Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
Útlönd
Skotid á mótmælendur
Tuttugu og fímm manns létu lífið
og yfir áttatíu særðust í gær er
skotið var á stuöningsmenn Aouns
hershöfðingja í Austur-Beírút. Að
sögn öryggissveita gengu um þús-
und manns, karlar, konur og böm,
götur Austur-Beirút með fána og
kyndla. Hrópuðu göngumenn siag-
orð gegn Elias Hrawi forseta og
stjóm hans sem sett hefur Aoun
og menn hans í herkvi.
Árásin átti sér stað aðeins fáeina
metra frá varðstöð hermanna
Hrawis og líbanskra þjóðvarðliða.
Sérfræðingar telja að árásin verði
til þess aö styrkja stöðu Aouns
meðal almennings. Sjálfur for-
dæmir Aoun árásina.
Aounneitaraðviðurkennastiórn Aoun, yiirmaöur herafia kristinna
Hrawis og hafiiar nýjum sljómar- f Libanon, fordæmir órásina.
skrárbreytingum sem heimila mú- simamynd Reuter
hameöstrúarmönnum meiri þátttöku í stjómmáium. Aoun var útnefndur
yíirmaöur bráðabirgöastjórnar þegar Líbanon varð forsetalaust áriö 1988.
Hann hefur hingað tii neitað að láta af völdum þrátt fyrir kjör Hrawis í
embætti forseta i fyrra.
Skortur á smokkum í Sovétríkjunum
Mörg Austur-Evrópulönd og þar á meðal Sovétríkin þurfa nú á alþjóð-
legri aðstoð að halda til að auka framleiðslu getnaðarvama til þess að
fækka fóstureyöingum og draga úr útbreíðslu eyðni. Þetta kom fram í
bandaríska tímaritinu World Watch.
Þörfrn fyrir getnaðarvarnir í Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópu-
löndum hefur lengi verið miklu meiri en framleiðslan. í Sovétríkjunum
eru 70 milljónir kvenna á bameignaaldri. Samt sem áður er engin verk-
smiðja í landinu sem framleiðir nýtískulegar getnaðarvarnir.
Afleiðingin er sú aö að meðaltali láta konur eyða fóstri fimm til sjö sinn-
um á ævinni.
Lög um frúfrelsi staðfest
Patriarki rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar var viðstaddur fund Æðsta
ráðsins í gær er það samþykkti lög sem tryggja öllum sovéskum borgur-
urn fullt trufrelsi. Simamynd Reuter
Æðsta ráðið, þing Sovétríkjanna, samþykkti í gær lög um fullt trú-
frelsi. Er þar meö bundinn endi á ofsóknir stjómvalda á hendur trúariðk-
endum. í síöustu viku hafði þingið samþykkt lögin að mestu en lokaaf-
greiðslu var frestað vegna ágreinings um trúfræöslu í skólum. Þeim
ágreiningi lauk í gær meö þvi að hafnað var tillögu um að leyfð skyldi
trúarbragöafræðsla í skólum ríkisins.
Ríki og kirkja era nú aðskilin og samkvæmt lögunum er nú ríkinu
bannaö að skipta sér af málefnura kirkjunnar auk þess sem trúfélögum
er bannað að taka þátt í starfsemi stjómmálaflokka. Hins vegar mega
préstar bjóða sig fram til pólítískra embætta.
Frá því að Gorbatsjov Sovétforseti kom til valda 1985 hafa trúfélög feng-
ið aö láta meira til sín taka. Hundraö kirkna, sem gerðar voru upptækar
af rtkinu og notaðar sem vörugeymslut eöa söfn, hefur verið skilað aftur.
Hræddir við reiði fjallagyðju
Japanskri blaðakonu hefur verið meinað að vera viðstödd vígslu jarð-
ganga í Japan þar sem verkamennimir óttast að fjallagyðjan verði af-
brýðissöm og eyðilegg verk þeirra.
Japanskt dagblað greindi frá því í gær að japanskt byggingarfyrirtæki
hefði bannaö biaðakonunni að skrifa um vígsluathöfnina. Var blaöakonan
beöin að yfirgefa staðinn vegna verkamannanna sem neituöu að halda
störfum sínum áfram ef hún yrðí viðstödd.
Thatcher vill konu I Hvíta húsið
Forsætisráðherra Bretlands,
Margaret Thatcher, sagði í gær að
kominn væri tími til aö fleiri konur
tækju þátt í stjómmálum svo að
hún og stallsystur hennar skæm
sig ekki jafnmikið úr.
Thatcher sagöi í kvöldverðarboði
í gær að loknum þriggja daga fund-
arhöldum hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York meðal fjölmargra
þjóðarleiðtoga að ef tíi viU rynni
sú stund upp aö kona myndi gegna
æösta embætti Bandaríkjanna.
Benti breski forsætisráöherrann
á aö aðeins þrír þjóðarleiðtoganna
á ráðstefnunni um málefni bama
hefðu verið konur, hún sjálf, Cha-
morro forsetí Nicaragua og Charles
forsætísráðherra Dóminíkanska
iýöveldisins.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra BreUands. TeiknJng Lurie.
