Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990.
27
Lífsstfll
Matvöruverslun vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli:
Kílóið af nautakjöti
á 260 krónur
„Ég vil fá aö koma meö smávegis
útskýringar á vöruveröi hér á vellin-
um. Með því vil ég reyna aö koma í
veg fyrir að íslendingum finnist sér
mismunað vegna lægra vöruverðs
hjá okkur hér, þvi þaö á sér nokkrar
skýringar," sagði Scott Wilson, upp-
lýsingafulltrúi vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Neytendasíða DV fékk góðfúslegt
leyfi til að skoða vöruverð í matvöru-
verslun varnarhðsins til saman-
burðar við verð í matvöruverslun í
Keflavík.
Neytendur
„Fyrir það fyrsta eru laun hér á
velhnum yfirleitt lægri en almennt
gerist á íslandi og um 13% lægri en
algeng laun óbreyttra hermanna í
Bandaríkjunum. Hér eru árslaun
óbreyttra eitthvað í kringum 15.000
dollarar (u.þ.b. 840.000 ísl. krónur,
eða 70.000 krónur á mánuði). Það
eina sem Bandaríkjaher leggur okk-
ur til frítt er húsnæði. Aht annað
þurfum við að greiða sjálf. Þess
vegna er vöruverð í verslunum okk-
ar hér haft það sama og í Bandaríkj-
unum fyrir utan það að einhver
flutningskostnaður leggst á vörum-
ar. Bandaríkjaher flytur aht inn
sjálfur og álagning er engin.
„í öðrum herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim eru flestallar vörur keyptar inn hjá viðkomandi landi,“ sagði
Scott Wilson upplýsingafulltrúi varnarliðsins. DV-mynd Brynjar Gauti
íslenskar vömtegundir sem seldar
em hér era keyptar á sama verði og
íslendingar greiða fyrir þær en her-
inn niðurgreiðir þáer til að hægt sé
að selja þær hér á sambærilegu verði
og hliðstæðar bandarískar vörur.
Ef fólk vantar vörutegund, sem er
ófáanleg á vehinum, fer það og kaup-
ir hana utan vallar og greiðir þá að
sjálfsögðu sama verð fyrir vöruna
og íslenskir neytendur.
Það sem ég vil reyna að koma í veg
fyrir með þessum útskýringum er að
þessu verði stillt upp sem einhverju
„við gegn þeim“ dæmi og viljum við
fyrir alla muni forðast að rígur og
öfund skapist hér á milli. Við leggjum
mikið upp úr að halda vingjarnlegu
og góðu sambandi við íslendinga.
Ef Bandaríkjaher gæti greitt fólk-
inu hér hærri laun, myndum við
hvorki þurfa að flytja inn né niður-
greiða vörur og hægt væri að kaupa
ahar vörur hér á landi. Á öðmm
herstöðvum Bandaríkjanna víða um
heim em flestallar vörur keyptar inn.
frá viðkomandi landi,“ sagði Scott
Wilson.
En lítum nú á samanburðinn.
Mestur var verðmunurinn á kflói af
gúrkum sem kostaði 51 krónu á vell-
inum en 455 í Stórmarkaði Keflavík-
ur. Mismunur á verði er 792%
Þar á eftir kom kfló af eggjum sem
var á 55 krónur á vehinum en 395
hjá SK. Mismunurinn er 618%
Gífurlegur verðmunur var á kjúkl-
jngahlutum, eða 544%. í báðum tfl-
fellum var um íslenska vöru að ræða.
Á vellinum kostaði kílóið af kjúkl-'
ingahlutunum 117 krónur en 753
krónur hjá SK.
Á nautavöðva munaði 512% á milh
staða. Kílóið kostaöi 260 krónur á
velhnum, en þar var um bandarískt
nautakjöt að ræða. í Stórmarkaði
Keflavíkur kostaði kílóið 1.590 krón-
ur.
Meðfylgjandi tafla talar svo sínu
máli.
-hge
Kílóið af eggjum kostar 55 krónur í matvörumarkaði varnarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli en 395 i stórmarkaði i Keflavík. DV-mynd Brynjar Gauti
Stórmarkaður Keflavikur Commissary store mismunurí kr. %mismunur
Blómkál, 1 kg 279 62 217 350%
Gúrkur, 1 kg 455 51 404 792%
Undanrenna, 11 44 34 10 29%
Mjólk, 11 65 49 16 33%
Jógurt, lítil dós 44 33 11 33%
Floridana, 1 I 148 105 43 41%
Kókómjólk, 11 120 84 36 43%
Egg, 1 kg 395 55 340 618%
Kjúklingahlutar, 1 kg 753 117 636 544%
Nautavöðvi, 1 kg 1590 260 1330 512%
Lambahryggur, 1 kg 660 420 240 57%
Lambalærissneiðar, 1 kg 899 700 199 28%
Frystýsuflök (úr5 punda pakkningum), 1 kg 483 387 96 25%
4rúllurwc pappír 107 70 37 53%
Colgate fluor tannkrem, 75 ml 113 81 32 40%
Johnsons barnaolía, 14 fl. oz 284 131 153 117%
Pilsb. Best hveiti 2,26 kg 165 59 106 180%
Skorið heilhveitibrauð a la Myllan 109 77 32 42%
Bílagetraun
og OTCOMTHC
Skilafrestur
er til 5. október
Ef þú ert með rétta tölu
getur þú komist til
Mallorka með Atlantik
í vikuferð 23.-30. október
nk. og tekið með þér einn
ferðafélaga.
SENDIST TIL DV-BÍLA
Þverholti 11
pósthólf 5380
125 Reykjavík