Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Röskun í landbúnaði Oddamenn bænda á þingi stéttarsambands þeirra virtust gera sér grein fyrir, aö bændum mundi fækka í kjölfar minnkandi sölu á búvöru. í ályktun þeirra er talað um rúmlega þúsund manna fækkun í sauðfjár- rækt. Er þá ekki gert ráð fyrir innflutningsfrelsi. Þeir virtust líka gera sér grein fyrir, að bann við inn- flutningi á búvöru kunni að verða linað í náinni fram- tíð, því að þeir ályktuðu um, að jöfnunargjald yrði sett á innfluttu vöruna. Líklega grunar þá, að neytendur og skattgreiðendur muni einhvern tíma varpa af sér okinu. Þótt þeir geri sér grein fyrir, að vandinn er til, van- meta þeir hann. Þeir ímynda sér til dæmis, að kúabú- skapur sé í jafnvægi, þótt skynsamlegt sé að flytja inn miklu ódýrari og fjölbreyttari osta og margfalt ódýrara smjör en hér er framleitt í skjóh einokunar. Oddamenn bænda eru enn þeirrar skoðunar, að skipulag að ofan muni bjarga hag atvinnugreinarinnar, þótt hún sé nú í rústum eftir þriggja áratuga ríkisrekst- ur. Þeir ályktuðu um „styrkari heildarstjórn“ mjólkur- iðnaðarins og vilja fá stjórn á ýmsar hliðarbúgreinar. Framleiðsla á svínakjöti er utan þessa kerfis, enda er verð á svínakjöti það búvöruverð, sem næst kemst verði á alþjóðlegum markaði. Slagsmálin um land- búnaðarstefnuna hafa undanfarin misseri einkennzt af tilraunum til að koma einokun á svínakjötið. Landbúnaðarráðherra er töluvert afturhaldssamari en oddamenn bænda eru almennt. Hann hefur tekið eftir, að blómleg sala er á hrossum til útlanda. Hann hefur lýst yfir, að brýnt sé að koma opinberu skipulagi á þessa sölu, því að milliliðir maki krókinn. Hingað til hefur ríkið lítið sinnt útflutningi hrossa, nema að skattleggja hann til að halda uppi stóðhesta- stöð í Gunnarsholti, sem fræg varð fyrir nokkrum árum fyrir að senda hross í dóma á óvenjulega þungum skeif- um og botnum til að hækka kynbótaeinkunnir. Einnig borgar ríkið dómskerfi Búnaðarfélags íslands. Það kerfi tekur lítið sem ekkert mið af söluhæfni hrossa eins og hún endurspeglast í markaðsverði, heldur bygg- ist á meira eða minna óáþreifanlegum smekk ríkisstarfs- manna, sem standa í einkastríði við hrossabændur. Verra er þó, ef aukið skipulag af hálfu ríkisins mun felast í, að bændum verði ýtt út í hrossarækt eins og þeim var ýtt út í loðdýrarækt fyrir nokkrum árum. Hrossarækt er afar flókin listgrein, sem ekki verður arðbær öðrum en þeim, sem kunna vel til verka. Sama er að segja um ferðaþjónustu bænda. Þótt mörg- um ferðabændum hafi gengið vel og þeir hafi gott sam- starf um áhrifaríka sölumennsku, er ekki þar með sagt, að hver sem er geti farið út í ferðaþjónustu. Það er vandasöm sérgrein, sem ekki dugir að ýta mönnum út í. Ef meira eða minna óviðbúnum bændum er ýtt út í að fara að reyna að lifa á hrossarækt eða ferðaþjón- ustu, er hætt við, að það skaði ekki aðeins þá sjálfa, heldur dragi einnig niður þá, sem fyrir eru í greininni. Það mun bara búa til enn eitt ríkiskerfi offramboðs. Tilraunir ríkisins og hagsmunastofnana landbúnað- arins til að koma kerfi sínu yfir á svínabændur, hrossa- bændur og ferðabændur munu á þeim sviðum leiða til hhðstæðra vandræða og nú tröllríða bæði bændum og þjóðinni í sauðfjárrækt, nautgriparækt og loðdýrarækt. Öllum má