Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Fréttir Skoðanakönnun DV: Enn uppsveif la hjá ríkisstjóminni Ríkisstjómin eykur enn fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnun, sem DV gerði nú um helgina. Stjórnin er þó enn í minnihluta meðal landsmanna. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæð- isins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjórninni? Af öllu úrtakinu sögðust 34,5 pró- sent vera fylgjandi ríkisstjórninni, sem er 1,7 prósentustigum meira en í ágústkönnun DV. 41,3 prósent segj- ast nú andvíg ríkisstjóminni, sem er 1,5 prósentustigum minna en í ágúst- könnuninni. Óákveðnir eru nú 22,7 prósent, sem er 1,5 prósentustigum minna en í ágúst, og þeir sem ekki svara eru 1,5 prósent, 0,3 próséntustigum meira en í ágúst. Ef aðeins eru teknir þeir, sem taka afstööu, styðja 45,5 prósent stjómina sem er 2,1 prósentutigi meira en í ágústkönnuninni. 54,5 prósent eru andvigir stjórninni, sem er 2,1 pró- sentustigi minna en í ágúst. Landsmenn skiptast mjög eftir landshlutum í þessu. Á landsbyggð- inni á ríkisstjórnin yfirleitt meiri- hlutafylgi, en hún er í miklum minni- hluta á höfuðborgarsvæðinu. -HH Afstaðantil ríkisstjórnarinnar Þrir toppar úr stjórninni, sem eykur fylgi sitt, þótt stjórnarflokkunum gangi misjafnlega. Ummæli fólks í könnuninni Karl í Reykjavik sagði að ríkis- sagði að við hefðum aldrei haft stjórnina fram á voriö. Kona nokk- stjómin væri vond og versnaði verri stjórn. Bóndi á Suðurlandi ur sagðist á móti stjóminni vegna stöðugt Karl sagði aö þetta væri kvaðst verða að styðja ríkisstjórn- kennslumálanna. Karl á höfuö- besta stjórn i langan tíma. Annar ina. Kona á Suöurlandi kvað sama borgarsvæðinu kvaðst fylgjandi sagöi of mikið um leynifundí og hvaða fífl stjórnuöu. Karl á Akur- stjóminni þótt kommarnir væru samstarfið væri vonlaust. Kona eyri kvaðst fylgjandi stjórninni en ruglukollar. Kona á höfuðborgar- kvað sama hverjir stjórnuðu. Þeir andvígur álsamningnum. Karl á svæðinu sagði okkur eiga að hafa væru alltaf eins. Karl á Selfossi Vestfiörðum sagði í lagi að hafa sfiómina út árið. -HH í dag mælir Dagfari Svara ekki 1,5% Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður tyrri DV-kannana: jan. mars júni ágúst okt. des. jan. apr. ág. nú Fyigjandi 36,0% 29,6% 18.7% 23,8% 23,7% 28,0% 25,8% 30,3% 32,8% 34,5% Andvígir 44,2% 50,0% 60,5% 56,0% 60,0% 50,0% 53,3% 50,3% 42,8% 41,3% Öákveðnir 17,5% 20,0% 18,7% 16,2% 14,0% 20,5% 17,2% 14,8% 23,2% 22,7% Svaraekki 2,3% 0,5% 2,2% 4,0% 2,3% 1,5% 3,7% 4,5% 1,2% 1,5% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: jan. mars júní ágúst okt. des. jan. apr. ág. nú Fyigjandi 44,9% 37,1% 23,6% 30,0% 28,3% 35,9% 32,6% 37,6% 43,4% 45,5% Andvígir 55,1% 62,9% 76,4% 70,0% 71,7% 64,1% 67,4% 62,4% 56,6 54,5% Undir hvað skrifaði Jón? Merkilegur fundur fór fram í síð- ustu viku. Hingað komu fimm eöa sex menn frá útlöndum og hálfu meiri fiöldi íslendinga var sömu- leiðis mættur á staðinn. Fjölmiðlar voru kallaðir til. Iðnaðarráðherra og Jóhannes Nordal vom í forsæti. Tilefnið var að Jón Sigurðsson skrifaði undir plagg sem útlending- arnir skrifuðu líka undir. Jóhann- es skrifaði síðan sitt nafn undir það sem hinir höfðu skrifað undir og þannig lauk þessari undirskriftar- Söfnun. Þetta tilstand væri í góðu lagi út af fyrir sig ef einhver hefði hug- mynd um það hvað ráðherrann og útlendingarnir voru aö skrifa und- ir. Ríkisstjórnin segir að Jón hafi