Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Side 27
35 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. LífsstOl Allir í slátur - ekki „bara kvenmannsverk" Nú er sláturtíðin hafm og hagsýn heimili farin að huga að sláturgerð. Slátur og annar innmatur er eins og allir vita bæði holl og afbraðsgóð fæða fyrir utan þaö að vera mjög ódýr matur. í sláturmarkaði Goða á Kirkju- sandi við Laugamesveg er nú hafin slátursala og þar er opið frá 10-6 virka daga og 10-2 á laugardögum. Þar kostar ófrosið heilslátur 519 krónur. Fyrir þá sem ekki vita hvaö er í einu heilslátri er rétt að upplýsa Neytendur það: Einn sundursagaður haus, hjarta, lifur, tvö ným, hálsæðar og þind, eitt kíló mör, einn lítri blóð og hreinsuð vömb. Hjá Sambandinu er hægt að kaupa 3 eða 5 frosin heilslátur í kassa. Af ófrosnum innmat kostar köóið af lif- ur 390, hjörtum 472, nýrum 234, eyst- um 148 og þindum 185 krónur. Ein vömb og einn keppur kosta saman 85 krónur. Hreinsaðir og sagaðir sviðahausar kosta 375 krónur kílóið og kílóið af óhreinsuðum hausum kostar 264. Sláturfélag Suðurlands byrjar slát- ursölu sína í Starmýri 2 á morgun, þriðjudag, og hefur opið á milh kl. 1 og 7 virka daga og 10-4 á laugardög- um. Sláturgerð er ekki lengur einkamál húsmæðra. Hvemig gera má slátur Flestir sem gera slátur hafa ákveðna uppskrift tö að fara eftir og oftast er það „uppskriftin hennar mömmu“ sem þykir best. En ekki er víst að aöir hafi aðgang að sláturupp- skrift þannig að við ætlum að birta hér nokkrar. Allar eru þær marg- reyndar og fólk getur bara vahð þær sem því líst best á. Blóðmör I 11 blóö 11 vatn 50 g gróft salt 200 g haframjöl 100 g heöhveiti ca. 1 kg rúgmjöl ca. 2 kg mör vambir 1. Brytjið mörinn fremur smátt. 2. Skohð vambirnar, sníðið 4-6 keppi úr hverri vömb og saumið. Gætið þess að hafa góð op. 3. Blandið saman blóði, salti og vatni og hrærið í þar tö saltið er runnið. 4. Hrærið haframjöh og heöhveiti saman við og síðan rúgmjöU, svo miklu að úr verði nokkuð þykkur velhngur. 5. Blandið mörnum saman við jafn- óðum og látið er í vambarkeppi. Saumið fyrir. Látið þá keppi sem á að frysta í plastpoka, merkið og látið sem fyrst í frost. Annað er soðið í 2-3 tíma eftir stærð keppanna, í söltu vatni. Blóðmör II 11 blóð 'A 1 vatn 1 'A matskeið gróft salt 150 g haframjöl eða bygg 150 g heöhveiti 1 teskeið aUrahanda 'A teskeið negull 50 g sykur 250 g rúsínur ca 600 g rúgmjöl 1-1 'A kg mör vambarkeppir Búið tö eins og blóðmör I. Blóðmör með fjallagrösum 7 dl blóð 3 dl vatn 1 matskeið gróft salt 100 g haframjöl 100 g fjaUagrös ca 250 g rúgmjöl 1 kg mör vambarkeppir Hreinsið fjallagrösin vel. HeUið á þau sjóðandi vatni og þerrið þau. Saxið grösin niður og blandið ,í um leiö og mjölinu. Að öðru leyti er blóðmörinn búinn tö á sama hátt og hinar tvær upp- skriftimar. r Lifrarpylsa I 1 'A kg lifur og ným 1 1 mjólk 40 g gróft salt 200 g haframjöl 300 g hveiti eða heöhveiti ca 700 g rúgmjöl ca 1 kg mör vambarkeppir 1. Þvoið lifur og nýru, skerið úr grófustu himnur og æðar. 2. Hakkið Ufur og nýru einu sinni tö tvisvar. 3. Blandið í mjólk og salti, hrærið vel. 4. Blandið þá í haframjöU og hveiti og síðan rúgmjöli. Hræran á að vera eins og þykkur velhngur. 5. Látið í vambarkeppi um leið og mömum er blandað í. 6. Saumið fyrir. Látið í sjóðandi saltað vatn og sjóðið í ca. 2-2 A tíma. Lifrarpylsa II 1 kg lifur og nýra 2 matskeiðar salt 6 dl kjötsoð 400 g hafranyöl ca 600 g rúgmjöl ca 600 g mör vambarkeppir Búið tö á sama hátt og lifrarpylsa I. Þá er ekkert að vanbúnaði að vinda sér í sláturgerðina. Margir vöja ekki nota ným í lifrarpylsuna og fmnst betra að sleppa þeim. Það er aUt í lagi en þá er einungis notuð Ufur. P.S. Ekki láta karlana sleppa..! -hge Þar kostar ófrosið heöslátur 519 krónur. í lausri sölu kostar kílóið af Ufur 390 