Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
Spumingiii
Hefurðu farið í leikhús á
nýbyrjuðu ieikári?
Arnór Guðmundsson, atvinnulaus:
Nei, og hef ekki hug á því.
Árdís Sigmundsdóttir, nemi i HÍ:
Nei, því miður. En ég ætla að kaupa
mér áskriftarkort hið snarasta.
Helga Guðjónsdóttir bankastarfs-
maður: Ég bý úti á landi og reyni að
fara þegar ég á erindi til borgarinn-
ar. Núna langar mig að sjá báða gam-
anleikina sem eru í gangi.
Magga Stína sundkappi: Nei, en það
er ekki ólíklegt að ég smelli mér á
einhveija sýningu á næstunni.
Pétur Jóhannsson sjómaður:
Nei, enda eru tækifærin fyrir sjó-
mann fá.
Daníel Agnarsson sjómaður: Nei, ég
hef ekkert farið síðan í fyrra.
Lesendur
Er menntamálaráðherra
líka iðnaðarráðherra?
Kristinn Einarsson skrifar:
Ég sé ekki betur og heyri en allt
sé að sjóða upp úr í þessari nánast
útdauðu ríkisstjóm. Og þegar kett-
irnir eru að heiman leika mýsnar
sér, sagði einhvers staðar. Þetta á svo
sannarlega við núna þegar einir 6 eða
7 ráðherrar eru fjarverandi og þeir
sem eftir em heima gegna störfum
fyrir hina. Það er t.d. eins og mennta-
málaráðherra haíi tekið jóðsótt, svo
ákaflega blæs hann og hvæsir út af
álverum, orkuverði og erlendri
eignaraðild í áhætturekstri hér á
Émdi.
Eða er menntamálaráðherra
kannski hka iðnaðarráðherra, á
meðan sá síðarnefndi er erlendis?
Mér heyrðist ekki betur er mennta-
málaráðherra, Svavar Gestsson kom
til viötals á morgunþætti Bylgjunnar
hjá Eiríki Jónssyni í gær (27. sept.
sl.). Eiríkur spurði ráðherra ótt og
títt og allfast og varðist ráðherra
lengi vel. En þar kom að hann mædd-
ist og vildi að lokum lítið staðfesta,
t.d. um stjórnarsht eða skilyrði -
nema frá sjálfum sér, persónulega
eins og þeir kalla það - og þannig
endaði sá þáttur: 1:0 fyrir Bylgjuna.
En viti menn! Síðdegis sama dag
var sami menntamálaráðherra kom-
inn í Þjóðarsálina hjá stjórnanda
þáttarins, fyrrum varaborgarfull-
trúa Alþýöubandalagsins. Og þar
hefur ráðherra líklega átt að fá að
„brillera" í sárabætur fyrir hrak-
farirnar á Bylgjunni sama morgun
hjá „ótuktinni" honum Eiríki, sem
einskis lætur óspurt. - En allt kom
fyrir ekki. Þrátt fyrir dyggan stuðn-
ing stjórnanda þáttarins, t.d. þegar
kennarinn hringdi inn í þáttinn og
lagði til ráðherra vegna málræktará-
taksins, skaut stjórnandi inn með því
að spyija á móti „var þetta ekki
stuðningur?“, reið ráðherrann ekki
feitum hesti frá Þjóðarsál að heldur.
En svona eftir á að hyggja, hvað
er menntamálaráðherra að ólmast í
iðnaðar- og álmálum, þegar hann á
nóg með að hemja grishngana í
menntastofnunum þjóðarinnar?
Nema, eins og ég segi, að hann sé
orðinn iðnaðarráðherra í afleysing-
um.
Lesendasíða DV fékk þær óljósu
upplýsingar í Stjórnarráði (og síðar
þær sömu í ráðuneyti) að varla gæti
annar gegnt störfum fyrir iðnaðar-
ráðherra en félagsmálaráðherra, Jó-
hanna Sigurðardóttir. Þetta lá þó
engan veginn ljóst fyrir því enginn
hafði tilkynnt símastúlkum eða rit-
urum hver væri staðgengill í ráö-
herradómi iðnaðarráðherra í fjar-
veru hans nú.
