Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Síða 39
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. 51 Afmæli Ólafur Birgir Ámason Ólafur Birgir Ámason hæstaréttar- lögmaður, Rimasíða 10, Akureyri, er fimmtugur í dag. Ólafur fæddist að Byrgi í Glerár- þorpi og ólst upp í Glerárþorpinu. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1960 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ1967. Hann öðlaðist hdl.-réttindi 1970 og hrl.-réttindi 1990. Meö náminu stundaöi Ólafur sum- arstörf í síldarverksmiðjunum á Raufarhöfn, Norðfirði og Krossa- nesi, hjá Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar í Neskaupstað. Sumar- ið 1965 var hann á sænska tankskip- inu m.s. Polana sem var í síldar- flutningum frá miðunum við Jan Mayen til íslands en það var fyrsta skipið sem dældi síld úr veiðiskip- um á rúmsjó við íslandsstrendur og flutti til hafnar. Ólafur var í stjórn Orators, félags laganema og ritstjóri Úlfljóts 1965-66. Ólafur var fulltrúi yfirborgardóm- arans í Reykjavík 1967-69, var dóm- arafulltrúi við sýslumannsembætt- ið í Eyjafirði og bæjarfógetans á Akureyri frá 1969-76. Ólafur hefur rekið eigin lögfræðiskrifstofu á Ak- ureyrifrál976. Ólafur kvæntist 14.7.1973 Helgu Björgu Yngvadóttur, f. 6.7.1943, leið- beinanda og húsmóður, en hún er dóttir Yngva Pálssonar, fulltrúa, og konu hans, Katrínar Jakobsdóttur Smára. Bróöir Helgu Bjargar er dr. Jakob Yngvason, prófessor við HÍ, kvæntur dr. Guðrúnu Kvaran, rit- stjóra Orðabókar HÍ. Dóttir Ólafs og Helgu Bjargar er Katrín Smári, f. 8.6.1979. Dóttir Ólafs frá fyrra hjónabandi með Steinunni Karlsdóttur er Svala, f. 19.12.1963, lögfræðingur og full- trúi ríkissaksóknara, gift Davíð Þór Björgvinssyni, dósent við lagadeild HÍ, en sonur þeirra er DavíðSteinn, f. 8.3.1985. Börn Helgu Bjargar frá fyrra hjónabandi eru Yngvi Páll, f. 2.1. 1964, nemi í rafmagnsverkfræði við HÍ, og Sigríður Margrét, f. 16.8.1967, nemi í líffræði við HÍ. Systkini Ólafs eru Jón Stefán Árnason, f. 16.8.1934, pípulagninga- meistari á Akureyri, kvæntur Jónu Snorradóttur og eiga þau fimm börn, og Anna Guðrún, f. 7.8.1947, starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins en börn hennar og Ólafs Þ. Ármannssonar, fulltrúa hjá Vá- tryggingafélagi íslands, eru þrjú. Foreldrar Ólafs: Ámi Jónsson, f. 14.4.1912, d. 17.4.1987, verkamaöur á Akureyri, og Snjólaug Ólafsdóttir, f. 14.5.1915, húsmóðir á Akureyri. Móðir Árna var Anna, systir Val- geirs, b. í Auðbrekku, föður Stefáns alþingimanns. Annar bróðir Önnu var Hilmar, faðir Gunnars, fram- kvæmdastjóra Atvinnutryggingar- sjóðs. Anna var dóttir Árna, b. í Áuðbrekku, bróður Sigurðar, föður Þóris námsstjóra. Árni var sonur Jónatans, b. á Hömrum í Laxárdal, Eiríkssonar, og konu hans, Guörún- ar Stefánsdóttur. Móðir Árna í Auö- brekku var Guörún Jónsdóttir, b. á Auðbrekku, Snorrasonar, b. á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, Ólafur Birgir Arnason. Flóventssonar. Móðir Snorra var Sigríður Snorradóttir, b. á