vera ljóst, að mikil röskun verður í land- búnaði. í ahra þágu er, að hún fái að gerast hratt og í friði, án byrða á þreytta neytendur og skattgreiðendur. Jónas Kristjánsson Ný heimsskipan eftir kalda stríð- ið er aðalmál í Helsinki í vitnisburði í vikunni fyrir utan- ríkismálanefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings lagði James Bak- er utanríkisráðherra áherslu á að viðsjárnar við Persaflóa væru fyrsti háski sem yfir hefði dunið á aiþjóðavettvangi eftir lok kalda stríðsins. Hér væri því ekki aðeins verið að fást við eina deilu heldur leggja grundvöll að meðferð hinna viðsjárverðustu og vandasömustu mála við þau skilyrði að rígur risa- veldanna setji ekki lengur svip á vinnubrögðin. Tvennt er það einkum sem sann- ar mál Bakers. Annað er að Banda- ríkjastjórn, sem um langt skeið hefur gert lítið úr gagnsemi Sam- einuðu þjóðanna og gengið svo langt að setja stofnunina í fjár- svelti, segist nú byggja aðgerðir sínar gagnvart írak á umboði sem felist í samþykktum Öryggisráðs- ins. Þegar bent var á að fyrirskipun til Bandaríkjaflota á Persaflóa og Rauðahafi að beita valdi eftir þörf- um til að framfylgja hafnbanni á írak gengi lengra en fælist í sam- þykktum ráðsins settust fulltrúar neitunarvaldsríkja í ráöinu niður á ný og gengu frá viðbótarsamþykkt áöur en frekara valdi var beitt á sighngaleiðum. Hitt atriðið, sem ber vott um breytta tíma, er skyndifundur George Bush Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta í Helsinki á sunnudag. Megintil- gangur hans er bersýnilega að leit- ast við að búa svo um hnúta að hvað sem í skerst við Persaflóa verði það ekki tfi aö raska horfum og möguleikum á frekari samstöðu risaveldanna við að starfa saman að þvi, og þá á vettvangi SÞ, að setja niður svæðisbundin átök sem haft gætu viðurhlutamiklar afleið- ingar, jafnvel á heimsmælikvarða, eins og á við um ófrið eða stór- breytt valdahlutfóll á olíuhnda- svæðunum upp frá Persaflóa. Bandaríkin hafa nú á og við Arabíuskaga óvígan flota og eru langt komin að senda þangað öflug- an flugher og landher. Sovétríkin hafa þrjú meðalstór herskip á Persaflóa. Sovétstjórnin hvorki vill né getur gerst aðili að þeim hðsam- drætti sem þarna fer fram á þann hátt að þátttaka í hemaðaraðgerð- um komi til greina. Því valda bæöi efnahagsþrengingar, þjóðernaerj- ur og sér í lagi er ólgan meðal isl- amskra þjóða í Asíulýðveldunum næg fyrir þótt ekki bætist við ný æsingatilefni. Á hinn bóginn leggst allt á eitt aö hvetja Sovétstjómina til að beita sér af fremsta megni til að stuðla Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson að lausn við Persaflóa í milhríkja- viðræðum en ekki vopnaviðskipt- um. Norðurhéruð íraks eru skammt suður af Kákasuslýðveld- unum þar sem skálmöld ríkir fyrir. Sovétmenn við störf í írak munu nálgast tug þúsunda þótt börn og konur séu farin heim. Þar af vinna hátt í tvö hundruð herforingjar og tæknimenn við verkefni í þágu ír- akshers en mikið af íröskum vopnabúnaði er keypt frá Sovét- ríkjunum. í Moskvu segja menn að þessi hópur hverfi aftur heim um leið og starfssamningar renni út en ekki fylgir sögunni hve langvar- andi þeir em. Gætt hefur nokkurs áherslumunar í yfirlýsingum tals- manna sovésku herstjórnarinnar og utanríkisráðuneytisins um lið- samdráttinn