Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Fréttir i>v Lögreglumenn á Austflörðum ósáttir við ákvörðun sýslumanns: Engin löggæsla á dansleikj- um vegna yf irvinnukvóta - kvóti lögreglu á Seyðisfirði búinn vegna tollgæslu í Norrænu Þau fyrirmæli voru gefm út frá sýslumannsembættinu á Seyðisfiröi í síðustu viku að engin hefðbundin löggæsla skyldi fara fram vegna nokkurra dansleikja sem haldnir voru í umdæminu um helgina. Lög- gæslusvæðið nær til lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Yfirvinnukvóti lögreglunnar á Seyðisíirði er búinn í ár þar sem mikil yfirvinna hefur verið unnin vegna tollgæslustarfa við farþega- skipið Norrænu í sumar. Bæði lög- regla og starfsmenn sýsluskrifstof- unnar hafa unnið þau tollgæslustörf. Vinna beggja er engu að síður reikn- uö inn í yfirvinnukvóta lögreglu- manna. Síðastliðiö fóstudagskvöld var haldinn dansleikur á Seyðisfirði. Einn lögreglumaöur var þá hafður á bakvakt. 3-A eru venjulega á vakt þegar dansleikir fara fram. Tvö réttarböll átti að halda um helgina í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum. í því umdæmi er yflr- vinnukvótinn hdns vegar í samræmi við áætlun en boð komu þó frá sýslu- manni um að ekki skyldi halda úti löggæslu vegna þeirra dansleikja. Lögreglumenn telja mjög varhuga- vert að engin löggæsla skuli höfð þar sem dansleikir fara fram - ekki síst vegna eftirlits með ölvunarakstri. Stjórn Lögreglufélags Austurlands mun ræða það ástand sem skapast hefur á fundi í vikunni. Gert er ráð fyrir að ályktun verði send til Lands- sambands lögreglumanna og sýslu- mannsembættisins. -ÓTT Enn má sjá olíu á sjónum út af Laugarnesi og við Viðey eftir leka við dælingu i birgðastöð Olís á Laugarnesi. Þegar horft er á svæðið úr lofti fer ekki á milli mála að talsverð olía er enn á sjónum. Myndirnar voru teknar í gær. Myndin til vinstri er tekin af Laugarnesi þar sem olía virðist enn vætla úr olíuleiðslu Olis. Myndin til hægri er tekin við Viðey þar sem f jörur eru enn þaktar olíu og brákina rekur á haf út. DV-myndir GVA Vinnustöðvun aðstoðarlækna: „Gróflega brotið á okkur“ „Meginástæða þessarar vinnu- stöövunar er algert skeytingarleysi stjórnvalda um úrbætur á endur- skipulagningu vakta og vaktafyrir- komulagi hjá aðstoðarlæknum. Sam- kvæmt vinnulöggjöf og lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnu- stöðum er gróflega brotið á okkur,“ sagði Bjöm Rúnar Lúðvíksson, að- stoðarlæknir á Landakotsspítala, í samtali viö DV en í dag standa um 130 aðstoðarlæknar á landinu öllu fyrir eins sólarhrings vinnustöðvun. Þeir funda um kjaramál sín í dag og ákveða framhaldsaðgerðir. „Þetta er fyrst og fremst mannrétt- indabarátta. Við fáum aðeins sex tíma hvíld meðan vinnulöggjöfm kveður á um 10 tíma. Við fáum engan frídag í viku en vinnulöggjöf kveður á um einn. Aðstoðarlæknar vinna óeðlUega mikið, milli 2 og 300 yfir- vinnutíma á mánuði, og eru vakandi í allt að 30 tíma samfleytt. Okkar hollusta og öryggi sjúklinga er í veði. Þá hafa lækningaleyfi ekki enn veriö lækkuö eftir hækkun úr 4 þúsundum í 50 þúsund og loks hafa engar efn- islegar umræður farið fram á fund- um með samninganefnd ríkisins undanfarið. Menn eru orðnir lang- þreyttir." - Hafið þið ekki margar mUljónir í árslaun? „Það er ekki rétt. Ég útskrifaðist fyrir ári og grunnkaup mitt er 86 þúsund á mánuði. Með hrikalegu vinnuálagi verða launin hins vegar hærri.“ -hlh Innbrot í veitingahúsið við Bláa lónið: Gripnir á kvennasnyrtingunni - höfðu drukkið dýrustu tegundimar á bamum, segir eigandinn Tveir menn um fimmtugt brutust inn í veitingahúsið við Bláa lónið í fyrrinótt. Þegar starfsfólkið kom til vinnu í gærmorgun voru mennimir enn inni í húsinu. Þeir höfðu þá setiö lengi við drykkju: „Eg greip þá þar sem þeir sátu hvor á sínu klósettinu á kvenna- snyrtingunni. Þeir vom einhvers staðar á milli svefns og vöku en voru örugglega jafnhissa og ég. Þetta var frekár skondið," sagði Guöjón Jóns- son, eigandi veitingahússins við Bláa lónið, Í samtali við DV. „Þeir komu hingað með leigubíl. Annar þeirra fór að baða sig í lóninu en hinn komst ekki yfir girðinguna og beiö eftir hinum. Síðan fóru þeir yfir í veitingahúsið. Til að komast inn köstuðu þeir stóram steini í eina rúðuna. Þetta var siæm aökoma. Barinn var kominn hist og her um svæðið má segja. Mennirnir fóru í margar sortir og yfirleitt þær bestu - viskí, þýsktkon- íak, nokkrar tegundir af bjór, líkjöra og fleira. Þeir kunna greinilega á þetta. Annars létu þeir allt annaö í friði nema hvað þeir komust líka í lambalæri. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Mennirnir hafa beðist af- sökunar og hafa heitið því að borga það sem þeim ber. Þeir sáu greinilega mikið eftir þessu,“ sagði Guðjón Jónsson. Lögreglan í Grindavík var kölluð á staðinn og voru skýrslur teknar af starfsfólki. Sökudólgarnir tveir vora orðnir mjög ölvaðir og vora þeir sett- ir í fangageymslur. Þeir voru síðan yfirheyröir síðdegis í gær. -ÓTT Fjárveiting til aukavinnu á þrotum - segir Lárus Bjamason, sýslumaður í N-Múlasýslu „Þær tjarveitingar, sem embættið hefur til aukavinnu vegna löggæslu, eru á þrotum. Þar af leiðandi er ekki hægt að sinna löggæslu vegna dans- leikja nema með bakvakt. Sá lög- reglumaður vegur það og metur í samráði við mig hvort þurfi aö kalla út mannskap ef tilefni gefst til,“ sagði Lárus Bjarnason, sýslumaður í N- Múlasýslu, í samtaÚ við DV þegar hann var spurður hvers vegna ekki var hefðbundin löggæsla vegna dans- leikjahalds um síðustu helgi. Aðspurður um tollafgreiðslu sagði Lárus að embættiö annaðist slíkt vegna Norrænu. „Þá þarf að fá ákveðinn mannskap fyrir tollleit, innheimta þungaskatt, stjórna um- ferð og fleira. í þessu eru yfirleitt 20 manns. Þetta skerðir auðvitað þá fjárveitingu sem viö höfum til lög- gæslu. Embættið hefur 4600 tíma yfir árið til að sinna þessu með öðru. Sá kvóti er á þrotum. Því er ekkert ann- að að gera en að reyna að sinna því sem til fellur á skylduvöktunum. Varðandi aðra dansleiki hefur það verið sitt á hvað hvort Egilsstaðalög- reglan eða við sinnum þessum böll- um þarna uppfrá. Þeir eru þá til taks ef eitthvað kemur upp á. Ég sá því enga ástæðu til að gefa þeim einhver fyrirmæli um að vera á ballvakt frek- ar en mínum mönnum - sérstaklega með það í huga að annar lögreglu- stjóri hefur yfir þeim að segja.“ - Er ekki slæmt að geta ekki haft eftirlit með ölvunarakstri þegar sveitadansleikir fara fram? „Jú, það kann að vera. En það er auövitað tilfallandi ef lögreglan á Egilsstöðum er á ferðinni og hittir einhvern drukkinn, þá ber henni skylda til að sinna því samkvæmt lögum og reglum. Hins vegar get ég ekki skipað lögreglu á Egilsstöðum fyrir nema í gegnum fyrirmæli frá lögreglustjóra í S-Múlasýslu,“ sagði Lárus Bjarnason. -ÓTT Forstöðumaður Seljahlíðar: Kom í veg fyrir messu til að fá viðtal - sóknarprestamirmessaálaugardag „Séra Valgeir hafði ekki tíma til að tala við mig í allt sumar.'Ég stoppaði messu til aö fá hann til að tala við mig,“ sagöi María Gísla- dóttir, forstöðumaður í Seljahlíð. María segir þaö ekki rétt, eins og kom fram í DV í gær, að hún hafi haldið fund til að tilkynna að ekki yrði framvegis óskað eftir þjónustu prestanna í Seljasókn. Hún segist hafa sagt þveröfugt, verið að til- kynna að prestarnir myndu starfa áfram á heimilinu. „Ég er furðu sleginn yfir þessum orðum Mgríu. Þetta eru hreinar rangfærslur," sagði séra Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Selja- sókn, þegar orð Maríu Gísladóttur voru borin undir hann. María segir að fundur sem hún átti í gær með prestunum, séra Valgeiri og séra Irmu Sjöfn Óskars- dóttur og Sveini Ragnarssyni fé- lagsmálastjóra, hafi verið haldinn að sínu frumkvæði. Hún segir einn- ig að fundurinn hafi verið til að ræða túlkun á samingi sem félags- málastofnun geröi við Prestafélag íslands í vor. María segir að séra Valgeir hafi aldrei haft tíma til að ræða túlkun samningsins, en Val- geir neitar þessu alfariö eins og kemur fram hér að ofan. Séra Valgeir Ástráðsson segist helst ekki vilja ræða þetta mál. Hann sagði þó aö þær athugasemd- ir sem hann og Irma Sjöfn gerðu hefðu allar verið teknar til greina á fundinum og að Sveinn Ragnars- son hefði verið sammála þeim. Val- geir segir að fundurinn hafi verið vegna ósátta en hann er ófáanlegur til að segja í hverju ósamkomulagið er fólgið. Séra Cecil Haraldsson segist ekki hafa vitaö um neinar deilur milli forstöðumanns Seljahlíðar og sóknarprestanna í Seljahlíð þegar hann var meö helgistund á elli- ■heimilinu um miðjan september. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.