Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
9
Utlönd
Farþegaþotu ekið á tvær aðrar á flugvellinum í Canton í morgun:
Þotan var á valdi f lug-
ræningja þegar hún f órst
Þotan, sem fórst á flugvellinum í Canton í morgun, var af sömu gerð og
þessi frá kínverska rikisflugfélaginu. Simamynd Reuter
Talið er að í það minnsta 90 manns
hafi látið lífið kínversk farþegaþota
rakst á tvær aðrar þotur á flugvellin-
um í Canton í morgun. Fréttastofan
Nýja Kína hefur staðfest að flugræn-
ingjar hafi haft þotuna á valdi sínu
en engar nánari upplýsingar voru
gefnar. Kínversk yfirvöld hafa hins
vegar staðfest að alvarlegt slys hafl
orðið á flugvelhnum.
„Það var hvert sæti skipað í þot-
unni og það var einnig fólk í hinum
sem stóðu á velhnum. Menn geta því
ímyndað sér hvernig ástandi hefur
veriö,“ sagði yfirmaður á sjúkrahúsi
í borginni í viðtah við sjónvarpið
Hong Kong í morgun.
Það var haft eftir yfirmanninum
að 90 manns hefðu látist þegar þot-
urnar rákust saman en yfirvöld hafa
ekkert látið frá sér heyra um málið.
Þotan, sem árekstrinum olli, var af
gerðinni Boeing 737.
Ekki er þó vitað hve margir menn
lentu í slysinu. Þotur af gerðinni
Boeing 737 geta tekið um 120 farþega
en ekki er vitað hve margir voru í
hinum þotunum. Þær stóðu báðar á
hliðarbraut þegar slysið varð.
Einn af starfsmönnum flugvallar-
ins sagði að önnur þotan, sem ekið
var á, hefði verið af gerðinni Boeing
757 og væri hún mikið skemmd. Allar
voru vélarnar í eigu kínverska ríkis-
flugfélagins.
Mikill viðbúnaður var á flugvelhn-
um eftir að slysið varð en læknar þar
sögðu að margir sem í þotunum voru
hefðu látið lífið. Flugmálayfirvöld í
Hong Kong segjast vita með vissu að
þotunni hafi verið rænt skömmu eft-
ir að hún fór frá bænum Xiamen
áleiðis th Canton. Á milli staðanna
er um 70 mínútna flug.
í Hong Kong sögðu menn að stjórn
flugvállarins í Canton hefði látið loka
honum vegna flugráns en engar nán-
ari fréttir hafa komið frá vallar-
stjórninni. Útvarpið í Hong Kong
sagðist þó hafa það eftir heimildum
í Kína að öflug sprenging hefði orðið
á flugvellinum.
Flugvellinum í Canton hefur verið
lokað og Reutersfréttastofan hefur
það eftir heimamönnum að stöðugt
sé verið að flytja slasað fólk á sjúkra-
hús í borginni. Læknar sögðu frétta-
manni Reuters að margir hefðu þeg-
ar látist á sjúkrahúsunum.
Flugvöllurinn í Canton er einn
helsti alþjóðaflugvöllur í Kína og
þaðan er haldið uppi áætlunarflugi
til Bandaríkjanna auk allra helstu
ríkja í austanverðri Asíu.
Ef frá eru taldar upplýsingarnar
frá Hong Kong er ekkert vitað með
vissu um flugránið. Engar vísbend-
ingar eru um hvernig það bar að
höndum eða hvort flugræningjarnir
höfðu uppi einhverjar kröfur.
Reuter
Stuðningsmenn Papandreou komu i morgun á sjúkrahúsið þar sem leiðtogi þeirra var lagður inn alvarlega
sjúkur. Símamynd Reuter
Andreas Papandreou
alvarlega veikur
- fluttur á sjúkrahús með hjartaáfall í morgun
Andreas Papandreou, fyrrum
forsætisráðherra Grikklands, var
fluttur í skyndi á sjúkrahús í morg-
un vegna hjartaáfalls. Mjög hefur
hallað undan fæti fyrir Papandreou
undanfarin misseri og hann hefur
setið undir ásökunum um misferli
meðan hann var leiðtogi landsins.
Heilsu hans hefur hrakað ört síð-
ustu daga eftir að ákveðið var að
ákæra einn helsta samstarfsmann
hans fyrir aðhd að fjármála-
hneyksli. Þetta er Agamemnon
Koutsoyrgas, fyrrum aðstoðarfor-
sætisráðherra og dómsmálaráð-
herra.
Blaðafulltrúi Papandreou sagði
að ákæran á hendur Koutsoyrgas
hefði komið mjög illa við hann og
forsætisráðherrann fyrrverandi
hefði vart getað á hehum sér tekið
upp frá því. Papandreou er nú 71
árs. Þegar hann kom á sjúkrahúsið
átti hann orðið erfitt með andar-
drátt og hann var þó ekki talinn í
bráðri lífshættu.
Á síöasta ári var ákveðið að losa
Papandreou og fjóra aðra ráðherra
úr stjórn hans undan þinghelgi svo
ákæra mætti þá fyrir aðildina að
flármálahneykslinu. Enn hefur
ekki verið ákveðið hvort Papandre-
ou verður ákærður en fari svo og
hann verði sekur fundinn gæti
hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér.
Koutsoyrgas hefur þegar verið
settur í sérstaka öryggisgæslu til
að koma í veg fyrir að hann flýi
land. Aðgerðir dómsyfirvalda gegn
honum þykja benda til að Pap-
andreou og hinir ráðherrarnir
verði einnig ákærðir. Hneykslið
kom upp árið 1988 og várð tU þess
að Papandreou og flokkur Sósíai-
demókrata biðu mikinn ósigur í
kosningum árið eftir. Papandreou
hvarf þá úr embætti forsætisráð-
herraeftiráttaárasetu. Reuter
Færeyjar:
Búist við
kosningum
Flokkarnir í færeysku landstjórn-
inni hafa endanlega gefist upp á
áframhaldandi samstarfi og er nú
fastlega gert ráð fyrir kosningum
innan tíðar þótt Jogvan Sundstein
lögmaður vilji enn reyna stjórnar-
myndun.
Stjórnarkreppa skaU á í Færeyjum
síðast liðið fimmtudagskvöld þegar
mikið ósætti kom upp um hvernig
staðiö skyldi' að fjárlagagerð fyrir
næsta ár. Sambandsflokkurinn, einn
þriggja flokka í stjórninni, vildi að
útgjöld hins opinbera yröu skorin
verulega niður.
Fólkaflokkurinn og Þjóðveldis-
flokkurinn, sem einnig sátu í stjórn-
inni, vildu að landsjóðurinn tæki lán
tU að halda mætti uppi atvinnu en
mikið atvinnuleysi blasir nú við í
Færeyjum.
ÚRVALS SJÓNAUKAR
Bæði In-Focus
(þarf ekki að stilla)
og stillanlegir
VÖNDUÐ VERSLUN
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 !
Vinningstölur laugardaginn L..._29' seP*- 90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN | VINNINGSHAFA
1. 5 af 5 0 2.154.041
Z. 4af5^f/p) 2 187.211
3. 4af 5 78 8.280
4. 3af5 3026 498
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.681.251 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002