George Bush ávarpar þing Sameinuðu þjóðanna í gær. Símamynd Reuter
ísraelar ekki
órólegir yf ir
orðum Bush
ísraelsk yfirv.öld kváðust í gær
ekki vera óróleg yfir ummælum
Bush Bandaríkjaforseta á þingi Sam-
einuðu þjóðanna um að brottflutn-
ingur íraskra hermanna frá Kúvæt
gæti leitt til friðsamlegrar lausnar
deilumála ísraela og araba.
Yfirvöld í ísrael hafa hvatt Banda-
ríkjamenn til þess að tengja ekki
Persaflóadeiluna deilunni milli ísra-
ela og araba þar sem það myndi
mæla með árásarstefnu íraka og
neyða ísraela til að láta af hendi her-
tekið landsvæði.
Talsmaöur Palestínumanna, Abu
Ayyash, sagði að yfirlýsing Bush
hefði verið óljós. Hann ætti eftir að
sanna að honum væri alvara með því
að krefjast þess að ísraelskir her-
menn fari frá vesturbakkanum og
Gazasvæðinu og að erlendir her-
menn fari frá Líbanon.
Palestínumenn styðja íraksforseta
í Persaflóadeilunni og saka Banda-
ríkin um hræsni með því að beita sér
fyrir ályktunum Sameinuðu þjóð-
anna gegn írák um leið og þeir láta
sig engu skipta fyrri ályktanir Sam-
einuðu þjóðanna um að ísraelsmenn
fari frá þeim svæðum sem þeir her-
tóku í stríðinu 1967.
Tveir mánuöir eru liðnir frá þvi
að írakar gerðu innrás í Kúvæt en
enn virðist ekkert benda til að Sadd-
am Hussein íraksforseti sé reiðubú-
inn að verða við þeim kröfum and-
stæðinga sinna að hann dragi herhð
sitt til baka.
George Bush Bandaríkjaforseti ít-
rekaði kröfu þessa í ræöu sinni á
þingi Sameinuðu þjóðanna í New
York í gær. Frönsk yfirvöld sögðu í
gær, þrátt fyrir að íraksforseti hefði
lofað frelsi níu franskra gísla, að enn
væri ekkert sem benti til að írakar
leituðu friðsamlegrar lausnar á
Persaflóadeilunni. Margaret Thatc-
her lét sér ekki nægja að krefjast
brottílutnings íraskra hermanna frá
Kúvæt heldur fór einnig fram á þaö
að írakar greiddu skaðabætur fyrir
það tjón sem heíði orðið vegna inn-
rásarinnar. Á sunnudaginn hvatti
íraksforseti til viðræðna vegna
Persaflóadeilunnar en útilokaði jafn-
framt að kalla hermenn sína heim frá
Kúvæt.
Um þrjú hundrað sovéskir olíu-
verkamenn í írak hafa farið þess á
leit við sovésk yfirvöld að þau að-
stoði þá við aö komast heim sem
fyrst. Sögðu þeir sig nánast vera
gísla, matur væri af skornum
skammti og einnig drykkjarvatn.
Einnig kæmi það fyrir að íraskir
unglingar skytu á þá. Hundruð vest-
rænna og japanskra karla eru enn í
gíslingu í írak og er þeim haldið á
hernaðarlega mikilvægum stöðum
til að koma í veg fyrir árásir.
ísraelsk yfirvöld fyrirskipuðu í gær
dreifingu gasgríma til allra íbúa
landsins, einnig Palestínumanna
sem þó verða að borga fyrir grímum-
ar. ísraelar sjálfir greiða tryggingar
sem þekja kostnað vegna neyðarráð-
stafana.
Reuter
Olía lækkar með minni spennu við PersafLóa:
Kaupahéðnar taka
gleði sína á ný
- methækkun á verðbréfum 1 Japan 1 morgun
Veröbréf hækkuðu á ný á mörkuð-
um í Japan í morgun í kjölfar þess
að verð á olíu hefur heldur lækkað
og sljórn landsins greip til aðgerða
sem eiga að auka trú kauphallar-
gesta' á efnahag landsins. Undan-
fama daga hafa verðbréf fallið mjög
í verði vegna óvissunnar í Persaflóa-
deilunni.
Hækkunin í morgun var veruleg
og einhver sú mesta sem um getur á
einum degi. Samkvæmt svokallaðri
Nikkei vísitölu, sem er hhðstæð Dow
Jones verðbréfavísitölunni í Banda-
ríkjunum, hækkuöu bréfin um ríf-
lega 13%.
I gær hækkuðu verðbréf einnig í
Bandaríkjunum. Það er einnig rakiö
til þess að verð á olíu hefur fariö
lækkandi um leið og dregið hefur úr
spennu við Persaflóa.
í síðustu viku virtist sem stríö gæti
brotist út þá og þegar en í gær fóru
mildari orösendingar milli manna og
Saddam Hussein hvatti til viðræöna.
Þótt boðinu hafi ekki verið tekið þá
hafði það þegar áhrif á olíuverðiö.
Búist er við að olían haldi áfram
aö lækka og verðbréf að hækka út
þessa viku nema eitthvað óvænt ger-
ist við Persaflóa.
Reuter