Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sínni 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1990. Forræðismálið: Faðirinn hitti barnið Fundur var haldinn með Stefáni Guðbjartssyni og níu ára gamalli dóttur hans ásamt fleirl aðilum í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á sunnudaginn. Fundinum var komið á að tilstuðlan dómsmálaráðuneytis- ins. Viðstaddir voru meðal annars prestur og sálfræðingur. Faðirinn hafði óskað eftir að hitta stúlkuna í einrúmi, til að fá úr því skórið hvort hún vilji dvelja hjá hon- um á Spáni eða hjá móður sinni hér á landL Hann samþykkti síðan að hitta bamið með þeim hætti sem ráðuneytið hafði mælst til um. Samkvæmt heimildum DV sagðist stúlkan vilja vera áfram á íslandi. Sálfræðingur mun engu að síöur út- búa skýrslu og gera grein fyrir niður- stöðum sínum. Barnið dvelur enn hjá móður sinni. Eftir því sem DV kemst næst hefur ákvörðun ekki verið tek- in að hálfu yfirvalda um framgang málsins en beðið er eftir niðurstöð- um sérfræðinga. -ÓTT Setbergshlíð: Nafngiftin veldur deilum Ákvörðun SH-verktaka um að nefna fyrirhugað íbúðahverfi í Fjár- húsholti í Hafnarfirði Setbergshlíö, með leyfi bæjarstjórnar Hafnarijarð- ar, og auglýsa það síðan með 4,5 metra háum Hollywood-stöfum, hef- ur vakið reiði eigenda Setbergslands. Telja þeir að um heimildarlausan ömefnaflutning sé að ræða. Fyrir skömmu seldu eigendur Set- bergslands Hafnaríjarðarbæ land- skika þann þar sem hverfið mun rísa. Setbergsland tilheyrir annars Garðabæ og innan landamerkja þess, suðaustur af Fjárhúsholti, finnst X. þegar hlíð sem ber nafnið Setbergs- hlíð. Nánar tiltekið er Setbergshlíð suðaustur af Svínsholti. Telja eigendur Setbergslands að þama sé um óleyfilegan flutning ör- nefna að ræða og hafa ákveðið að leita réttar síns í málinu. _hlh Hestamaður- Hestamaðurinn sem lést, er hann varð fyrir flutningabíl í Stafholts- tungum í fyrrakvöld, hét Eggert Bergsson. Hann var 34 ára gamall, til heimilis að Kveldúlfsgötu 18 í Borgamesi. Eggert var ókvæntur. -ÓTT LOKI Gæti ég fengiö svona reikningsstærð inn á heftið! Fjárhagsleg atriði ál samningsins frágengin Gert er ráð fyrir að Jón Sigurös- son iðnaðarráðherra undirriti drög að grundvallaratriðum álsamnings á fundi með álforstjórunum á fimmtudaginn. Þetta verða ekki lokasamningar en samkomulag um vissan áfanga og í þessu er fólgið samkomulag um meginatriði vænt- anlegs samstarfs. „Þarna verður staðfestur sá grundvöllur sem aðalsamningur mun byggja á,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við DV í morgun þegar hann var beðinn að skilgreina hvað yrði undirritað á fimmtudaginn. Hann sagði reyndar einnig að þetta mætti kalla „staðfesta fundargerð" þar sem það væri staðfest sem sam- komulag væri um á millí iðnaðar- ráðherra og erlendu aðilanna. Á fimmtudaginn verða undirrit- uð þau atriði sem hafa fjárhagsleg áhrif á samninginn. Þarna verður kveðið á um upphæð skatta, hvert orkuverðið verður, samnings- timinn og staðsetningin. Þarna verður því allt sem menn þurfa til að gera sér grein fyrir ijárhagslegri niðurstöðu samninganna. Þarna verður hins vegar ekkert samkomulag um mengunarvarnir, enda eru menn nú fallnir frá fyrri hugmyndum um að hafa sérsamn- inga um það. Þess í stað er ætlunin að álverið fari eftir íslenskum regl- um og fái úthlutað start'sleyii Þau atriði, sem ekki er endanlega frá gengið, eru hlutir sem hafa ekki beina íjárhagslega þýðingu og má þar helst nefna endurskoðunará- kvæði hvað varðar orkusamning- inn. Það mun ekki vera til í ná- kvæmu orðalagí og verður ekki í samningnum á fimmtudaginn. „Iðnaðarráðherra er að sjálf- sögðu frjálst að skrifa undir þetta. Hann er náttúrulega sá sem fer með forræði málsíns og hann er þá fyrst og fremst að staðfesta gagnvart hinum erlendu aðilum að hann er tilbúinn að vinna að því áfram á þessum grundvelli. En vit- anlega bindur hann enean nema sjáifan sig í því," sagði forsætisráð- herra þegar hann var spurður um vald iðnaðarráðherra til að skrifa undir á fimmtudaginn. Á fundi rík- isstjórnarinnar i gær undirstrik- uðu þeir Svavar Gestsson og Stein- grímur J. Sigfússon andstöðu sína við samninginn. Það kom fram hjá forsætisráð- herra að hann er sannfærður um ágæti þess að binda orkuverð við álverö. „Ég held að þaö sé upp- gangur framundan í álinu og ég held að þaö sé hrein undantekning sem gerðist á síðasta áratug þegar álverð féll og vextir hækkuðu," sagði Steingrímur. -SMJ PéturBlöndal: Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kom frá Ameríku í gær með yfirlýsingu að álsamningi í tösk- unni. Hann var glaðbeittur á svip þar sem hann ræddi við fréttamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu áður en ríkisstjórnarfundur hófst í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Pétur Blöndal seldi Búnaðarbank- anum og sparisjóðunum í gær 51 pró- sents hluta sinn í Kaupþingi. Þar með eiga Búnaðarbankinn og sparisjóð- irnir Kaupþing til helminga. Pétur verður eftir sem áður framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann keypti hlut sinn í Kaupþingi fyrir um sex árum og var hlutafé hans að nafnverði rúmar 10 milljónir króna en hann fær fyrir það núna 115,6 milljónir króna. „Þessi sala er bara reikningsstærð- ir fyrir mig og breytir ekki svo miklu um mína persónulegu hagi. Ég mun áfram hafa jafnmiklar áhyggjur af því hvort karamellupokar hækka eða ekki. Ekki má heldur gleyma að góður hluti fer til skattsins en þar gera menn ekki eins mikla ráðdeOd- arsemi í ráðstöfun fjár og ég tel mig gera. Á meðan ég bý á þriggja stjömu hóteh erlendis búa þeir á fimm stjörnu hóteli." Pétur segir að hugmyndin um að selja hafi komið þegar Landsbankinn stofnaði verðbréfafyrirtækið Lands- bréf. „Líklegt var að Búnaðarbank- inn færi líka af stað og taldi ég að markaðurinn bæri ekki fleiri fyrir- tæki. Þar með kviknaði hugmyndin og Búnaðarbankinn kom inn í mynd- ina-“ -JGH Veðrið á morgun: Fremur svalt Á morgun verður norðvestan- strekkingur og rigning eða slydda norðaustanlands í fyrstu en geng- ur smám saman í hæga vestlæga átt og léttir heldur til, fyrst vest- anlands. Fremur svalt í veðri og hiti verður á bilinu 3-7 stig. g KOXFEKT — Hcildsöludmfiní!; sími: 91- 41760 Uftayggingari lll ALÞJÓÐA LIFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. LÁGMÚI.15 - RF.YRJAVÍK sími 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.