Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
11
pv__________________________Ofát og aukakíló
Höldum ekki mat að fólki
Þaö er rausnarlegur siður að bjóða
fólki stöðugt meiri veitingar í heim-
boðum en að sama skapi ekki skyn-
samlegur siður. Auðvitað vill metn-
aðarfull húsfreyja að gestir bragði á
öllum tegundum og borði sig sadda
og ekkert nema gott um það að segja
enda hluti af þeirri hlýju sem ein-
kennir gott fólk. En það er hvorki
hollt né gott.
Oft vilja gestgjafar líka láta klára
af fótum og bökkum sem fram eru
bornir og gefa með því óbeint í skyn
að gestir verði að borða miklu meira
en nægju sína fyrir kurteisis sakir.
Þetta er vondur siður þó hann sé vel
meintur.
Eins er algengt að heyra fólk hvatt
til að klára af fatinu því það taki því
ekki að geyma einn lítinn bita og
maður vilji ómögulega henda hon-
um. Þetta er líka vont mál.
í heimsókn og heimboði er það
auðvitað markmið gestgjafans að
gestum líði vel í húsi hans. Sú vellíö-
an verður þó ekki mæld í umfangi
matar eða annarra veitinga. Þess
vegna höldum við ekki mat að fólki.
Hvort sem það þjáist af hömlulausu
ofáti eða ekki. Látum gestina ráða
ferðinni sjálfa.
Á sama hátt megum við ekki vera
feimin við að segja nei takk þegar
framboðið keyrir um þverbak. Við
megum ekki fela vanmáttinn fyrir
mat á bak við óþarfa tillitssemi við
gestgjafann og taka stöðugt á móti
nýjum boðum. Veitingarnar eru jafn
vel heppnaðar fyrir það. Við getum
vel þakkað fyrir okkur og sagt gest-
gjafanum og öðrum hvernig er í pott-
inn búið og frá sjúkdómnum hömlu-
laust ofát. Það er engum greiöi gerð-
ur með stanslausu áti, allra síst gest-
gjafanum.
Skiljum ekki eftir mat
áglámbekk
Eins verður makinn og annað
heimilisfólk að gæta þess að skilja
ekki eftir mat eða annað æti á glám-
bekk á heimilinu. Því ofætan á í stöð-
ugri baráttu við að stinga upp í sig
bita eða afgangi eða matarleifum.
Fleygja þess vegna strax öllum leif-
um og ganga frá afgöngum til
geymslu. Leggja ekki agn á borð fyr-
ir hömlulaust fólk því það sér ekki
fyrir endann á átinu þegar fyrsti bit-
inn eða kroppið eða nartið er komið
í munninn.
Sama máh gegnir um öskjur og
aðra umbúðir utan um mat. Ekki
má skilja þær eftir þar sem hömlu-
laust fólk finnur þær. Því umbúðir
geta hleypt sjúkdómnum af stað. Oft
er lykt eða ilmur ennþá af umbúðun-
um sem kitlar bragðlaukana eða þá
bara sýnin ein vekur gamlar minn-
ingar. Við skulum því fleygja umbúð-
unum jafnóðum og bera ruslið út í
tunnu.
Þeim mun meira sem makinn og
fjölskyldan getur tekið þátt í breyttu
mataræði og breyttum matarvenjum
þeim mun betra fyrir alla.
Umsjón:
Ásgeir Hannes
Eiríksson
íheimsóknhjáafa
ogömmu
Það er góður og gildur siður að
heimsækja afa og ömmu með krakk-
ana á sunnudögum. Þá bjóða þau oft
upp á góðgæti á borð við pönnukökur
með rjóma og vöfflur eða annað
bakkelsi. Oft eiga þau líka smákökur
og sælgætismola í krús. Allt með
góðum hug en því miður ekki með
réttu hugarfari.
Gömlu hjónin mega ekki óttast að
við látum okkur vanta á sunnudög-
um þó veisluborð svigni ekki undan
hnallþórum og öðru sælgæti. Við
komum þeirra vegna og okkar vegna
í heimsókn en ekki til að kýla vömb-
ina neitt sérstaklega. Þá væri lítið
varið í heimsókn okkar.
Þungbúið kökuát með löðrandi
sykri og rjóma er það eina sem okkur
vantar ekki á sunnudegi. Um helgar
borðar maður meiri og þyngri mat
en aðra daga vikunnar og því eru
svona veislur oftast hrein ábót á
matseðil helgarinnar. Krakkarnir
hafa heldur ekki gott af þessum
miklu krásum og allra síst nú á tím-
um vaxandi kyrrsetu á tölvuöld.
Bjóðumuppá
ferska ávexti
En nú er það bæði gamall og góður
siður að bjóða gestum og gangandi
eitthvað gott að maula á heimsóknar-
tímum. Enda er það í góðu lagi en
nú eru breyttir tímar og breyttur
matseðill.
í staðinn fyrir allar terturnar með
sykri og rjóma má vel bjóða upp á
væna ávaxtaskál. Ferskan ávaxta-
safa í staðinn fyrir alla sykurdrykk-
ina. Það gerir sama gagn fyrir alla.
Með þessu móti er gestum hlíft við
bæði óþægindum og hættum af
kökuátinu og gosþambinu. Þaö er
betra fyrir alla.
Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og
„Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska,
standard og gömlu dansana.
Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar mánud. - laugard.
kl. 10:00 -19:00 dagana 1.-12. sept. í síma: 64 1111.
Kennsla hefst fóstud. 14. sept.
Kennsluönn er 15 vikur, og lýkur með jólaballi.
Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra
í öllum stærðum og gerðum.
FID Betri kennsla - betri árangur.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Kaloríutal V. hluti
Heiti matvæla lOOgrömm Hitaeiningar kcal.: Kólesterol mg: Kolvetni g:
Pönnukökur 3Q7 50,0 36,2
Skonsur 258 5,4 40,5
Mjólkurkex 430 7,0 75,0
Hafrakex 461 10,0 66,0
Tekex 440 0 75,8
Súkkulaðikex 524 0 67,4
Kremkex 535 0 66,0
Jólakaka 337 42,5 48,8
Rjómaterta 407 68,8
Vínarbrauð 435 18,0 45,0
Snúðar 281 1,0 55,0
Talið er samið upp úr næringarefnatöflum eftir dr. Jón Ottar Ragnarsson
í bókinni Næring og vinnsla sem Vaka/Helgafell gaf út.