Syðri- Reistará, Einarssonar, bróður Ólaf- ar, ömmu Baldvins Einarssonar. Bróðir Snjólaugar var Haraldur, faöir Bernharðs, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri. Ólafur tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Lóni á afmælisdag- inn. Sæmundur Þorsteinsson Sæmundur Þorsteinsson verslunar- maður, Hamraborg 36, Kópavogi (áður Víðihvammi 38) er sjötugur í dag. Sæmundur fæddist í Hvammsdal. Hann stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði 1938-39 en starfaði síöan hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar um skeið og hjá ORA, kjöt og rengi í Kópavogi. Þá starfaði Sæmundur hjá Sláturfélagi Suðurlands en er nú starfsmaður í Borgarbúðinni. Sæmundur kvæntist 2.9.1950 Em- ilíu Guðrúnu Baldursdóttur, f. 18.4. 1930, starfsmanni á skóladagheimili, en hún er dóttir Baldurs Guð- mundssonar, verkamanns í Reykja- vík, og Sigurlínar Jónsdóttur. For- eldrar Baldurs voru Guðmundur Bjarnason og Hjörtfríður Elísdóttir en foreldrar Sigurlínar voru Jón Kristjánsson, b. í Vindási í Eyrar- sveit, og Guðrún Jónsdóttir. Böm Sæmundar og Emilíu Guð- rúnar eru Guðrún, f. 28.4.1950, gift Sigurgeir H. Högnasyni, f. 12.1.1950, og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn, f. 14.11.1953, kvæntur Maríu J. Hauksdóttur, f. 28.1.1954, og eiga þau tvo syni; Sigurður, f. 3.9.1957, kvæntur Svölu Óskarsdóttur, f. 28.6. 1961, og eiga þau tvö börn; Jakob, f. 10.11.1958, en sambýliskona hans . er Sunneva Jörundsdóttir, f. 20.1. 1964, og eiga þau eitt barn; Guölaug- ur, f. 16.5.1960, kvæntur Valeyju B. Guðjónsdóttur, f. 17.1.1963, ogeiga þau tvö börn; Baldur, f. 3.2.1963, kvæntur Ólöfu Guðjónsdóttur, f. 4.1. 1967; Sigurlín, f. 7.5.1964, gift Magn- úsi P. Halldórssyni, f. 19.8.1961, og eiga þau tvö böm; Kristján, f. 23.9. 1969, ogHallgrímur, f. 21.4.1971. Sæmundur átti sjö hálfsystkini og em þijú þeirra látin. Hálfsystkini Sæmundar: Sigríður Þorsteinsdótt- ir; Sigurlaug Þorsteinsdóttir; Jakob- ína S. Thorarensen; Borghildur K. Thorarensen; Guömundur Thorar- ensen sem er látinn; Jón Thoraren- sen sem er látinn og Lára Thoraren- sen sem einnig er látin. Foreldrar Sæmundar: Þorsteinn Sæmundsson, f. 14.8.1847, d. 3.12. 1947, bóndi í Hvammsdal í Saurbæj- arhreppi, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 3.9.1885, d. 1925, húsmóðir. Þorsteinn var sonur Sæmundar, b. í Þrándarkoti í Laxárdal í Dala- sýslu, Jónssonar, b. á Laugum og á Hólum í Hvammssveit, Einarsson- ar. Móðir Sæmundar var Björg Steindórsdóttir. Móðir Þorsteins var Guðrún Guðmundsdóttir, skipasmiðs á Hóli í Hvammssveit, Ormssonar, b. í Fremri-Langey, ætt- Sæmundur Þorsteinsson. föður Ormsættarinnar, Sigurðsson- ar, en meðal aíkomenda hans má nefna Pétur Einarsson flugmála- stjóra, Snæbjöm Jónasson vega- máiastjóra, Ingibjörgu Þorbergs söngkonu og Garðar Cortes óperu- söngvara. Guðrún, móöir Sæmundar, var dóttir Guðmundar, b. í Felli í Kolla- firði og víðar, Einarssonar, og konu hans, Maríu Jónsdóttur. Sæmundur tekur á móti gestum milli klukkan 15.00 og 18.00 á heimil- i sínu, Hamraborg 36 2D. Til hamingju með afmælið 9. september Oddevrareötu 22. Akurevri. 