Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. 11 í- f dv Útlönd Fjöldamorðin í Flórída: Morðinginn enn ófundinn Anna Bjamasora DV, Flórída; Nýr þáttur er nú hafinn í leitinni aö þeim sem myrti fimm skóla- nema í háskólabænum GainesviUe í Flórída í Bandaríkjunum í síðasta mánuði á hrottafenginn hátt Bein- ist nú rannsóknin að nokkrum tjömum sem eru nálægt vettvangi morðanna í þeirri von að morð- vopnið eða morðvopnin finnist. Fjöldi lögreglumanna hefur notið aðstoðar þjóðvarðliða við leit að sönnunargögnum í skóglendi og fenjum. Til þessa hefur athygli lögregl- unnar einkum beinst að átta mönn- um. Tveir þeirra þykja þó grun- samlegastir, Edward Lewis Hump- hrey, 18 ára gamall, og Stephen Michael Bates sem er þrítugur. Þeir eru báðir í varðhaldi en era þó hvorugur enn ákærðir fyrir morðin á stúdentunum. Humphrey situr inni fyrir að hafe lúbariö ömmu sína en Bates fyrir að hafa ógnað konu og dóttur hennar. Humphrey er nemandi á 1. ári í Flórídaháskóla. Hann var úrskurö- aður í gæsluvarðhald í kjölfar morðanna fimm eftir að hann hafði meðal annars kjálkabrotið öramu sína. Hann á einnig yfir höfði sér dóma í tveimur öðrum árásarmái- um. Amman hefiir nu opinberlega fyrírgefiö þessu bamabarni sínu barsmíðina og er óþreytandi aö lýsa fyrir fréttamönnum á hve óréttmætan hátt, að hennar dómi, lögreglan hefur lagt Humphrey i einelti. Humphrey er þannig lýst að hann sé yfir sig hrifinn af hnífum og alls kyns hermannabúningum. Sagt er að hann hafi oft farið i ráns- og rannsóknarferðir, í stíl viö ferðir kvikmyndahetjunnar Rambós, um skóglendið að baki hússins þar sem hapn býr í Gainesville. Á heimili Bates, sem situr inni fyrir aö hafa ógnað konu og dóttur hennar, fann iögreglan bööuis- snöru, bækur um djöfladýrkun og morðingja, kvennærfatnað, klám- myndir og hnífa. Lögreglustjórinn í þeirri sýsiu sem Bates býr telur þó haria ólíklegt að hann sé viðrið- inn stúdentamorðin óhugnanlegu i Gainesville. Kyrrt er að kalla í byggðum blökkumanna í Suður-Afríku. Hermenn eru þó hvarvetna á verði og hverfi andstæðra dafylkinga hafa verið skilin að með gaddavírsgirðingum. Simamynd Reuter Þokast í friðarátt í Suður-Afríku: Mandela neyðist til að gefa eftir - verður að hitta Buthelezi við samningaborðið „Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur suður-afrísku stjórninni en viðræður um stjón allra kynþátta í Suður- Afríku kunna að sigla í strand ef hún grípur ekki til viðeigandi ráðstafana og kemur lögum yfir þá menn sem síðustu vikur hafa farið með morð- um hér í landinu," sagði blökku- mannaleiðtoginn Nelson Mandela í yfirlýsingu eftir að hafa átt fund meö Mangosuthu Buthelezi, höfuðand- stæðingi sínum, í gær. Fréttir um það að háttsettir menn í hreyfingum blökkumanna heíðu átt með sér fund í gær komu á óvart og yfirlýsmg Mandela bendir ekki til að viðræðurnar hafi aukið líkur á friði í landinu. Mandela hefur sakað But- helezi, leiðtoga zúlúmanna, um að hafa staðið fyrir manndrápunum undanfarið í Suöur-Afríku og sagt að hann hafi notið til þess stuðnings stjórnarinnar. Mandela hefur til þessa neitað að ræða við Buthelezi en hann hefur nú fallist á viðræður. Buthelezi vill að þeir tveir ræðist við en Mandela þvertekur fyrir það og síðasta yfir- lýsing hans bendir ekki til að miklir