Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 9
George og Olivia Harrison. Hún bað hann og félagana í Traveling Wilburys að hljóðrita lag til styrktar söfnun
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
Popp
Tilboð
Litur bæs-askur.
Lengd 2,40.
Hæð 1,78.
Dýpt á neðri skáp 40 cm.
Dýpt á efri skáp 25 cm.
Stjömufans á plötunni Nobody's Child
Flestirvildu
styrkja rúmenska
munaðarleysingja
Á plötunni Nobody’s ChOd er und-
arleg blanda af tónlist. Eitthvað fyrir
alla, sennilega. Þarna eru Traveling
Wilburys með titillagið. Guns N’ Ro-
ses flytja Civil War. Stevie Wonder
syngur eitt, Billy Idol annað og þann-
ig mætti lengi telja.
Nobody’s Child er gefin út til
styrktar bágstöddum munaðarleys-
ingjum í Rúmeníu. í sjónvarpsstöðv-
um viða um heim hefur eymd vesl-
ings bamanna verið sýnd. Þau eru
sjúk á sál og líkama. Mörg eru hætt
að reyna að gráta. Það þýðir hvort
sem er ekkert. Enginn kemur að
hugga þau...
Olivia Harrison, kona Georges
Harrisons tónlistarmanns, ákvað að
gera eitthvað í málunum er hún sá
og heyrði um bömin í sjónvarpi eitt
kvöldið. Hún fór til Búkarest til að
kynna sér málið af eigin raun. Síðan
hafði hún samband við eiginkonur
og ekkju annarra fyrrum Bítla og bað
þær liðsinnis. Þær voru einnig til í
að leggja sitt til málsins.
Og það vom fleiri. Ohvia hringdi í
mann sinn frá Búkarest. Hann var
þá í Los Angeles að vinna við nýja
plötu með Traveling Wilburys. Oli-
via bað George að hljóðrita lag með
hinum Wilburys-bræðrunum til að
styrkja söfnunina. Hann lofaði engu
en sagðist skyldu tala við félaga sína.
Þeim fannst hugmyndin góð en vissu
bara ekki hvað gera ætti.
Gömul lumma
Þá minntist George þess að Lonnie
Donegan hafði einhverju sinni sung-
ið inn á plötu lagið Nobody’s Child.
Hann kunni hins vegar ekki nema
bút af laginu. Eftir að hafa fengiö til-
sögn hjá kunningja sínum og náð
fyrsta erindi textans réttu samdi
George annað erindið upp á nýtt og
síðan skiptust Uðsmenn Traveling
Wilburys á að syngja Nobody’s Child.
Þegar því var lokið var söngurinn
khpptur samán og lagið að lokum
hljóðblandað.
Enn hafði engum dottið í hug að
gera heila hljómplötu. Það var ekki
fyrr en Jeff Kramer sem sér um
hljómleikaferðir Bobs Dylan stakk
upp á því að hafa samband við Edie
Brickell og Rik Ocasek og fá hjá þeim
lög að hjóUn fóra að snúast. Einhver
stakk upp á að fá afgangslag af síð-
Eric Clapton átti aukalag frá því
hann tók síðustu plötuna sína upp.
Umsjón:
Ásgeir Tómasson
ustu plötu BiUys Idol og um svipað
leyti bauð Elton John fram lag sem
hann hafði nýlokið við í Los Angeles.
Stevie Wonder var til
Eftir þetta varð ekki aftur snúið.
George Harrison hafði uppi á síma-
púmeri Stevies Wonder og ætlaði að
orða þann möguleika við aðstoðar-
mann hans að fá lag hjá Wonder á
plötuna. Harrison og Wonder era
vart málkunnugir. Eigi að síður fékk
gamU BítilUnn beint samband við
gömlu soulstjörnuna, baðst afsökun-
ar á að vera að suða um góðgerða-
málefni en spurði samt ofur varlega
hvort Wonder ætti ef til viU eitthvert
afgangs lag eða kannski hljómleika-
upptöku sem hann væri hættur að
nota ... Wonder var strax með á
nótunum og bauð fram lagið Feeding
OffThe Love Of The Land sem hann
hafði hljóðritað fyrir tveimur árum.
Þessu næst setti George Harrison
sig í samband við Eric Clapton sem
bauð strax fram lagið That Kind Of
Woman sem hann kom ekki fyrir á
plötunni Journeyman. Til að fá það
varð Harrison að tala við upptöku-
stjórann Russ Titleman. Russ var að
vinna að nýrri plötu með Mike And
The Mechanics og vildi endilega
koma að einu lagi með þeim. Jeff
Kramer, sem fyrr var nefndur, náði
síðan tali af Van Morrison sem um-
svifalaust lagði eitt lag með sér í
púkkið.
Ekkertnýtt
fráPaul Simon
Til að gera nokkuð langa sögu
stutta gekk vonum framar að fyUa
plötuna Nobody’s Child af efni. Paul
Simon treysti sér þó ekki til að leggja
til nýtt lag. Hann var önnum kafmn
við nýjustu plötuna sína er George
Harrison hafði samband við hann.
Og frekar en að láta Paul sleppa al-
veg bað Harrison hann leyfis að fá
að nota gamla upptöku með laginu
Homeward Bound sem þeir tveir
höfðu sungið saman í sjónvarps-
þættinum Saturday Night Live
nokkrum árum áður. Paul Simon
leyfði það góðfúslega.
Harrison leitaði til Brace
Springsteen með eitt lag. Hann vissi
sem var að Springsteen á ónotuð lög
í bunkum. Ekkert svar barst. Stevie
Winwood var til í allt en skilaði sínu
lagi of seint. Sömu sögu var að segja
af hljómsveitinni Queen. George
Harrison tókst hins vegar ekki að ná
tah af Michael Jackson og segist ekki
hafa reynt að setja sig í samband við
Paul McCartney. Ringo Starr og
hljómsveit hans, His AU Star Band,
flytja hins vegar With A Little Help
From My Friends á plötunni.
Af þessu má sjá að það gekk tiltölu-
lega auðveldlega fyrir sig að koma
plötunni Nobody’s Child saman. Á
henni eru flmmtán lög. Hvert úr
sinni áttinni. En þótt safnið sé
kannski dálítið sundurlaust er til-
gangurinn góður: að safna fé handa
bágstöddu ungviði Rúmeníu. Mun-
aðarleysingjunum sem urðu fóm-
arlömb fáránlegra hugmynda
raglaðs leiðtoga um að fjölga þjóð
sinni. Enginn veit hversu mörg þessi
börn eru. Sumir segja fjórtán þús-
und. Aðrir telja þau ekki færri en 120
þúsund. Eitt er víst að munaðarléys-
ingjahælin í Rúmeniu eru að
minnsta kosti fjögur hundruð tals-
ins.
Verð aðeins 69.900 stgr.
Sendum frítt á höfuðborgarsvæöiö
og vöruafgreiðsla.
Tjarnargata 2, 230 Keflavík, sími 92-13377
LAUSAMÖL é