Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 28
Þ/.g'PQ’i ' t f l'iMÍ í/ 36 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. Andlát Merming í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 20. september. Alma Magnúsdóttir, Dalseli 13, .Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 20. september. Óskar Áskelsson frá Bassastöðum, Öldugötu 44, Hafnarfiröi, lést í St. Jósefsspítala 20. september. Greipur Sigurðsson landgræðslu- vörður, Haukadal, Biskupstungum, er látinn. Valborg Haraldsdóttir frá Kolfreyju- stað, Langagerði 22, lést í Borgar- spítalanum 20. september. Jarðarfarir Vilborg Jónsdóttir frá Kalastöðum, Víðimel 44, andaðist 14. september. Útför hennar var gerð 21. september. Útfor Hjörleifs Diðrikssonar, Hverf- isgötu 87, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 24. september, kl. 13.30. Jóna Margrét Jónsdóttir, Nóatúni 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. september kl. 15. Útfor Guðrúnar Lilju Þorkelsdóttur, sem andaðist aðfaranótt sunnudags- ins 16. september, fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 24; september, kl. 13.30. Stefán Jónsson, rithöfundur og fyrrv. fréttamaður, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn '^25. september kl. 13.30. Helga Sigurðardóttir, Hraunbæ 68, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn25. septemberkl. 13.30. Helgi Grétar Grétarsson, Langholts- vegi 122, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 19. september, verð- ur jarðsunginn fimmtudaginn 27. september frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Skúli Ólafsson, Fannarfelli 6, áður búsettur á Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju *iiriðjudaginn 25. september kl. 13.30. Jóhannes L. L. Helgason hæstarétt- arlögmaöur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudag- inn 25. september kl. 15. Útfór Guðlaugar Kristmundsdóttur frá Rauðbarðaholti, Suðurhólum 26, Reykjavík, sem andaðist 14. septemb- er, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. september kl. 15. Andrea Þ. Hraundal verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 25. september kl. 15. Tjjkyriningar Neskirkja: Þriðjudagur: Mömmumorg- un. Opið hús fyrir mæður og böm þeirra v kl. 10-12. Fyrirlestur á vegum Félagsvísindadeildar V.J. Konecni, prófessor í sálfræði við Kalifomíuháskóla í San Diego, er staddur hér á landi. Hann hefur um árabil stund- að rannsóknir á ákvörðunum dómara, saksóknara og annarra í tengslum við réttarfar, ákærur og dómsúrskurði. Hann hefur ritað fjölda greina um efnið og haldið fyrirlestra víða um heim, nú síðast á alþjólegri ráöstefnu um réttarsál- fræði (psychology of law) sem haldin var í Þýskalandi nú í september. Hann heldur Fornsala Fornleifs í aukablaði DV um hús og hús- búnað sl. miðvikudag var rangt farið með nafn fornsölunnar að Hverfis- götu 84. Hún heitir Fornsala Forn- leifs. (Ó)skipulagt kaos Spaugstofumenn hafa á undanförnum árum unnið hylli áhorfenda fyrir sjónvarpsþætti sína, þar sem undið er upp á fréttir dagsins og ýmis atvik og þekktar persónur eru sýnd í spéspegli. í smiðju spaugara hafa líka orðið til ýmsir kar- akterar, sem hvert mannsbarn þekkir núorðið, og þaö hefur jafnvel verið efnt til samkeppni um það hver hermi best eftir sumum þeirra! En þaö er grundvallarmunur á því að byggja upp og semja texta fyrir vikulegan sjónvarps- þátt, þar sem „fréttaþulur“ tengir saman stutt Leildist Auður Eydal atriði, sem eru sitt úr hverri áttinni, eða því að koma á svið heils kvölds sýningu, hvað sem menn nú kjósa að kalla útkomuna. Jú, jú. Þá spaugara skortir ekki kímnigáfu og sú hugdetta að sýna broslegu hliðarnar á leik- húslífmu ætti að vera pottþétt, sérstaklega þar sem bægslagangurinn í kringum endurbygg- ingu Þjóðleikhússins var farinn að vera hættu- lega líkur sápuóperu á timabili. Sennilega hefði mátt vinna sniðugt leikrit í léttum dúr út frá hugmyndinni um hallærisgang og mistök leikenda, sem