mögulekar séu á smstarfi. Með yfirlýsignu sinni er Mandela að ögra Buthelezi því væntanlega eru það fylgismenn hans sem stjórnin á að koma lögum yfir. Mandela segir að Buthelezi vilji berjast að samn- ingaborðinu og viðræður viö hann feli í sér viðurkenningu á Buthelezi sem einum af leiðtogum blökku- manna í viðræðunum við stjórnina. Afríska þjóðarráðið, sem Mandela er nú helsti talsmaður fyrir, hefur hafnað áætlun ríkisstjórnarinnar um að koma á friði í landinu. Áætl- unin fól í sér að stjórnin ætlað að beita her og lögreglu af vaxandi afli en margir fylgismenn Mandela saka einmitt herinn og lögregluna um hlutdrægni í átökum blökkumanna. Talið er að Mandela sé nú nauðug- ur einn kostur að hitta Buthelezi að máli. Átökin í landinu hafa kostað um 760 menn lífíð og svo er að sjá sem ekkert lát verði á blóðsúthelling- um. Því er ljóst að friöur kemst ekki á nema leiðtogar fylkinganna komi sé saman um málamiðlun. í yfirlýsingu sinni segir Mandela að allir aöilár verði að koma sér sam- an um leiðir til að koma á friði þótt hann falli ekki frá kröfu sinni um að yfirvöld hegni zúlúmönnum fyrir þátt þeirra í átökunum. Mandela er hins vegar ljóst að án friðar milli blökkumanna verða eng- ar viðræður um stjórn allra kynþátta í landinu. Honum er nú aö skiljast að Afríska þjóðarráðið mun ekki kotna fram sem eini málsvari blökkumanna í þeim viðræðum held- ur verður Buthelezi einnig ætlaður staöur við samningaborðið þegar viðræður við stjórnina hefjast. Reuter ARCTIC CAT MIÐSTÖÐ S LEÐ AVIÐS KIPTA NN A Wifd Cat Wild Cat Prowler Cheetah EITigre EITigre Jag Arg. Verð ’89 640.000 ’88 520.000 ’90 580.000 ’87 450.000 ’85 350.000 ’89 550.000 ’89 470.000 ÓSKUM EFTIR SLEÐUM I UMBOÐSSÖLU MIKIL EFTIRSPURW Friðarviðræöumar í Kambódíu: Noradom Sihanouk býður óvænt sættir Noradom Sihanouk prins kom óvænt í morgun með tillögu til að leysa hnútinn sem friðarviðræðurnar í Kambódíu eru komnar í. Prinsinn bauð að andstæðingar stjórnarinnar gæfu eftir eitt sæti í Þjóðarráðinu og fengi þar með meirihluta gegn því að stjórnarandstæðingar skipi for- seta ráðsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skorað á stríðandi fylkingar í Kambódiu að setjast aftur að samn- ingaborðinu til að ræða friðaráætl- unina sem ráðiö hefur gert fyrir landið. Fulltrúar fylkinganna voru komnir til fundar um málið í Bang- kok fyrr í vikunni en hittust aldrei og fóru heim í fússi í gær. Fylkingarnar hafa hver í sínu lagi fallist á friðaráætlunina en geta ekki komið sér saman um hvernig henni skuli komið í framkvæmd. Aöilar hafa komið sér saman um að skipa Þjóöarráð en það er óstaríhæft vegna þess að enginn vill unna öðrum að vera þar í forsæti. Nú síðast strandaði á að stjórn Hun Sen í Kambódíu gat ekki sætt sig við Noradom Sihanouk prins sem for- seta Þjóöarráðsins sem á að ráða Kambódíunæstumánuði.. Rcuter Höfum opnað nýjan matsal i vesturenda hússins m/ölkrá. Allar veitingar. Matseðill föstudaginn 21.9. Rjómalöguð spergilkálssúpa Ávaxtafylltur grísahryggur með sinnepssósu og smjörsteiktum kartöflum Pönnusteiktur steinbítur með gráðostasósu og grænmeti Opið föstudaga 18-01 laugardaga 18-01 Þjónað til borðs, þú heyrir bara Ijúfa, lága tónlist Sundakaffi - ölkrá - bar - Sundahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.