Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
Fréttir
Barátta umboðsmanns Alþingis við framkvæmdavaldið:
Tilviljunum háð hvernig
brugðist er við álitum
'iz__* *
Leigubí Ist jóramál i
Samgönguráöuneyt
lið 1989
aráðuneytið
barnaverndarnefndar
álaráðuneyti
Sili
1989
talninj
naðarráðuneyti
íjaldið 1989
málaráðuneytið
k
1
Kvótamálin
Sjávarútvegsráðuneytið
Hér má sjá nokkur helstu „ruslafötumál" kerfisins en sumir telja að þau
mál sem fallið hafa í gleymsku séu enn fleiri.
Málafjöldi hjá umboðsmanni Alþingis
140
100
Lokaafgreiðsla
Til meðferðar
Umboðsmaður Alþingis hefur starfað síðan haustið 1987 en hér sést
hvernig málum hefur fjölgað hjá honum tvö fyrstu árin. Tölur yfir það
sem af er 1990 munu ekki vera handbærar.
„Það fer alveg eftir því hvers
eðlls álitið er hvað við gerum. Það
geta verið jafn margar ástæður til
mismunandi viðbragða og fjöldi
áhta. Við skoðum þau alltaf og
reynum að bregðast við eins og við
á og eftir þvi hvað réttast er á hverj-
um tíma,“ sagði einn af ráðuneytis-
stjórum stjómarráðsins þegar
hann var spurður um það hvemig
afgreiðslu álit frá umboðsmanni
Alþingis fengju þegar þau bærust
ráðuneytinu.
Þessi viðbrögð em dæmigerö fyr-
ir þá meðferð sem áht umboös-
mannsins fá hjá stjómkerfmu, eng-
inn virðist vita nákvæmlega hvað
eigi aö gera við þau og það er
„svona látið ráöast" hvemig
brugðist er við þeim.
í lögum númer 13 frá 1987, um
umboðsmann Alþingis, er starf
hans og hlutverk tilgreint. Þar em
hins vegar engin skýr ákvæði um
það hvemig bregðast eigi við álits-
gerðum hans og því síður er þar
nokkur refsiákvæði að fmna enda
umboðsmaðurinn ekki dómari. í
11. grein laganna er sagt frá því
hvemig umboðsmaðurinn geti
komið niðurstöðum sínum áleiðis:
„Ef umboðsmaður verður þess var
að meinbugir séu á gildandi lögum
eða almennum stjórnvaldsfyrir-
mælum skal hann tilkynna það
Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra
eða sveitastjóm.“
Valdiö felst í aö
leita skýringa
Vald umboðsmannsins felst fyrst
og fremst í því að hann getur kraf-
ið stjómvöld um skýringar og upp-
lýsingar á ákvörðunum þeirra og
framkomu. í skýringum með lög-
um um umboösmanninn er tekiö
fram að: „Enginn aðiii er hins veg-
ar bundinn af áliti og niðurstöðum
umboðsmanns. Ákvörðun umboðs-
manns um að taka mál til með-
ferðar haggar, ein út af fyrir sig,
ekki þeim athöfnum, sem um er að
ræða. Hún kemur ekki í veg fyrir
athafnir, sem fyrirhugaðar eru, né
frestar réttaráhrifum ákvarðana.
Það útilokar samt ekki að stjóm-
völd geti stundum ákveðið, að
ákvörðun eða framkvæmd hennar
skuh frestað, á meðan umboðsmað-
ur athugar mál en yfirleitt er ekki
í valdi umboðsmanns að hafa af-
skipti af því.
Starf umboðsmanns felst í aðal-
atriðum í því að hann kannar eftir
á, hvort stjórnvöld fari að lögum,
og lætur uppi áht á því að könnun
lokinni. Beinn árangur af starfi
umboðsmanns fer eftir því, hvort
stjómvöld taki til greina það, sem
fram kemur í áhti hans.“
Það er álit þeirra lögfræðinga
sem DV ræddi við að eðli málsins
samkvæmt ætti að fara eftir áliti
umþoðsmanns. Það væri sú regla
sem gildir í nágrannalöndunum.
