Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Fréttir Jeppi frá breska sendiráðinu fór margar veltur við Eldvafn - eiginkona sendiráðsfulltrúa slasaðist alvarlega Rangev Rover bifreið frá breska sendiráðinu fór 4-5 veltur við Eld- vatn í Landbroti á sunnudag. Full- trúi sendiherra var í bílnum ásamt eiginkonu sinni og vinafólki. Eigin- kona Mltrúans kastaðist út úr bíln- um og lenti hún um 8 metra frá bif- reiðinni. Hún slasaðist alvarlega. Bílnum var ekið af vegkafla með olimnöl og út á brú með trégólfi á. Hinum megin brúarinnar er malar- vegur með krappri beygju. Ökumað- urinn missti stjóm á bílnum sem lenti utan vegar og fór nokkrar velt- ur áður en hann staðnæmdist á hvolfi. Konan kastaðist út og slasað- ist hún töluvert. Vegfarandi sem kom akandi á eftir sendiráðsbílnum sá hann rétt áður en honum var ekið yfir brúna. 1-2 mínútum síðar kom hann að slys- staðnum. Þá voru þau þijú sem voru inni í bílnum komin út til að huga að meiðslum þeirrar slösuðu. Hún var flutt til Reykjavíkur með sjúkra- bíl sem kom frá Kirkjubaéjar- klaustri. Konan ligg r alvarlega slösuð á Borgarspítalmum. Hún er þó ekki talin vera í hfshættu. -ÓTT Vilja skrif sfof ur Álafoss norður aftur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Átta stéttarfélög á Akureyri hafa sent erindi til bæjarsfjómar þess efn- is að bæjarstjórnin beiti áhrifum sín- um á stjóm Álafoss hf. í þá veru að yfirstjórn fyrirtækisins verði að nýju flutt til Akureyrar. Sem kunnugt er, var yfirstjóm fyr- irtækisins flutt frá Akureyri til Mos- fellsbæjar fyrir skömmu og var þar um átta störf að ræða. Starfsfólkiö hefur óttast að þetta sé upphafið að frekari flutningi starfsemi fyrirtæk- isins frá Akureyri, en Ólafur Ólafs- son, forstjóri Álafoss, hefur á fundi með starfsfólkinu á Akureyri fullyrt að ekki verði um frekari flutning á starfsemi Álafoss frá Akureyri að ræða. Málefni Álafoss hafa vérið til um- ræðu hjá bæjaryfirvöldum á Akur- eyri að undanfórnu og á fundi báejar- ráðs 20. september var bæjarstjóra falið að koma á viðræðufundi milli stjórnar Álafoss og bæjarráðs Akur- eyrar. NIS5AN MICRA EKKI BARA FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR HELDUR EINNIG NÍÐSTERKUR OG ÖRUGGÚR Rúmgóður og bjartur og auðvelt að leggja í stæði. Fjögurra strokka vél, sparneYtin, hljóðlát og aflgóð. Þríggja ára ábyrgð. Ingvar Helgason Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Christia Hágæða, fran snyrtivörur á kynningarverði Við kynnum nú í fyrsta sinn á íslandi frönsku snyrtivörurnar fráCHRISTIANBRETON.semslegiðhafa í gegn í Frakklandi. Til dæmis voru frönsku síúlkurnar í keppninni um ungfrú Frakkland snyrtar eingöngu með snyrtivörum frá CHRISTIAN BRETON. Til að tryggja lægsta mögulegt verð, eru CHRISTIAN BRETON snyrtivörurnar eingöngu seldar í gegnum pöntunarlista sem er mjög vandaður, á íslensku og með íslenskum verðum. CHRISTIAN BRETON kynnir: • Það nýjasta í framleiðslu snyrtivara • Grenningarmeðferð sem hrífur • Sólbrún án áhættu • Töfrar andlitssnyrtingar • 28 ilmvötn handa henni og honum • Allar vörur ofnæmisprófaðar Hringið eða skrifið eftir ókeypis 28 síðna litprentuðum vörulista POSTVAL Pöntunarsimi (91) 77311 Pósthólf 9333 - Þingasel 8-129 Reykjavík Vinsamlegast sendio mér CHRISTIAN BRETON vörulistann: Nafn: V, W oOST^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.