á og við Persaflóa. Herforingjar hafa greinilega á því illan bifur að Bandaríkjaher skuh allt í einu búast um með þessum hætti í 1100 km fjarlægð frá Sovét- ríkjunum og gest sérstaklega illa að því að þar verði bandarískar herstöðvar til frambúöar. Því vekur athygli að bandarískir fréttaskýrendur leggja áherslu á að eitt höfuðmarkmið Bushs með fundinum í Helsinki sé að fullvissa Gorbatsjov um að Bandaríkja- stjóm sé víðs fjarri að reyna að notfæra sér Persaflóadeiluna til að styrkja einhliða hernaðaraðstöðu sína, og allra síst á kostnað öryggis- hagsmuna Sovétríkjanna. Á móti er talið að Bush vilji fá fyrirheit um að Sovétstjórnin forðist að reyna að hagnýta sér þótt upp komi andbandarísk bylgja með araba- þjóðum í kjölfar deilunnar, hversu svo sem henni lyktar. Ráðamenn í Moskvu og Bagdad geta enn ræðst við, eins og sást þegar Tariq Aziz, utanríkisráð- herra íraks, skundaði á fund Sovét- leiðtogans jafnskjótt og Helsinki- fundurinn var kunngerður. Þar sátu báðir við sinn keip. Gorbatsjov er sagður hafa tjáð Aziz að árásar- aðili hafi fyrirgert rétti sem hann kunni að hafa átt þangað til mál séu komin í það horf sem ríkti áður en árás var framin. En hvað sem því líður getur hann skýrt Bush frá málflutningi íraksstjórnar af ná- kvæmni. Þess er vart að vænta að leið- togafundurinn leggi nokkuð það til mála sem stuðh að skjótri lausn við Persaflóa. Þar horfir í þrátefli, nema Bandaríkin leggi til atlögu þegar haustar og bardagaskilyrði fyrir bandaríska hermenn og há- tæknivopn skána. Um svipaö leyti ætti að fara aö koma í ljós hver áhrif viðskiptabannið hefur í írak. Sovétstjórnin hefur eins og áður sagði ahan hug á því að leggja sitt af mörkum til að málinu verði að lokum skipað án vopnaviðskipta. Svo vih til að hún hefur yfir að ráða vitneskju sem væri Banda- ríkjaher dýrmæt, bæði um innri gerð vopnakerfanna sem írak hef- ur fengið frá Sovétríkjunum, og auðveldaði að trufla þau, en ekki síður um íraska herskipan og her- stjórnarkerfl, styrkleika einstakra herdeilda og þar fram eftir götun- um. Þá er sovéska leyniþjónustan vafalaust allra stofnana fróðust um andann og skiptinguna innan valdahópsins í Bagdad, sér í lagi meðal herstjórnarinnar, og holl- ustustigið viö Saddam Hussein. Óhugsandi er að slík vitneskja verði látin í té af rasandi ráði né svo uppvíst verði, þá væri úti um sovéskan vopnamarkað og trúnað- arsambönd á ýmsum stöðum öðr- um. En ekki er útilokað að upplýs- ingastreymi að vissu marki fengist fyrir áhrif á hvort og hvenær Bandaríkjaher yrði skipað að grípa til vopna. Mörg afmarkaðri mál verða fyr- irsjáanlega rædd í Helsinki. Sovét- stjómin er til dæmis áíjáð í að fá aflétt hömlum á aðgangi að full- komnustu, vestrænni oliuboruna- rtækni og nú er Vesturveldunum í hag að ohuframboð á heimsmark- aði aukist. En meginmarkmið er að varða veginh til nýrrar skipunar heims- mála og ekki er að efa að þar verð- ur að því hugað að risaveldin hlaði ekki með forsjárlausri ítakaáfergju og vopnasölu undir yfirgangs- stefnu ofstopamanna hér og þar um heimsbyggðina. Magnús T. Ólafsson Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétrikjanna, og Tariq Aziz, utanrikisráð- herra íraks, ræðast við fyrir fund sinn í Kreml. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.