv- aða. Dansbarinn er ekki stærri en svo að þar týnist enginn í hringið- unni. Nú um helgina verða það Lúdó sextett og Stefán sem skemmta á Dansbarnum en auk þess verður Sigurður Sveinsson plötusnúður. Sundakaffi: Nýr salur opnaður Þorsteinn Örn Þorsteinsson, veit- ingamaður í Sundakafíi, hefur opn- að nýjan sal í vesturenda húsa- kynnanna í Klettagörðum 1 í Sundahöfn. Þar verður veitingasala og bar. Boðið verður upp á 1-2 aðalrétti, auk skyndirétta. Salurinn tekur 36 manns í sæti og fyrst um sinn verð- ur opið fimmtudaga-laugardaga, á fímmtudögum frá kl. 18.00-23.30 og hjna dagana tvo frá kl. 18.00-1.00. Ennfremur verður hægt að leigja út salinn fyrir fundahöld eða aðrar samkomur. Hljómsveitirnar Whitesnake og Quireboys halda tónleika í Reiö- höllinni í kvöld og annað kvöld. Að gefnu tilefni er áhugasömum bent á að uppselt er á fyrri tónleik- ana. Siðan skein sól mun m.a. kynna efni af væntanlegri breiðskífu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.