Þá segja þeir aö í starf umboðs-
manns hafi vahst einhver færasti
lögfræðingur landsins og vinnu-
brögð hans séu nyög vönduð auk
þess sem hann leiti oft áhts og að-
stoðar annara lögfræðinga við gerð
álita.
Sveltur til hlýöni
Áður hefur verið rakið hér í DV
hvemig ætiunin er að svelta um-
boðsmanninn til hlýðni við af-
greiðslu fjárlaga. í skýrslu sinni til
Alþingis fyrir árið 1989 vekur um-
boðsmaðurinn athygli á því að fjár-
málaráðherra hafi lagt til í fjárlög-
um fyrir 1990 að framlag til em-
bættis umbdðsmanns yrði lækkað
frá því sem umboðsmaður hafði
lagt til og hlotið blessum forseta
þingsins fyrir. Samkvæmt heimild-
um DV vora fjárveitingar til um-
boðsmannsins skornar niður um
20%. Varaði umboðsmaðurinn þá
við því að með þessu væru hand-
hafar stjómsýsluvalds að taka
fram fyrir hendur Alþingis.
Einnig hefur staðið deila á milli
umboðsmanns og fjármálaráð-
herra (og reyndar landbúnaðarráð-
herra) út af seinagangi við að skila
þeim upplýsingum sem umboðs-
maðurinn óskar eftir. Mun land-
búnaðarráðuneytið hafa verið 9
mánuði að skila inn gögnum í máh
varðandi kartöflur.
Þá er athyglisvert að skoða um-
mæli fjármálaráðherra frá 23. mars
síðastÚðnum en þá sagði hann í
þingræöu að óhóflega mikill tími
færi í aö svara erindum umboðs-
manns.
Gátu ekki hent
búfjártalningunni
„Við gátum allavega ekki breytt
til fyrra horfs, það er að segja að
það sem búið var að telja teldist
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
ótalið. Talningin hafði verið fram-
kvæmd og var raunverulega til
margvíslegs gagns. Meðal annars
staðfesti hún að í flestum tilvikum
mætti treysta þeim gögnum sem
unnið væri með,“ sagði Sveinbjöm
Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu, þegar
hann var spurður að því hvemig
ráðuneytið heföi bmgðist við því
að umúoðsmaðurinn taldi að úú-
fjártalning sú er framkvæmd var í
apríl og maí 1989 styddist ekki við
lög.
Eins og kemur fram hjá Svein-
bimi þá fékk þaö álit umboðs-
mannsins kaldar móttökur í ráðu-
neytinu. í áliti umboðsmannsins
kemur fram harður áfellisdómur
yfir búíjártalningunni.
Sveinújörn var spurður að því
hvort ekki hefði verið rétt fyrir
ráðuneytið að eyða þeim gögnum
sem það hafði aflað sér með taln-
ingunni úr því hún studdist ekki
við lög:
„Nei, en þau hafa aldrei legið á
glámbekk nokkurs staðar, aldrei.
Annars átta ég mig ekki á þessari
yfirheyrslu - af hverju er spurt
svona. Þetta er gerður hlutur, þessi
talning,“ sagði Sveinbjöm.
Þess má geta að DV hefur heim-
ildir fyrir því að niðurstöður bú-
fjártalningarinnar hafl veriö not-
aðar í í starfi ráðuneytisins í óþökk
margra bænda.
Ávöxtunarmálið
Annaö kunnugt mál sem fékk
svipaðar móttökur var mál varð-
andi gjaldþrot Ávöxtunar. Komst
umboösmaðurinn þar aö þeirri niö-
urstöðu í langri og rökstuddri
skýrslu aö bankaeftirlitið hefði í
verulegum atriðum vanrækt eftir-
htshlutverk sitt. Stjórn Seðlabank-
ans boðaöi til fundar af þessu til-
efni og ályktaði á þann veg að nið-
urstaða umboðsmanns sé að engu
hafandi og á misskilningi byggð.
Guðmundur Ágústsson þingmað-
ur tók þetta upp í fyrirspurnartíma
á Alþingi og spuröi viðskiptaráð-
herra um afstöðu hans.