skrifað undir fundargerð. Sjálfur segist Jón hafa verið að skrifa und- ir mikilvæga áfanga í samnings- gerðinni um álið og Alþýðubanda- lagið segir að ráðherrann hafi ekki verið skrifa undir 'neitt. Borgarstjórinn í Reykjavík var spurður áhts á þessum undirskrift- um og sagði: formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir að ráð- herrann hafi undirritað sendibréf, forsætisráðherra að hann hafi und- irritað fundargerð og sjálfur segist hann hafa undirritað mikilvægan áfanga í átt að samningagerð. Ekki er vitað hvað útlendingamir halda að þeir hafi verið að skrifa undir, sem ekki er nema von, ef plaggið hefur verið á íslensku. Jó- hannes Nordal ætlaði fyrst að skrifa undir sem formaður Lands- virkjunar en skrifaöi síðan undir sem formaður samninganefndar. Ólafur Ragnar kallar það að Jó- hannes hafi skipt um hatt og þótt Jóhannes hafi ekki sést með hatt í sjónvarpinu hlýtur þetta að vera rétt hjá Ólafi sem hefur það fyrir sið aö éta hattana sína. Ólafur Ragnar þekkir áreiöanlega muninn á höttunum hans Jóhannesar. Vafi leikur ennfremur á um það hvaða Jón skrifaði undir. Var það ráðherrann Jón eöa prívatmaður- inn Jón? Ætlar Jón Sigurðsson að byggja álverið á eigin vegum, eða ætlar Alþýðuflokkurinn að gera þaö? Það er eflaust gaman fyrir Jón Sigurðsson að ferðast til og frá út- löndum og halda stífa samninga- fundi um hugsanlegt álver og koma fram í sjónvarpinu til að segja hvað samningum miðar. En það gaman fer að kárna ef og þegar það kemur í ljós að öll fundahöldin, samkomu- lögin og meira að segja fundargerð- irnar líka eru plat og grín sem eng- inn tekur mark á og enginn vill bera ábyrgð á. Það fer jafnvel aö vera spurning um það hvort mennirnir hafi verið að skrifa undir álverssamninga eða eitthvað allt annað. Þeir hafa kannski einfaldlega verið að stað- festa þaö í fundargerð að þeir hafi hist? Hins vegar er það nokkuð dýrt spaug ef menn feröast milli landa til að hittast í einu landi og staðfesta í öðru landi að þeir hafi hist. Á venjulegum fundum er skrifað undir fundargerðir að lokn- um fundum og menn þurfa ekki að leggja á sig ferðalög til að halda fund um að þeir hafi haldið fund en ekkert er nýtt undir sólinni og sjálfsagt byggjast alþjóðleg sam- skipti á svona fundahöldum og fundargeröum. Eftir því sem Jón Sigurðsson seg- ir var hann skrifa undir eitt stærsta framfaraskref í atvinnumálum þjóðarinnar. Jón er greinilega einn um þá skoðun því ekki kannast Alþýðubandalagið við þessar fram- farir og ekki kannast Páll Péturs- son við framfaraskrefin og Sjálf- stæðisflokkurinn vill auðvitað ekki viö neinar framfarir kannast með núverandi ríkisstjórn situr að völd- um. Þessir aðilar leggja ekki meira upp úr framfórunum hans Jóns Sigurðssonar en svo að þeir sveria af sér alla ábyrgð af undirskriftinni og segja það einkamál Jóns iðnað- arráðherra þegar hann ferðast á milli funda til að hitta útlendinga. Jón Sigurðsson getur skrifast á við hvern sem er. Hann getur þar að auki skrifaö undir fundargerðir eins og hann lystir. Það er flestum að meinalausu. En verra er að ráð- herrann skuh vera upptekinn við að semja fundargerðir og sendibréf sem engum öðrum kemur við og boðar svo blaðamannafundi til að skrifa undir. Rikisstjórnin á þakkir skildar fyrir að afneita Jóni og upp- lýsa þjóöina um að þetta eru prívat- mál ráðherrans. Annars hefðu menn haldið að hér ætti að rísa álver í alvörunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.