krónur, hjörtum 474, nýrum 236, eystum 148, mör 81 og þindum 252 krónur. Vömb og keppur saman í poka kosta 83 krónur og kílóiö af óhreinsuðum sviðahausum kostar 273 krónur. SS býður ekki upp á þvegna hausa. Algengt er að heimöi taki sig sam- an um sláturgerð og ungt fólk, sem er að taka slátur í fyrsta skipti, nýtur þar gjarnan leiðsagnar sér reyndara fólks. Sláturgerð er nú sem betur fer ekki lengur talin „bara kvenmanns- verk“ og fyrirmyndarfeður taka í auknum mæli þátt í fjörinu með kon- um sínum og þykja vel brúklegir, þrátt fyrir einstaka sögusagnir um undantekningar þar frá. -hge Bækur til sölu Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar e. Björn O. Björnsson, Bíldudalsminning um Pétur Thorsteinsson, Icelandic-English Dictionary e. Cleasby og Vigfússon, Kristnisaga e. Jón Helgason 1.-4. bindi, fslenskar gát- ur, þulur og skemmtanir I.-IV. bindi e. Ólaf Davíðsson og Jón Árnason, Bókaskrá um Fiske-safnið I.—III. bindi, vandað skinnband, Landnám í Skaftafellsþingi e. Einar Ól. Sveinsson, Ævisaga Jóns Indíafara 1.-2. bindi, Úr fylgsnum fyrri aldar 1.-2. bindi, Vídalínspo- stilla (með latínuletri), 1949, útg. séra Páls Þorleifsson- ar, Hallgrímur Pétursson og líf hans 1.-2. bindi e. Magn- ús dósent, I áföngum, hestabók e. Daníel Daníelsson, Frá Suðurnesjum, þættir, Undir tindum, minningar Böð- vars á Laugarvatni, Oldnordisk Ordbog e. Erik Jóns- son, Fjallamenn e. Guðmund frá Miðdal, Austantórur 1-2 e. Jón Pálsson, Þorlákshöfn 1-2 e. Sigurð Þorsteins- son, Merkir Mýrdælingar e. Eyjólf frá Hvoli, Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1956-1989, Skagfirðingabók 1.—11. árg., Annáll 19. aldar e. séra Pjetur í Grímsey, Gerpir 1.-5. árg., komplet, austfirzk fræði, Rauðir penn- ar 1-4, Birtingur, tímarit um listir og menningu 1.-14. árg., komplet, Vefnaður á íslenskum heimilum e. Halld- óru Bjarnadóttur, tímaritið Hlín 1.-44. árg., útg. sama, Bóndinn í Kreml, bókin um Jósef Stalín e. séra Gunnar Benediktsson, íslenzkt gullsmíði e. Björn Th. Björns- son, einkaútgáfa, bókin Gróusögur, þjóðlegir þættir e. Helga skáld Kristinsson, sáralítið upplag, tölusett, Glímubók Helga Hjörvars, gamla útgáfan, Om Kongel- ige og Andre Offentlige Afgifter, Samt Jordebogs Ind- tægter i Island, Kiöbenhavn 1819, höf. var Bjarni Þor- steinsson í Rentukammerinu, Instrúx fyrir Lóðsa, útg. Magnús Stephensen dómstjóri, Viðey 1831, Die Stell- ung der freien Arbeiter in Island, doktorsrit Þorkels Jó- hannessonar, Bókaskrá Gunnars Hall, Skrá um Hand- ritasöfn Landsbókasafns, allt útgefið, Árbók Lands- bókasafns, innbundin, ættfræðiritið um Grím Gíslason í Óseyrarnesi e. dr. Guðna Jónsson, Passíusálmar með orðalykli, Njála, útgáfan 1875-1889. Andvökur 1-6 e. Stephan G. Stephansson, frumútgáfan, Ljósvíkingurinn e. Laxness, í Áusturvegi, Kaþólsk við- horf e. sama. Ljóðabók Steins Steinarrs, Ljóð, frumút- gáfan, tölusett og árituð, 1937, Kvæðið um fangann e. Oscar Wilde, tölusett útg. í alskinni, Vísur Þuru í Garði, Síldarsaga íslands e. Matthías Þórðarson, Harm- saga ævi minnar 1.^4. bindi, frumútg. e. Jóhannes Birki- land og ótal, ótal merkar og sjaldfengnar bækur ný- komnar. í Hafnarstræti 4 verslum við með nýjar og gamlar bækur frá öllum skeiðum prentsögunnar. íslenzkar og erlendar, vandlega sundurgreint í efnisflokka. Við kaupum íslenskar bækur og erlendar, heil söfn og stakar bækur, gömul íslensk póstkort og erlend, gaml- an íslenskan útskurð og gömul handverkfæri, íslensk eldri málverk og ýmislegt fleira. Gefum út verðskrár um íslenskar bækur og erlendar og sendum þær til þeirra sem óska, ókeypis utan stór- Reykjavíkursvæðisins. Gjörið svo vel að skrifa, hringja - eða líta inn. BOKAVARÐAN - GAMLAR BÆKUR OG NÝJAR HAFNARSTRÆTI 4, SÍMI 29720 Li HÆÐ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.