Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. 35 að láta barnið aftur af hendi. „Ég stóð frammi fyrir því hvort ætti að skipta mig meira máli, velferð og heilsa barnsins míns eða að standa við gerða samninga. Ég þurfti að ákveða hvort vægi þyngra, viljaaf- staða bamsins míns eða munnlegt loforð við ráðuneytið. Mér fannst þetta ekki létt ákvörðun en eftir ítar- lega umhugsun fann ég að ég gat ekki annað,“ segir Hildur. Fengin var í sumar umsögn tveggja sérfræðinga sem báðir komust að þeirri niðurstöðu að vilji bamsins væri að dvelja hjá móður sinni og á grundvelli þess hefur nú verið farið fram á að málið verið tekið upp að nýju. Niðurstöðu er enn beðið og málið í nokkurs konar pattstöðu. „Menn virðast gleyma því að það er ótvíræður réttur barnsins að um- gangast og elska báða foreldra sína. Mér finnst alveg furðulegt að ráðu- neytið skuli hunsa umsagnir sér- fræðinga um vilja bamsins. Ég bað ráðuneytið um að láta sérfróða menn athuga það atriði en því var ekki sinnt. Bamið hefur alveg þroska til að ákveða það og á fullan rétt á því,“ segir Hildur. „Okkar rök í málinu í dag eru umsagnir frá barnavemdamefndum Kjalameshrepps og Reykjavíkur og umsagnir þriggja sérfræðinga um vilja barnsins. Allir þessir aðilar mæla með að barnið verði hjá móður sinni. Það eina sem ráðuneytiö hefur í höndunum er plagg frá Spáni frá 1987, sem er ekki einu sinni undir- skrifað, og umsögn barnaverndar- nefndar Kjalarness frá 1985. Þeir virðast ekki trúa því að fólk geti tek- ið sig á. Ég trúi samt ekki öðru en að þeir geri á endanum það sem rétt er.“ Hildur er þungorð í garð dóms- málaráðuneytisins sem henni finnst hafa hunsað sín rök allt frá því að baráttan hófst. „Ég myndi ekki standa í þessu nema af því að það er bjargföst sann- færing mín að það er einlægur vilji barnsins að vera hjá mér.“ Rændumhenni ekki Það tiltæki Hildar að hafa dóttur sína með sér frá Spáni í trássi við vilja foðurins vakti talsverða athygli og mikið var íjallaö um málið í frétt- um. En var þetta undirbúið fyrir- fram? „Það var það alls ekki,“ segir Hild- ur. „Við fórum þama út í því augna- miði að heimsækja Hildi Hödd og vita hvernig henni liði en á þessum tíma haíði ég í nær heilt ár lítið sem ekkert samband getað haft við hana. Okkur var ekki leyft að skrifast á. Við ókum frá Lúxemborg til Spán- ar og fundum loks rétta staðinn. Þar biðum við í bílnum þar til við sáum hana loksins. Hún flaug upp um háls- inn á mér og það fyrsta sem hún sagði var að hún bað mig um að taka sig með heim. Ég hreinlega gat ekki annað og tel að engin móðir hefði getað neitað barninu sínu um það við þessar aðstæður. Mér fannst hún heldur ekki bera merki þess að búa við nógu gott atlæti. Hún var í skítug- um fötum og illa til reika eftir að hafa dottið í skurð rétt hjá húsinu fyrr um daginn. Það varð því úr að við skrifuðum föður hennar bréf í snatri sem var póstlagt og flugum síðan beint heim,“ segir Hildur „Við rændum henni ekki heldur var þetta tilraun til að bjarga henni. Örvæntingarfull til- raun.