Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Síða 32
F 1 R É 1 r A S IC O T 9 O 1 m ■ 1 1 ' ■ ■ m m ^ ■ ■ ■iíiíi^ '
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstj órn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990.
Sovétríkin í morgun:
550 daga
áætlunin
samþýkkt
Æðsta ráð Sovétríkjanna sam-
þykkti í morgun að taka upp svokall-
aða 500 daga áætlun þar sem gert er
ráð fyrir markaðshagkerfi í landinu
eftirleiðis. Þegar áætlunin kom til
atkvæða reyndust aðeins 11 fulltrúar
vera á móti en 323 greiddu atkvæði
með.
Til mótmæla kom fyrir utan aðset-
ur Æösta ráðsins í morgun þegar
fulltrúar komu til fundar. Þar var
kominn saman hópur sem vill mót-
mæla nýju áætluninni. Fólkið hélt á
borðum þar sem á stóð „Sósíalismi
eða dauði“ og „Við trúum ekki á þig,
Gorbatsjov".
Lögreglan stóð hjá og fylgdist með
mótmælunum en skipti sér ekki af
þeim. Reuter
Manns leitað í
Esjunni í nótt
Á fimmta tímanum í nótt fannst 22
ára maður sem saknað var á Esj unni.
Tveir lögregluþjónar fóru að leita
mannsins ásamt kunningja hans og
var 30 manna hjálparsveit ásamt
sporhundi einnig kölluð út. Þre-
menningarnir fundu fyrst bíl manns-
ins við Mógilsá og héldu svo áfram
að leita. Á fimmta tímanum í nótt
gengu þeir upp gil á móts við Saltvík
og fóru þeir þá framhjá manninum
í myrkrinu.
Stuttu síðar fannst manninum
hann sjá eitthvað fyrir neðan sig í
hlíðinni og gerði hann þá vart við
sig. Heyrðu lögregluþjónarir og vin-
ur hans þá í honum, þar sem þeir
voru fyrir ofan, og fundu þeir hann
skömmu síðar. Björgunarsveitar-
mönnumvarþásnúiðfrá. -ÓTT
Alversframkvæmdir:
90 milljarðar
Ef nýtt 200.000 tonna álver verður
reist hér á landi mun þurfa um 90
milljarða króna til að koma því af
stað. Þetta álver þarf um 340 MW í
afli eða 2.900 GWst í orku.
Stofnkostnaður álversins er um
50,8 milljarðar á verölagi dagsins í
dag. Fjárfesting Landsvirkjunar
vegna álversins verður rétt tæplega
42 milljarðar. Auk háspennuleiðslna
þarf að virkja Fljótsdalsvirkjun,
Nesjavelli, stækka Búrfellsvirkjun
auk aðgerða á Þjórsársvæðinu og síð-
an er gert ráð fyrir að Blönduvirkjun
fari í að veita orku til nýs álvers.
-SMJ
LOKI
Jafngott að hér eru fáir
hryðjuverkamenn
í sprengiefnisleit!
n
Alttafátökí
r mu m■■
HVÁflflAN IIH
M*U
„Það eru alltaf einhver átök í
prófkjörum,“ sagði Eggert Hauk-
dal, alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins í Suðuriandskjördæmi.
Eggert Haukdal hefur skrifað kjör-
dæmisráði flokksins bréf þar sem
hann býðst til að taka þriðja sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Suðurlandskjördæmi i komandi
kosningum. Kjördæmisráðiö hefur
samþykkt að viðhafa prófkjör við
val á framboðslistann. Eggert
Haukdal var samþykkur prófkjöri
á fundi kjördæmisráösins fyrir um
einu ári.
„Ég við að menn taki höndum
saman. Ég hef ekki þurft að kvarta
undan fylgi í prófkjörum eða kosn-
ingum til þessa. Menn getað skoðað
feril mhm til að svara spumingum
um hvort ég er hræddur,“ sagði
Eggert Haukdal þegar hann var
spurður hvort hann væri hræddur
um að missa sæti sitt sem þingmað-
ur Rangæinga.
DV hefur heimildir fyrir því að
Eggert sé ekki öruggur um að halda
sæti sínu ofarlega á framboðslist-
anum. Honum er ógnað af yngra
fólki. Tahð er að Drifa Hjartardótt-
ir, sveitarstjórnarmaður á Hellu,
ógni Eggert hvað mest. Drífa er
meðal annars formaður Sambands
sunnlenskra kvenna.
„Ég var fylgjandi prófkjöri á
fundi fulltrúaráðsins og sé ekki að
það sé neinn grundvöllur til að
hætta við * prófkjörið. Það er
kannski hægt að hætta við ef alls-
heijarsamkomulag tekst um það.
