Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Blaðsíða 8
8
f
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990.
á aóeins
Vinsældir Macintosh-tölvanna eru slíkar
að við höfum vart undan að anna eftirspurninni.
Við þökkum frábærar mótttökur og bjóðum
jafnframt lokasendinguna af Macintosh Plus-tölvum,
sem okkur tókst að útvega á þessu afmælisverði.
(Afhentar beint af
Ath. Gildir aðeins á meðan birgðir endast! Pantanir í síðustu sendingu óskast sóttar.
Radíóbúðin hf.
Sími: (91) 624 800
Apple-umboðið
Skipholti 21,105 Reykjavík
Utlönd
Francesco Cossika hefur lýst því yfir að stjórn italíu hafi ekki lengur völd
í landinu öllu. Símamynd Reuter
Alda ofbeldisverka ríöur yfir Ítalíu:
„Mafían hefur hluta
landsins á valdi sínu“
- segir Francesco Cossiga, forseti landins
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu,
sagði um helgina að svo virtist sem
ítalska ríkið hefði tapað völdum í
sumum hlutum landins og væru þeir
nú á valdi mafíunnar.
Yfirlýsing Cossiga kemur i kjölfar
þess að undanfarnar vikur hefur
mikið borið á átökum milli hópa inn-
an mafíunnar. Einnig hefur mafían
ráðist á opinbera embættismenn og
lét nú síðast myrða landfógetann á
Sikiley.
Cossiga segir aö ástandið hafi aldr-
ei verið verra frá því eftir 1970 og
þegar mikil alda ofbeldisverka reið
yfír landið. Jóhannes Páll páfi hefur
þegar látið frá sér fara bón um að
landsmenn hætti að berjast en það
virðist hafa koma fyrir litið.
Forsetinn sagði að svo virtist sem
glæpaaldan hefði náð út fyrir sín
hefðbundnu svið og væru. glæpa-
mennirnir farnir að snúast gagngert
gegn yfirvöldum. Stjórnmálamenn
hafa ekki mótmælt orðum forsetans
og segja að þau sýni í þvílíkt óefni
sé komið i landinu.
Margir ásaka stórn Andreottis um
aö ganga ekki fram af nægilegri
hörku gegn glæpamönnunum. Þeir
segja að stjórnina vanti bæði pólit-
ískan vilja og ákveðna stefnu til að
vinna eftir.
Reuter
Forseti Kólombíu breytir um stefnu:
Viðræðum við eitur-
lyfjabaróna haf nað
Cesar Gaviria, forseti Kólombíu,
hefur neitað að nokkrar viðræður
fari eftirleiðis fram milli yfirvalda
og kókaínsmyglara í landinu. Jafn-
framt hefur hann gefið í skyn að hér
eftir verði gengið fram af vaxandi
hörku gegn smyglurunum.
í síðasta mánuði bauð forsetinn
smyglurum samninga gegn því að
þeir gæfu sig lögreglunni á vald. Fyr-.
ir vikið var þeim lofað vægum fang-
elsisdómum og stóð til að stytta refs-
ingar um allt að helming hjá þeim
sem tækju boði stjórnarinnar.
Kókaínsmyglararnir hafa svarað
þessu tilboði með morðum á mönn-
um í opinberum stöðum og þá hafa
þeir rænt þremur Kólombíumönn-
um. Meðal þeirra sem smyglararnir
hafa í haldi er dóttir fyrrum forseta
landsins.
Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu
sem var prentuð í blöðum landsins í
gær. Þar sagði hann að engar sámn-
ingaviðræður ættu sér stað milli
hans og æðstu kókaínbarónanna í
landinu og engir samningar kæmu
til greina meðan barónarnir héldu
uppteknum hætti.
Tilboð forsetans um sakaruppgjöf
til þeirra sem gefa sig fram stendur
þó enn en það felur í sér skilyrðis-
lausa uppgjöf. Eiturlyíjabarónarnir
hafa undanfarið látið frá sér fara
ýmsar yfirlýsingar um samninga
þeirra við stjórnina en þær hafa jafn-
harðan verið bornar til baka af yfir-
völdum.
Nú er svo komiö að útvarpsstöðv-
um og blöðum er bannað að flytja
boð frá eiturlyfjabarónunum. Sagt
er að yfirlýsingar þeirra grafi ein-
ungis undan réttarfari í landinu.
Reuter
ÆTLAR ÞU AÐ LEGGJA
SNJÓBRÆÐSLU FYRIR VETURINN?
Nú er tækifærið
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar
Faglegar ráðleggingar
Útvegum menn til starfans ef með þarf
V VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966
|LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416
Flokksforingi:
Rekinn
fyrir að reka
hóruhús
Leiðtogi Kínverska Kommúnista-
ílokkins í háskóla nokkrum þar í
landi hefur verið rekinn úr stöðu
sinni og flokknum fyrir að reka
hóruhús í skólanum. í brottvísuninni
var sagt að honum væri vísað frá
vegna siðferðisbresta.
Hóruhúsið var rekið á heimavist
skólans. Þar gátu flokksbroddar
fengið þjónustu en starfsemin vakti
mikla óánægju meöal margra ilokks-
manna þegar hún spurðist út.
Flokksmaöurinn fyrrverandi heitir
Zhong og átti að leiða flokksmenn í
háskólanum í Shanix í Norður-Kína.
Reuter