“ Stjúpmóðirin fyrrumæsku- vinkonamín - En hver er ástæðan fyrir því að foreldrarnir hafa ekki getað komist að samkomulagi um umgengni og forræði yfir barninu? „Það geta verið margar ástæður fyrir því. Ég er alveg tilbúin til þess að leyfa föður barnsins að umgang- ast það á eðlilegan hátt og vildi ekk- ert frekar en að ná sáttum í þessu máli. Við höfum hins vegar ekki get- að talast við í hreinskilni síðan skiln- aðurinn varð. Þetta finnst mér mjög slæmt og það fer mjög í taugarnar á mér þegar fólk er að spyrja hvort ég vilji ekki brjóta odd af oflæti mínu og semja við hann. En ég er búin að reyna það hvað eftir annað. En bréf- um er ekki svarað og ekkert svigrúm til samninga af hans hálfu. Konan, sem hann býr með, er æskuvihkona mín og frænka og hafði um árabil verið besti vinur minn og heimagangur á okkar heimili. Þetta varð mér því geysilega mikið áfall eins og gefur að skilja. Mér finnst eins og hann, og þau bæði, hafi mikla sektarkennd yfir því hvernig þetta fór og yfirfæri það hat- uryfir á mig og reyndar afia þjóðina. Ég þekki þau ekki fyrir sömu manneskjur og er viss um að þeim líður mjög ifia og vorkenni þeim af heilum hug og ber í sjálfu sér engan kala til þeirra," segir Hildur. „Hann flutti til Spánar í kjölfar mikilla fjárhagsörðugleika sem búið lenti í og mér finnst hann kenna öll- um öðrum um það hvernig fór. Ég eignaðist íbúð í Reykjavík eftir skiln- aðinn sem ég missti síðan vegna þess að gert var íjámám í henni vegna eggjabúsins. Hún var seld upp í skuldir.'1 Ljóshærtog bláeygtbitbein Telpan, sem deilan stendur um, lætur sér fátt um heimsókn blaða- manna finnast og er á flögri um íbúð- ina með leikfélögum sínum eins og bömum á þessum aldri er títt. Hún er björt yfirlitum, bláeyg, ljóshærð og stuttklippt og móðir hennar hefur ekki augun af henni. í skýrslu barnasálfræðings er Hildi Hödd svo lýst: „Hödd er myndarleg stúlka og lagleg, svipurinn fremur rannsakandi, getur orðið brúnaþung og áhyggjufull til augnanna, sjaldan beinlínis glaðleg sem ekki er að vænta eins og ástatt er. Hún er yfir- leitt ákveðin og röskleg í fasi, fram- kvæmdasöm og ábyrgðarfull í til- tækjum sínum og allt skipulag er henni mikils virði. Henni hættir til að tala of hratt og í röddinni er hreimur sem hlýtur að vera spænsk- ur.“ í skýrslu sérfræðings í geðlæknis- fræði um telpuna segir að hún tjái ekkert sem bendi til þess að hún taki annað foreldri sitt fram yfir hitt hvað tilfinningar þeirra og kærleika varð- ar. En það komi þó strax og afdráttar- laust fram að hún vilji fremur búa á íslandi en Spáni. Ekki einungis vegna móðurinnar heldur vegna tengsla við ættingja svo og tungu- málsins. Hún vill eiga greiðan að- gang að heimsóknum til föður síns. Meðan foreldrar hennar berjast um yfirráð yfir henni og móðirin á ennfremur í höggi við heilt dóms- málaráðuneyti reynir sú stutta að lifa eins eðlilegu lífi og henni er unnt við þessar sérkennilegu aðstæður. Vil trúa að enn séutilmannrétt- indiáíslandi „Ég er búin undir það að þetta ástand vari áfram. Ég vil hins vegar ekki trúa því að stjómvöld vilji leggja þetta á mig og barnið. Okkur hlýtur að verða trúað að lokum. Ráðuneytið getur ekki verið svo steinrunnið að það skipti ekki um skoðun. Sú trú heldur okkur gangandi í þessari baráttu, trúin á að það séu mannréttindi á íslandi," segir Hildur aðlokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.