St. Bernharðs hundar eru stór dýr og ekki fyrir hvern sem er að annast
þau, segir Vilhelmina m.a. í bréfinu.
Fimm stykki lifandi St. Bemharöshvolpar:
Osmekklegir happ-
drættisvinningar
Vilhelmína Ragnarsdóttir skrifar:
Ég heyrði samtal á útvarpsstöðinni
Bylgjunni og vakti það furðu mína.
Viss félagsskapur var að hefja happ-
drættisátak. Og hver var vinningur-
inn? - Fimm stykki hfandi St. Bem-
harðshvolpar! - Hvernig geta félaga-
samtök haft lifandi dýr sem happ-
drættisvinninga? Lfta þau á dýrin
sem hvern annan dauðan hlut?
Ég vil ekki beint álasa þessum fé-
lagasamtökum því þetta hiýtur að
vera af fáfræði gert. - En hundarækt-
andinn... ábyrgöarleysið þar geng-
ur fram úr öllu hófi. Hvaða ræktandi
lætur dýr fara frá sér sem happ-
drættisvinninga ef hann vill dýmn-
um sínum vel? Þetta hlýtur að vera
gert í gróöaskyni því varla er verið
að hugsa um velferð dýranna í þessu
tilfehi. Ræktandinn getur varla haft
hugmynd um hvert eða hjá hveijum
dýrið lendir!
Þetta em stór dýr og ekki fyrir
hvern sem er að annast þau nema
viökomandi sé alveg með það á
hreinu hvað hann er aö taka að sér.
Ég veit hvað ég er að tala um því ég
hefi ahð, ræktað og þjálfað svipaða
hunda, (Pyrenéer) og St. Bernharðs.
Það er sama hvaða dýr á í hlut, þau
eiga ekki heima í happdrættum. Eng-
inn sannur dýravini léti sér detta í
hug að láta dýrið sitt frá sér á þenn-
an ömurlega hátt. - Hundaræktunar-
félag íslands og Dýraverndunarfé-
lagið ættu að taka þetta mál að sér,
og fá bann á svona starfsemi.
P.S. Hver hvolpur er metinn á 150
þús. kr. íslenskar sem er náttúrlega
algjört bijálæði. Á Norðurlöndunum
fáum við góða St. Bemharðs og Pyr-
enéer fyrir innan við 40 þúsund
krónur og í Bandaríkjunum kosta
þeir svona um 12 þúsund krónur. -
Svona rétt til fólk geti glöggvað sig á
hlutunum!
:
DV
áskilu r sér rétt til að stytt; ibréf 3
ocj simtc U ÖCfill UIL IdÖl Cl J.tíí5CÍXlvJ.ClE>iv/“ umblaðsins.
Dvalarheimilið Alþingi:
Víðar lífvænlegt
Egill Jónsson skrifar:
Ég vil þakka Guðmundi Magnús-
syni fyrir frábæra kjaharagrein sem
hann skrifar í DV í gær, 27. sept., um
„Líf að lokinni þingsetu“. - Hann
segir sem er að því miður séu alltof
margir sem álíti að með þátttöku í
stjómmálum og setu á Alþingi
brenni menn allar brýr að baki sér
og þeir eigi varla afturkvæmt á önn-
ur starfssvið í lífinu.
Þetta má til sanns vegar færa með
þingmenn okkar íslendinga marga
hveija. Ekki ófáir hafa setið til elh-
ára og orðið bæði gráhærðir og bogn-
ir í baki af setunni. Sumir hafa meira
að segja skihð eftir afkvæmin í stól-
unum eins og títt er um þá lands-
byggðarþingmenn. Þetta er nú komið
í umræðuna og er mál að linni þeim
ósið að menn séu að strita við að sitja
á þingi þar til ahir eru orðnir leiðir
á að sjá viðkomandi í sama hlutverk-
inu áratug eftir áratug.
