Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 10
10 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur. Innritun fer fram laugardaginn 29. sept. kl. 10-12. Germanía Við veitum þér: ★ Þitteigiðhársemvexævilangt ★ Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá okkur eða heima hjá þér ★ Skriflega lífstíðarábyrgð ★ Framkvæmt af færustu læknum HRINGIÐ (BEST MILLI KL. 19- EÐA SKRIFIÐ TIL: n 21) Skanhár Holtsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 91-657576 Nafn:____________________________________ Sími:__________ Heimilisfang:____________________________ Póstnúmer:. Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst. Námskeið nr. 3 dagana 2.10. og 3.10. á Egilsstöðum Námskeið nr. 4 dagana 3.10. og 4.10. á Hornafirði Námskeið nr. 5 dagana 10.10. og 11.10. á Þórshöfn Námskeið nr. 6 dagana 23.10. og 24.10. á Akureyri Námskeið nr. 7 dagana 25.10. og 26.10. á Sauðárkróki Námskeið nr. 8 dagana 29.10. og 30.10. i Grundarfirði Námskeiðnr. 9dagana 31.10. og 1.11. i Vestmannaeyjum Námskeið nr. 10 dagana 5.11. og 6.11. á Patreksfirði Námskeið nr. 11 dagana 7.11. og 8.11. í Reykjavík Námskeið nr. 12 dagana 12.11. og 13.11. í Reykjavík Námskeið nr. 13 dagana 14.11. og 15.11. í Reykjavík Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda í síma 91 -681122 Geymið auglýsinguna. Löggildingarstofan BJÓRWHÖLUNhf Vikuskammturinn Mánudaginn 24. september Stórsöngvarinn og gítaristinn Einar Jónasson heldur uppi glimrandi stuði fyrir gesti Sjávarút- vegssýningarinnar. Þriðjudaginn 25. september Einar Jónasson leikur létta og skemmtilega pöbb- tónlist fyrir hressa gesti. Miðvikudagurinn 26. september. Fyrsta stór-skemmtikvöld íþróttafélagsins Leiknis. Auglýst síðar. Fimmtudagurinn 27. september. Tveir landsfrægir stórsöngvarar skemmta gestum með gríni og glensi? Munið dansgólfíð þar sem léttir snúningar eiga sér stað. Snyrtilegur klæðnaður BJÓRWHÖLUNhf GERDUBERG11 WREYKJAVÍK SÍMI75800 Utlönd Ryskov gerir úrslitatilraim til að stöðva 550 daga áætlunina: Hungrið bíður millj- óna Sovétmanna - spáir forsætisráðherrann um ástandið í Sovétríkjunum 1 vetur Nikolai Ryskov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skoraði í morgun á félaga sína í Æðsta ráði Sovétríkj- anna að hafna tillögunum að nýju hagskipulagi ríkisins en í þeim á meðal annars að hverfa frá komm- únískum hugmyndum um hagstjórn. I dag á að ganga til atkvæða um tillögurnar sem gengið hafa undir nafninu 500 daga áætlunin. Til stóð að greiða atkvæði um þær í Æðsta ráðinu á föstudag en hætta varö viö það vegna þess að of fáir fulltrúar voru viðstaddir. Ryskov sagði í morgun að landið væri alls ekki tilbúið að ganga í gegn- um breytingarnar sem fylgdu nýju hugmyndunum á svo skömmum tíma. „Við stöndum höllum fæti nú þegar en þetta mun leggja efnahags- lífið'í rúst,“ sagði Ryskov. Um leið og Ryskov varaði við nýju hugmyndunum lýsti hann því hvern- ig öll dreifmg á matvælum í landinu væri á vegi stödd og taldi að þar blasti hrun við í vetur. í sjónvarps- viðtali sagði Ryskov að erfiðir tímar væru framundan í Moskvu og Len- ingrad. Hann sagði að nýja skipulagið leiddi aðeins til enn meiri vandræða en þegar væru orðin. Ef það yrði tek- ið upp mundu milljónir Sovétmanna líöa skort í vetur. Ryskov hefur lagt fram tillögu um málamiðlun en hún hefur lítinn hljómgrunn fengið og er tahð fullvíst að 500 daga átlunin nái fram að ganga. Gorbatsjov hefur þegar sagt að nausynlegt geti verið aö hann stjórni með tilskipunum ef fulltrúar í Æðsta ráðinu komi sér ekki saman um stefnu fyrir landið. Boris Jeltsín hef- ur þegar vísað þeirri hugmynd for- setans á bug og varað hann við slík- um hugmyndum. Reuter Nikolai Ryskov varaði í morgun félaga sína í Æðsta ráðinu við að sam- þykkja 500 daga áætlunina. Símamynd Reuter Fidel Castro vildi að Sovétmenn gerðu árás á Bandarík- Nikita Krutsjov segir að Castro hafi siðar viðurkennt að in árið 1962. hugmynd hans var óraunhæf. Nýjar upplýsingar frá Krutsjov um Kúbudeiluna: Fidel Castro vildi árás á Bandaríkin - taldi rétt að Sovétmenn notuðu kjamorkusprengjur Fidel Castro á að hafa lagt hart að Nikita Krutsjov, leiðtoga Sovétríkj- anna, að gera kjarnorkuárás á Bandaríkin árið 1962 í Kúbudeilunni. Þetta kemur fram í endurminning- um sem Krutsjov hefur látið eftir sig og brot er birt úr í tímaritinu Time. Krutsjov á að hafa lesið minninga- brotin inn á segulband eftir að hann féll af valdastóli árið 1964. Fjölskylda hans geymdi upptökurnarog lét ekk- ert vita um tilvist þeirra af ótta viö að þær væru of bersöglar til að kom- ast í hendur sovéskra yfirvalda. Áður hefur verið gefin út endur- minningabók Krutsjovs á Vestur- löndum en þar var ekkert efni af upptökunum. í þessum nýju upplýs- ingum segir Krutsjov að Castro hafi hvatt hann til að verða fyrri til og gera árás á Bandaríkin eftir að þeir höfðu uppgötvað að sovéskar kjarna- eldflaugar voru á Kúbu. Krutsjov segir aö flaugunum hafi verið komið fyrir á Kúbu vegna þess að hann trúöi því ekki að Banda- ríkjamenn ætluöu að sætta sig við kommúnistann Castro sem æðsta valdamann á Kúbu. Sovétmenn voru búnir að flytja 42 kjarnaeldflaugar til Kúbu þegar Bandaríkjamenn komust að flutningunum og John F. Kennedy krafist þess að þær yrðu fluttar til baka. Krutsjov segir að flaugarnar hafi verið nægilega öflugar til að eyða New York, Washington og Chicago og að Castro hafi eindregið mælt með því að þær yrðu notaðar strax í upp- hafl deilunnar. Krutsjov segir að Castro hafi alls ekki treyst á loforö Bandaríkja- manna um að ráöast ekki á Kúbu eftir að flugarnar höfðu verið íluttar til Sovétríkjanna á ný. Hann segir að Castro hafi síðar viðurkennt aö hugmynd hans hafi veriö óraunhæf og að árás heföi haft miklar hörm- ungar í fór með sér. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.