Ég held að það sé álitamál hvort
það er samstaða um að hætta við
prófkjörið,“ sagði Árni Johnsen,
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurlandskjördæmi.
í síðustu kosningum var Eggert
í öðru sæti listans og Árni í þriðja.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur verið í fyrsta
sæti. 1983 var Árni i öðru sæti og
Eggert í þriðja. Fyrir kosningarnar
1987 var ekki viðhaft prófkjör held-
ur var skoðanakönnun innan kjör-
dæmisráðsins. Þar var ákveðið að
Eggert tæki sæti Árna. Eins og
kimngut er féll Árni af þingi í þeim
kosningum.
Félagar Garðas Cortes úr íslensku óperunni fjölmenntu á dyrapallinum hjá honum eldsnemma i
morgun og sungu nokkur vel valin lög í tilefni af því að Garðar er fimmtugur í dag. Nánar er fjallað
um ættir óperusöngvarans á blaðsíðu 34. DV-mynd GVA
Veðriðámorgun:
Víða létt-
skýjað
Á morgun verður hæg, breyti-
leg eða vestlæg átt. Víða léttskýj-
að um sunnan- og austanvert
landið en skýjað og súld á stöku
staö annars staðar.
Hiti verður á bilinu 5-12 stig,
hlýjast suðaustanlands.
■
Armann SH sökk:
Tveir Ólafs- (
víkingar P
björguðust 0
naumlega $
- komust 1 gúmmíbát
„Við voru á landsstími og fannst |
báturinn skyndilega orðinn þungur •
að aftan. Sjórinn hafði flætt inn um
lúgurnar sem voru opnar. Báturinn i
var fljótur að síga. Ég hljóp út á efra j
dekk og henti gúmmíbátnum út. Við ’
fórum svo báðir í sjóinn til að fá bát-
inn til að blása upp. Neyðarkall náð- i
um við ekki að senda út. Við urðum j
að rjúka strax út - það flæddi svo
fljótt inn í bátinn að aftan,“ sagði.
Magnús Emanúelsspn, 29 ára gamali j
skipbrotsmaður af Ármanni SH 223,
tæplega tíu tonna yfirbyggðum plast-
báti frá Ólafsvík. Magnús bjargaðist i
naumlega ásamt skipstjóranum Rík- f
harði Hjörleifssyni, 40 ára, á tíunda I
tímanum í gærkvöldi:
„Það gekk erfiðlega að blása útj
gúmmíbátinn þar sem við vorum í •
sjónum. Ég synti þá til baka að Ár-
manni þar sem hann maraði í kafi j
svo að ég fengi viðstöðu til að toga í j
spottann. Mér tókst síðan að fá
gúmmíbátinn til að blása upp og
synti þá aftur til baka, náði að fara f
upp í hann og bjargaði Ríkharði um [
borð. Hann var orðinn dálítið þrek-
aður en ég náði að pústa aðeins eftir«
að ég klifraði upp í gúmmíbátinn og j
náði Ríkharði upp. Eg fann ekki fyr-1
ir kulda aö ráði,“ sagði Magnús í
samtali við DV í morgun.
Þar sem Bervíkin
fórst 1985
Það var Stefán Árni Arngrímsson j
frá Rifi, á trillunni Jóu, sem komf
Magnúsi og Ríkharði til bjargar. Stef-
án Árni var kominn inn í höfnina á
Rifi þegar hann sá neyðarblys sem j
Ríkharður og Magnús skutu á loft. j
Um tíu mínútum síðar bjargaði hann
skipbrotsmönnunum af Ármanni SH,
um borð í trillu sína. Magnús segir j
að þeim félögum hafi ekki orðiðf
meint af vegna þessarar lífsreynslu.
Þeir vorú ekki í flotgöllum, aöeins í |
venjulegum gúmmíbuxum:
„Þetta var á nákvæmlega sama
stað og Bervíkin fórst árið 1985, um i
7-800 metra frá Rifsbaujunni fyrir j
utan höfnina á Rifi,“ sagði Magnús.
Hann hefur aldrei sjálfur lent í sjáv-
arháska áður en hefur hins vegar |
tekið þátt í að bjarga fiórum manns-
lífum: „Núna hefur maður séð hina 1
hliðina," sagði Magnús.
-ÓTT j
Í
Í
f
1
i
f
i
i
i
i
I i
i
i
I i
i
i
i
VIDE0 hem&f
Fákateni 11, s. 687244
BÍLALEIGA á
v/FlugyaIIarveg r
91-61-44-00 4