85 ára Margrét Bettý Jónsdóttir, Melási6, Garðabæ. Jóhanna R. Júlíusdóttir, Guðmundur Nikulásson, Hjaltabakka 20, Reykjavík. Svala Jónsdóttir, Smyrlahrauni 27, Hafharfirði. Sigríður Marelsdóttir, Hringbraut 97, Keflavik. Guðmunda Jóhannesdóttir, Tunguvegi 7, Hafharfirði. Hún tekur á móti gestum í Gafl-Inn kl. 15-18 á afmælisdaginn. Þorgils Bjarnason, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 80 ára Bergþórugötu 41, Reykjavík. 50 ára Ármann Guðjónsson, Brekkustig 13, MiðneshreppL Dósóþeus Tímótheusson, Hringbraut 50, Reykjavík. Ingi Guðlaugsson, Mið-Samtúni, Glæsibæjarhreppi. Björn Þórhallsson, 70 ára Álftamýri 2, Reykjavík. 40 ára Baldur Arngrímsson, Löngumýri 17. Akureyri. Guðrún Sigurjónsdóttir, Gnoðarvogi 28, Reykjavík. Magnús Þorgeirsson, VallhoIti9, Akranesi. Stefán H. Jósefsson, Ægisgrund 1, Höfðahreppi. Héðinn Stefánsson, Laxárvirkjun 5, Aðaldælahreppi. Sigmundur Sigurðsson, 60 ára Steinadal, Fellshreppi. Sigurður Sigurjónsson, Furugrund 66, Kópavogi. Sigrún Halldórsdóttir, Sigurður Bergsson Sigríður Bjömsdóttir Sigríður Björnsdóttir, Grænumörk 3 á Selfossi, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Sigríður fæddist á Steinum undir Eyjaíjöllum og ólst þar upp. Hún var húsmóðir á Víði- völlum í Fljótsdal í sex ár og bjó síð- án einn vetur á Reyðarfirði. Sigríð- ur og Halldór maöur hennar bjuggu síðan á Efri-Sýrlæk í Villingaholts- hreppi í sextán ár og á Selfossi frá 1953. Halldór lést af slysförum viö vinnu, eftir það bjó Sigríður hjá syni sínum, Birni, og Guðbjörgu tengda- dóttur sinni til 1987 er hún flutti í þjónustuíbúðir aldraðra í Grænu- mörk. Er Sigríður var tvítug varð hún fyrir þeirri lifsreynslu að bæ- jarlækurinn í Steinum hreif með sér bæ þeirra á jólanótt og segir hún frá því í viðtali viðJónR. Hjálmarsson í bókinni Svipast um á Suðurlandi, 1978. Eiginmaður Sigríðar: Halldór Vilhjálmsson, f. 11. janúar 1896, d. 21. júlí 1959, b. og smiður. Foreldrar Halldórs: Vilhjálmur Einarsson, b. á Þuríðarstöðum í Fljótsdal, og kona hans, Þórhildur Eiríksdóttir. Börn Sigríðar og Halldórs: Björn, f. 16. mars 1931, kvæntur Guðbjörgu Ól- afsdóttur, f. 5. júní 1941, börnþeirra: Sigríöur, f. 1. janúr 1960, giftPáli Ragnari Tryggvasyni, börn þeirra: Inga Birna og Tryggvi; Hafdís, f. 29. júlí 1964, gift Adami Guömundssyni, sonur þeirra Davíö Örn; Ólafur Vet- urliði, f. 3. ágúst 1969; Óskar Þór, f. 18. febrúar 1977; Vilhjálmur, f. 17. júní 1932, kvæntur Hrafnhildi Kjart- ansdóttur, þau skildu, börn þeirra: Halldór, f. 19. ágúst 1962, Áslaug Fjjóla, f. 7. nóvember 1964, börn hennar og Harðar Sigurðssonar: Hugrún og Hrafnhildur, Sólrún Harpa, f. 10. nóvember 1969 og Kjart- an, f. 30. apríl 1971; Grétar, f. 9. okt- óber 1933, kvæntur Margréti Sigur- geirsdóttur, börn þeirra: Halldór, f. 29. júlí 1960, sambýliskona hans er Halldóra Heiðarsdóttir, börnþeirra: Grétar og Heiðar Pétur, Fanny, f. 4. desmber 1962, gift