Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 5
L A U G ARD AGUlí ‘8Í \ I \ \ Fréttir Óprúttmn leigusali: Leigði út íbúð sem hann átti ekki Enn batna vegirnir Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: Nýlega var lokiö við að leggja bundið slitlag á vegarkaflann frá Brú í Hrútafirði að Miklagili á Holta- vörðuheiði. Fyrr í sumar var klæðing lögð á tvo vegarkafla í Hvalfirði. Eftir þessar vegabætur eru aðeins tveir stuttir vegarkaflar í Norðurár- dal án bundins slitlags á leiðinni milli Blönduóss og Reykjavíkur. Þessir kaflar eru alls um 11 km á lengd eða tæp 4% af vegalengdinni. Frá Blönduósi til Sauðárkróks er aðeins Bólstaðarhlíðarbrekkan án bundis slitlags. Að undanfórnu hefur verið unnið að því að bera ofan í þann vegarkafla. Bundið shtlag verð- ur ekki lagt á brekkuna í bráð þar sem ekki er endanlega ákveðið hVar vegurinn kemur til með að liggja í framtíðinni. Snæfellsnes: Emil Thorarensen, DV, Kskifirði: Ungur maður frá Eskifirði og unn- usta hans urðu fyrir. biturri reynslu nýlega er leigusafi í Reykjavík sveik þau um húsnæði. Reynsluríkur eldri maður, sem vildi mér vel, gaf mér það heilræði er ég fór til náms í Reykjavík fyrir 19 árum að ég skyldi vara mig á Reykjavík þvi að þar væri allt byggt upp á svikum og lygum. Hér eru vissulega stór orð sögð en sem betur fer ekki algilt lögmál. Eigi að síður fer hér á eftir frásögn pilts- ins sem styður vissulega orð gamla mannsins. Pilturinn, liðlega tvítugur frá Eski- firði, hélt til Reykjavíkur til náms ásamt unnustu sinni. Til þess að tryggja sér öruggt húsnæði fyrir vet- urinn tóku þau íbúð á leigu frá 1. júlí sl. og var gert að greiða húsaleig- una fyrirfram næstu sex mánuði eða 180.000. Þetta unga par greip svo í tómt þegar flytja átti inn í íbúðina um daginn. Kom þá í ljós að leigusalinn hafði misst íbúðina á nauðungarupp- boði í fyrra. Kennslan er hafin í Fiskvinnslu- skólanum þar sem pilturinn ætlaði í nám en unnusta hans á að hefja nám um miðjan mánuð í Háskólanum. Uppákoma þessi er að sjálfsögðu mikiö áfall fyrir unga fólkið sem nú stendur frammi fyrir þeirri stað- reynd að vera húsnæðislaust auk þess sem fjárhagslega hlið málsins er í rúst því þessi „efnilegi leigusali“ er að sjálfsögðu búinn að koma pen- ingunum í lóg og getur ekki endur- greitt. En það vita allir sem eiga börn sín í skóla fjarri heimilum sínum að skólanámið er afar kostnaðarsamt og kemur verulega við pyngjuna hjá flestum foreldrum. Nýtt SUnDA- \ KAFFI Nýtt Höfum opnað nýjan matsal í vesturenda hússins með ölkrá. - Allar veitingar - ' . Opið: Fimmtudaga kl. 18-23.30. Föstudaga og laugardaga kl. 18-1. Verið velkomin á rólegan veitingastað. Við munum kappkosta að gera þér til hæfis. Sundakaffi - ölkrá - Sundahöfn Góðberjaspretta Ingibjörg Hirvriksdóttir, DV, Stykkishólmi: Berjaspretta í nágrenni Stykkis- hólms hefur verið með besta móti í sumar. Hvar sem berja er leitað blasa þau við. Helst er það ungviðið í sveitum og bæjum sem tínir berin og oftar en ekki borða börnin berin beint af lynginu. Hagsýnar húsmæður hafa einnig sést við berjatínslu. Berin nota þær svo til sultu- og í súpur. > Sumarsalan búin. Haustsalan að hefjast. Vantarallargerðiraf bílum á skrá og á stað- inn vegna mikillar sölu. Ekkert innigjald. Nýja Bílahöllin, Funahöfða 1, sími 672277 (3 línur). CM < V) * < HUm LAKKA YFIRRm HAMMERITE er ryðbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryð og stöðvar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beintá rydid“og einblöðungnum „Nú má lakka yfir ryðið“sem eru fáanlegir hjá þeim. HAMMERITE FÆST í MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkið fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.