í svari sínu segir Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra að hann sé „ekki
viss“ um að hann taki undir það
að Seðlabankinn hafi vísað áliti
umboðsmanns frá. Hann tekur
hins vegar undir þá skoðun Guð-
mundar að seðlaúankamenn séu
umboðsmanninum ósammála og
segist síðan taka undir rök seðla-
bankamanna. Hann segir reyndar
síðar að niðurstaöa umboðsmanns-
ins sé „gagnlegt innlegg" í þessa
umræöu.
Síðar í ræðu viðskiptaráðherra
kemur síðan kafli sem margir telja
dæmigerðan fyrir viðskipti fram-
kvæmdavaldsins við umboðs-
manninn: „En umboðsmaðurinn
er ekki dómari þótt ábendingar
hans um framkvæmd stjórnsýsl-
unnar geti verið mjög mikilvæg-
ar.“
Forræðismál
Einhver algengasti málaflokkur
hjá umboðsmanninum lýtur að for-
sjármálum og umgengnisrétti. 1988
fékk hann 6 mál af því tagi og 1989
fékk hann 11 mál af þessum toga.
Umboðsmaður hefur greinilega
reynt aö taka á þessum málum og
vakti mikla atúygli þegar hann
fjallaði um aðgang að umsögnum
barnaverndanefnda sem lesa má
um í skýrslu hans fyrir árið 1989.
Komst umboösmaðurinn þar að
þeirri niðurstöðu að það ætti að
vera meginregla, aö aðilar skilnað-
armáls skyldu eiga þess kost að
kynna sér gögn, sem máhö gætu
skipt fyrir niðurstöður úrskurðar
um forsjá. Segir umboðsmaður að
dómsmálaráðuneytið ætti að af-
henda aðila málsins (sem kært var)
afrit af umsögnum barnaverndar-
nefndar. Eftir því sem DV kemst
næst hefur þetta veriö hundsað af
ráðuneytinu. Skömmu síðar af-
greiddi umboðsmaður samskonar
áht í svipuðu máli.
Leigubilamálið
Álit umboðsmanns frá 1988 út af
sviptingu leyfis til aksturs leigubíla
vegna hámarksaldurs vakti tölu-
veröa athygli. Þar var þaö niður-
staöa umboðsmanns að svipting
atvinnuleyfa hjá þremur leigubíls-
stjórum heföi ekki stuöst viö lög.
Er athyglisvert að umboösmaður
telur aö reglugerðarákvæðið, sem
samgönguráðuneytið vann eftir,
hafi ekki átt sér lagastoð.
Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif-
stofustjóri í samgönguráöuneyt-
inu, sagði að þessi niðurstaða hefði
orðið til þess að lögunum heíði ver-
iö breytt síöar meir.
Þaö kom hins vegar einnig fram
hjá henni að viðkomandi leigubíl-
stjórar fengu ekki atvinnuleyfin
aftur þrátt fyrir þaö áht umboðs-
mannsins að sviptingin hefði ekki
verið á lögum byggö. Mætti ætla
að slíkt hefði veriö sjálfsagt.
Námsbókagjaldið
Það sem er líklega efst í hugum
manna núna er álit umboðsmanns
út af námsgögnum. Þar segir um-
boðsmaður aö innheimta gjalda
vegna þeirra styðjist ekki við lög.
Er mönnum sjálfsagt í fersku
minni þegar menntamálaráöherra
birtist á sjónvarpsskjánum og
sagðist hafa álit annara lögfræð-
inga um aö gjaldheimtan væri í
lagi. Síðan hefur nánast hvorki
rekið né gengið í þvi máli og virð-
ast menn skiptast í tvo flokka um
hvort innheimta eigi þetta gjald. i
stað þess að kveða strax upp, að
eftir áliti umboðsmannsins verði
farið, eins og flestir telja eðhlegt,
þá var það skilið eftir í óvissu.
Hér hafa sem vonlegt er ekki ver-
ið talin upp öll álit umboðsmanns-
ins en þeir lögfræöingar sem rætt
hefur verið við telja að ótrúlega oft
veröi þau gleymskunni að bráö.
Var til dæmis nefnt við blaðamann
DV að eitt mál varðandi kvótakerf-
ið og smábáta hefði fengiö sérstaka
meðferð í sjávarútvegsráðuneytinu
því það hefði aðeins farið eítir áht-
inu til hálfs!