eru aö reyna aö baslast i gegnum sýningu kvöldsins, enda hefur slík innsýn í leikhúslífið oft verið notuð í ýmsum útgáfum. Karl Ágúst Úlfsson er höfundur handrits og söngtexta en þeir félagar allir eru skrifaðir fyr- ir hugflæði sem væntanlega þýðir að hver og einn hafi lagt sitt af mörkum. En þrátt fyrir valinn mann í hverju rúmi er eins og upphaflega hugmyndin týnist á miðri Fjöldi þekktra gamanleikara tekur þátt í Örfá sæti laus. Meöal þeirra eru Bessi Bjarnason og Örn Árnason sem sjást á þessari mynd. DV-mynd BG leið og formúlukennd skaupatriði taka við. Þau geta verið ágæt þar sem þau eiga við en þetta verður til þess að sýningin Örfá sæti laus dregst á langinn án þess að nokkuð mikið gerist og hálfglutrast niður. Og það þrátt fyrir þjóð- kunna takta þeirra spaugara sjálfra (sem hvergi slá af), fjöruga tónhst eftir Gunnar Þórðarson, nokkra ágæta leikara Þjóðleikhússins, dans- meyjar, hljómsveit o.s.frv. Þaö er sem sagt hægt að hafa gaman af ýmsum uppákomum í sýningunni en í heild er hún ósamstæð og sundurslitin, miklu fremur skemmtidagskrá, en heils kvölds sýning. Fyrst til að byrja með virtist samsetningin ætla að lukkast og leikritið innan leikritsins gefur góðar vonir en svo fór allt í hnút, hvert „sjónvarpsat- riðiö“ á fætur öðru var notað til uppfyllingar og leiksýningin misheppnaða, sem væntanlega átti að vera bakfiskurinn í öllu saman, lenti í algjörum ógöngum. Þaulreyndir leikarar í þeim hluta sýningar- innar, svo sem Bessi Bjarnason, Rúrik Haralds- son, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jóhann Sig- urðarson o.fl. áttu í mestu brösum með að snúa sig út úr klípunni. Þeir félagar Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gests- son, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjóns- son og Örn Árnason brugðu sér að venju í allra kvikinda líki. Þeir eiga á vísan að róa með undir- tektir við spaugi sínu þó að fátt nýtt komi þar fram. Þannig verður sýningin, Örfá sæti laus, fyrst og fremst stefnumót við gamla kunningja úr sjónvarpinu og getur sem slík stytt mönnum stundir í skammdeginu. Það bitastæðasta í þessari dægursýningu var tvímælalaust lögin, úr smiðju Gunnars Þórðar- son, en þau voru samin sérstaklega við texta Karls Ágústs. Þjóöleikhúsiö sýnir i Islensku óperunni: ÖRFÁ SÆTI LAUS Handrit og söngtextar: Karl Águst Úlfsson Leikstjórn: Egill Eðvarösson ■ Tónlist: Gunnar Þóröarson Leikmynd og búningar: Jón Þórisson Lýsing: Páll Rágnarsson Sviðshreyfingar: Ásdis Magnúsdóttir Hljómsveitarstjórn: Magnús Kjartansson Sýningarstjórn: Kristin Hauksdóttir fyrirlestur um þetta efni mánudaginn 24. september kl. 17 á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verð- ur fluttur á ensku og nefnist „A social- psychological to legal decision-making". Kristileg samtök kvenna veröa með fund í kaffisal Bústaðakirkju í kvöld, mánudag kl. 20-22. Kaffiveitingar verða í upphafi fundarins og mun Jódís Konráðsdóttir tala orð Guðs. Boðið verð- ur upp á fyrirbænir að lokinni ræðu. Allar konur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að kynna sér starf Aglow í Reykjavik. Kvenfélag Hreyfils Fundur verður þriðjudaginn 25. septemb- er kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Kynning á Tupperware. ITC deildin Eik, Seltjarnarnesi heldur fúnd mánudaginn 24. september kl. 20 í kvennaheimilinu Hallveigarstöð- um. ITC-deildin Kvistur heldur fund í kvöld, mánudag kl. 20, í Holiday-Inn hótelinu. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Olga Hafberg í síma 35562. Tapað fundið Fjallahjól tapaðist frá Fálkagötu Svart Prostar fjallahjól, 18 gíra, tapaðist aðfaranótt fóstudagsins 7. september frá Fálkagötu 11. Á stönginni stendur Pion- er. Ef einhver veit hvar hjólið er niður- komið er hann vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 27021 eða 12428. Tónlist frá Eystrasaltslöndum Vardo Rumessen frá Eistlandi hélt tónleika í Nor- ræna húsinu í gær og lék píanóverk eftir höfunda frá Eystrasaltslöndum eingöngu. Voru þessir tónleikar einkar athyglisveröir bæði frá listrænu og pólitísku sjónarmiöi. Eins og kunnugt er beijast Eistar, Lettar og Litháar um þessar mundir fyrir sjálfstæði sínu. Gera þeir sér þaö greinilega ljóst aö aðalatriði þess máls er að sanna fyrir sér og öðrum að menning þeirra sé nægilega sérstök og sjálfstæð til að standa sem grundvöllur þjóðríkis. Er áberandi hve framarlega listamenn þessara landa standa í hinni stjórnmálalegu baráttu og er það svipað og var með okkur íslendinga þegar viö áttum í hliðstæðu stríði, enda þótt það hafi breyst mjög síðar meir. Nú halda foringjar íslands að sjálfstæðið byggist á handboltahöll, minkaeldi og ráð- stefnum í útlöndum, en það er önnur saga. Rumessen er einn þeirra listamanna sem látið hefur til sín taka í stjórnmálunum. En hann er umfram allt snjall píanóleikari eins og heyra mátti í Norræna hús- inu. Á fyrri hluta tónleikanna voru leikin verk eftir Alfreds Kalnins frá Lettlandi, Mikalojus Constantinas Ciurlionis frá Litháen og Eistlendingana Mart Saar, og Rudolf Tobias. Síðari hluti tónleikanna helgaðist Tónlist Finnur Torfi Stefánsson eistlenska tónskáldinu Eduard Tubin. Verkin voru öll frá fyrri hluta aldarinnar og geta talist góður vitnis- burður um vandað tónhstarlíf með þjóðum tónskáld- anna. Þau endurspegla alþjóðlega strauma hvað tóna- mál og tónsmíðatækni varðar en hafa engu að síður hvert með sínum hætti sérkenni sem tilheyra menn- ingararfi tónskáldanna. Þessi sérkenni voru ef til vill sterkust í verkum Ciurlionis, en sá maður er einnig frægur sem málari. Verk Tubins voru hins vegar þau metnaðarfyllstu. Flutningur Rumessens á verkum þessum var yfir- leitt mjög góður og á köflum meö töluverðum tilþrif- um. Er hann góður fulltrúi þjóðar sinnar og þurfa Eistlendingar engu aö kvíða um tónlistarmál sín ef þeir eiga marga slíka. Fjölmiðlar NYJUNG I SKILTAGERÐ Jón Jónsson F. 21. október 1800 - D. 9. maí 1900 Hvílífriði Sfimpia GERÐINV Framleiöum skilti úr álblöndu með Ijósmyndum og skrautrituðum ✓ 1 texta ef óskað er. Mynd og texti afar skýr og rafhúðað yfirborð sem H10inTi4j endist óbreytt í áraraðir utanhúss. m\7ia Skeifunni 6 • Pósthólf8650 • 128Reyk|avík • Slmi 687022 • Fax 687332 Rás 1, besta útvarpsrásin Þaö er afar gott að hlusta á gömlu Gufuna þegar tími gefst til útvarps- hlustunar á annað borð. Ein út- varpsrásanna gerir Gufan kröfur um aö fólk hlusti og meötaki þaö semframfer. Þegar dagskrá rásar 1 er skoðuð kemur í Ijós aö þar er boðið upp á ótrúlegan fjölbreytileika, allt frá hreinni afþreyíngu upp í fræðslu- þættiafýmsutagi. Margir af þeimþáttum sem boöið er upp á á rás 1 hafa verið á dagskrá i langan tima, svo sem miödegissag- an, leikrit vikunnar, íslenskt mál og ýmsir fleiri enda eru þeir orönir fastir punktar í lifi margra þeirra sem halda tryggð við þessa útvarps- stöö og vilja helst ekki hlýða á neina aðra. Léttmetisstöövarnar eru nú í óða- önn aö kynna nýja vetrardagskrá. Ffjótt á litið virðist ekki vera um neinar stórvægilegar breytingar að ræða. Þaö sem manni dettur fyrst í hug eru gamlar lummur í nýjum og gömlum búningum. Frumleikínn virðist ekki veraí fyrirrúmi. Eitt nýtt kom þó á óvart. Aðalstöð- in ætlar að bjóða upp á sögulestur í 30 mínútur, dag hvern, milli klukk- an 18.30 og 19.00 eða á ágætum hlust- unartima. Þessa dagana er Edda Björgvinsdóttir að lesa söguna Dala- prinsinn eftir Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Það má sjálfsagt deila um hvers- konar sögur verða fyrír valinu hjá útvarpsstöð til upplestrar en þetta er skemmtileg nýjung hjá Aöalstöð- inni sem auk þess ein léttmetis- stöðvanna býður upp á klassíska tónlist. Að vísu bara eina klukku- stund 1 viku hverri en hver veit hvað síðar verður. Það er alltaf gam- an þegar fólk tekur sig til og rey nir að gera eitthvað sem er svolítið öðruvísi en það sem aðrir i kringum þaðeruaðgera. -Jóhanna Margrét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.