Ég er þess fullviss að Guðmundur
hefur rétt fyrir sér þegar hann segir
að hér þurfi að verða hugarfars-
breyting og við þurfum á stjóm-
málamönnum að halda sem hafa
áhuga á einstökum málum og vilja
Líf að lokinm
þingsetu
mú!lr‘íí'un^w. ulw'i'i ..Þcir eru þvi miður alltof margir sem
.rfi sn?u.«.. .itan ««■ .ii álíta að með þátttöku i stjómmálum
.«iuiMmim-ki. i* ogsetu á þingi séu menn aðbrenna
bryr að baki sér og cigi tæpast aftur-
■ .turfi.m..u«.»,iu.um. hi.rfi kvæmt á önnur starfssvið þjóðfélags
Heilbrlgt vlöhocl "
Grein Guðmundar Magnússonar
birtist í DV 27. sept. sl.
berjast fyrir framgángi þeirra, fá þau
samþykkt og hverfa svo til annarra
starfa.
Þessara manna verður lengur
minnst en hinna sem ef til vill eru á
þingi ámm saman án þess að fá
nokkru sinni samþykkt þau mál sem
þeir þó þykjast styðja. - Enda oft
ekki hægt að sjá hvaða mál margir
slíkir menn styðja í raun.
i sima
milli kl. 14 og 16, eöa skrifið.
Hættulegt gervi-
hnattasjónvarp?
Jón Gunnarsson, Þverá, Snæfellsnesi
skrifar:
Málvöndunarmenn ýmsir hafa
bent á þá hættu er þeir telja að stafl
af ótextuðu efni er komi frá gervi-
hnöttum, og íslendingar séu að til-
einka sér í æ ríkari mæh. Kunni
þetta að spiha málinu. - Ég leyfi mér
aö telja að hér sé að mestu um villu-
kenningu að ræða.
Það er aö risu staðreynd að ah-
mikill fjöldi íslendinga á mismun-
andi aldri hefur ekki getað theinkað
sér frambærilega íslensku eða önnur
tungumál, og orðaforði þeirra er
mjög fátæklegur. Þessir hópar
manna eru yfirleitt alls ófærir um
að nota lestrarhraða sem þarf til að
lesa texta á sjónvarpsskjám. Málfar
þeirra er hvorki íslenska, enska né
nokkurt annað tungumál. Þessir
hópar taka engum þjóðlegum tilskip-
unum um málvöndun.
í mörgum tilfellum eru þeir heldur
ekki færir um það þrátt fyrir margra
ára skólagöngu og eru uppáhalds-
ávörpin oftast „hæ, hæ“, „bæ, bæ“
„ókey“, o.s.frv. - Það er erfitt að gera
sér grein fyrir hvað hér er raun-
verulega á ferðinni. En spyrja má
hvort þeir sem hafa náð sæmilegum
eða góðum árangri í tungumálanámi
eftir mörg ár í grunnskóla, og eru
vonandi í meirihluta, hafi ekki burði
til að notfæra sér og þjálfa upp þá
þekkingu í tungumálum sem mörg
námsár hafa boðið upp á. - Eða var
ekki meiníngin að notfæra sér þetta
nám!
Vissulega er fráleitt og alls óviðeig-
andi að blanda erlendum málum inn
í hið íslenska. Það ber vott um að
kjánar og málsóðar séu á ferðinni.
Flestir hafa þann metnað gagnvart
íslensku máh, að þeir gera það ekki.
Fokdýr og næstum óframkvæmanleg
textainnsetning við gervihnattaút-
sendingar breytir engu varðandi
málsóðana hvort sem þeir eru ungir
eða aldnir. Þar dugar aðeins öflug
hugarfarsbreyting sem tvímælalaust
ætti að vera verkefni skólanna, svo
og allra annarra sem hugsanlega
gætu haft þar áhrif á.