I Nengah Darna, börn þeirra eru: Daníel Freyr, Jóhannes Anton og Sigurgeir Búi, Kolbrún Berglind, f. 25. sept- ember 1972, Björn Eðvarð, f. 12. febrúar 1976 og Þórhildur Maggý, f. 4. apríl 1935, gift Hreini Aðalsteins- syni, sonur þeirra er: Haukur, f. 27. janúar 1976. Þau búa öll á Selfossi nema Þórhildur, sem býr í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Sigríðar: Björn Jónas- son, b. í Steinum undir Eyjafjöllum, og Margrét Guðmundsdóttir. Björn var sonur Jónasar, b. í Drangshlíð, Kjartanssonar, prests í Ytri-Skóg- um, Jónssonar, ríka í Drangshlíð, Bjömssonar. Móðir Jónasar var Sigríður Einarsdóttir, stúdents í Ytri-Skógum, Högnasonar, og kona hans, Ragnhildur Sigurðardóttir, prests á Heiði í Mýrdal, föður Jóns, Sigriður Björnsdóttir. föður Steingríms biskups. Sigurður var sonur Jóns, prests á Mýrum, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir „eldprests" Steingrímssonar. Móðir Björns var Þuríður Björnsdóttir, b. í Drangs- hlíð, Jónssonar, bróður Kjartans. Margrét var dóttir Guðmundar, b. í Steinum, bróöur Jóns, föður Sveins trésmíðameistara og stofnanda Völ- undar. Guðmundur vár sonur Helga, b. í Steinum, Guðmundsson- ar, b. í Kálíhaga í Flóa, Jónssonar. Sigríður tekur á móti gestum á heimili sonar síns, Bjöms, Birki- völlum 34 á Selfossi, á afmælisdag- inrt. Sigurður Bergsson vélstjóri, til heimihs að Heiðvangi 11, Hafnar- firði, er sextugur á morgun, sunnu- daginn 9.9. Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, á Bræðraborgarstíg 36. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1948, var við vélvirkjanám í Vélsmiðjunni Héðni 1953-57 og stundaði þá jafn- framt nám við Iðnskólann í Reykja- vik en vélskólaprófi lauk hann 1960. Sigurður var um skeið á skipum Eimskipafélags íslands og Jökla hf. en hann hefur starfað við rafstöö á Keflavíkurflugvellifrá 1962. Sigurður kvæntist 11.10.1958 Soff- íu Stefánsdóttur, f. 1.12.1937, full- trúa hjá Gjaldheimtunni í Hafnar- firði, en hún er dóttir Stefáns Jóns- sonar, forstjóra í Hafnarfirði, og konu hans, Ragnheiðar Huldu Þórð- ardóttur húsmóður. Böm Sigurðar og Soffiu eru son- ur, f. 16.11.1958, d. 21.11. sama ár; Stefán Þór, f. 16.7.1960, vélstjóri í Hafnarfirði, en sambýliskona hans er Kristín Helgadóttir og eiga þau tvö börn; Bergur Már, f. 3.10.1961, vélvirki í Hafnarfirði, kvæntur Hildi Þorsteinsdóttur og eiga þau tvær dætur; Anna Soffia, f. 28.5. 1970, verslunarstjóri í Hafnarfirði, en sambýlismaður hennar er Andri Marteinsson, og Gunnar Thorberg, f. 21.2.1973, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Sigurðar voru Bergur Thorberg, f. 30.9.1894, d. 29.8.1953, vélstjóri í Reykjavík, og kona hans, Sumarlína Þuríður Eiríksdóttir, f. 20.4.1898, d. 6.7.1988, húsmóðir. SiguröurBergsson. Sigurður og kona hans, Soffía, taka á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn milli klukkan 16.00 og 20.00. j--------------- Studioblóm ÞönglabakKa 6, Mjódd, noröan við Kaupstað, sími 670760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.