Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Iþróttir • Kim Won-tak, frá Suður Kóreu, sést hér koma i mark sem sigur- vegari í maraþonhlaupi Asiuleikanna. Hann vann öruggan sigur og náði mjög góðum tíma. Kim Won-tek hljóp maraþonhlaupið á 2:12,56 klst og sést hér að olan fagna sigrinum á marklínunni. Símamynd/Reuter • Þessir kappar, Kim Yong-Kang frá S-Kóreu tll vinstri og Khaosaí Galaxy frá Thailandi, börðust um sigurinn f „bantamvigt" unglinga á Asiuleikunum. Sá thailenski sigraði örugglega og rotaði andstæð- ing sinn í 6. lotu. Á myndinni að ofan leggur hann grunninn að sigr- inum með vænu höggi. Simamynd/Reuter • Frjálsiþróttakeppni Asiuleikanna hefur verið jöfn og spennandi og ágætur árangur náðst I mörgum greinum. Hér sést japanska stúlk- an Megumi Sato stökkva yfir 1,94 metra i hástökki og það nægði henni til slgurs. Jafnframt setti hún nýtt Asfuleikamet. Simamynd/Reuter • Mikit átök hafa verfð i lyftingakeppn! Asíuleikanna. Hér sést Yeom Dong-Chul, frá S-Kóreu, jafnhatta mikia þyngd en hann sígraði i keppninni i 82,5 kg flokki og lyfti samtals 357,5 kg. Símamynd/Reuter Golf: Gott af rek Sigurjóns í Glasgow Sveit íslands varð í fjórða sæti á Glasgow Open mótinu í golfi sem lauk í Glasgow á sunnudaginn. Sig- urjón Arnarson stóð sig mjög vel á mótinu og lék best af einstaklingum, ásamt Skotanum Coltart, en báðir léku á 141 höggi. Skotar hlutu gullverðlaunin Skotar sigruðu á 284 höggum, írar léku á 289, og sömuleiðis Englending- ar. íslendingar urðu fjórðu á 303 höggum, Walesbúar fimmtu á 307, Belgar sjöttu á 311 en ítalir ráku lest- ina þar sem þeir hættu keppni. Næstir á eftir þeim Sigurjóni og Coltart komu þeir Bickerton frá Eng- landi og King frá Skotlandi sem báð- ir léku á 142 höggum, en fimmti varð Jón Karlsson á 162 höggum. -VS Knattspyma: Guðjón endurráðinn hjá Haukum Guðjón varð markahæsti leikmað- ur liðsins í 3. deildinni í sumar. Hann er þrítugur, og lék lengi í 1. deild með Þór og FH en var þjálfari og leik- maður hjá ÍK í þrjú ár. Júdó: Halldór lenti í 9. sæti Tveir íslenskir júdómenn tóku um helgina þátt í opna sænska meistara- mótinu í júdó sem fram fór í Lundi. Halldór Hafsteinsson og Elías Bjarnason kepptu báðir í 86 kg flokki. Halldór Hafsteinsson vann Sortkjaer frá Danmörku í fyrstu umferð. í 2. umferð beið Halldór lægri hlut fyrir Lindgren frá Svíþjóð en fékk síðan- uppreisnarglímu gegn De Groen frá Hollandi og tapaði. Þeg- ar upp var staðið hafnaði Halldór í níunda sæti. Elías Bjamason, sem er 18 ára að aldri, tók þátt í sínu fyrsta móti á alþjóðlegum vettvangi. Elías mætti Andersen frá Danmörku í fyrstu umferö og var viðureignin mjög jöfn og spennandi. Undir lokin tókst Dan- anum að leggja Elías. Ðaninn tapaði í næstu umferð og fékk því Elías ekki uppreisnarglímu. Bjarni Friðriksson ætlaði upphaf- lega að taka þátt í mótinu en vegna anna heima fyrir varð ekkert af þátt- töku hans. -JKS Guðjón Guðmundsson hefur verið endurráðinn þjálfari knattspyrnu- liðs Hauka úr Hafnarfiröi sem leikur í 2. deildinni á næsta keppnistímabili eftir níu ára dvöl í 3. og 4. deild. Guðjón hefur stýrt Haukahðinu og leikið með því síðustu tvö árin og náð frábærum árangri. Haukar unnu 4. deildina 1989, og á nýloknu keppnis- tímabih tryggðu þeir sér sæti í 2. deild með því að hafna í öðru sæti 3. deildar. -VS • Stefán Kristjánsson skorar hér eitt af níu mörkum sínum fyrir FH gegn Kyndl 55-60 land fyrirB-kep - horfur á heimsókn sameinaðs Þýs] Nú er orðið ijóst aö íslenska lands- iiðið í handknattleik leikur á bilinu 55-60 landsleiki fyrir B-heimsmeist- arakeppnina í Austurríki 1992. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í gær. Mikið verður að gerast hjá liðinu fyrir áramót bæði hér heima og eins á erlendri grundu. Þaö kom fram í máli landsliðsþjálfar- ans, Þorbergs Aðalsteinssonar, að mjög erfitt reyndist að fá erlend lands- hð hingað til lands, Þorbergur sagði ennfremur að það æfingaverkefni, sem nú lægi fyrir, legðist vel í sig og von- andi nægði það Iiðinu til aö standa sig vel í heimsmeistarakeppninni í Aust- urríki. Fyrsta verkefni vetrarins verða þrír landsleikir gegn Tékkum dagana 22.-26. nóvember. í lok nóvember tek- ur íslenska landshðið þátt í íjögurra landa móti í Danmörku og í desember var upphaflega ákveðiö að leika á móti í Áustur-Þýskalandi. Vegna breytinganna viö sameiningu þýsku ríkjanna hefur verið hætt við mótiö og þess í stað hefur HSÍ boðið landshði sameinaðs Þýskalands hingað til lands í desember. Því boði hefur ekki verið svarað en vonast er eftir því á næstu dögum. Heimsmeistarar Svía leika í Reykja- Knattspyma: Líkur á að Ásgeir þjálf i Fram áfram „spennandi dæmi“, segirÁsgeirEliasson „Ég hef átt í viðræðum við forráðamenn Fram að undanförnu og eftir þær eru góðar hkur á því að ég verði áfram með liöið. Ég hef nóg um að hugsa þessa stundina enda erum við á kafi í Evrópukeppninni og þar ætlum við okkur að komast áfram,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram, í samtali við DV í gær. Ásgeir hefur þjálfað Framliðið undanfarin sex ár og verður ekki annað sagt en að hann hafi náö frábærum árangri með liðiö. Á þessu tímabih hefur Fram undir stjórn Ásgeirs unnið íslandsmeistaratithinn þrisvar og bikar- meistaratithinn einnig þrisvar sinnum. „Ég hef verið hjá Fram í sex ár og þar hefur mér fundist gott að starfa. Þetta er samt alltaf spuming um hvenær breytinga er þörf en eins og lítur út í dag finnst mér mest spennandi dæmið að halda áfram með Framhðið. Núna á sér stað viss endurnýjun hjá liðinu, margir ungir og efnhegir strákar eru að koma í sviðsljósið,“ sagði Ásgeir Elíasson. . -JKS . I Hai sar um is- sar forr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.